Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Fiskmarkaðir: Verðfall vegna aukins framboðs MUN LÆGRA verð fékkst fyrir þorsk og ýsu á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði og Faxamarkaði í Reykjavík i gær, fimmtudag, en í síðustu viku. Ástæðan er sú að framboðið hefúr aukist frá því í síðustu viku og fískurinn var mjög smár í gær, að sögn Helga Þórissonar, skrifstofiistjóra fiskmarkaðarins í Hafiiarfirði, og Bjarna Thors, framkvæmdasfjóra Faxamarkaðar. Á fískmarkaðinum í Hafnarfirði fékkst í gær 31,83 króna meðal- verð fyrir 57 tonn af þorski og 48,72 króna meðalverð fyrir um 11 tonn af ýsu. I síðustu viku fékkst þar 49,64 króna meðalverð fyrir þorsk og 65,44 króna meðal- verð fyrir ýsu, að sögn Helga Þór- issonar. Á Faxamarkaði fékkst í gær 34,79 króna meðalverð fyrir um 57 tonn af þorski og 32,60 króna meðalverð fyrir 8 tonn af ýsu. í 'síðustu viku fékkst þar um 45 króna meðalverð fyrir þorsk og um 55 króna meðalverð fyrir ýsu, að sögn Bjama Thors. „Þetta er hæfilegt verð fyrir þennan físk, því hann var mjög smár,“ sagði Bjami Thors í sam- tali við Morgunblaðið. „Við seldum einnig meira magn en menn áttu von á, meðal annars vegna þess að vel hefur veiðst fyrir vestan land að undanfömu og á markað- inn kom fískur sem ekki var leyft að flytja út í gámum. Eftirspumin hefur einnig minnkað, meðal ann- ars vegna þess að flug með físk til Bandaríkjanna hefur dottið nið- ur vegna mikils framboðs þar af físki frá Kanada," sagði Bjami Thors. Helgi Þórisson sagði að fískur- inn á markaðinum í Hafnarfirði í gær hefði verið mjög smár, til dæmis hefði togaraþorskurinn ekki verið nema 1,5 kg. „Ég held að menn hafí heldur ekki verið tilbúnir að taka á móti þessu magni. Menn eru búnir að draga seglin svo mikið saman í vinnsl- unni vegna lítils framboðs í haust sem stafaði af gæftaleysi," sagði Helgi Þórisson. Morgunblaðið/Bjami Ráðstefiiuna sóttu allir helstu frammámenn íslenskra banka ásamt 50 bankamönnum frá Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. í dag sækja hinir erlendu gestir námstefiiu um íslensk reikn- ingsskil sem eru_ frábrugðin reikningsskilum í öðrum Iöndum. Á innfelldu myndinni eru f.v.: Geir H. Haarde, alþingismaður, Garrett F. Bou- ton, aðalbankastjóri Scandinavian Bank, dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri og Valur Vals- son, bankastjóri Iðnaðarbankans. Atvinnutrygg- ingarsjóður: Gögn send tíl 250-300 aðila FYRSTU umsóknirnar um lán úr Atvinnutryggingarsjóði út- flutningsgreina bárust sfjórn sjóðsins á mánudag, en aug- lýst var eftir lánsumsóknum um síðustu helgi. Gunnar Hilmarsson, formaður sjóðs- stjórnar, segist giska á að 250-300 aðilum hafi verið send gögn vegna umsókna. Gunnar sagðist ekki búast við að umsóknir fari að berast að ráði fyrr en í lok þessarar viku. Ekki verður þó farið að afgreiða lán alveg á næstunni, þar sem eftir er að skipa samstarfsnefnd sem á að gefa umsagnir um hveija lánsumsókn. Stór hlutafélagabanki áhuga verður fyrir erlenda banka — segir Garrett F. Bouton aðalbankastjóri Scandinavian Bank GARRETT F. Bouton, aðalbankastjóri Scandinavian Bank í Lon- don, segir að alþjóðlegir bankar muni ekki sýna áhuga á kaupum á hlutabréfum í Útvegsbankanum