Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 60

Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 Heilsubótarj ólamatur Þá er komið að jólamatnum, sem að þessu sinni er helgaður þeim sem þurfa að hugsa um heilsuna og mega ekki borða okkar hefðbundna jólamat. Þeim mat voru gerð mjög góð skil í fostudagsblaðinu 2. desember sl. og mér finnst því að bera í bakkafullan lækinn að koma með meira af slíku. Fólk sem ekki þolir fítu og sykur þarf líka sinn jólamat. Sumir hugsa sem svo að ekki sé hægt að búa til fítu- og sykurlítinn hátíðarmat, en það er reginmisskilningur. Engin ástæða er til að steikja í mikilli fítu og alls ekki harðri fítu, við getum glóðað matinn í staðinn, og sósur og ídýfur þurfa ekki endi- lega að vera með ólíusósu (may- onnaise) eða ijóma, það fæst sýrð- ur ijómi með 10% fítuinnihaldi og hægt er að sía súrmjólk í kaffí- pappírspoka og nota í ídýfur. Ögn af hreinum ijómaosti í sósuna bæt- ir mikið en fer ekki eins illa i mann og ijómi og smjör. Fitulítill matur fer vel í alla og hægt er að vera vel saddur án þess að stynja af vanlíðan á eftir. Forréttur FyUtir sveppir 10 stórir sveppir, 1 stór sneið magurt beikon, 1 msk. sherry eða eplasafi, 20 g rifinn mjólkurostur (17%) 1 harðsoðið egg eða harðsoðnar hvítur af tveimur, fersk steinselja, */4 tsk. oregano, 1 msk. parmesanostur, nýmalaður pipar, 1 sitróna i bátum. 1. Holið sveppina að innan, eða takið stilkinn af þeim, þá á að vera nægilega stór hola inn í sveppina. Þerrið sveppina vel með eldhúspappír, þvoið þá ekki. Legg- ið þá á eldfast fat, þannig að holan snúi upp. 2. Saxið leggina af sveppnum smátt. 3. Skerið fítu úr beikoninu, skerið það síðan smátt. Setjið í pott og sjóðið í eigin feiti við lítinn hita í 5 mínútur. 4. setjið sveppaleggina og shenyið út f og sjóðið áffam í 7 mínútur. Hrærið í og gætið þess að þetta brenni ekki. Athugið að allt alkóhól gufar upp við suðu. 5. Harðsjóðið eggin, saxið smátt og setjið út í (setjið saxaða hvítuna út í ef þið notið ekki rauð- una). 6. Takið pottinn af heliunni, skerið mjólkurostinn í örlitla ten- inga og setjið saman við. Saxið steinseljuna og setjið hana ásamt oregano útí. 7. Pyllið sveppina með mauk- inu, stráið parmesanosti yfír. 8. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofh f 170°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 10 mínútur. 9. Setjið 2 sveppi á hvem smá- disk, skerið 3/4 hluta sítrónunnar f báta og berið með, en kreistið V4 hluta yfir sveppina og berið fram. Meðlæti: Ristað brauð skorið í hom. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Aðalréttur Lax í álpappírsbögglum 5 stórar laxasneiðar, safí úr V2 sítrónu, IV2 tsk. salt, nýmalaður pipar, 1 meðalstór blaðlaukur (púrra), V4 tsk. salt, V2 dl vatn, 3 tsk. ijómaostur án bragðefna, álpappír, 5 tómatar og nokkrar steinse- ljugreinar. 1. Skafíð roðið af sneiðunum, hreinsið úr þeim blóð og skerið af ugga. 2. Kreistið safa úr V2 sítrónu, hellið yfír sneiðamar. Stráið á þær salti og malið pipar yfir. Látið bíða í 15 mínútur. 3. Kljúfíð blaðlaukinn, þvoið vel, skerið í sneiðar. Setjið vatn og salt í pott og sjóðið laukinn í því við hægan hita í 7 mínútur. Hrærið þá ijómaost út í soðið. 4. Klippið niður 5 búta af ál- pappír, leggið laxasneiðamar á pappírinn. Setjið síðan blaðlauk- inn og soðið yfír. Lokið pappímum vel að ofan, ekki má renna út úr honum. 5. