Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 17 og Svíþjóð er nýbúið að frumsýna kvikmynd, sem Max von Sydow hefur gert eftir sögunni. Myndin hefur hlotið afbragðs dóma. Eftir norska rithöfundinn Tor Áge Bringsværd er skáldsaga sem gerist í kringum Djengis Kahn og sú þriðja er eftir Svíann Emst Brunner, Svarta villan. Báðar bækumar kepptu við Grámosann um norrænu verðlaunin síðast. Finnland í öndvegi, ísland árið 1990 Frammámenn sýningarinnar hafa tekið þá stefnu að kynna eitt- hvert eitt land eða svæði á hverju ári. í ár var komið að Finnlandi, með múmínálf í fararbroddi. Álfinn teiknaði Tove Jansson, skapari álf- anna, í tilefni sýningarinnar. 1990 kemur röðin að íslandi, ef okkur þykir taka því að þiggja það góða boð. Finnar létu ekki sitt eftir liggja og á sýninguna steðjuðu meðal ann- ars fimmtíu rithöfundar í boði finnska utanríkis- og menntamála- ráðuneytisins, auk þess sem sýning- arstjómin tók þátt í kostnaðinum af Finnlandskynningunni. Það var menningarmiðstöðin á Hanahól- manum, sem skipulagði finnska framlagið og sú sem heldur um taumana þar er engin önnur en Ann Sandelin, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Norræna hússins. „Ég og samstarfsfólk mitt höfðum tvo mánuði til að taka saman efni og velja fólk til að koma fram. Okkur var sagt að taka það sem okkur fyndist best og sem sýndi hvað væri að gerast í finnsku menn- ingarlífi, einkum þó í bókmenntum. Ég veit ekki hvort okkur tókst þetta, en við reyndum að minnsta kosti." Og eins og áður sagði, mættu Finnar með frítt lið fimmtíu rithöf- unda, auk annarra andans manna og fengu svo lið af Finnum búsett- um utan Finnlands. í einu homi sýningarsvæðisins komu Finnar upp ræðu- og upplestrárhomi, af dularfullum ástæðum kallað Spea- ker’s Corner upp á ensku. Allan daginn voru þar fínnskir rithöfund- ár og andans menn og létu hugann reika áheyrendum til yndis og inn- blásturs. Sýningin er ekki einber samkunda bókmenntafagurkera, svo þar er hægt að tromma upp með allt bókakyns. Finnsk bókasöfn voru kynnt í sýningarbásum og á umræðufundi. Á öðrum fundi ræddu nokkrir Finnar um hvort Svíþjóð væri líflína Finna út í heim, hvort leiðin um Svíþjóð væri sú eina færa út i hinn stóra heim. — Spum- ing hver okkar leið er þá ... — Kalevi Sorsa utanríkisráðherra Finna tók þátt í málþingi um hver ætti orðið og vald þess, sjómmála- menn, skáldin eins og til forna, vísindamennirnir eða íjölmiðlafólk. Isabel Allende gestur bókasýningarinnar Nokkrir Finnar ræddu um þá ímynd, sem umheimurinn hefði af Finnlandi, ef þá yfirleitt nokkra og hvort slíkt væri yfirleitt nauðsyn- legt. „Að vera sá sem maður er“ var yfirskriftin á samtali finnskra og útlendra skáldkvenna og kven- rithöfunda. Márta Tikkanen stýrði umræðunum, sem Isabel Allende tók meðal annars þátt í, en hún var ein af gestum sýningarinnar. All- ende kynnti einnig nýjustu bók sína, Eva Luna, á sýningunni. Til gam- ans má geta þess að eftir sýning- una hélt Allende blaðámannafund í Malmö og tilkynnti að hún hefði valið danska kvikmyndaleikstjór- ann Bille August til að gera mynd eftir Húsi andanna. Allende lét sannfærast eftir að hún hafði horft á 20 fyrstu mínúturnar af mynd Augusts, Pelle erobreren. Lokadag- skrá sýningarinnar var finnsk. Und- ir yfirskriftinni „Ást á finnsku“ kom heill hópur fínnsku gestanna fram með tóna og tal og öllu þessu stýrði meðal annars Márta Tikkanen. Finnsku gestimir stóðu auk þess að dagskrám utan ramma sýningar- innar, sem vom samt kynntar í sýningarskránni. Það er því óhætt að segja að Ann og samstarfsfólk hennar htýtur að hafa unnið rösk- lega þessa tvo mánuði sem þau höfðu til undirbúnings. En svona framtak hefði ekki verið hægt nema af því að Ann þekkir sig vel í finnsku menningarlífi ... og þar er af nógu og góðu að taka. Vonandi að íslendingum takist jafn vel upp, þegar röðin kemur að okkur ... Texti og myndir: Sigrún Davíðsdóttir nefndi dæmi frá Bandaríkjun- um ... og annað frá Noregi. Norskt fyrirtæki vildi í fyrstu frekar taka lakara kauptilboði frá bandarískum aðilum heldur en frá stöndugu finnsku fyrirtæki, því norsku eig- endumir vissu ekkert um Finnland. Samkvæmt Jágerhom tapa Finnar háum Qárhæðum árlega í erlendum viðskiptum af þessum ástæðum ein- um saman. Þær spumingar, sem Finnar bú- settir erlendis fá um land sitt, af- hjúpa þá mynd, sem viðkomandi hafa af