Morgunblaðið - 20.12.1988, Page 32
32______________________J MORbTJtóBfcÁiyiEÍ, ‘ ÞklbJtfM^ÚÍT '20? ^SÉMÍEfe Wss_
Eitt sæti af hverjum þremur
eftirÞórunni
Gestsdóttur
Starf á vettvangi stjórnmálanna
er löngunin og viljinn til að bæta
aðstöðu. Bæta samfélagið. Gera til-
raun til að bæta og fegra i orði og
á borði það sem næst okkur stend-
ur. Vegna ýmissa duttlunga, mann-
legs breyskleika og ófullkomleika
rekur stjómmálamenn oft af leið.
Astæðumar eru óteljandi. Stundum
er seinagangur orsök ófamaðar,
stundum of mikill hraði. Oft er það
valdatogstreitan sem er dragbítur-
inn. Að meta pólitiska stöðu hvers
dags að kvöldi er stundum erfiðast
fyrir þann er næst eldinum yljar
sér, við sjálfstæðismenn höfum
færst fjær eldlínunni um stundar-
sakir, aðrir hafa tekið yfír. Það sem
blasir við augum í dag að mati
okkar flestra eru ógeðfelldar stjóm-
unaraðgerðir og pólitískar leikflétt-
ur. Það gæti verið ágætt út frá
flokkssjónarmiðum séð, en slæmt
sé hugsað um þjóðarhag.
En nú er kominn tími til að sjálf-
stæðismenn sameinist og sýni styrk
sinn í islensku samfélagi. Þegar á
móti blæs og við stöndum utan
stjómar og höfum á brattan að
sækja kemur líka styrkur hins al-
menna flokksmanns helst í ljós. Það
virðist vera í eðli þessa flokks að
ganga á brattann. Það er stutt síðan
að flokksmenn okkar sátu við ríkis-
stjómarborðið og réðu ráðum þjóð-
arinnar, ásamt öðmm reyndar.
Það er svo stutt síðan að ennþá
óma fyrir mínum eyrum óánægju-
raddir flokksmanna, sem töldu slíkt
samstarf af hinu illa. Allmargir
flokksmenn á áhorfendabekk vissu
miklu betur en þeir sem sátu við
ríkisstjómarborðið hvemig átti að
breyta, hvað átti að segja og gera.
Mér er tjáð að það sé líka í eðli
flokksins.
Það em líka æði margir sjálf-
stæðismenn sem lítið gera annað
en að mylja undan undirstöðunni,
naga innviðina í sundur og ala á
hvers konar óánægju. Hvers vegna?
Oft fyrir rangt mat á stundar-
hagsmunum og fyrir eiginhags-
muni. En valdatogstreita og eigin-
hagsmunapot em víst pólitískir
fylgifískar.
Talsmenn stefiiu og flokks
Þessir fylgifískar birtast í ýmsum
myndum en hafa birst hvað berleg-
ast í prófkjörum liðinna ára þar sem
flokksmenn og samheijar hafa bor-
ist á banaspjót. Þá hefur heill
flokksheildarinnar farið fyrir lítið
hjá köppunum. Ýmsir menn sem
hafa komist til valda í gegnum próf-
kjör hafa lengi verið talsmenn sjálf-
stæðisstefnunnar. Eða talið svo
sjálfír, án þess að vera alltaf tals-
menn Sjálfstæðisflokksins. Það er
gott og gilt, segja sumir. Við viljum
síður koma upp einhverju daufum
og hjáróma jákór innan flokksins.
Það er ekki markmið. En það er
ljóst að þeir sem vilja teljast sjálf-
stæðismenn eiga að vera skuld-
bundnir sameiginlegri hugsjón. Það
er markmið að sú hugsjónataug sé
ekki sundurslitin, Talsmenn stefn-
unnar, án þess að vera talsmenn
flokksins, ala margir á öfund og
óánægju. Það er hún sem nagar
og skaðar innviðina.
Mikla sviptingar hafa verið í
íslensku samfélagi á örskömmum
tíma. Hraðinn mikill. Breytingar
stórstigar. Gildi gærdagsins eru
ekki endilega gildi dagsins og alls
ekki morgundagsins. Skoðanakann-
anir eru að verða veruleiki dagsins
í pólitíkinni og það sem ræður niður-
stöðum skoðanakannanna eru fjöl-
miðlamir. Og eitt virkasta aflið í
skoðanakönnunum er ónánægja
fólksins.
