Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 47 ípRúmR FOLK ■ NACIONAL fcá Uruguay varð Suður-Ameríkumeistari' í knattspymu í þriðja sinn í gær. Nacional sigraði Newells Old Bo- ys frá Argentínu, 3:0, eftir fam- lengingu í síðari leik liðanna í Montevideo í gær. Newells vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu. Það verður því Nacional sem mætir Evrópumeistumnum PSV Eindhofen í úrslitaleik um heims- meistaratitil félagsliða í Tokýó 11. desember. Nacional hefur einu sinni unnið heimsmeistaratitil fé- lagsliða. Það var 1980 er liðið sigr- aði Nottingham Forest, 1:0. Þessi keppni hefur farið fram í Tokýó síðan 1980. ■ ÍTALSKA liðið AC Roma og Partizan Belgrad léku fyrri leik sinn í Evrópukeppni félagsliða í Júgóslavíu á miðvikudagskvöld. Júgóslavneskir áhorfendur á leikn- um grýttu fyrirliða Roma, Gius- eppe Giannini, með þeim afleiðing- um að hann féll til jarðar. Forráða- menn Roma hafa nú.kært leikinn til aganefndar UEFA vegna þessa atviks og vilja að úrslitum leiksins verði breytt í. þá vem að Roma hafi unnið 3:0. En Partizan sigraði í umræddum leik með fjórum mörk- um gegn tveimur. Meðan á leiknum stóð kviknaði í vömhúsi á vellinum og var talið að eldurinn hafí kvikn- að af völdum eldflauga frá áhorf- endum. Áhorfendur, sem vom 45.000, urðu skelfingu lostnir en að sögn lögreglu urðu engin meiðsli á fólki. ■ BOCHUM sigraði Bayer Le- verkusen, 1:0, á útivelli í vestur- þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. ■ BANDARÍKJAMENN ætla að halda upp á það, að þeir fengu heimsmeitarakeppnina ' í knatt- spymu 1994 með sýningarleik f knattspymu f New York á sunnu- daginn. Þar mun úrvalslið Amerfku leika gegn frægum knattspymu- mönnum úr Evrópu. Þar á meðal verða kappar eins og Bobby Charl- ton, Pat Jennings, George Best, Eusebio, Franz Beckenbauer, Michel Platini, Johan Neeskens og Ruud Krol. í liði Ameríku verða meða annsus Brasilíumenn- irnir Roberto Rivelono, Carlos Alberto og Edu. Bruce Wilson, fyrmm fyrirliði Kanada og Rick Davis, fyrirliði Bandaríkjanna. Halla Qelrsdóttlr úr FH var út- nefnd besti markvörðurinn á fjögurra landa handknattleiksmótinu sem lauk f Hollandi um síðustu helgi. Halla stóð sig mjög vel, sérstaklega í síðasta leiknum gegn Hollandi. Við sögðum frá þessu í þriðjudagsblaðinu en þá varð myndabrengl með fréttinni og er beðist velvirðingar á því. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Valsmenn skoruðu aðeins 15 stig í síðari hálfleik „ÉG man ekki eftir að það hafi komið fyrir áður að Valsliðið hafi aðeins náð að skora 15 stig í hálfleik og ég á ekki mörg orð um leik okkar í kvöld," sagði Torfi Magnússon þjálfari Vals eftir að iið hans hafði tap- að með 34 stiga mun í Keflavík í gærkvöldi. Valsmenn voru heillum horf nir í þessum leik og þeir náðu ekki að skora stig fyrstu 8 mínúturnar í síðari hálfleik. FFyrri hálfleikur var jafn framan af og einkenndist af mörgum mistökum beggja liða sem töpuðu boltanum sitt á hvað. En undir lok hálfleiksins fóru Bjöm Keflvíkingamir að Blöndal hitta betur, þeir skrifar skoruðu þá 11 stig í röð og í hálfleik höfðu þeir 9 stiga forskot. í síðari hálfleik var allt annar bragur á liði ÍBK sem skoraði úr næstum hveiju upphlaupi á meðan hvorki gekk né rak hjá Valsmönn- um. Þeir náðu ekki að skora stig fyrstu 8 mínútumar og þeir náðu aðeins að skora 4 stig á fyrstu 12 mínútunum, en þá voru Keflvíking- ar komnir með 30 stiga forskot. Eftirleikurinn var því auðveldur hjá heimamönnum sem enn eru án þeirra Axel Nikulássonar og Fals Harðarsonar. Valsliðið var án Svala Björgvinssonar sem er meiddur. Magnús Guðfinnsson átti stórleik með liði ÍBK að þessu sinni og skor- aði 23 stig og tók 21 frákast. Sig- urður Ingimundarsson og Guðjón Skúlason vom líka atkvæðamiklir ÍBK-Valur 83 : 49 (43:34) íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið i körfuknattleik, fimmtudaginn 27 októ- ber 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:5, 8:8, 10:10, -14:17, 20:19, 24:24, 28:28, 32:32, 43:34, 55:36, 66:38, 70:42, 77:44, 81:44, 83:49. Stig ÍBK: Magnús Guðfmnsson 23, Guðjón Skúlason 23, Sigurður Ingi- mundarson 16, Einar Einarsson 11, Albert Óskarsson 4, Gestur Gylfason 4, Jón Kr. Gíslason 2. Stig Vals: Tómas Holton 13, Hannes Haraldsson 8, Einar Ólafsson 8, Hreinn Þorkelsson 7, Matthías Matthíasson 4, Bárður Eyþórsson 4, Þorvaldur Geirsson 3, Arnar Guðmundsson 2. Áhorfendur: 200. Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson og Leifur Garðarsson. P Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason, ÍBK. Tómas Holton, Val. og einnig átti Einar Einarsson ágætan leik. Tómas Holton var bestur Valsmanna og gætti hann Jóns Kr. Gíslasonar eins og skuggi og komst Jón lítt áléiðis. „Ég er ákaflega sáttur við leik minna manna að þessu sinni og lið- ið náði sér vel á strik og ég er sér- staklega ánægður með hlut þeirra yngri sem hafa komið inn í liðið að undanfömu. Einnig fannst mér þessi leikur vel dæmdur,“ sagði Lee Nober þjálfari ÍBK. Magnús Guðfínnsson, ÍBK. Morgunblaðiö/Einar Falur Magnús GuAflnnsson átti stórleik með liði ÍBK gegn Val og skoraði 23 stig og tók 21 frákast. Haukarvoru tölvert sterkari HAUKAR unnu Grindvíkinga í gærkvöldi og það var ef til vill fyrst og fremst baráttu þeirra ívörninni að þakka. Þeirtóku mikið af fráköstum og að auki var nýting bestu manna Grindvíkinga slæm. Leikurinn var jafn framan af og Grindvíkingar voru yfir um tíma en þá small vamarleikur Hauka saman og þeim tókst að ^■i koma í veg fyrir að SkúliUnnar hávöxnu leikmenn Sveinsson Grindvíkinga kæ- skrifar must í fráköstin. Að vísu náði Guðmund- ur Bragason mörgum fráköstum en skotnýting hans var afleit. Haukar léku vel sem liðsheild í gær. Ingimar var sterkur í fráköst- unum og Eyþór og Reynir nýttu sín færi mjög vel. Pálmar lék vel að vanda og þó svo hann hafí aðeins skorað fjögur stig í fyrri hálfleik lék hann vel fyrir liðið. Það var ósjald- an sem hann átti góðar sendingar fram þannig. að hans menn náðu hraðaupphlaupum sem nýttust vel. Kornungur leikmaður Hauka, Jón Arnar Ingvarsson, stóð sig einnig mjög vel. Hann er aðeins 16 ára gamall en er þegar orðin geysi sterkur leikmaður og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þetta var mikilvægur sigur hjá Haukum því þeir munu væntanlega Jón Arnar Ingvarsson, sem er aðeins 16 ára gamall, stóð sig mjög vel með Haukum í gær. m Jón Amar Ingvarsson, Eyþór Ámason, Reynir Kristjánsson og Ingimar Jónsson úr Hauk- um. Steinþór Helgason og Guðmundur Bragason úr UMFG. eiga í mikilli keppni við KR-inga um að komast í úrslitakeppnina og því er hver leikur mikilvægur -og þá ekki síst á milli riðla. Haukar - UMFG 104 : 86 (43:38) íþróttahúsið Hafnarfirði, íslandsmótið í körfuknattleik, fimmtudaginn 27. október 1988. Gangur leiksins: 8:8, 12:15, 20:15, 28:19, 36:27, 43:38, 49:46, 61:60, 69:61, 77:62, 91:73, 104:86. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 25, Henning Henningsson 15, Jón Amar Ingvars- son 14, Reynir Kristjánsson 14, Eyþór Ámason 13, lvar Ásgrfmsson 12, Ingimar Jónsson 6, Ólafur Rafnsson 5. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 27, Jón Páli Haraldsson 15, Steinþór Helgason 14, Ástþór Ingason 11, Rúnar Ámason 7, Óli Þór Jóhannsson 4, Sveinbjöm Sigurös- son 4, Dagbjartur Willardsson 3, Eyjólfur Guðlaugsson 1. Áhorfendur: 160. Dómarar: Jón Bender og Bergur Steingrlmsson. Þeir dœmdu mjög vel framan af en fataðist flugið heldur er líða tók á leikinn. ÍSLANDSMÓTIÐ í KÖRFUKNATTLEIK HAUKAR- UMFG....... 104-86 (BK- VAþUR.........83:49 A-RIÐILL HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig UMFN 7 VALUR 7 UMFG 7 ÞÓR 7 iS 7 4 0 0 358:282 2 0 1 281:199 1 0 2 274:246 1 0 2 284:309 0 0 3 166:285 3 0 0 285:218 2 0 2 341:361 1 0 3 304:312 0 0 4 272:385 0 0 4 257:418 643:500 14 622:560 8 578:558 4 556:694 2 423:703 0 B-RIÐILL HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS I Leiklr U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig I ÍBK 7 HAUKAR 7 KR 7 ÍR 7 TINDASTÓLL 7 4 0 0 357:265 3 0 1 389:288 3 0 0 211:184 2 0 2 301:284 1 0 3 402:395 3 0 0 242:226 2 0 1 314:299 2 0 2 315:334 1 0 2 224:217 0 0 3 183:253 599:491 14 I 703:587 10 526:518 10 525:501 6 585:648 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.