Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 25 Sovétmenn skjóta geimfeiju á loft: Bylur fer ómannaður í fyrstu ferðina og verður Qarstýrt til jarðar Aðflugið og lendingin hættulegustu hlutar ferðarinnar SOVÉTMENN tilkynntu í fyrradag að þeir myndu skjóta geimfeiju, sem þeir hafa verið að gera tilraunir með, á braut um jörðu á morgun, laugardag. Verður henni skotið með risa- flauginni Energiu, sem getur borið 100 tonna farm út í geim- inn, en henni var skotið fyrst á loft í maí í fyrra. Geimfeij- unni hefúr verið gefið nafiiið Buran, sem útleggst sem bylur eða hríðarsorti á íslenzku. Verður hún ómönnuð í fyrstu ferðinni og því fjarstýrt til lendingar í Baikanor-geim- ferðastöðinni. Miðað er við að geimfeijan verði mönnuð i næstu ferð. Að sögn TASS-fréttastofunnar mun geimskotið eiga sér stað 23 mínútum eftir miðnætti í kvöld að íslenzkum tíma, eða 6:23 að staðartíma í Baikanor. Verður það sýnt í beinni útsendingu Sovézka sjónvarpsins. Ekki fylgdi fréttum hvort lending feijunnar verður sömuleiðis sýnd beint, en það er hættulegasti hluti ferðarinnar. Geimfeija Sovétmanna minnir óþyrmilega á bandarísku geim- feijuna. Greinilegt er að Sovét- menn hafa notið góðs af gífurleg- um upplýsingum, m.a. myndum og teikningum, sem birtar hafa verið um hönnun bandarísku geimfeijunnar. Þeir virðast þó ekki hafa líkt eftir henni að öllu leyti, því við nánari samanburð kemur mismunur í ljós. Megin munurinn er sá að aðal- hreyflar eru engir á sovézku geim- feijunni eins og þeirri bandarísku, heldur aðeins litlir stýrihreyflar sem ekki er hægt að brúka fyrr en komið er á braut og þá aðeins til að bre^rta legu hennar gagn- vart jörðu. Hreyflar bandarísku geimfetjunnar eru hins vegar gangsettir við geimskot og hjálpa til við að koma henni á loft. Með þeim má einnig hækka og lækka braut feijunnar í geimnum. Þegar bandarísku geimfeijunni er skotið á loft framleiða hreyflar hennar og burðarflauganna alls 3.350 tonna lyftikraft. Lyftikraft- ur Energíu og ijögurra áfastra hliðarflauga er hins vegar tvö- hundruð tonnum meiri, eða 3.550 tonn. Bandaríska geimfeijan, tank- flaugin og hliðarflaugamar tvær vega alls 2.010 tonn, en að Byl meðtöldum vegur Energía meira, eða 2.400 tonn. Miðað við að hún sé 60 metra löng má ætla að skrokkur sovézku feijunnar sé allt að 10% stærri en þeirrar bandarísku. Það væri í samræmi við fyrri „kópíur“ Sovétmanna af vestrænum loftförum. Hin lang- dræga Tupolev-sprengjuflugvél Sovétmanna, sem NATO hefur gefíð nafnið Blackjack, er t.a.m. 10% stærri en bandaríska „frum- gerðin", Rockwell B-IB sprengju- vélin. Ótrúlega lík bandarísku geimferjunni Þrátt fyrir stærðarmuninn er líklegt að eigin þyngd Byls sé minni en bandarísku feijunnar, sem er 75 tonn, vegna þess að engir hreyflar eru á henni. Sovét- menn hafa sagt að Bylur geti borið 29,5 tonna arðfarm, eða svo til sama farm og bandaríska feij- an. Miðað við að burðargeta En- ergíu sé 100 tonn má því ætla að sovézka feijan vegi um 70 tonn. Burtséð frá stærðarmun og skorti á aðalhreyflum er sovézka geimfeijan ótrúlega lík þeirri bandarísku. Hún er varin sams- konar kísilflögum gegn hinum mikla núningshita, sem myndast er hún