Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Selfoss og nágrennis Þegar ein umferð var eftir af hraðsveitakeppni Bridsfélags Sel- foss og nágrennis var staða efstú sveita þannig: Sveit: Stig KristjánsMás 115 Ragnars 112 Úlfars 100 Daníels 99 Valtýs 95 Valdimars 85 Gríms 78 JónsA 17 Fyrstu helgina í nóvember verður væntanlega spiluð bæjakeppni við Kópavog. Nánari tilhögun bæja- keppninnar verður tilkynnt síðar. Úrslit í Landstvímenningi 20.10. Vilhjálmur— Kristján 135 Sigfús — Gunnar 129 Sveinbjöm — Runólfur 121 V altýr — Leifur 109 Ólafur — Grímur 107 Grímur — Sigmar 100 Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spiluð hrað- sveitakeppni. Staða efstu sveita eft- ir fyrra kvöldið er þessi: Guðmundur Baldursson 519 Guðmundur Skúlason 503 María Ásmundsdóttir 467 Fram-sveitin 458 Tryggvi Tryggvason 438 Keppninni lýkur næsta þriðju- dag. Þriðjudaginn 8. nóvember hefst barómeters-tvímenningur. Skráning er hafin og geta menn skráð þátttöku hjá Baldri í síma 78055 ogHermanni í síma 41507. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér vináttu á 90 ára afmœli mínu 22. október með heimsóknum, skeytum, bréfum, blómum og öðrum gjöfum. Hamingjan fylgi ykkur. Eiríkur Einarsson, Kumbaravogi. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR I BREIÐHOLT Laugarásvegur 39-75 Langholtsvegur 45-108 Sunnuveguro.fi. GRAFARVOGUR Stekkir MIÐBÆR Gamli bærinn Ýmsargötur Dverghamrar KÓPAVOGUR Sunnubraut Loðnuveiðar og vinnsla: Vaxandi tengsl skipa og verksmiðja Verksmiðjur kaupa skip og skip kaupa verksmiðjur Morgunblaðið/Árni Stefán Bjömsson Gígja VE 340 landar 750 tonnum í Fraserbourg* í Skotlandi á síðasta án, en Skotar eru ein þeirra þjóða, sem boðið hafa hátt verð fyrir íslenzku loðnuna. Af innlendum vettvangi eftir Hjört Gíslason MENN fylgjast nú grannt með vaxandi tengslum loðnuskipanna við ákveðnar verksmiðjur. Bæði eru verksmiðjur að kaupa skip og útgerðir að kaupa verksmiðju. Með þessu móti verða minni skil milli rekstrar skipanna og verk- smiðjanna og þær verksmiðjur, svo sem Síldarverksmiðjur ríkis- ins, sem ekki eiga skip eða hafa fasta samninga um hráefnisöfl- un, geta orðið afskiptar. Enn- fremur telja sumir að með þessu verði óljósari skil milli kostnaðar við hráefiiisöflun og vinnslu hrá- efnis og geti það til dæmis haft áhrif til lækkunar launa sjó- manna. Ennfremur sé hætta á því að fijáls verðlagning loðn- unnar gangi ekki undir þessum kringumstæðum og verksmiðj- urnar geti bundizt samtökum um að halda verði niðri. Nú sé til dæmis sama verðið að heita megi hjá öllum verksmiðjunum. 80% flotans í eigu vinnslunanr eða öfugt Þeim fækkar óðum hinum frjálsu útgerðarmönnum, sem áður fyrr veiddu þar sem þeim hentaði og seldu fiskinn hæstbjóðanda, innan lands eða utan. Nú eru menn ekki fyllilega fijálsir að sölu afla erlend- is, þar sem við söluna skerðist kvóti þeirra. Við rekstur fískvinnslu í dag er síaukin krafa um stöðugleika í rekstri, nýtingu fjárfestingar í tækj- um og húsbúnaði og mögulega áætlanagerð langt fram í tímann. Sama má í raun segja um skipin. Nú er svo farið að um 80% flotans er í eigu vinnslunnar eða öfugt. Þær vinnslustöðvar, sem ekki tengjast beint útgerð fískiskipa, geta átt í vandræðum með að afla sér nægi- legs hráefnis, meðal annars vegna aukinnar sóknar f sölu ferskfísks erlendis. Fyrir minni stöðvamar skiptir þetta minna máli, en fyrir stórar stöðvar er þetta að verða vandamál. Ein hlið þessa er nú að verða áberandi. Síldarverksmiðjur ríkisins reka íjórar af afkastamestu fískimjölsverksmiðjum landsins. Á síðustu vertíð tóku þær á móti 250.000 tonnum af loðnu, sem var um fjórðungur alls loðnuaflans. Sfldarverksmiðjumar mega lögum samkvæmt hvorki eiga skip né bein- an þátt í skipaútgerð. Þær standa því utan þeirrar þróunar, sem síðustu árin hefur verið áberandi, bindingu skipa og verksmiðja. Sfldarverksmiðjumar sjá því að öll- um líkindum fram á ört minnkandi hlut í