Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 ínémR FOLX I HEIMIR Karlsson, knatt- spymumaður sem lék og þjálfaði Víði Garði í 2. deild í sumar, hefur ákveðið að leika með bikarmeistur- um Vals næsta keppnistímabili. Heimir er ekki ókunnur Valsliðinu því hann lék með því fyrir nokkrum árum. I ZUBAC Zoran, júgóslavneski handknattleiksmaðurinn sem ætlaði að ganga til liðs við ÍBV í vetur, hefur hætt við og mun leika í Frakklandi í vetur. I FH varð Reykjanesmeistari í meistaraflokki karla í handknattleik 1988, vann Stjörnuna 27:19 í úr- slitaleik í Hafharfirði á sunnudag- inn. FH-ingar taka þátt í Evrópu- keppni félagsliða um helgina og mæta Fredriksborg/SKI í Noregi í fyrri leik liðanna. Síðari leikurinn fer fram í Hafnarfirði eftir hálfan mánuð. I A YRTON Senna frá Brasilíu og Frakkinn Alain Prost eiga báðir möguleika á að vinna heim- seistaratitilinn í kappakstri, Form- ula 1. Næst síðasta keppni ársins fer fram í Japan á sunnudaginn. Senna getur unnið heimseistaratit- ilinn í fyrsta sinn með sigri í Japan og í sfðustu keppninni í Adelaide í næsta mánuði. Prost á einnig góða möguleika á vinna titilinn í þriðja sinn á fjórum árum, en hann hefur nú hlotið 84 stig en Senna er með 79 stig. íkvöld Blak Tveir leikir fara fram í íþrótta- húsinu Digranesi í kvöld í ís- landsmótinu í blaki. Klukkan 20 leika HK og Þróttur Nes- kaupstað í 1. deild karla og klukkan 21.15 hefst viðureign sömu félaga í 1. deild kvenna. Harmann Haraldsson hefur staðið sig mjög vel með KB að undanfömu KNATTSPYRNA / DANMORK Hermann bestur í Danmörku Valinn maðurvikunnarog KB ívanda Eg er að sjálfsögðu mjög ánægð- ur með þá dóma sem ég hef fengið,“ sagði Hermann Haralds- son, markvörðurinn efnilegi hjá KB í Kaupmannahöfn, sem var valinn mað- ur vikunnar hjá danska getrauna- blaðinu. Hermann hefur staðið sig mjög vel að undanfömu í markinu hjá KB. Hann byrjaði sem þriðji mark- vörður félagsins en hefur nú skotið báðum markvörðunum sem byrjuðu Frá Grími Fríögeirssyni iDanmörku að leika með KB ref fyrir rass. Mikil vandræði hafa skapast hjá KB því að félagið var búið að semja við báða markverðina. Vandamálið er að félagið vill halda Hermanni, en það getur ekki rift samningunum við hina markverðina. Þetta vita mörg félög í Danmörku og hafa nokkur fyrstu deildar félög sýnt Hermanni áhuga. Þegar þrjár um- ferðir eru eftir er ljóst að KB er fallið í 2. deild, en að sögn Her- manns mun staða hans skýrast á allra næstu dögum. HANDKNATTLEIKUR /B-KEPPNIN Anders Dahl ánægður með mótherja Dana Grími Fríögeirssyni i Danmörku Anders Dahl Nielsen, landsliðs- þjálfari Dana í handknattleik, lét þau orð um mælt áður en dreg- ið var í riðla í b-keppninni að draum- urinn væri að mæta Frá íslendingum. „Ég er mjög ánægður með þá mótheija, sem við leikum gegn þó ein breyting hafi orðið á óskalistanum. Við fengum Pólverja sem mótherja en ekki íslendinga,“ sagði Anders Dahl. Auk Dana og Pólverja eru Kúp- verjar og Egyptar í sama riðli. Landsliðsþjálfari Dana vildi fá Sviss, Spán og Austurríki sem mót- herja í milliriðli. Komist Dánir í milliriðil má segja að draumurinn hafi ræst með Sviss og Austurríki en Frakkland kemur í staðinn fyrir Spán. Dönsk blöð hafa sagt að Danir hafi dottið í lukkupottinn og eru Anders Dahl: „Ég er mjög ánægður með þá mótheija, sem við leikum gegn þó ein breyting hafi orðið á óskalistan- um. Við fengum Pólveija sem mót- heija en ekki íslendinga." þau öll sammála að nær öruggt sé að danska