Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1088 21 ^ Reuter Atöká Gaza-svæðinu Palestínumaður var skotinn til bana í gær á Gaza-svæðinu þegar Palestínumenn mótmæltu ferðum israelskra stjórnmálamanna sem þar voru á kosningaferðalagi. Auk þess skutu israelskir hermenn og særðu amk. 16 Palestínumenn á Vesturbakkanum' í gær. Framvindan á herteknu svæðunum hefur verið i brenni- depli kosningabaráttunnar í ísrael. Likur benda til þess að Qokk- ar heittrúarmanna í ísrael geti skipt sköpum í stjórnarmyndun að afloknum kosningunum. Myndin er firá hergagnasýningu i ísrael þar sem nýr leysi-riffill var kynntur. Hermaðurinn sem mundar vopnið hefur sjónauka á höfðinu sem gerir honum kleifit að sjá geislann. Gráhvölum bjargað nyrst í Alaska: Sýnir áhugann fyr- ir umhverfismálum - segir Reagan Bandaríkjaforseti Barrow. Reuter. Bandaríkjamönnum og Sovét- mönnum tókst í sameiningu að bjarga tveimur gráhvölum- úr vök nálægt eskimóaþorpinu Barrow, nyrst í Alaska, þar sem þeir höfðu verið lokaðir inni í hartnær þrjár vikur. Hvalirnir, sem nefndir hafa verið Krossnef- ur og Höttur, syntu í fyrrakvöld i gegnum leið sem tveir sovéskir ísbijótar og Bandaríkjamenn, sem beittu ísbrotsvél, ruddu fyrir þá. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti sagði að björgunin væri til merkis um hversu annt mann- kyninu væri um umhverfí sitt. íbúar eskimóaþorpsins fögnuðu þessum málalokum og buðu skip- vetjum sovésku ísbrjótanna til veislu í gær. Gráhvalirnir sáust enn á sundi skammt frá þorpinu nokkr- um klukkustundum eftir að þeim var bjargað. Nokkrir vísindamenn efuðust um að hvalimir syntu úr þessu frá heimskautahöfunum suð- ur á bóginn til að bera. Ron Morr- is, sem stjómaði björguninni, taldi hins vegar að þeir myndu leggja í átt til Kalifomíu næstu daga. „Sú þrautseigja og einurð sem svo margir einstaklingar sýndu við björgun hvalanna er til merkis um hversu annt manninum er um um- hverfi sitt,“ sagði Ronald Reagan í Hvíta húsinu þegar hann frétti af björguninni. Hann óskaði einnig skipveijum sovésku ísbrjótanna til hamingju. „Þeir voru hluti af ein- stakri samvinnu - ríkisstjórna, ein- staklinga og fyrirtækja," bætti Reagan við. Raddir hafa heyrst um að um- stangið hafi verið sóun á peningum og talsmenn alþjóðlegra náttúm- vemdarsamtaka segja að björgunin beri vott um tvískinnung, þar sem enn sé verið að drepa hvali. Svíþjóð: Sovésku flóttafólki neitað um landvist Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK stjórnvöld tilkynntu í gær, að þau hefðu vísað fimm sovéskum umsækjendum um pólitískt hæli úr landi, þar sem fólkinu hefði ekki tekist að færa firam rökstuddar ástæður fyrir flótta sínum. Talsmaður innflytjendanefndar- innar, Mikael Broman, sagði, að þessi ákvörðun væri þáttur í þeirri stefnu stjómvalda að þrengja kosti sovéskra umsækjenda um pólitískt hæli. „Það er orðið miklu auðveld- ara fyrir sovéska borgara að kom- ast til útlanda, og tölur sænsku lögreglunnar sýna, að það hefur leitt til fjölgunar umsækjenda hér,“ sagði Broman. „En margir þeirra segja aðeins, að þeir séu orðnir þreyttir á sovét- kerfínu, þegar þeir em spurðir um ástæður flóttans, eða vísa til fjar- skyldra ættingja, sagði Broman enn fremur. „Það dugir einfaldlega ekki lengur.“ Frá því að stjómarstefnunni var breytt í þessu efni í maímánuði, hefur innflytjendanefndin vísað fimm Sovétmönnum úr landi. Bro- man sagði, að þremur löndum þeirra til viðbótar yrði vísað úr landi bráðlega, ef til vill til þriðja lands, þar sem könnun hefði ekki leitt í ljós rökstuddar ástæður fyrir flótta þeirra. Samkvæmt tölum stjómvalda hafa 102 sovéskir borgarar sótt um hæli í Svíþjóð það sem af er árinu. Broman sagði, að 70 þeirra hefði verið veitt landvistarleyfi, en mál hinna væm í athugun. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík BorgarfulKrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 29. október eru til viðtals Katrín Fjeldsted, annar varaforseti borgarstjómar, í borgarráði og formaður heilbrigðisráðs, Sigurjón Fjeldsted, formaður stjómar SVR, í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs, og Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, varaformaður ferðamálanefndar og í stjóm umhverfismálaráðs. w %f s/ # i i $ %^ %^ %^ %^ %g %g Vélsleðasýn i n g Já, þeir eru á leiðinni, „Villikettirnir", árgerð '89 og verða frumsýnd- ir helgina 5. og 6. nóvember næstkomandi í glæsilegri söludeild Bifreiða & landbúnaðarvéla íÁrmúla 13. Þar mun öll fjölskyldan finna vélsleða við sitt hæfi. Nánar auglýst síðar. Komið, skoðið og strjúkið „köttunum11 frá ARCTIC CAT. LANGAR ÞIG... ...AÐ EIGNAST ÞENNAN HORNSÓFA ? Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrval af gæða leðursófum og leðursófasettum. Iferð frá kr. 99.500.- Sérpöntunarþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.