við núverandi ástand. Bouton sagði í samtali við Morgunblaðið að stór hlutafélagabanki sem samanstæði af Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Útvegsbankan- um yrði hins vegar talinn mjög áhugaverður í viðskiptum á al- þjóðlegum Qármagnsmarkaði og skapaði grundvöll fyrir eignar- aðild erlendra banka. Á alþjóðlegri bankaráðstefnu Iðn- aðarbankans, sem haldin var í gær, sagði Bouton að sterkur hópur hlut- hafa yrði að standa að baki Útvegs- bankanum til að aðild erlendra banka kæmi til greina og tryggt yrði að vera að ekki kæmi til af- skipta stjómvalda sem rýrðu afkomu bankans. í erindi_ sínu fjallaði hann um lánstraust íslendinga erlendis. Sagði hann að íslendingar væru mjög hátt metnir meðal lántakenda á alþjóð- legum lánamarkaði. ísland væri mjög ofarlega á lista tveggja leið- andi tímarita um bankamál. Hjá tímaritinu Euromoney væru íslend- ingar í 26. sæti af 117 þjóðum sem þar væru skráðar og hjá tímaritinu væru þeir númer 36 af 112 þjóðum. Þessi röðun er að sögn Bouton hins vegar aðeins hluti af því sem al- þjóðlegir bankar taka mið af en þó afar mikilvægt atriði þegar litið er til þess hversu framarlega ísland er í röðinni. Enn mikilvægari væri þó sú staðreynd að íslendingar væru í hópi örfárra þjóða þar sem alþjóðleg- ir bankar hefðu ekki lent í tapi. Benti Bouton á að íslendingar hefðu þrátt fyrir sveiflur í efnahagslífinu ætíð dregið saman seglin til að geta staðið við skuldbindingar sínar. „Mín skoðun er sú að framhald verði á þessu sem gerir íslendinga eftir- sóknarverða lántakendur fyrir al- þjóðlega banka í framtíðinni," sagði Bouton. Valur Valsson bankastjóri setti ráðstefnuna og sagði nokkur orð við lok hennar. Umræðustjóri var Geir H. Haarde alþingismaður. Ráð- stefnugestir sátu hádegisverðarboð Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra, síðdegisboð Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Höfða og í gærkvöldi bauð Iðnaðarbankinn þátttakendum til kvöldverðar í Viðey. Bygging sjálfseignaríbúða íyrir aldraða á ísafírði: Byggingarkostnaður tugi milljóna fram úr áætlun 142 milljónir króna vantar til að ljúka verkinu KOSTNAÐUR við byggingu sjálfseignaríbúða fyrir aldraða í Torf- nesi á Isafirði hefur farið fram úr áætlunum, svo nemur tugum milljóna króna. Um er að ræða 42 íbúðir ásamt þjónustukjarna. Flestar íbúðanna hafa verið seldar en 13 þeirra er enn óráðstaf- að. Nú vantar 142 milljónir króna til að ljúka verkinu og fjár- magnskostnaður við það er orðinn 47 milljónir króna. Málið hefiir valdið nokkrum titringi hjá hinu opinbera þar sem ljóst er að ef fjárhagsvandinn verður ekki leystur mun hann bitna á kaupendum íbúðanna. Af þessum sökum hefiir málið komið til kasta fjárveit- inganefndar Alþingis og Innkaupastofiiunar ríkisins. Það er byggingarsamvinnufé- lagið Hlíf sem staðið hefur að byggingu íbúðanna. Þær eru 42 í tveimur álmum með þjónustu- kjama í tengibyggingu. Forráða- menn Hlífar hafa staðið í viðræð- um við ýmsa aðila um þennan vanda, m.a. Húsnæðisstofnun ríkisins og bæjarstjóm ísafjarðar. Frá því að bygging íbúðanna hófst 1985 hefur Húsnæðisstofnun veitt stórfé til þeirra eða 83 milljónum króna á föstu verðlagi. Framreikn- uð yrði sú upphæð eitthvað á ann- að hundrað milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þessi vandi einkum fólginn í að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur ekki staðið skil á sínum hlut í byggingu íbúðanna, bæjarsjóður ísafjarðar ekki held- ur. Þá hafa komið upp óvæntir kostnaðarliðir utan við áætlanir eins og „aukaþjónustukjami" í geysistórum kjallara undir annarri álmu hússins. í vikunni var haldinn lokaður fundur með bæjarstjóm ísafjarðar og forráðamönnum Hlífar til að skýra stöðuna og leita leiða. Er Morgunblaðið ræddi við hlutaðeig- andi vildi enginn þeirra tjá sig um málið. Magnús Reynir Guðmunds- son bæjarstjóri í forföllum Haralds Haraldssonar sagði að það væri trúnaðarmál. í sama streng tók Kristján Jónasson forseti bæjar- stjómar. Snorri Hermannsson formaður stjómar Hlífar sagði að hann vildi ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Ýmislegt hefur komið upp á við byggingu íbúðanna sem ekki sam- ræmist gildandi reglum um þær. Þannig mun lyfta í húsinu hafa verið fjármögnuð með fjármögn- unarleigusamningi við Féfang. Nemur sú upphæð um 4 milljónum króna. Fréttatímar í sjónvarpi: Svipaður flöldi horf- ir á báðar stöðvar NÆR jafiimargir horfa nú á fréttatíma Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 á því svæði sem sending- ar beggja nást, samkvæmt könnun sem Félagsvísindastoftiun hefiir gert á útvarpshlustun og sjón- varpsnotkun. 42-47% þeirra sem svöruðu horfðu á fréttir Ríkissjón- varpsins en 39-45% á fréttir Stöðv- ar 2. Minnsti munur var 47% á móti 45%, Ríkissjónvarpinu í vil, og er hann innan skekkjumarka könnunarinnar. 49% útvarpshlust- enda stilla einhvem tíma dagsins á Rás 1, 30% á Bylgjuna, 24% á Rás 2 og 19% á Stjörnuna. 820 landsmenn á aldrinum 15-70 ára voru spurðir um notkun ljósvaka- miðla þijá daga í október. 603 svör- uðu, eða 73,5%. Hlutfall áhorfenda frétta Stöðvar 2 hefur aukist allnokkuð frá síðustu könnun, í maímánuði, en hjá Ríkis- sjónvarpinu er hlutfallið svipað. Mun fleiri stilltu einhvem tíma á Ríkissjónvarpið en í síðustu könnun og hlutfall Stöðvar 2 hækkaði einnig lítillega frá síðustu könnun. Á samanburðarsvæði útvarps- stöðva var mest hlustað á Rás 2 milli klukkan 7 og 9. Þá hlustuðu á hana 9-11%. Á sama tíma hlustuðu 6-8% á Rás 1, 6-8% á Bylgjuna en 6-7% á Stjömuna. Frá klukkan 9-12 hlustuðu 10-14% á Bylgjuna, 6-7% á Stjömuna, 5-7% á Rás 1 og 4-5% á Rás 2. Ráðstefiia um ferðaþjónustu í þágu friðar: Næsta heimsráðstefiia haldin á íslandi? Vancouver í Kanada. Frá Oddnýju Björgvins, blaðamanni Morgunblaðsins. HEIMSRÁÐSTEFNU um ferðaþjónustu í þágu friðar, sem haldin hefiir verið í Van- couver í Kanada undanfarna daga, lauk í gærkvöldi. Stefnt er að því að efiia til nýrrar heimsráðstefnu árið 1991 eða 1992. Margir áhrifamenn á ráð- stefnunni í Vancouver sögðu að ísland væri óskastaður fyrir slíka ráðstefnu. Fyrirhugað er að halda fjórar heimssvæðaráðstefnur f fram- haldi af ráðstefnunni í Vancouver. Þessar ráðstefnur verða haldnar í Austurlöndum nær, Afríku, Mið- eða Suður-Ameríku og Suðaust- ur-Asíu. Þjóðarleiðtogum og öðr- um áhrifamönnum verður boðið á ráðstefnumar, meðal annars til að ræða niðurstöður ráðstefnunn- ar í Vancouver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.