Morgunblaðið - 20.12.1988, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20.
4
1988
Sj ómannasaga
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Ásgeir Jakobsson: SIGLINGA-
SAGA SJÓMANNADAGSRÁÐS.
496 bls. Reykjavík, 1988.
Fulltrúaráð sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði gefur
út þessa bók. Af heiti samtakanna
mætti ætla að verkefni þeirra
væri það eitt að undirbúa hátíðis-
dag sjómanna. En málefni sjó-
mannadagssamtakanna eru raun-
ar miklu fleiri og víðtækari eins
og fram kemur í riti þessu. Það
er hins vegar gefið út vegna þess
að fímmtíu ár eru liðin frá því er
sjómannadagurinn var fyrst hátí-
ðlegur haldinn. Að forminu til má
því segja að þetta sé saga sjó-
mannadagsins. En yfir heildina
litið verður þetta miklu meira,
nánast siglinga og sjómannasaga
síðast liðinnar hálfrar aldar. Ær-
inn fróðleikur er þama saman
dreginn um sjávarútveginn. Og
forystumenn sjómanna eru þarna
á hverri síðu, bæði í máli og mynd-
um.
Ásgeir Jakobsson segir svo í
formála: »Tilgangur höfundar
með þessari bókargerð er að megi-
nefni tvennskonar, — og annað
er það, að bókfesta, hvílíkt ævin-
týri það má kallast, að þessi sam-
tök sjómannastéttarinnar skuli
hafa afrekað öðm eins í öldruna-
rmálum og sjúkra og raun er á
orðin, en hitt er það, að hinn stöð-
ugi áróður Sjómannadagssamtak-
anna fyrir bættum aðbúnaði,
vinnuskilyrðum og öryggi um líf
manna í sjósókninni hafi áreiðan-
lega átt miklu meiri þátt í því, sem
gerzt hefur hjá sjómannastéttinni
í þessum efnum, en menn almennt
gera sér ljóst.«
Höfundur ólst upp í kreppunni
og man því sjálfur alla þá þróun
sem síðan hefur orðið. Að sjálf-
sögðu má það kallast hagræði að
þurfa ekki að sækja allt í einhvers
konar »heimildir« en um þess hátt-
ar söguritun staðhæfir höfundur
í hálfkæringi að unnt sé að sanna
allar skekkjur »með vottorðum.«
Af sjálfu leiðir að hann hefur ekki
þurft á mörgum vottorðum að
halda við ritun þessarar sögu.
Það var sem sé vorið 1938 að
sjómannadagurinn var fyrst hátí-
ðlegur haldinn. Kreppunni var þá
lítið farið að létta hér þótt sárasti
broddurinn hefði þá verið af henni
sorfínn í öðrum löndum, austan
hafs og vestan. En kreppan lék
sjávarútveginn illa; margur út-
vegsmaðurinn tapaði þá aleigunni
og stóð uppi slyppur og snauður.
Guðmundur Guðjónsson
Gunnar Bender
Veiðiannáll
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gunnar Bender, Guðmundur
Guðjónsson:
STANGAVEIÐIN
1988. 117 bls. 1988.
Höfundar bókar þessarar segja
frá því hvernig ár veiðimannsins
skiptist í þrjú tímabil. Fyrstu
mánuði ársins býr hann sig undir
sumarveiðina. Síðan kemur sjálfur
veiðitíminn. Á haustin eru svo
sagðar veiðisögur. Helst minnir
þetta á líf einhetja í Valhöll.
í bókinni eru saman dregnar
veiðifréttir liðins árs í máli og
myndum. Haldið er sólarsinnis
kringum landið, bytjað á Elliðaán-
um en endað við Hvítá og Sogið.
Athyglisvert er að langflestar eru
laxveiðiámar á vesturhluta lands-
ins, en einkum þó í Borgarfirði
og Húnavatnssýslum. Rakið er
hversu gekk í hverri á fyrir sig
og fleiri fréttir sagðar.
í síðari hluta bókarinnar er svo
almennur veiðiannáll þar sem
blandað er saman gamni og al-
vöru, til að mynda sagðar nokkrar
kyndugar sögur af laxveiðimönn-
um. En sögur þær, sem þeir segja
hver öðrum í sinn hóp — veiðisög-
umar — skiljast best af þeim sjálf-
um. Sumar þeirra geta þó talist
til sígildra gamansagna. Flestar
lýsa þær veiðiástríðunni sem kvað
geta orðið svo sterk að hún bæli
aðrar mannlegar tilhneigingar og
bókstaflega taki af manni ráðin,
stjómi gerðum hans.
En þarna eru líka hagnýtari
mál á dagskrá. Meðal annars er
greint frá nýjung sem hefur rutt
sér til rúms hér á landi síðustu
árin en það eru svo kölluð stilbúin
veiðisvæði«. Eru það ár og vötn
þar sem mönnum er boðið upp á
að veiða eldisfísk eða hafbeitarlax.
Vafalaust á slíkum eftir að fjölga.