þeim. Verða útlendingar í viðskiptaerindum að fara í gufubað, til að geta átt viðskipti við inn- fædda? Nei, við stundum ekki óhrein viðskipti. Er það rétt að það sé allt fullt af húsnæðislausum áfengissjúklingum í Finnlandi? Nei, það eru bara rússnesku ferðamenn- imir. Er Finnland í raun sósíal- istískt ríki? Nei, ruglið okkur ekki saman við Svía og svona mætti lengi rekja, sagði Jágerhorn. Hefiir nokkur sett fram Íslandsímynd síðan Ara fróða tókst svo vel upp? Þátttakendum bar saman um að Finnar væru ólíkir til dæmis Svíum að því leyti, að Finnar hlypu saman í reiða fylkingu, ef þeim fyndist þeir verða fyrir illu umtali ertendis. Svíar kipptu sér ekki upp við slíkt. Ulfkloo velti reyndar fyrir sér hvort umtal væri ekki alltaf af hinu góða, hvort sem það væri gott eða illt. Það kæmi þó landinu á landakortið í hugum einhverra. Hvimleiðast væri hin algjöra fáfræði. Donner hafði orð á nauðsyn þess að Finnar hölluðu sér í áttina að Evrópubandalaginu, ekki síst til að þeir ættu kost á menntun innan ríkja bandalagsins. Ef glasnost héldi áfram (eða byijaði, því hann var ekki viss um hvort nokkuð hefði í raun gerst enn) og bandalagið þróaðist eins og áætlað væri, þá væri viturlegt og nauðsynlegt fyrir Finna að vera nánir því. En þá er spumingin hvemig ímynd af sjálfum sér Finnar ættu að reyna að koma áleiðis. Donner var ergilegur yfir því hve oft væri lögð áhersla á að Finnland væri einsleit heild, þar sem allir væru sammála. Slík mynd væri út í hött. Ömkloo vildi hafa uppi mynd af iandinu, þar sem tónlistar- og leik- listarlíf væri blómlegt og spennandi bókmenntir. Landið hreint og íbú- amir umburðarlyndir gagnvart minnihlutahópum eins og þeim sænska. Jágerhom varpaði fram staðhæfíngunni „Hlutlaust, nor- rænt velferðarsamfélag". Þeirri ímynd ætti að halda fram við út- lendinga. Munurinn á hlutleysi Finnlands og Svíþjóðar væri að Finnar vildu gott samband bæði við Bandaríkin og Sovétríkin, meðan Svíar vildu geta gagnrýnt bæði löndin. Og þá er að setja ísland í stað Finnlands. Getur verið að við töpum ógnarfjárhæðum í erlendum við- skiptum, vegna þess að útlendingar vita ekkert um ísland og trúa því ekki að hingað geti verið eitthvað að sækja? Þurfum við að setjast á rökstóla um hvað við viljum að út- lendingar viti um okkur? Líklega hefúr engin Íslandsímynd verið sett fram á úthugsaðan hátt síðan Ari fróði setti saman sína ímynd fyrir margt löngu. og lagði þá helsta áherslu á sáttfysi og friðarvilja landa sinna — á einsleitt þjóðfélag (eins og Donner þolir sem verst). Þá mynd hafa fáir tortryggt, svo nú er að vita hvort ímyndasmiðum samtímans tekst jafnvel upp. TEXTI OG MYNDIR: Sigrún Davíðsdóttir Viðeyjarferð ungs sjálfstæðisfólks UNGT sjálfstæðisfólk í Reykjavík gengst fyrir skemmtí- ferð ferð út í Viðey næstkom- andi sunnudag, 30. október. Far- ið verður úr Sundahöfn klukkan 14.00. I fréttatilkynningu frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna, seg- ir að Sr. Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, muni sýna gestum eyjuna og segja frá sögu hennar og bygginganna, sem þar standa. Að skoðunarferðinni lokinni verður svo drukkið kaffi í Viðeyjarstofu, þar sem borgarfulltrúamir Júlíus Hafstein og Ámi Sigfússon munu hafa stutta framsögu um umhverf- ismál í Reykjavík. Áætlað er að komið verði í land aftur fyrir kl. 18.00. Skráning í ferðina fer fram í síma á skrifstofu Heimdallar á Háaleitisbraut 1. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 17.00 á föstudag. PHILCO þvottavél og þurrkari TVÖfÖLD . VEL AEINFOLDU i WD 806 sambyggða þvottavélin og þurrkarinn frá PHILCO er án barka og þarf því ekki sérstakt þvottahús með útblástursopi. Vélin þéttir gufuna sem myndast þegar þurrkað er og breytir henni í vatn. Þetta kemur sér ákaflega vel þar sem húsrými er lítið eða menn vilja nota plássið í annað. • 15 mismunandi þvottastillingar, þar af ein fyrir ullarþvott • Tekur inn á sig heitt og kalt vatn • Ytri og innri belgur úr ryðfriu stáli • Tekurökg. afþvotti • Allt að 1000 snúninga vinda • Hægt er að velja þrenns konar hitastig við þurrkunina þannig að ráð má miklu um þurrkunartímann Enginn barki-engin gufa Philco er lausnin fyrirþig Heimilistæki hf Sætúni8 • Hatnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 S|MI:691525 SÍMI:691S20 ísawuttguhv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.