Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Eínleikaraveisla Michaela Olle Persson Áshildur Leif Ove Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikar TUNE voru haldnir í Háskólabíói og voru þeir sannkölluð einleikaraveisla. Fyrsta verkið var sellókonsertinn eftir Dvorák en einleikari var Michaela Fukacová Christensen. Hún er góður sellisti og lék sér að konsertinum. Það skyggði hins vegar nokkuð á að hljómsveitin lék of sterkt og líklega hefur stjómandinn, Petri Sakari, ekki áttað sig á mishljóman salarins, að allt annan „ballans" er að heyra á stjómpalinum en úti { sal, er hefur oft farið illa með einleikara, því hljómsveitin hefur á stundum nær kaffært þá með of sterkum undirleik. Annað verkið var Lieder eines fahrenden Gesellen, eftir Mahler. Einsöngvari var Olie Persson, frá Svíþjóð og flutti hann þessi undir- fögm Ijóð með mikilli reisn og einstaklega skýmm framburði, auk þess sem túlkun hans var þmngin af músík. Persson hefur mjög góða og vel skólaða bariton- rödd og á trúlega framtíð fyrir sér sem ópemsöngvari. íslenski þátttakandinn, Áshild- ur Haraldsdóttir, flautuleikari flutti flautukonsert Nielsens og má fullyrða að hún er mjög efni- legur tónlistarmaður. Hún lék konsertinn af öiyggi, með sterkri tilfínningu fyrir tónskipan og blæ, enda ræður hún þegar yfír mikilli leiktækni. Sfðasi einleikarinn sló í gegn, Aðrir tónleik- amir á TUNE (Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara) vom haldnir í Norr- æna húsinu og lék norski akk- orðusnillingur- inn Geir Draug- svoll verk eftir Messiaen, Holboe, Nörgárd, Steen Pade P. R. Olsen, Georg Katzer og Nord- heim. Fyrsta verkið var Les anges úr orgelverki Messieens La nati-'' vité du Seigneur og verður ekki annað sagt en verkið hafí hljómað en það var Leif Ove Andsnes, frá Noregi, með einleik sínum píanó- konsert nr. 3, eftir Prokofíev, sem sannfærandi, enda frábærlega vel flutt. Sama má segja um verk annarra höfunda, Sónötuna eftir Holmboe og leikandi tilvitnun í gamla harmonikkutónlist, eftir Nörgárd, sem hann nefnir Introduction and Toccata. Fmmflutt var verkið Aprilis eftir Steen Pade, sem var að mestu unnið samkvæmt þrá- stefja-aðferðinni og þó það væri frábærlega vel leikið bjargaði það litlu. Without a title eftir Olsen, En AvantiOú? eftir Katzer og Flashing eftir Nordheim, vom flutt eftir hlé en þessi verk em margslungin, þar sem bæði er reynt að „músisera" á akkorðuna og gera ýmsar tilraunir með blæ- saminn var í Ameríku og fmm- fluttur í Chicago 1921. Konsert- inn er einn af vinsælustu tón- verkum Prokofievs og oftlega fluttur. Leif Ove Andsnes flutti konsertinn af glæsibrag, sem spannaði frá því blíðlegasta til kraftspenntra átaka, þmnginna en samt óþvingaðra átaka, gædd- um sterkri listrænni tilfínningu og hrynskerpu er tekur í, enda tóku hljómleikagestir hressilega við sér og fögnuðu listamanninum unga með langvinnu lóftaki. Petri Sakari stjómaði hljóm- sveitinni, sem, þrátt fyrir á stund- um nokkuð sterkan undirleik, lék mjög vel, sérstaklega í Prokofiev og Nielsen og einnig á köflum í Mahler. brigði. Allt þetta flutti Geir af slíkum glæsibrag, að ekki er of- nefnt að kalla hann snilling. Akkorða (accordion) er að því leyti til frábmgðin harmonikku að bassaborðið er í „krómatískri“ skipan eins og hægri handar hljómborðið og býr því yfir mögu- leikum, sem ekki er hægt að leika eftir á harmonikku. Nú hefur akkorðan verið viðurkennd sem konserthljóðfæri og margir tón- höfundar samið ágæta tónlist fyr- ir þetta hljóðfáeri. Þá er ekki minnst um vert, að snillingur eins og Mogens Ellegaard hefur aflað þessu hljóðfæri virðingar og kennt efnilegum listamönnum, eins og Geir Draugsvoll, sem trúlega á eftir að gera garðinn frægan. AKKOI®USNILLINGUR Geir Draugsvoll. Háskólabíó: Opinn fimdur A A- samtakanna AA-SAMTÖKIN (AlcohoUcs An- onymus) halda opinn kynningar- fund í Háskólabíói sunnudaginn 30. október 1988 kl. 14.00. Opnir kynningarfundir eru árviss við- burður og hafa jafhan verið vel sóttir. Þar gefst öllum sem áhuga hafa kostur á að kynnast AA-samtökun- um, sem em þúsundum íslendinga leið til betra lífs úr heljargreipum áfengis- og vímuefnaneyslu. AA-samtökin hafa starfað síðan 1954 á íslandi og em þau nú fjöl- mennustu sjálfshjálparsamtökin á landinu. Hátt í 200 deildir um allt land haida vikulega fundi. Hvergi í heiminum em samtökin hlutfalls- lega jafn fjölmenn og hér á landi, en þau