Loks er svo stuttur kafli um sil-
ungsveiðar. Hann hefði mátt vera
ögn lengri því fjöldi fólks stundar
það sport, sumir af veiðiáhuga en
aðrir — og þeir munu hugsanlega
vera fleiri — vegna útiverunnar.
Upplýst er að »Á íslandi muni
vera um 1200 silungsveiðivötn og
ár, misjöfn að gæðum sem von
er, allt frá því að vera smápollar
fullir af horfiski og upp í það að
vera forkunnarfögur veiðivötn full
af vænum fiski.« Lítið mun hafa
verið gert fyrir silungsvötnin í
samanburði við laxveiðiárnar.
Fjöldi mynda prýðir bókina sem
fyrr segir, bæði í lit og svart-
hvítu. Þar gefur að líta margan
sigurglaðan veiðimanninn með lax
í hendi, ungan og gamlan, konur
og karla, en karla þó í miklum
meirihluta. Yfirhöfuð munu veiði-
menn vera sammála um að sérstök
stemming fylgi veiðiskap, hughrif
sem erfitt sé að lýsa fyrir öðrum.
Vonandi fínna veiðimenn fyrir
þeirri stemmingu þegar þeir lesa
þessa bók nú í skammdeginu.
I eftirmála skýra höfundar frá
því að ætlunin sé að ritið komi
út árlega hér eftir. Gefast þá vafa-
laust tækifæri til að taka fyrir
fleiri hliðar veiðimálanna.
Þó orsakir kreppunnar séu kunnar
eru menn ekki sammála um hvort
hún hefði þurft að koma hér svo
hart niður sem raun varð á. Ás-
geir Jakobsson er í hópi þeirra sem
telja að sleppa hefði mátt gegnum
hana með minni áföllum.
Ásgeiri hefur þótt hæfa að
skrifa sögu þessa með samblandi
af fræðistfl og sjómannamáli og
fer það að mínu viti vel. Mikill
fjöldi mynda er í bókinni. Allar
tengjast þær efninu með einum
eða öðrum hætti. Myndatextamir
eru líka hluti sögunnar. Þeir munu
samdir bæði til að fræða og
skemmta. Undir einni myndinni
stendur svo dæmi sé tekið: »Tími
hattanna og þrekinna karla.« En
mynd sú er reyndar af hópi stæði-
legra sjómanna og útgerðar-
manna. Textinn lýsir hugblænum
á fyrri hluta þess tímabils sem
saga þessi spannar yfir. Sá tími
Ásgeir Jakobsson
er nú útþrykkilega liðinn því ekki
tíðkast lengur að láta sjást af
klæðaburði hver maðurinn sé. En
útvegsmenn og skipstjórar höfðu
þá yfír sér þess konar stíl sem
minnti bæði á fortíð þeirra og
stöðu. Menn þessir höfðu flestir
stundað erfiðisvinnu til fullorðins-
ára, voru kannski aldir upp við
kröpp kjör, en höfðu svo smám
saman unnið sig upp til rýmri
efnahags sem birtist þá í því að
þeir höfðu ráð á að klæða sig
þokkalega — og létu það eftir
sér! Ekki var heldur að því fundið
þótt þeir væru nokkuð þéttir á
velli! Það mátti gefa til kynna að
þeir væru að því skapi þéttir í lund.
Þá er hér framkvæmdasaga
mikil því sjómannadagssamtökin
stefndu snemma að því að byggja
yfír aldraða sjómenn svo þeir
gætu að loknum barningi á út-
hafsöldunni, sem og á lífsins ólg-
usjó, átt rólega og áhyggjulausa
elli í nábýli við jafnaldra og starfs-
bræður. Og þar var svo sannar-
lega ekki látið sitja við orðin tóm.
En áhrifum þeim, sem sjó-
mannadagurinn hefur haft fyrir
stéttina, lýsir höfundur svo:
»Sjómannadagshaldið með
stjörnufánann og „hetjumar, sem
væru að færa fómir“ hafði sitt
að segja þegar það blandaðist
hagsmunatalinu um meiri fisk
fyrir þjóðina til kaupa á varningi
sínum.«
Um sorg- o g söknuð
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ÁSTVINAMISSIR. Guðbjörg
Guðmundsdóttir skráði. 226 bls.
Tákn. 1988.
»Sorg er sú reynsla manna sem
flestum reynist erfiðast að tjá sig
um,« segir í formála þessarar bók-
ar. Eigi að síður er það efni þátt-
anna sem þama em skráðir. Fólk
er að tjá sig um þessa sérstæðu
reynslu sem fiestir verða að þola
einhvem tíma ævinnar, sumir oft,
stundum óvænt. Það ber merki
breyttra þjóðfélagshátta að stofnað
skuli félag þeirra sem orðið hafa
fyrir reynslu af þessu tagi. Áður
fyrr leitaði fólk á náðir ættingja eða
vina þegar svona nokkuð bar að
höndum. Nú þykir allt eins henta
að ókunnugir beri saman reynslu
sina og styðji hver annan. Vafa-
Guðbjörg Guðmundsdóttir
laust stafar það að nokkm leyti af
lausari íjölskyldutengslum. Skyld-
leikinn einn veitir ekki sömu tilfinn-
ingu og áður.
