Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 37

Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 37
n 87 Heimsókn Gandhis til Kína: Verður endi bundinn á landamæradeilurnar? Peking. Reuter, Daily Telegraph. FIMM daga heimsókn Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, til Kína, sem hó&t í gær, og fyrirhuguð heimsókn Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga til landsins i vor benda til þess að kínversk stjórnvöld vilji reyna að bæta samskiptin við nágrannaríki sín og jafiia landamæradeilur ríkjanna. Talið er að heimsókn Gand- his verði til þess að samskipti ríkjanna batni eftir áralanga tor- tryggni. Kalt stríð hefur ríkt milli Kínveija og Sovétmanna í þijá ára- tugi og landamærastríð braust út milli Kínveija og Indveija árið 1962. Samskipti Kínveija og Indveija höfðu þó verið góð á sjötta áratug þessarar aldar og árið 1954 lögðu ríkin í sameiningu drög að „fimm grundvallaratriðum friðsamlegrar sambúðar þjóða,“ þar sem lögð var áhersla á jafnræði í sambúð þjóða og lagst gegn íhlutun ríkja í inn- anríkismálefni nágrannaríkja. Indvetjar hafa krafist 38.000 ferkílómetra landsvæðis sem Kínveijar ráða yfir í vesturhluta Himalaja og Kínveijar krefjast 90.000 ferkílótmetra af landsvæð- um Indveija. Indversk stjómvöld hafa sagt að landamæradeilu ríkjanna þurfi að leysa áður en hægt verði að bæta samskipti ríkjanna en talið er að þau hafi breytt þeirri afstöðu sinni og vilji koma til móts við þá skoðun Kínveija að hægt sé að aðgreina landamæradeiluna frá öðrum mál- efnum. Stjómarerindrekar í Peking hafa hins vegar sagt að ekki sé líklegt að þáttaskil verði í samskipt- um ríkjanna í kjölfar heimsóknar Gandhis til Kína. Kínversk stjómvöld héldu því fram fyrr í þessum mánuði að ind- verskar þotur hefðu hvað eftir ann- að flogið inn fyrir lofthelgi Kína. Kínveijar og Indveijar hafa einnig deilt um málefni Tíbets vegna þess að Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, og um 100.000 tíbetskir flóttamenn hafa verið í Indlandi síðan á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Um 200 Tíbetar efndu til mótmæla í Nýju Delhí í gær og hvöttu Gandhi til að beita sér fyrir því að kínversk stjómvöld virtu mannréttindi í Tíbet. Áður en Gandhi fór til Kína efndu einnig 150 Tíbetar til mót- mæla í Peking, þar sem skotárásir lögreglumanna á mótmælendur í Lhasa 10. desember voru fordæmd- ar. BARNAGULL* JÓNS ÁRNASONAR Morðið á Olof Palme: Alit snýst um að finna morðvopnið Stokkhólmi. FVá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA lögreglan virðist ekki vera í minnsta vafa um, að hún hafi fimdið morðingja Olofs Palme. Er það haft eftir heimildum, að sannanirnar gegn manninum, sem handtekinn hefiir verið, hafi styrkst með degi hverjum og snúist nú rannsóknin fyrst og fremst um að finna morðvopnið Lögreglumennirnir, sem unnið hafa að Palme-málinu að undan- fömu, þóttust ekki vera að rasa um ráð fram þegar handtakan fór fram, svo miklar sannanir höfðu þeir þá í höndunum. „Það má heita útilok- að, að um nokkum annan geti ver- ið að ræða en þann, sem við höfum handtekið," er haft eftir heimildar- manni í lögreglunni. Ungverjaland: Fyrsti lands- fiindur óháðs stéttarfélags Budapest. Reuter. LANDSFUNDI