landsliðið nái að endur- heimta a-sætið og tryggja sér far- seðil til Tékkoslóvakíu 1990. BORÐTENNIS Breytt fyrirkomulag Styrkleikamót_ Borðtennis- sambands íslands verður haldið í íþróttahúsi KR á morgun, laugardag og hefst kl. 19.00. Fyrirkomulag mótsins verður með nýju sniði þannig að 32 kepp- endum er boðin þátttaka. Meist- araflokksmennimir 16 og 16 úr fyrsta flokki. Keppendum er skipt eftir styrkleika í 8 riðla. Tveir efstu menn í hveijum riðli fara í fjóra riðla og keppa um 1. - 16. sæti, þannig að tveir sem lenda í fyrsta sæti og tveir í öðru sæti leika saman í riðli. Það sama gild- ir fýrir þá sem lenda í þriðja til fjórða sæti, þeir keppa um 17. - 32. sæti. Lokastig mótsins er þannig að þeir sem lenda í fyrsta sæti keppa eftir útsláttarfyrirkomulagi, sig- urvegaramir leika síðan um 1. og 2. sæti, en þeir sem tapa um 3. og 4. sæti. Það sama er gert fyr- ir úrslit um öll sæti í mótinu. DUNLOP-umboðið, Austur- bakki, gefur öll verðlaun. HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Morgunblaöiö/Einar Falur Quðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður og félagar hans í UBK mæta Stavanger frá Noregi á morgun í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Rennum blint í sjóinn - segir Geir Hallsteinsson, þjálfari UBK „BREIÐABLIKSLIÐIÐ hefur ekki undir minni stjórn mætt eins vel undirbúið til keppni, en við vitum ekki 100% hvar við stöndum og rennum því blint í sjóinn með Evrópuleik- inn gegn Stavanger á laugar- dag. í norska liðinu eru sex landsliðsmenn svo gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður,11 sagði Geir Hall- steinsson, þjálfari UBK, við Morgunblaðið í gær. Íslandsmótið hefst í næstu viku, kemur í kjölfar fyrstu Evrópu- leikja. „Það er vissulega slæmt, því hvað okkur varðar, þá er liðið enn í mótun og æfingaleikir koma aldrei í stað mótaleikja. Auk þess teflum við fram mjög breyttu liði frá síðasta keppnistímabili, en við mætum ákveðnir til leiks stað- ráðnir í að gera okkar besta,“ sagði Geir. Sterkir mótherjar Þó norska landsliðið hafi staðið því íslenska að baki er ekki sömu sögu að segja um félagslið þjóð- anna enda hafa íslensk lið þurft að sætta sig við tap gegn frænd- um sínum í Evrópukeppni. Að fimm umferðum loknum er Sta- vanger í 2. sæti í 1. deild í Nor- egi og með liðinu leika sex lands- liðsmenn, fjórir norskir og tveir danskir. „Við höfum fengið góðar upp- lýsingar um liðið og einnig séð nýlegan leik þess á myndbandi," sagði Geir. „Liðið er mjög sterkt og í raun hvergi veikur hlekkur. Markvörðurinn er sá besti í Nor- egi og halda Norðmenn því fram að hann sé betri en Einar Þorvarð- arson. Homamennimir eru báðir í landsliðinu og gífurlega snöggir, en þess má geta að liðið skorar iðulega um 15 mörk í leik úr hrað- aupphlaupum. Það spilar ekki kerfisbundinn bolta heldur bygg- ist styrkleikinn á útsjónarsömum einstaklingum og vel tímasettum stimplunum. Flemming Jensen frá Danmörku virðist geta skorað hvenær sem er og Bjame Jeppes- en, landi hans, er ávallt erfiður viðureignar. En við höfum kynnt okkur liðið og ekkert á að koma okkur á óvart.“ Um 50 stuðningsmenn koma Geir sagði að norska liðið kæmi til landsins í dag og með því um 50 stuðningsmenn auk 10 frétta- manna. Leikurinn hefst síðan klukkan 15 á morgun í íþróttahús- inu í Digranesi, en seinni viður- eignin verður ytra föstudaginn 4. nóvember. Andersen og Horst frá Dan- mörku dæma leikinn á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.