Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 — z- —------------------- „Fœ/éu oghor?éaa.einh\/erja- ioótamyrÝi í sjónnxrpinn- p(j ert of ungur Fyr'ir petta. " FTt-í Ég man að þegar við sam- einuðum fyrirtækin var ákveðið að ég yrði for- stjóri. Með morgunkaffinu — Hvernig er hitastigið í sundlauginni í dag, ástin min? HÖGNI HREKKVÍSI „H-ANN (JpPFytLiR KraöPUR MJÖG VANPl'ATRA VIRSICIPTA\/INA" Erum við búin að vera sem sjálfstæð þjóð? Til Velvakanda. Góðir Islendingar, nú horfumst við brátt í augu við meiri og stærri erfiðleika, en nokkurn grunar. Astæðan? Mesta . óstjórn í manna minnum í mestu góðærum, sem guð hefur gefið þessari þjóð. Allt er sem aldrei fyrr, fáir standa í skiium, víxlar ekki pappírsins virði, gíró- seðlar ekki heldur. Allir eru að reyna að skara eld að sinni köku, án minnsta tillits til náungans, og er engu líkara en allir séu á móti öllum, í öllu. En, það eru til ráð sem duga, aðeins ef fólk nemur staðar, og íhug- ar stöðu sína eins og hún blasir við hveijum og einum, og skulu nú nefnd fáein góð ráð, sem munu laga hvers manns stöðu, ef áhugi er á því. 1. Klippa strax niður, og hætta kreditkortaviðskiptum, því þau eru hvort sem er, og voru alltaf, aðeins fyrir þá sem hafa nóg af fé. 2. Kaupa einungis brýnustu lífsnauðsynjar, sleppa öllu öðru. 3. Kaupa einungis íslenskt, við höfum allt sem þarf. 4. Kaupa engar vörur frá þeim þjóðum, sem sífellt eru að ógna okk- ar hagsmunum, s.s. amerískar, þý- skar, o.fl. 5. Spara á ölium sviðum, raf- magn, hita, benzín, já, allt sem hægt er. Spurt og svarað Þátturinn Spurt og svarað mun heija göngu sína í Velvak- anda innan skamms. Lesendur geta hringt í síma 691282 frá kl. 10 til 12 frá mánudegi til (ostu- dags og borið fram spurningar sem reynt verður eftir föngum að afla svara við. Fullt nafn, heimilsfang og nafn- númer verður að fylgja öllum spurn- ingum þó spyrjandi óski nafnleynd- ar. 6. Steinhætta öllum happdrætti- smiðakaupum, og skafmiða, lottói og getraunum, við getum verið án alls þessa, og þetta er orðið rugl. 7. Til að binda svo endahnútinn á nýtt endurreisnartímabil hér á landi, skulum við í næstu kosningum hafa þann manndóm í okkur að þurrka út flesta þessa stjórnmála- flokkastubba, sem eru þungur baggi þessarar þjóðar — 250.000 manna þjóð með 10 flokka (hrein geðveiki) og stórhættulegt sjálfstæði okkar. Við fáum aldrei góða stjóm, sem er mynduð úr 3 eða fleiri flokkum. Að margra viti, eru í raun aðeins tveir flokkar hæfir hér á landi tii að fara með landsmálin og það er auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn nr. 1 og með Alþýðuflokki nr. 2, að frádregnum svo sem einum eða tveim þingmönn- um þess flokks, sem nú em að þvæl- ast fyrir framfömm þar í flokki. Hugsjón flokksins, frá dögum dr. Gylfa Þ. Gíslasonar o.fl. , vel til þess fallin að blandast sjálfstæðis- stefnunni okkar landi og þjóð til góða. Megi svo verða hið allra fyrsta, en munum, það emm við, sem kjós- um, sem höfum allt vald í okkar höndum, meðan við enn höfum þann mikla rétt, að mega sem fijálsir menn í lýðræðisþjóðfélagi, ganga til kosninga, og velja. Gleymum því aldrei að það em mikil forréttindi en alls ekkert sjálfsagt að svo sé, þess vegna er það nánast föðurlands- svik að nota ekki þann helga rétt og fara á kjörstað og velja með því að setja eitt x á þann stað sem við viljum til að kjósa okkur forystu. Þetta er kannski orðin svolítil lang- loka en það verður ekki of oft endur- tekið, hve nauðsynlegt okkur nú er með þjóðmálaumræðuna og skítkas- tið úr sjónvarpinu. Ut úr því ósmekk- lega skítkaststímabili nýlega, kom best í ljós hve góðan og gáfaðan stjórnmálamann við eigum í dag þar sem Þorsteinn Pálsson er, og væri vel ef við áttuðum okkur í tíma á því að þeir em ekki margir í dag stjórnmálamennimir, sem