Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 23 Bandaríkin: Sendibréf • • OnnuFrank seld á uppboði New York. Reuter. Tvö sendibréf, sem hin heims- kunnu fórnarlömb nasista í seinni heimsstyrjöldinni, Anna Frank og systir hennar, Margot, sendu pennavinum í Iowa-ríki i Bandaríkjunum, voru seld á upp- boði í New York síðastliðinn þriðjudag fyrir sem svarar 6.9 milljónum ísl. króna. Að sögn uppboðshaldara Swann gallerísins sendu systurnar bréfín ásamt myndum af sér skömmu fyr- ir innrás Þjóðveija í Holland í maí- mánuði 1940. Systumar, sem vom þýskir gyðingar, höfðu flúið undan nasistum til Hollands ásamt ijöl- skyldu sinni. Bréfin em frábmgðin dagbókinni frægu þar sem Anna Frank lýsti daglegu amstri fjölskyldu sinnar sem var í felum fyrir nasistum. I bréfum systranna til Betty Ann og Juanita Wagner í Danville í Iowa lýsa þær áhyggjulausu lífi heima hjá sér og í skólanum. „Ég er í fimmta bekk. En við höfiim ekki fengið stundatöflu svo að við getum gert það sem okkur lystir," segir Anna Frank í bréfi sínu. Að sögn talsmanns gallerísins, Wills Bennetts, hyggst hinn banda- ríski kaupandi bréfanna setja þau á sýningu á safni eða á öðmm opin- bemm vettvangi. Reuter Bændur í baráttuhug Indverskir bændur Qölmenntu til höfuðborgarinnar Nýju-Delhí í vikunni til að mótmæla land- búnaðarstefiiu stjórnvalda. í þrjá daga hafa þeir tugþúsundum saman hafst við nærri þinghúsinu til að leggja áherslu á kröfúr sínar um hærra verð fyrir landbúnaðarvörur. Hér sjást nokkrir þeirra taka við mat frá skipuleggjendum mótmælanna. Filippseyjar: Ríkisstjórnin kreftir skipafé- lagið skýringa Tacloban. Reuter. FARÞEGAR, sem komust lífs af þegar feijan Dona Marilyn sökk undan ströndum Filippseyja síðastliðinn mánudag, hafa sakað áhöfiiina um að hafa ekki sinnt ósk þeirra um að leita vars und- an fellibylnum Ruby. Um 200 manns hefur verið bjargað en rekstraraðilar skipsins segja að 481 maður hafi verið um borð þegar það fórst. Farþegar, sem komust Iifs af, segja að mun fleiri hafi verið um borð en skrár sýna. Farþegar feijunnar segja að þeir hafi grátbænt skiptstjóra feij- unnar að leita vars en hann hafi ekki sinnt því heldur siglt áfram og leikið af segulbandi „Faðir vor“ og Maríubæn fyrir skelfingu lostna farþega. Alberto Oledan, 29 ára bygg- ingaverkamaður, sagði að far- þegar hefðu þrábeðið skipstjórann að leita vars. Hann hefði lagst stundarkorn við akkeri en síðan haldið áfram. „Sumir farþeganna grétu og hrópuðu: í guðanna bæn- um stansið,““ sagði unglings- stúlka sem var bjargað um borð í skipið Cebu Princess. Samkvæmt frásögnum far- þeganna héldu margir þeirra sér á floti í allt að tuttugu klukku- stundir áður en þeim var bjargað. ERLENT Margir hinna látnu voru lítil börn sem gátu sér enga björg veitt. „Það var engin viðvörun gefin og farþegunum var ekki leiðbeint á neinn hátt. Áhöfnin hugsaði aðeins um að bjarga eigin skinni," sagði Lito Pedros, 28 ára múrari frá Samar. „Ég trúi þessu ekki. Það er venja að leita vars við slíkar að- stæður," sagði talsmaður eigenda feijunnar. Ríkisstjórn Filippseyja krafðist þess að skipafélagið gæfi skýringu á því hvers vegna feijan lagði upp frá Manila þrátt fyrir viðvaranir um fellibylinn. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, sagði að starfs- leyfi skipafélagsins yrði afturkall- að ef rannsókn leiddi í ljós að um afglöp áhafnarinnar væri að ræða. Dona Marilyn var systurskip Dona Paz sem sökk í desember á síðasta ári eftir ásiglingu á olíu- skip. Með Dona Paz fórust 3000 manns. Alls fórust 120 manns á Filipps- eyjum af völdum fellibylsins. Tjón á eignum og uppskeru er metið á 3.450 milljónir ísl. króna. Reuter Einn þeirra sem var bjargað er borinn á sjúkrabörum firá skipi við höfhina í Tacloba. Komið var með Qölda eftirlifenda á sjúkrahús i Tacloba í gær. Bretland: Astralskur höfiind- ur fær Booker-bók- menntaverðlaunin St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BOOKER-bókmenntaverðlaunun- örlögum Óskars, sem er klerkur, um var úthlutað síðastliðið þriðju- dagskvöld. Ástralskur höfiindur, Peter Carey, hlaut þau fyrir skáld- sögu sína „Óskar og Lúsinda". Booker-verðlaunin eru virðuleg- ustu bókmenntaverðlaun Breta. Verðlaununum, 15.000 pundum (1,2 milljónum króna), er úthlutað einu sinni á ári. Auk verðlaunaupphæðar- innar getur höfundur vænst þess, að sala aukist mjög á þeirri bók, sem hann hlaut verðlaunin fyrir. Að þessu sinni þurfti dómnefndin að lesa 103 skáldsögur, en Michael Foot, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, sat í forsæti hennar nú. Nefndin valdi sex bækur, sem kepptu um verðlaunin. Sagan „Óskar og Lusinda" gerist í Englandi og Ástralíu upp úr miðri síðustu öld og greinir frá ástum og menntaður í Oxford, og Lúsindu, sem er erfingi mikilla auðæfa og hefur mikið yndi af glerstyttum. Margar persónur koma fram í sögunni, og ýmsir hafa borið Carey saman við Charles Dickens. Peter Carey er Ástralíubúi, fæddur í Bacchus Marsh í Viktoríufylki árið 1943. Hann gekk þar í skóla, og lauk þeim ferli með einu ári í dýra- fræði við háskólann í Monash. Eftir það hóf hann störf á auglýsinga- stofu. Hann vinnur enn við auglýs- ingár og þykir með snjöllustu höf- undum auglýsingatexta. Carey hefur gefið út tvær skáld- sögur áður og árið 1985 var saga hans „Illywhacker“ meðal þeirra sex, sem valdar voru úr til að keppa um Booker-verðlaunin, þótt hann hlyti þau ekki þá. m LAMELLA PARKET 10% afsláttur Bjóðum viðskiptavinum okkar 10% afslátt af LAMELLA PARKETI í tilefni finnskrar viku BYGGIN6AVÚRUVERSUJN SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 OG KAUPFÉLÖGIN plastvöbuR ÍHróóleikur og -L skemmtun fyrir háa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.