fyrsta óháða stétt- arfélagsins í Austur-Evrópu frá því Samstöðu hina pólsku leið lauk nú um helgina. Var þar með- al annars krafíst, að pólitískri mismunun yrði hætt og unnið að umbótum í menntamálum. Lýðræðislegt stéttarfélag starfs- manna í mennta- og vísindagreinum, TDDSZ, sem var stofnað í maí sl. og hefur nú um 4.000 manns innan sinna vébanda, kaus menn í stjóm og lagði fram drög að stefnuskrá á fundinum, sem stóð í tvo daga. „Af augljósum ástæðum getum við kveðið fastar að orði en opinberu verkalýðsfélögin, sem eru háð ríkis- stjóminni og kommúnistaflokkn- um,“ sagði einn stofnenda TDDSZ, Pal Forgacs, fyrrum formaður í fé- lagi starfsmanna í efnaiðnaði. „Við erum miklu róttækari og miklu sam- kvæmari sjálfum okkur sem mál- svari vinnandi fólks." Forgacs sagði, að um margt hefði miðað í rétta átt innan SZOT, ung- verska alþýðusambandsins, en eftir sem áður væri það tengt kommún- istaflokknum en TDDSZ legði áherslu á stjómmála- og félagafrelsi. Fulltrúi frá Alþjóðasambandi fijálsra verkalýðsfélaga, sem aðset- ur hefur í Brussel, sótti fundinn og honum bárust einnig árnaðaróskir frá Samstöðu og Lech Walesa. Sam- stöðumenn, sem vildu sækja hann, fengu hins vegar ekki að fara frá Póllandi. Nú eru liðin næstum þijú ár frá því Palme var myrtur en samt er lögreglan ekki úrkula vonar um að finna morðvopnið. Telur hún sig vita, að um kvöldið 28. febrúar haft undir höndum sams konar byssu og notuð var gegn Palme en það var marghleypa af stærðinni 357 Magnum. Ekki er hún þó viss um, að tegundarheitið hafi verið Smith & Wesson eins og Hans Holmer, fyrrum lögreglustjóri, hélt fram. Engin hætta er á, að lögreglan fari byssuvillt því að kúlnaför og púðurleifar skera nákvæmlega úr um það. Af þeim sökum er nú ver- ið að leita að púðurleifum í gömlum fötum af manninum, sem fundust við húsleit í fyrri viku. Þá er það líka haft eftir heimildum innan lög- reglunnar, að hún sé viss um, að morðinginn hafi verið einn að verki. Um helgina var fanginn fluttur úr Kronobergsfangelsinu í Stokk- hólmi í Osterákerfangelsið fyrir norðan borgina. Er öll gæsla auð- veldari þar og aðstæður betri. ÚRVALS LEÐURFATNAÐUR Reuter Besti vinur sporðdrekanna Chan Ming Chu, 17 ára gömul malasísk skólastúlka, brosir hetjulega meðan eitraðir sporðdrekar skríða yfir háls hennar og hendur. Chan að- stoðar föður sinn við að selja kínversk lyf. Faðir hennar segist geta dáleitt kvikindin og komið þannig í veg fyrir að þau stingi sig og fjölskyldu sína banvænum stungum. Þýddar, áður óútgefnar sögur, teknar saman af hin- um alkunna þjóðsagnasafnara á miðri 19. öld. í bókinni eru sögur og ævintýri af ýmsu tagi frá mörgum löndum og skyldi upphaflega vera lestrarbók börnum og ung- lingum til fróðleiks og skemmtunar. Umsjón með útgáf- unni hefur þýski fræðimaðurinn dr. Hubert Seelow, en Sigurður Örn Brynjólfsson myndlistarmaður hefur myndskreytt bókina. BARNAGULL er gefið út í minningu Jóns Árnasonar á aldarártíð hans. BARNAGULL á erindi til allra lesenda, ungra og aldinna. Gullfalleg jólagjöf. 1 Bókaúlgáfa, /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTlG 7. REVKJAVlK • SÍMI 621822 G0Ð B0K ER GERSEMI Laugavegi 164, sími 21901

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.