Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Til heiðurs Gaby ÖFGAR í AFGANISTAN Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Gaby - Gaby a True Story Leikstjóri Luis Mandoki. Handrit Martin Salinas og Michael James Love, byggt á minningum Gabri- elu Brimmer. Tónlist Maurice Jarre. Aðalleikendur Liv Ullman, Norma Aleandro, Robert Loggia, Lawrence Monoson og Rachel Levin sem Gaby. Bandarísk- Mexikönsk. Tri-Star Pictures 1987 Myndin um hana Gaby kemur mjög á óvart, flatt uppá mann. Við eigum því ekki að venjast að kvik- myndaframleiðendur leggi fé sitt í jafn tvísýnt verkefni og lífshlaup stúlku sem bundin hefur verið við hjólastólinn frá fæðingu. Jafn hádra- matískt og mannlegt efni er ekki í tísku, kannske af því það er kre- Qandi og rennur ekki framhjá líktog skothrina í rambómynd. Kvikmyndin Gaby er byggð á sönnum atburðum. Stúlkan Gabri- ela, „Gaby“, Brimmer fæddist með krampalömun (cerebral palsy) og til að byrja með var foreldrum hennar, Sari (Liv Ullmann) og Michel (Ro- bert Loggia), ekki ljóst hvort hún væri einnig vangefín, eða gáfur hennar dyldust í stórfötluðum líkama. Það var fóstran Florencia (Norma Alendro) sem fékk fyrstu, jákvæðu viðbrögðin hjá Gaby, er hún var orðin nokkurra ára gömul. Síðan vék þessi elskulega manneskja ekki frá stúlkunni, þær búa reyndar sam- an enn þann dag í dag ásamt kjör- dóttur, og henni á Gaby að þakka þann ótrúlega þroska sem hún hefur hlotið. Gaby lærði að tjá sig með stafabretti fyrir eina, virka útliminn, vinstrifótar tæmar, seinna meir með rafmagnsritvél. Hendumar lamaðar, sem og raddfæri og höfuðið lætur ekki að stjórn. Það var því á brattan að sækja er þessi vel gefna stúlka vildi komast áfram í framhaldsskóla. En Gaby gafst ekki upp, og þegar hún efaðist var það fyrst og fremst Florencia sem stappaði í hana stál- inu, svo og elskulegir foreldrar, sér- staklega hinn skilningsríki faðir hennar. Arangur viljans er sá að í dag er Gaby háskólamenntuð og velmetinn rithöfundur í Mexíkó. Það tók Mandoki heilan áratug að gera hugmyndina, sem hann fékk eftir að hafa séð Gabrielu Brimmner í sjónvarpi, að veruleika. Stærstu vandamálin voru að afla peninga til að fjármagna myndina og fínna stúlku sem gat tekið að sér hið óvenjulega hlutverk. Levin verður öllum ógleymanleg sem Gaby, leikur hennar er áhorfandanum lífsreynsla, sem myndin öll. Við, sem eigum að teljast heilbrigð, vitum nefnilega svo fáfengilega lítið um líf og líðan þeirra sem bundnir eru við hjólastól um ár og daga. Gaby gefur okkur svo sannarlega innsýn í þrár og við- horf þessara hversdagshetja og það er ekkert þægilegt að upplifa mynd- ina í kvöl sinni, uppá móti vegur hið fagra og jákvæða sem birtist í mann- eskjunum. Ekki síst í hinni dásam- legu Florence, sem frægasta leik- kona Suður-Ameríku, Aleandro (The Offícial Story), leikur af þvílíkri inn- lifun og innri fegurð að seint gleym- ist. Leikur annarra er undantekning- arlaust góður, meira að segja Ull- mann, sem kvikmyndaframleiðendur óttast meira en árann sjálfan, er unun á að horfa. Gefur myndinni vissan tón sem er henni nauðsynleg- ur, hefur líkast til ekki gert betur í mynd gerðri utan Norðurlandanna. Af því sem að ofan er rakið mætti draga þá ályktun að væmnin fengi sitt pláss á tjaldinu, en svo er bless- unarlega ekki. Að sjálfsögðu er stundum grunnt á henni, en efnis- meðferðin öll svo skynsamleg að myndin verður aldrei