Málflutningur minn stefnir að
einum og sama brunninum. Að ýta
við sjálfstæðismönnum, talsmönn-
um stefnunnar sem og flokksins,
til að átta sig á sameiginlegri skuld-
bindingu okkar sem viljum starfa í
Sjálfstæðisflokknum, stærsta
stjómmálaflokki landsins, flokki
sem við segjum að sé flokkur allra
stétta, og í sé breiðfylking umbóta-
sinnaðra, fijálslyndra manna, flokki
dreifbýlis og þéttbýlis, flokki karla
og flokki kvenna.
Við segjum kjósendum að í Sjálf-
stæðisflokknum séu framsæknir
nútímalega þenkjandi einstakling-
ar. Við reynum að koma þeim boð-
um til kjósenda að þessi flokkur
hafí sama lífsinntak og þegnar
landsins. En það hefur ekki gengið
sem skyldi. Vegna þess að við höf-
um ekki verið nægilega sannfær-
andi.
Sama lífsinntak
Við höfum alls ekki stillt streng-
ina. Það hafa ekki allir verið sann-
færðir um stefnu flokksins í efna-
hagsmálum. Hvort velja hafí átt
niðurfærslu eða uppfærslu sl. haust.
Hvort við yfírhöfuð stefnum að
sömu markmiðum í byggðamálum,
landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði,
umhverfísmálum, samgöngumál-
um, húsnæðismálum.
Við þurfum að vera samstiga í
flestum málaflokkum til að vera
trúverðugur stjómmálaflokkur í
augum kjósenda. Trúverðugur
stjómmálaflokkur er sá sem hefur
sama lífsinntak og þegnar þjóð-
félagsins hveiju sinni, sama gildis-
mat, sömu áherslur.
Við höfum hent á loft að núver-
andi stjóm hafi haldið til fortíðar
með framsókn í fararbroddi. Að-
gerðir núverandi stjórnar einkenn-
ást af fortíðardraugum hafta og
aukinna skattaálaga. Satt er það.
En hvar hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn staðið? Hefur hann sýnt og
sannað að hann sé gegnheill nú-
tímalegur stjómmálaflokkur? Svari
hver fyrir sig. Er Sjálfstæðisflokk-
urinn aðlaðandi kostur. Opinn og
sveigjanlegur, stór og víðsýnn borg-
aralegur flokkur? Já og nei. Hann
hefur unnið að stórstígum fram-
fömm á ýmsum sviðum, en hefur
líka haft annan fótinn fastan í for-
tíðinni. Þegar litið er til fortíðar-
hyggju sjálfstæðismanna á ég sér-
staklega við stöðu kvenna í þessum
flokki.
Án kvenna minna kjörfylgi
Kom að því, hugsar einhver, byij-
ar kerlingarþvælan einu sinni enn.
Sem formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna hlýt ég að ræða
um stöðu kvenna í flokknum. Mér
er þó fullljóst að fleira er þarft í
pólitískri umræðu en umræðan um
stöðu kvenna. Það em fleiri mál sem
þarfnast úrlausnar en það hvort
kona eða konur em kjömir fulltrúar
fyrir þennan flokk. Að sjálfsögðu.
En án kvenna, án þeirra málflutn-
ings, án þeirra vinnu, án þeirra
atkvæða, yrði lítið úr kjörfylgi karl-
anna sem verma nú nær öll ömggu
sætin á listunum. Mér er ljóst að
ástæðan fyrir því að ekki em fleiri
konur í öraggum sætum eða kjöm-
ir fulltrúar á þingi eða í sveitar-
stjómum er hógværð kvennanna
sjálfra. Við höfum ekki verið nógu
háværar. Ekki nógu sýnilegar. Þeg-
ar við ræðum stöðu okkar þurfum
við yfírleitt að líta um öxl til fortíð-
ar og benda á hversu flokkurinn
hafí verið framsýnn og treyst kon-
um til ábyrgðarstarfa, það sem
blasir við í nútíð er Sjálfstæðis-
flokknum ekki í hag, enda hafa
margar konur horfíð úr röðum okk-
ar fylgismanna yfir til Kvennalist-
ans og annarra flokka.
Ég var nýlega á fundi með konum
í BSRB. Þar var ung kona í ræðu-
stól og ræddi um noræna kvenna-
þingið sem haldið var í Osló sl.
Þórunn Gestsdóttir
„Ég trúi því að sjálf-
stæðismenn, hvar í sveit
sem þeir eru settir, geti
tekið undir með mér að
það þurfi að auka hlut
kvenna í Sjálfstæðis-
flokknum, meðal ann-
ars til þess að fá aukið
fylgi frá kjósendum."
sumar. Hún greindi frá því vega-
nesti sem hún kom með heim af
þinginu. Hún sagðist nú vera virk-
ari og meðvitaðri um mátt sinn og
megin. Hún rakti ýmislegt mark-
vert sem konur hafa sagt og gert,
ýmist á þinginu eða að því loknu.
