Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 39 Rod Stewart TWIGGY Hver man ekki eftir Twiggy tá- grönnu sem fræg var á sjöunda áratugnum. Hún hefur nú nýlega gengið í hjónaband með manni að nafni Leigh Lawson. Twiggy hefur leikið í kvikmyndum í mörg ár og nú leikur hún aðalhlutverk í sænskri spennumynd „Istanbul" sem tekin er upp í Tyrklandi. Mótleikari henn- ar er enginn annar en Timothy Bot- toms. Myndin verður frumsýnd í maí á næsta ári á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Frumsýning í Svíþjóð verður næsta haust. AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR BiLAÞVOTTASTOÐVAR í REYKJAVlK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVlK, AKRANESI OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirkum bílaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri w Olíufélagið hf Rokksöngvarinn Rod Stewart og sambýliskona hans Kelly Em- berg voru nýlega stödd á Heathrow flugvelli í London. Með í för var Ruby, 16 mánaða dóttir þeirra. Þau gáfu sér tíma til þess að ræða stutt- lega við blaðamenn áður en þau héldu frá vellinum. Sagði Rod að kannski myndu þau gifta sig einn góðan veðurdag en hann hefur al- farið verið á móti hjónaböndum eft- ir að hann skildi við Alönu. Heyrst hefur að þegar Kelly var bams- hafandi hafi Rod dregið sig út úr sambandinu en eftir að bamið fæddist féll allt í ljúfa löð. „Mér líkar pabbahlutverkið vel“ sagði Rod Stewart og það er ekki annað að sjá á myndinni en að hann taki sig vel út í þvi hlutverki. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.