kemur aftur inn í gufu- hvolf jarðar. Er þeim komið fyrir með sama hætti og á bandarísku feijunni. Svörtu flögumar, sem eru enn hitaþolnari en þær hvítu, er komið fyrir neðan á henni, á tijónu og vængbrúnum. Það gerir að verkum að útlit geimfeija risa- veldanna verður enn líkara. Lítils háttar munur er á væng feijanna. Hæðar og hallarstýri eru jafnstór á sovézku feijunni en misstór á þeirri bandarísku. Enn- fremur er vængbrún bandarísku feijunnar bogadregnari, en að öðru leyti eru vængimir eins. Stél- kamburinn og tvískipt hliðarstýrin eru nákvæmlega eins. Virka þau sem loftbremsur í aðfluginu á báðum feijum. Stærri áhöfh A mynd sem Sovétmenn hafa birt af Byl á skotpalli liggur áhafnargangur að dyram neðan við stjómklefann. Þykir það stað- festing á því að áhafnarklefí sovézku feijunnar sé tveggja hæða, líkt og í bandaríska „syst- urskipi“ hennar. Hafa Sovétmenn sagt að meira en sjö menn geti verið í áhöfn feijunnar, eða fleiri en í þeirri bandarísku. Tveir ijór- skiptir hlerar era á lestum henn- ar, eins og á bandarísku feijunni. Er talið að þeir opnist og gegni sama hlutverki úti í geimnum, þ.e. sem ofnar. Vegna mismun- andi lestarstærðar er hægt að koma stærra tungli fyrir í þeirri sovézku. Við hönnun bandarísku geim- feijunnar var miðað við að hægt yrði að nota hana og hluta hennar aftur og aftur. Ending feijunnar sjálfrar er miðað við 100 geim- ferðir og aðalhreyflanna við 25 ferðir. Aðeins eldsneytistankurinn er notaður einu sinni en hann brennur upp er hann fellur í átt til jarðar. Hliðarflaugarnar svífa hins vegar til jarðar í fallhlíf og era lagfærðar svo nota megi þær oftar. Ekki er vitað hvort nota megi Energíu eða hluta hennar öðra sinni. Hliðarflaugamar fjórar losna frá aðalhluta hennar tvær og tvær saman og svífa til jarðar í fallhlíf. Meginflaugin svífur einnig niður í Kyrrahaf og er að öllum líkindum flutt aftur til Sov- étríkjanna. Bandarikjamenn skýrðu fiá því árið 1984 að Sovétmenn væra að gera tilraunir með geimfeiju. Litl- ar upplýsingar hafa lekið út um hana og þær stundum stangast á. Þó bendir ýmislegt til að flugtil- raunir hafí verið gerðar með frum- gerð hennar, þ. e. aðflugs- og lendingaræfíngar. Mjashitsjev Mja-4 sprengjuflugvél er sögð hafa verið notuð til að bera hana á loft. Síðan hafi hún verið losuð frá og látin svífa til lendingar. Hvernig tekst heimferðin? Athygli manna beinist einkum að því hvemig tekst til þegar Bylur snýr til baka. Sovétmenn hafa mikla reynslu af ómönnuðum geimferðum og meira að segja er heimferð og lendingu mannaðra Sojuz-geimfara stjómað sjálfvirkt af tölvum um borð og í stjómstöð á jörðu niðri. Aðflug og lending geimfeiju þarf hins vegar að vera með allt öðram og miklu flóknari hætti. Hafa m.a. heyrst þær kenn- ingar að fyrst feijan sé ómönnuð muni hún brenna upp er hún kem- ur aftur inn í andrúmsloft jarðar. Er þess nú beðið hvort Sovét- mönnum hafí tekizt að leysa þá þraut nægilega vel. Tíminn mun leiða í ljós hvenær Byhir verður sendur í geimferð með áhöfn innanborðs. Sovézkir embættismenn hafa sagt að í fyrstu mönnuðu ferðinni verði tveir til þrír menn í áhöfninni. Áform Sovétmanna breyttust fyrr á þessu ári er