Hún sagði meðal annars: „Meira
að segja sjálfstæðiskonur hafa rætt
um sérframboð." Meira að segja
þær, það lá í orðunum, meira að
segja þær, láta í sér heyra. Þessari
ungu stúlku var ekki kunnugt um
jafnréttisumræðuna til margar ára
innan Sjálfstæðisflokksins, henni
var eflaust ekki kunnugt um hveij-
ir lögðu fram fmmvarp til laga um
jafnréttismál á Alþingi. Henni hefur
líklega ekki heldur verið kunnugt
um hveijir unnu að og fengu fæð-
ingarorlofíð í gegnum þingið. Ég
gef mér það líka að henni hafi ver-
ið óljós þáttur sjálfstæðiskvenna og
karla í skóla- og dagvistarmálum.
Ég nefni þessa málaflokka vegna
þess að þeir vom til umfjöllunar á
umræddu þingi.
Á eftir ungu konunni flutti Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður fram-
kvæmdastjómar Sjálfstæðisflokks-
ins, erindi um vinnu og tillögur flöl-
skyldunefndarinnar svonefndu sem
forsætisráðherra síðustu ríkis-
stjómar, Þorsteinn Pálsson, skip-
aði. Það var málflutningur sem ég
leyfí mér að fullyrða að hafi fallið
í góðan jarðveg. Við konumar í
Sjálfstæðisflokknum höfum oft
bent á nauðsyn þess að flokkurinn
breyti um áherslur í málflutningi
sínum og við munum halda áfram.
Skilaboð til kjósenda
Við þurfum að láta kjósendur
vita að í þessum flokki er ekki ein-
göngu fjallað um tölur og prósent-
ur. Við þurfum að láta vita af áhuga
okkar á mannlegum þáttum tilver-
unnar. Við eigum að rækta um-
hverfíð og fólkið sem byggir það,
því eins og einn ræðumaður sagði
á flokksráðsfundinum sem haldinn
var á Hótel Sögu fyrir skömmu;
umhverfíð ræður miklu um lífsham-
ingjuna.
Við þurfum að láta kjósendur
vita að kjömir fulltrúar flokksins
sæki sinn styrk í lifandi og fijótt
flokksstarf, ekki að kjömir fulltrúar
hundsi vinnu og vilja flokksmanna
eins og stundum hefur átt sér stað.
Við þurfum að láta kjósendur
vita að konur stefna hátt í Sjálf-
stæðisflokknum, helst þyrftum við
að segja að bæði karlar og konur
innan flokksins hafí þau sameigin-
legu markmið að stuðla að auknum
hlut kvenna. Það er lífstaktur og
lífsinnihald dagsins í dag. í virku
samfélagi að konur og karlar axli
sameiginlega ábyrgð í námi, í starfí
og í stjómmálum.
Ég trúi því að sjálfstæðismenn,
hvar í sveit sem þeir em settir,
geti tekið undir með mér að það
þurfí að auka hlut kvenna í Sjálf-
stæðisflokknum, meðal annars til
þess að fá aukið fylgi frá kjósend-
um.
Það er mín sannfæring að innan
skamms skipi konur eitt af hveijum
þremur sætum á öllum listum Sjálf-
stæðisflokksins. Látum væntanlega
kjósendur vita að það sé markmið
sem sjálfstæðismenn stefni að í
náinni framtíð.
Látum kjósendur vita að eldmóð-
ur ríki innan okkar vébanda. Það
smitar og eykur kjörfylgi flokksins,
er ekki leikurinn einmitt til þess
gerður?
Höfundur er rítstjóri, varaborgar-
fulltrúi í Reykjavík og formaður
Landssambands sjilfstseðis-
kvenna. — Greinin erbyggðá
ræðu, sem flutt var & fundi kjör-
dæmisráðs sjálfstæðismanna á
Suðurlandi.
Mikil er mildi þín blessaður öðlingurinn
Athugasemd við grein Höskuldar Skarphéðinssonar
eftirSnorra
Snorrason
í fyrirsögn á grein í Morgun-
blaðinu laugardaginn 10. desember
segir Höskuldur Skarphéðinsson,
skipherra á varðskipinu Óðni:
„Rannsókn á meintum lögbrotum
ekki tilefnislaus töf.“ Ég vil gera
nokkrar athugasemdir við skrif
skipstjórans um málið.