minna á Bjarna Benediktsson eða Ólaf Thors og aðra slíka frá þeirra tíma. Nei góðir íslendingar, brennum ekki á báli, sem forðum, þá menn og konur sem skara fram úr á hveijum tíma, vemm þeim frekar stoð og stytta í landsmálunum, við getum það. Það er þannig sem við tökum þátt í að móta það þjóðfélag sem við viljum búa í, í stað þess að vera sífellt að kvarta og kveina og kenna svo öðr- um ófarirnar af eigin mistökum. Megi Guð gefa okkur visku til að velja samkvæmt sönnustu sannfær- ingu okkar, til forystu þá fæmstu menn og konur, sem við eigum hveiju sinni. Gegn öfund — til gæfu á ný. Lifið heil. K. Köttur Þessi ungi fressköttur- fannst sl. laugardagskvöld við Umferðar- miðstöðina. Hann er grábröndótt- ur með hvítar hosur og bringu og bleikt tiýni. Upplýsingar í síma 671908. Víkverji skrifar Hér í dálkinum hafa farsímaeig- endur verið varaðir við að ræða um viðkvæm mál í farsima þar sem vitað er að margir geta hlerað samtölin. Af reynslu Víkveija mætti ráða að símakerfið almennt sé ekki jafn ömggt og menn hafa talið. Víkveiji dagsins þarf stundum að ná í alþingismenn og hringir þá í síma Alþingis, 11560, en hefur á undanfömum mánuðum orðið nokkrum sinnum fyrir því að koma beint inn í símtöl. I svipinn man Víkveiji eftir fjórum slíkum tilvikum og veit um fleiri dæmi hjá vinnufélögum sínum. Eitt sitt kom Víkveiji til dæmis inn í samtal tveggja forystumanna Alþýðubandalagsins. í öllum tilvik- um heyrðist í fólkinu á báðum end- um símalínunnar eins og það stæði inni á gólfi hjá þeim sem óvart varð hlerari en viðkomandi virtust ekki verða varir við þriðja manninn á línunni. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegt mál, ekki síst þar sem Alþingi á í hlut, vegna þess að menn hafa almennt getað treyst símalínunni allvel og eru því óvið- búnir. Einn vinnufélagi Víkvetja leitaði skýringa á þessu hjá Alþingi og Pósti og síma fyrir nokkru. Yfir- menn í þessum stofnunum könnuð- ust ekki við neitt og gátu engar skýringar gefið, nema hvað síma- maðurinn sagði að þetta hlyti að stafa af bilun. XXX etta mál minnir Víkveija á gamla sveitasímann. Þó ekki sé langt síðan sjálfvirki síminn var lagður um sveitir landsins finnst Víkveija einhvern veginn vera óra- langt síðan hann var notaður. Þar sem Víkveiji dagsins ólst upp var hlustað á ákveðnum bæjum, það þekktist til dæmis af hænsnagagg- inu á bæ einum þar sem hænurnar voru í kjallara íbúðarhússins — nú eða af því að einhver sem var að hlusta varð of æstur og þurfti að leggja eitthvað til málanna. A ein- um bænum tóku hlerararnir tækn- ina í þjónustu sína og tengdu símann við græjurnar. Þar þurfti heimilisfólkið því ekki að ijúka í símann í hvert skipti sem hringing heyrðist heldur gat haft það náðugt í stofunni og hækkað og lækkað í tækinu eftir því hvað samtölin voru skemmtileg. En sá er munurinn á þessu og hlerunum á síma alþingismannanna nú til dags að allir vissu að sveita- síminn var opinn og oft hlustað en menn sem eru að tala í sjálfvirkan síma reikna almennt ekki með að aðrir en viðmælandinn séu að hlusta. Menn gátu ekki sagt allt sem þeir vildu í sveitasímann og stundum varð að grípa til dulmáls með misjöfnum árangri fyrir þann sem átti að skilja skilaboðin. Svo var ekið til viðkomandi fólks eða í kauptúnið til að hringja ef menn þurftu að ræða eitthvað sem alls ekki mátti fara lengra. Er ekki nauðsynlegt fyrir alþingismenn og starfsmenn Alþingis að taka upp sömu tækni til að tryggja að trúnað- armál leki ekki? xxx Ilok þessa símaspjalls vill Víkveiji þakka hinum ötula blaðafulltrúa Pósts og síma fyrir sendinguna í vikunni. Þar var um að ræða kær- kominn upplýsingapésa um starf- semi Pósts og síma, margvíslegar tölur og annan fróðleik um starf- semi stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.