tilraunaflugmaður- inn Anatolíj Levtsjenko lézt. Gert hafði verið ráð fyrir að hann flygi Byl ásamt geimfaranum Igor Volk í fyrstu mönnuðu ferðinni. Höfðu þeir verið þjálfaðir á sérstaklega búnum Túpolev Tu-154 þotum, sem notaðar vora til að líkja eftir aðflugi og lendingu feijunnar. Levtsjenko lézt af völdum heila- æxlis skömmu eftir ferð til Mir- geimstöðvarinnar. í hans stað verður að þjálfa annan, og er ta- lið að geimfari að nafni Alexander Stsjúkin verði fyrir valinu. Bylur á baki Enerjjíu á skotpalli í Baikanor-geimstöðinni. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Tilmæli stéftmskrárráðsteftm um breytt prófkjör til vinnuhóps „Þetta eru fyrst og fremst tilmæli til fúlltrúaráðsins. Þau munu fara í hendur sérstaks vinnuhóps sem var settur á laggirnar í haust til þess að skoða val frambjóðenda á framboðslista,1* sagði Sveinn Skúla- son formaður fúlltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hann var spurður álits á þeim tilmælum starfshóps á stefhuskrárráðstefnu sjálf- stæðisfélaganna, að frambjóðendur verði valdir í lokuðu prófkjöri innan fúlltrúaráðsins, en í því eiga 1.200 fúlltrúar sæti. Jóhannes Zoega ríkisháskólann í Oregon og Jó- hannesar Zoöga fyrrverandi hitaveitustjóra f Reykjavík. Gunnar starfaði hér á landi til 1964 er hann fluttist til Bandaríkjanna Gunnar Böðvarsson þar sem hann hefur búið síðan. Jóhannes var hitaveitustjóri í Reykjavík frá 1962 þar til hann lét af því starfí á sl. ári fyrir aldurs sakir. „Þessi hópur á að skila fyrstu niður- stöðum til stjómar fulltrúaráðsins í nóvemberlok. Þetta byggist á því að það er ákveðin óánægja með það hveiju próflqörin hafa skilað. Næstu reglulegu kosningar era 1990 og ef við hefðum haldið sama farvegi þá hefði næsta prófkjör orðið að ári, i október 1989. Þess vegna vildu menn vera svolítið tímanlega í þess- ari vinnu. Þessi hugmynd hefur reyndar líka verið rædd í vinnuhópnum þar sem inenn vora almennt' hrifnir af að skoða hana nánar. En þetta er enn- þá aðeins hugmynd, engar útfærðar tillögur. Við eigum til dæmis eftir að skoða hvort þetta gangi upp. Þýðir þetta til dæmis að við færam út fulltrúaráðið, höfum það 2.000 manna ráð eða 2.500 manna? Sam- hliða því þarf að skoða hvort við breytum farveginum inn í fulltrúar- áðið. Það sem kemur fram er að menn vilja auka þátt trúnaðarmanna í vali á listanum þannig að það verði eftirsóknarverðara að taka þátt í starfí fyrir flokkinn og menn fínni að þeir fái eitthvað aukið vægi fyrir það,“ sagði Sveinn. Hann sagði þessi mál hafa verið mikið rædd í stjóm fulltrúaráðsins og í framhaldi af því hefði vinnuhóp- urinn verið settur á stofn í ágúst- mánuði. Stjóm fulltrúaráðsins hefur heimild til ákveða að kjömefnd velji menn á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, en þarf hins vegar að bera undir ráðið ef halda á prófkjör. „Við gætum í dag, ef yrðu skyndilegar kosningar, boðað til fundar og lagt til að það yrðu kosningar um fram- boðslista innan fulltrúaráðsins," sagði Sveinn. Hann sagði ekki hafa verið tekna afstöðu til málsins innan stjómarinnar, en það yrði gert í framhaldi af niðurstöðum vinnu- hópsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.