Fyrir það fyrsta bendir fyrirsögn-
in ekki til að um venjulegt eftirlit
hafí verið að ræða, heldur rannsókn
á meintu lögbroti. Skipstjórinn seg-
ir, „þegar varðskipsmenn höfðu
mælt og yfírfarið botnvörpu Dal-
borgar kom í ljós að undirbyrði
hennar var bæði klætt slitneti- og
húðum." Hvers vegna segir þú ekki
frá því, sem á undan var gengið?
Deilan um borð i Dalborgu við skoð-
unina hófst þegar mælingarmenn
þínir höfðu mælt húðina og mottuna
á pokanum og komist að því, í sam-
ráði við þig, að húðin væri of stór
eða 3,2 fermetrar, en mætti ekki
vera nema 2 fermetrar, mottan, sem
ofan við var, væri ólögleg og taka
skyldi hana af. Þeir vom að mæla
nýtt og ónotað varatroll. Það varst
ekki þú Höskuldur, sem last yfír
mér úr reglugerðinni eða bentir
mér á eitt eða neitt. Ég benti mæl-
ingarmönnunum á, að í reglum
væm engin ákvæði um stærð slit-
vara á pokum og fékk þeim reglu-
gerðina um búnað botn- og flot-
vörpu. Það kom berlega i ljós, að
hvorki þeir né þú höfðuð haft fyrir
því áður að lesa umrædda reglu-
gerð, ella hefði hún varla komið
ykkur svo á óvart og orðið til hár-
togana á orðalagi hennar. Þú segir,
Höskuldur: „Ég kvaðst fús til að
leita álits sjávarútvegsráðuneytisins
og fá úrskurð þess." Ertu viss um
að þú munir þetta rétt, Höskuldur?
Þú kvaðst fús til að leita staðfest-
ingar sjávarútvegsráðuneytisins á
þinni túlkun, en þó varstu ekki fús
fyrr en eftir harkaleg mótmæli mín.
Þú segir, Höskuldur: „Síðar
heyrðum við í talstöðinni þegar
skipstjóri Dalborgar hneykslaðist á
flónsku okkar.“ Þetta em auðvitað
þín orð eða orðaskýringar og þú
Snorrí Snorrason
um það. En reglugerðin um búnað
botnvörpu og flotvörpu er ekki ný
og eftirlit með veiðarfæmm er ekki
nýtilkomið. Hvað veldur þá slíkum
uppákomum um orðalag í reglu-
gerð, sem á að hafa verið unnið
eftir ámm saman?
Það er kannski farið fram á of
mikið að túlkun og deilur um orða-
lag reglugerða fari fram á öðmm
vettvangi en um borð í skipum á
miðunum. Það var það, sem um var
að ræða með tilskrifum til dóms-
málaráðherra, sem skipstjórinn á
Óðni er að vitna til. Hvað varðar
hugleiðingar skipstjórans og nafn-
giftir á sínum mönnum læt ég mig
engu varða. Síðar í greininni segir
skipstjórinn á Óðni: „Það stóð nefni-
lega aldrei til að færa Dalborgu til
hafnar vegna fyrrgreinds búnaðar,
heldur að breyta búnaði veiðarfær-
anna samkvæmt skilningi mínum
...“ Halelúja Höskuldur. Það vildu
sjálfsagt fleiri eiga slíkan einkavin
í þraut, eða sagðirðu nokkuð áður?
Ég álít það ekki vera tilefnislausa
töf, sem orsákast vegna rannsóknar
á meintum ólöglegum verknaði, og
þú ætlaðir kannski að fyrirgefa
slíkan verknað. Já, mikil er þín
mildi, blessaður öðlingurinn. Ég
óska þér og áhöfn þinni gleðilegra
jóla, árs og friðar.
ísafirði 17. desember 1988.
Höfundur er skipstjóri á Dalborgu
EA.
Bækur
fyrir minnstu
börnin
IÐUNN hefur gefið út fjórar litl-
ar myndabækur fyrír minnstu
börnin og nefnast þær Mikið að
gera: Góðan dag, Á morgnana, Á
daginn og Á kvöldin og eru eftir
Carol Thompson.
í kynningu útgefanda segir:
„Bækumar em án texta en allar
segja þær sögu sína á einstaklega
lifandi myndmáli og lýsa annasöm-
um dagstundum yngstu bamanna
á kunnuglegan á kankvísan hátt frá
því vaknað er á morgnana þar til
gengið er til náða á kvöldin og aldr-
ei er gamli góði bangsinn langt
undan."