loðnubræðslunni, minnkandi nýtingu og versnandi afkomu. Bætt nýting verksmiðjanna Bætt nýting fjárfestingar, verk- smiðjanna sjálfra með lengingu vinnslutímabils og auknum stöðug- leika, hefúr verið talin ein leið til að greiða sambærilegt verð fyrir loðnuna og gert er í löndunum í kringum okkur. Auk þess þyrftu verksmiðjumar að fá brennsluolíu á sambærilegur verði, en hún er um það bil helmingi dýrari hér og svipað raforkuverð. Aukin nýting er sú leið, sem viðist færust og því leggja stjómendur stöðugt meiri Samþykkt framkvæmdastj órnar VSÍ: Þensla í ríkisútgjöldum viðvarandi vandamál Framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands íslands gerði fyrir nokkru svofellda ályktun: Síðustu misseri hafa atvinnu- vegir landsmánna búið við síversn- andi rekstrarskilyrði. Fyrstu áhrif þessa hafa einkum komið fram í útflutnings- og samkeppnisgrein- um, en erfíðleikar í þessum grein- um hafa leitt til vaxandi rekstrar- erfíðleika og samdráttar í öllum öðmm greinum atvinnulffsins. Boðaðar efnahagsráðstafanir breyta ekki eðli vandans, heldur draga um stund úr áhrifum hans. Þær felast fyrst og fremst f tíma- bundinni og takmarkaðri bráða- birgðalausn á vandafískvinnslunn- ar. Þar er tjaldað til einnar nætur og allt á huldu um hvað við getur tekið, eftir að áhrif aðgerðanna fjara út á fyrri hluta næsta árs. Atvinnulífíð er þessar vikumar að bregðast við vaxandi erfiðleik- um með samdrætti og alhliða spamaði f rekstri. Dregið hefur úr yfírvinnu og skipulegar aðhaldsað- gerðir eiga sér stað í þorra fyrir- tækja. Fyrirtæki reyna eftir föng- um að aðlaga útgjöld að tekjum, svo að atvinnustarfsemin geti gengið þrátt fyrir erfíð rekstrar- skilyrði. Þessi viðbrögð hafa mætt skilningi starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Á sama tíma fjölgar hins vegar opinbemm starfsmönnum og launaútgjöld ríkisins aukast langt umfram það, sem áætlað var. Það veldur því vemlegum von- brigðum að í samkomulagi stjóm- arflokkanna virðist áhersla fyrst og fremst lögð á aukna skatt- heimtu á fyrirtæki og starfsfólk þeirra, en ekki samdrátt ríkisum- svifa. Ríkisvaldið verður að sníða umsvif sín að því, sem tekjur leyfa með svipuðum hætti og fyrirtæki á almennum vinnumarkaði, en ekki sækja aukinn hlut til þeirra, sem nú berjast við að halda sjó. Þensla í almennum atvinnu- rekstri er senn vandamál gærdags- ins, en þensla í ríkisútgjöldum virð- ist viðvarandi vandamál og enn bendir ekkert til að þar sé lát á. Markmið sfðustu fjárlaga um halla- lausan ríkisbúskap sýnist jafn fjar- lægt nú og það var á síðasta hausti, þrátt fyrir miklar skatta- hækkanir. Hallarekstur rfkissjóðs hefur verið fjármagnaður með erl- endu og innlendu lánsfé og síðast en ekki síst með beinni seðlaprent- un, sem enn hefur aukið á verð- bólgu. Þessar aðstæður hafa ma. valdið háum vöxtum á innlendum fjármagnsmarkaði, enda þótt inn- lendur spamaður hafí vaxið veru- lega síðustu ár. Boðaðar aðgerðir stjórnvalda á sviði skatta-, peninga- og láns- fjármála eru ekki til þess fallnar að styrkja innlendan lánsfjármark- að. Þegar svo við bætist sfvaxandi lánsfjárþörf opinberrs aðila er vandséð, hvemig mæta á lánsfjár- þörf atvinnulífsins við þolanleg skilyrði á innlendum fjármagns- markaði. Háir vextir innanlands eru ekki síst afleiðing óseðjandi lánsfjárþarfar opinberra aðila. Samdráttur á þvf sviði er því meg- inforsenda lækkandi vaxta. Boðaðar aðgerðir f efnahags- málum markast ugglaust af góðum vilja til að styrkja stoðir atvinn- ulífsins. Miðstýring stjómmála- manna á starfsumhverfí og rekstr- arskilyrðum einstakra atvinnu- greina og fyrirtækja hefur hins vegar aldrei reynst leið út úr efna- hagsvanda, heldur þvert á móti. Ráðstafanir af þeim toga bjóða heim hættunni á mismunun milli atvinnugreina og fyrirtækja, sem áður en lýkur getur valdið þjóðar- búinu í heild meira tjóni en erfíð- leikamir, sem stefnt var að að sigr- ast á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.