Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 fclK í fréttum Lítil saga af spjaldi Arsþing íþróttabandalags Reykjavíkur var haldið ný- lega eins og fram hefur kondð í fréttum Qölmiðla. Spaugilegt atvik kom fyrir seinni þingdaginn. Ljósmyndari Morgun- blaðsins kom á þingið og smellti af myndum af háborðinu. Einn þingfulltrúa vakti á því athygli að ártal. sem fest var á tjald við hlið fána ÍBR, væri skakkt á veggnum. Mæltist hann til að þetta yrði lagað og Fjósmyndarinn smellti af annarri mynd. Júlíus Hafstein formaður ÍBR sté upp á stól og ætlaði að rétta spjald- ið en hafði ekki árangur sem erf- Júlíus Hafstein reynir að festa spjaldið en án árangurs. Fundarstjór- inn Sveinn Jónsson er í pontu og þingheimur fylgist spenntur með því hvernig Júlíusi gengur. Morjfunbiaaið/Þorkeii iði. Var þá fundarstjórinn Sveinn Jónsson, formaður KR, kallaður til og tókst þeim í sameiningu að festa spjaldið. Ljósmyndarinn tók nýjar myndir en þær voru reyndar ekki alveg eins og þingfulltrúinn ætlaðist til í byijun! Nú erf Sveinn fúndarstjóri kom- inn til hjálpar og loksins er spjaldið fast. Sigurgeir Guð- mannsson framkvæmdasljóri ÍBR fylgist grannt með. Nerio Manfroni í hópi vina sinna af yngstu kynslóðinni. Klæðnaðurinn er skrautlegur eins og sjá má. ©PIB tmmmun Nerio heilsar upp á börnin Islandsvinimir ítölsku, bræð- urnir Nerio og Maurizio Man- froni, voru hérlendis í heimsókn nýverið. Þeir bræður reka veit- COSPER ingastaðinn La Traviata á Ricci- one á Norður-Ítalíu þar sem sannkölluð íslensk gleðistemmn- ing ríkir hvert kvöld yfir sumar- tímann. Ég get ekkert að þessu gert, þetta eru áhrif rakkrems- ins,sem þú gafst mér. Fyrir gleðskapnum þar stendur æringinn Nerio sem stjómar leikj- um og söng svo lengi sem einhver er til í tuskið. La Traviata hefur vegna þessa orðið _ mjög vinsæll staður meðal þeirra fslendinga sem dvelja á Riccione í sumarleyfi og það eru ekki síst bömin sem hafa kunnáð að meta gestrisni og glað- lyndi þeirra bræðra. í tilefni af heimsókn þeirra var því opið sérstaklega fyrir börn á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýn- ar í Austurstræti. Fjöldi bama mætti þar til að gera sér glaðan dag, hitta ítölsku vinina sína, syngja, dansa og fara í leiki og borða nammi. Foreldramir þáðu kaffísopa og veltu fyrir sér vetrar- ferðum. Enginn fékk þó að panta sér far, því dagurinn var bamanna hjá Samvinnuferðum-Landsýn og þau skemmtu sér svo sannarlega með Nerio og Maurizio. COSPER STACY KEACH tacy Keach leikarinn sem margir muna eftir úr sjón- varpsþáttunum um Mike Hammer er súr í bragði þessa dagana. Hann fékk ekki hlut- verk í breskum sjónvarps- þáttum „Great Expectations" eftir samnefndri sögu Char- les Dickens. Þættimir eru teknir upp í Englandi en þar- lendir menn vilja víst ekki sjá hann eftir að uppvíst varð um aðild hans að kókaíns- mygli fyrir nokkmm árum og hann dæmdur fyrir. „Og ég sem hélt að mér hafði verið fyrirgefíð" á Stacy að hafa sagt. Hlutverkið fékk annar, ekki síður frægur leik- ari, Anthony Hopkins. \ Sveinn og Júlíus takast I hendur að loknu vel heppnuðu verki. Þingfulltrúar klappa fyrir Júlíusi og Sveini. Á myndinni má m.a. þekkja Thor Vilhjálmsson, Olaf Jónsson, Hannes Guðmundsson og Hreggvið Jónsson. SYLVESTER STALLONE Eg er ekki sauðheimskur slagsmálahundur“ Pað hefur löngum loðað við Syl- vester Stallone að líkjast kvik- myndahetjum sínum, Rocky eða Rambó. Andríki eða aðrir friðsam- legir kostir hafa ekki verið aðals- merki þeirra hetja heldur slagsmál og byssustríð. Sylvester hefur reynt að hrista af sér ímynd þá sem af köppunum hefur mótast og nýlega gaf hann út þær yfirlýsingar að hann líktist þessum ógnarmennum í einkalífi er Sylvester Stallone mikill listunnandi og geymir heimili hans safh höggmynda og málverka. ekki hið minnsta, hann væri þvert á móti mikill listunnandi, ljúfur sem Iamb, og hefði ekki vott af morð- fysn. Það hefur og komið á daginn að honum er ekki alls varnað. Sjálfur stundar hann málaralist og þessa dagana er hann að mála abstrakt mynd af leikkonunni Marilyn Monroe. „Listin er ekki til pening- anna vegna, heldur sálarinnar" seg- ir maðurinn sem þénar um 980 milljónir íslenskra króna eingöngu á Rambó III. Hann leggur áherslu á að myndlist og höggmyndalist séu hans helstu áhugamál. „Ég sýni fjölmiðlum nú í fyrsta skipti heimili mitt og það safn sem ég á. Ég er orðinn þreyttur á að vera líkt við Rambó. Ég er ekki sauðheimskur siagsmálahundur og á ekki í neinum erfíðleikum með að fylgjast með teiknimyndasögum!" Heimili hans í Kalífomíu, minnir fremur á safn en venjuleg híbýli. Hann safnar sem sagt ekki konum heldur eru það málverk og högg- myndir sem prýða hús hans. Hann segist eyða miklum tíma í að hlusta á sígilda tónlist, oft með elsta syni sínum sem býr hjá honum mestan hluta ársins. Ekki búa fleiri hjá honum þessa stundina enda engin kona í spilinu núna. Aðspurður við- urkennir hann að hann sakni Brig- itte Nieisen en hefur hinsvegar ekki mörg orð um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.