Annars em þættirair í bók þess-
ari á sömu nótum og aðrir viðtals-
þættir sem birtast i bókum um þess-
ar mundir; sumir viðmælendurnir
segja frá fleira en bókarheitið bein-
línis gefur til kynna: æsku sinni,
ættingjum, lífsviðhorfum og þar
fram eftir götunum.
Þarna er og kallaður til vitnis
geðlæknir, Högni Oskarsson, til að
útskýra sorgina frá fræðilegu sjón-
arhomi. »Fólk syrgir á mismunandi
hátt,« segir hann. »Sumum er eigin-
legt að bera þungar þrautir í þögn
og halda andlitinu út á við, þó svo
að sorgin fari sitt ferli innra með
manninum. Aðrir hafa ríkari tján-
ingarþörf, sýna tilfinningar sinar
opinskátt og leita eftir sambandi
við aðra menn meðan sorgin er sem
mest. Hvort tveggja getur verið
eðlilegt sé tekið mið af persónuleika
og aðstæðum viðkomandi.«
Af orðum þessum má skilja að
stuðningur frá samtökum henti
sumum en ekki öllum. Það kemur
víða fram í bókmenntunum — og
styðst þá auðvitað við almennings-
álitið á hveijum tíma — að sá þyki
maður að meiri, sérstaklega karl-
maður, sem leyni sorg sinni og sýni
hvorki svipbrigði né geðshræringu
þegar óvænt harmsefni ber að
höndum. Vera má að einhveijir séu
þannig skapi famir að þeir eigi
auðveldara með að tjá sig fyrir
ókunnugum en nánustu ættingjum.
Þá geta samtök af þvi tagi, sem
minnst er á i bók þessari, veitt
styrka stoð.
Einnig er hugsanlegt að syrgj-
endum geti létt ef þeir mega tjá
sig fyrir augliti almennings — svo
sem í þessari bók. Þá fyrst bráði
af Agli er hann hafði ort Sonator-
rek.
í leit að markmiði
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Þröstur J. Karlsson: SKUGG-
INN. Skáldsaga. 154 bls. Reyk-
holt. Reykjavík, 1988.
Markmið rithöfundar getur
verið bæði gott og merkilegt
þótt treglega gangi að koma því
til skila. Þröstur J. Karlsson hef-
ur skrifað margar barnabækur,
samið smásögur og ljóð og er í
kápuauglýsingu kallaður »gam-
alreyndur byijandi«. Hann getur
skrifað blæbrigðaríkan stíl og
hefur, að því er virðist, öll skil-
yrði til að semja góðan texta.
En mér veitist dálítið erfitt að
átta mig á þessari skáldsögu
hans. Hún er ævintýrakyns, sýn-
ist mér einna helst, og ef til vill
ekki öll þar sem hún er séð.
Eflaust mun henni ætlað að hafa
víðtæka táknræna skírskotun.
Upphafið er á þessa leið:
»Köln í janúarbyijun árið
1841. Þrír háttsettir vítisenglar
eru komnir upp á yfirborð jarðar
úr iðrum Helvítis í þeim tilgangi
að fanga sálir og halda þeim í
gíslingu vegna komandi reiði
„Hins Almáttka" með þá von að
sleppa frá dómsdegi sem sagður
er vera í nánd.«
Nú þarf upphaf ekki að fela í
sér neina forsögn um framhald.
En svo fór samt fyrir undirrituð-
um að skilningsljósinu gekk lítið
skár að kvikna er lengra dró.
Er þó ekki fyrir að synja að
margt sé spaklega og vafalaust
einnig réttilega mælt í sögu þess-
ari. Og víða mun leynast ádeilu-
broddur, og hann ef til vill bein-
skeyttur, svo sem í þessari lýs-
ingu á stað þeim sem Vítisborg
kallast: »Andleg næring er hatur
og spenna, tundrið sem annað
hvort eyðir þér eða þeytir upp
metorðastigann, og mundu það,
kæri þú, að hér eru það hinir
andlegu kraftar illskunnar sem
ráða.«
Þröstur J. Karlsson
Ég vænti þess að höfundur
sendi frá sér fleiri bækur og þá
auðskildari því hann hefur vafa-
laust margt til brunns að bera.
Sitthvað er gott um skáldsögu
þessa að segja ef farið er ofan
í textann hér og þar án hliðsjón-
ar af samhengi. En höfundur
hlýtur ávallt að hætta nokkru
með tilraunastarfsemi af þessu
tagi. Oft reynist torvelt að átta
sig á nýju efni, jafnvel þó það
sé að einhveiju leyti klætt í gam-
alkunnan búning. Svo hygg ég
að fleiri en undirrituðum muni
fara við lestur þessarar bókar
að þeir muni loka henni án þess
að komast að viðunandi niður-
stöðu. Kostir textans gjalda þess
að höfundur hefur ekki lagt nógu
klárar — eða að minnsta kosti
almennar og augljósar línur fyrir
verki sínu. Kannski mun það allt
skýrast ef hann sendir frá sér
fleiri skáldsögur og lesendur
mega betur átta sig á hvað hann
er að fara.
L