hafa skotið rótum í flestum löndum heims og em fundir þeirra sóttir af milljónum. AA-deildimar í Reykjavík standa fyrir opna kynningarfundinum og hvetja alla þá sem íhuga vilja hvort AA-samtökin eigi erindi við þá að koma og kynnast þeim af eigin raun, einnig aðstandendur þeirra sem eiga við vímuefnavanda að stríða og alla aðra sem láta sig áfengis- og vímuefnavandann varða. (Fréttatilkynning) Hæð og ris óskast til kaups: Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega haeð og ris. Æskileg staðsetning: Vesturbær - Hlíðar. Þarf ekki að losna strax. Góðar greiðslur í boði. íbúð við Ljósheima óskast - staðgreiðsla: Höfum kaupanda að 3ja herb. íb. við Ljósheima í lyftubl. Staðgreiðsla (andv. gr. við samning) í boði. Hveragerði: Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-150 fm einbýlishús í Hveragerði. Þarf ekki að iosna strax. EIGNAMIÐIHNIN 2 77 11__________________ þ INGHOLTSSTRÆTI 3 Svcrrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, löqfr.—Unnsteinn Beck, hrl„ sími 12320 Húðir Svignaskarðs Bókmenntir Sigurjón Björnsson Indríði G. Þorsteinsson: Húðir Svignaskarðs. Leikrít byggt á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og frásögnum íslendingasögu Sturlu Þórðarson- ar. Reykholt. Reykjavík 1988, 133 bls. Eins og segir í undirtitli bókar er leikrit þetta byggt á sögulegum heimildum. Bókiri „er gefín út í til- efni þess að liðin eru 750 ár frá Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, þeim atburði er mestu réð um enda- lok þjóðveldisins". Indriði hefur ekki áður sent frá sér leikrit til birtingar og þetta mun ennfremur vera í fyrsta sinn að hann fæst við söguleg viðfangsefni frá löngu liðnum tímum. Það er því með nokkurri forvitni sem maður opnar þessa bók. Umsegjanda er þó vandi á höndum. Þetta er leikrit. Leikrit eru naumast gerð til þess að lesast af bók, heldur til að horfa á af sviði. Umsegjandi verður því eiginlega að sjá sýninguna í huganum og vera þá allt í senn leikstjóri, leikarar og áhorfendur. Og kunnugt er að leikrit slfpast oft allmjög í meðförum leik- stjóra og leikara. Það má því aug- ljóst vera að umsegjandi hefur veikar forsendur til mats og hætt við að hann fari villur vegar í umsögn sinni. Leikrit þetta samanstendur af nlu atriðum. Ifyrst mætum við Snorra Indríði G. Þorsteinsson Sturlusyni í ritstofu sinni þar sem han býst til að lesa skrifara (scriba) sínum fyrir. Nokkurt samtal verður milli þeirra tveggja, en síðan heflast skriftir. Þá breytist sviðið. Sagan sem Snorri segir er færð í leikrænan búning; konungar, hirðmenn og víkingar stíga fram og etjast á orð- um. Inn á milli bregður ljósinu á Snorra og skrifarann og orðræður þeirra. Þannig miðar leikritinu áfram og endar á vígi Snorra. Ekki er ég nægilega vel lesinn i Heimskringlu eða Sturlungu til þess að geta metið hversu trúr Indriði er heimildum sínum. En bersýnilega hefur hann þær mjög á valdi sínu. Hann velur og endurgerir atvik og orðaskipti og virðist hafa nokkuð ákveðin markmið í huga; að sýna viðhorf og ætlanir Noregskonunga, einkum varðandi ísland, samskipti íslendinga við þá, sem leiðir til enda- loka þjóðveldisins. Honum er ofar- lega í huga að rýna í hug Snorra, íhuga tilgang hans með söguritun sinni. Víg Snorra verður óhjákvæmi- leg afleiðing af hruni þjóðveldisins. Snorri hlaut að falla, þar sem hann var föðurlandssinni er streyttist gegn yfirráðum Noregskonungs. Sú virðist mér vera í hnotskum söguskoðun Indriða. Læt ég öðmm eftir að meta réttmæti hennar. Persónu- og sjálf- slýsing Snorra er býsna skýr og ljóst að höfundur hefur gert sér glögga mynd af honum svo og af öðmm fyrirmönnum Sturlungaaldar. Mér virðist leikrit þetta sé einkar haglega og hugvitssamlega gert, en af ýmsu ræðst síðan hvemig það fer á sviði og hvemig það fellur áhorf- endum í geð. Vera má að það geti höfðað til nútímamanna, þó að ófróð- ir séu og áhugalitlir um íslenska sögu þrettándu aldar. Það mun nokkuð fara eftir þeim áherslum og þeirri útfærslu sem menn aðhyllast þegar þar að kemur. ! eftirmálsskyni má hnýta því við, að enda þótt ég hafi fátt við þessa ritsmíð að athuga, sakna ég nokkuð ýmissa kosta Indriða, sem hafa lyft honum til vegs sem rithöfundi. Hin tæra lyrik hans og hinar fögm nátt- úmlýsingar hverfa hér í skuggann og hann er hér of bundinn af fomum textum til þess að hin snjalla sam- talstækni hans fái notið sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.