velgjuleg. En sem fyrr segir er Gaby krefjandi og kemur við tilfínningar áhorfandans um leið og hún opnar honum innsýn í kjör þeirra sem lítið mega sín í kaldranalegum heimi. Gaby (Rachel Levin) og stoð hennar og stytta, gæslukonan Florencia (Norma Alendro), deila hér sérstöku augnabliki í vináttu þeirra. Stjörnubíó: Vítisvélin — The Beast of War Leikstjóri Kevin Reynolds. Hand- rit Reynolds. Aðalleikendur Ge- orge Dzundza, Jason Patrick, Ste- ven Bauer. Bandarísk. Tri-Star Pictures 1987. Nú víkur sögunni til Afganistan, því hér er komin bandarísk mynd um stríðsátök Afgana og innrásar- liðs Sovétríkjanna. Skyldu nú fram- leiðendur Hollywoodborgar vera leiðir orðnir á því margtuggða Víet- namstríði? Það væri flestum léttir, svo fremi að þeir færi ekki leikinn um set. Óhætt er að fullyrða að Vítisvélin er harla óvenjuleg. Ekki aðeins sögu- þráðurinn og umhverfíð, heldur einn- ig handritið, efnistökin og úrvinnsl- an. Flestir ætla sjálfsagt að hér sé komin enn ein áróðursmyndin um heimsvaldastefnu Kremlara, en svo er þó ekki. Vítisvélin er ádeila á stríðsrekstur, hvar sem er og hve- nær. Myndin gengur útá baráttu góðs og ills — áhöfn skriðdreka gegn illa búnum afgönskum uppreisnar- mönnum. Eftir að Sovétmenn hafa gengið á milli bols og höfuðs á af- skekktu þorpi og íbúum þess, villist skriðdreki af leið inní fjalladal úr alfaraleið og sækja þar uppreisnar- menn að honum í leit að hefndum. Þeir eiga sér málsmann í bryndrek- anum, sem er Patrick, menntamað- ur, langþreyttur á tilgangsleysi og bölvun stríðsrekstursins, en þó fyrst og fremst á yfirmanni drekans, Dzundza, sem orðinn er vitstola sad- isti. Þegar Dzundza fer að freta niður áhöfn sína, haldinn ofsóknarbijál- æði, segist Patrick kæra hann og skilur Dzundza hann þá eftir úti í eyðimörkinni. Þegar svo uppreisnar- menn fínna hann, gengur hann í lið með þeim, gegn sínum gömlu félög- um og þarf þá ekki að spyija að leikslokum. Það er margt athyglisvert við gerð myndarinnar. Hún er tekin í landslagi sem minnir á átakasvæðin í Afganistan, eyðilegt fjallsvæði, brunasandar og brennandi sól. Full af ofbeldi sem er óvenjulega mis- kunnarlaust, líkt op- raiinvpmiont hemaðarátök. Sögusviðið, fjallasal- urinn villugjami þar sem innfæddir em á heimavelli gegn innrásarhem- um, nauðgurum föðurlands þeirra, er táknrænt og dulúðgt. 0g Dzundza er eðlilega ógeðslegur. Annað er svona og svona. Ættjarðarást Afg- ana verður yfírmáta bamalega- dramatísk og þessar frelsishetjur, sem í raun kvöddu Rauða herinn í kútinn (líkt og þjáningabræður þeirra bandaríska heraflann í Viet- nam), líta út á tjaldinu sem hópur treggáfaðra tuskuballa sem ráðast á bryndreka með skammbyssur og veiðiriffla að vopni og em á stefnu- litlu maraþonaupi um mörkina myrkranna á milli. Og afskiptaleysi og undarleg fjarlægð sovésku stríðsmaskínunnar er alls ekki eða illa útskýrð. Lokaatriðin dæmafá rökleysa. Hinsvegar er óhugnaður- inn eðlilegur, keyrslan mikil og átakaatriðin vel gerð, þessir þættir lyfta Vítisvélinni uppúr meðal- mennskunni sem setti svo mikinn svip á Fandango, fyrri mynd leik- stjórans. HÖTEL SAGA S. 29900 NUBERVELIVEIÐI Kátir piltar með ólgandi, ærandi, hvæsandi og dúndrandi stuð á staðnum í kvöld Benson á fullu Þú mætir Opið í kvöld f rá kl. 22-3 - við sjáumst! 20 ára + 700 kr. /1/H/II)FI s Þ0RSC/HFÉ Brautarholti 20, símar: 23333 & 23335.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.