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið ál- pappírsbögglana í ofninn og bakið í 20—30 mínútur. 6. Setjið hvem böggul á disk, klippið ofan í pappírinn og borðið upp úr honum. 7. Skerið tómatana í rif, sem hanga saman að neðan, leggið 1 tómat með á diskinn og setjið steinseljugrein ofan á. Berið soðn- ar kartöflur og hrásalat með. Athugið: Þetta er hægt að út- búa löngu áður, en gæta verður þess að setja laukinn ekki heitan á laxinn, ef þetta á að geymast. En bögglamir geta verið í kæli- skápnum þar til þeim er stungið í ofíiinn. Ábætisréttur . Jógúrtís eða búðingxir með jarðarbeijum 1 lítil dós jógúrt án bragðefna, 1 lítil dós sýrður ijómi, 10% feitur, 1 pk. Royal gelatin dessert með eða án sykurs, 1 bolli sjóðandi vatn, 300 g frosin jarðarber. 1. Leysið hlaupduftið upp í 1 bolla af sjóðandi vatni. Helmingi minna magni en gefíð er upp. Látið kólna án þess að hlaupa saman. 2. Þíðið jarðarberin til hálfs, meijið sfðan með gafði. 3. Blandið saman sýrðum ijóma ogjógúrt, setjið hlaupsafann sam- an við. Látið í kæliskáp í nikkrar mínútur eða þare til þetta byijar að hlaupa saman. Setjið þá jarðar- berin út í og hellið í skál og látið sfðan standa $ kæiiskáp ( 2 klst. 4. Ef þið búið til ís úr þessu, setjið þið skálina í frystikistuna, þegar þið eruð búin að setja jarð- arberin út í. Látið fíjósa í 15 mínútur, hrærið þá í með gaffli, seljið aftur f fíysti, hrærið aftur í eftir 30 mínútur, en látið sfðan fíjósa alveg. . * % AFAR HAGSTÆÐ VERÐ ! Barnaskíðapakkar _________frá kr. 7.990.- Unglingaskíðapakkar frá kr. 9.300.- Fullorðinsskíðapakkar frá kr. 12.030.- ATH.! Tökum notaöan skíðabúnað upp í nýjan. SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 Conan á Rauða torginu Kvikmyndir Amaldur Indriðason Belushi og Schwarzenegger f eldlínunni. Sýnd í Regnboganum. Bandarisk. Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: Harry Kleiner, Walter Hill og Troy Kennedy Martin. Framleiðendur: Walter Hill og Gordon Carroll með Mario Kassar og Andrew Vajna. Kvikmynda- taka: Matthew F. Leonetti. Helstu hlutverk: Arnold Schwarzeneg- ger, James Belushi, Peter Boyle og Ed O’Ross. Carolco. 1988. A tímum þíðu í samskiptum stór- veldanna verður til mynd eins og í eldlínunni („Red Heat“), sem sýnd er um jólin í Regnboganum. Það er brasðralagsmynd austurs og vesturs í búningi dæmigerðrar Walter Hill- hasarmyndar með Amold Schwarz- enegger í hlutverki Conans villi- manns í rússneskum einkennisbún- ingi og James Belushi í hlutverki amerísku götulöggunnar, jafn kjaft- for og kollegi hans er þögull. Sam- vinna þeirra er nauðsynleg svo hafa megi hendur í hári rússnesks eitur- lyfjasmyglara á götum Chicagoborg- ar. Við ættum öll að vita hvemig sagan endar, það sem skiptir máli er hvemig hún gengur frarn að því. Þegar Walter Hill er annars vegar er stutt í klisjuna og þótt Rússinn og Ameríkaninn séu óvenjulegt par er persónugerðin löngu kunn úr fjöld- anum öllum af löggufélagamyndum síðustu ára og það er lítil nýjung í öðru; Schwarzenegger er iðulega myndaður þannig að hann sýnist mikilfenglegri en hann er, hann er þögulli en Kremlarmúrinn og sterk- ari en Jámtjaldið og fær fyrir starfs- félaga Belushi, sem þolir hann ekki í fyrstu en fjandskapurinn þróast í vinskap þegar á líður. Rússinn fellur ekkert í stafí yfir Ameríkunni heldur glottir að henni kaldhæðnislega en nú er það ekki Schwarzenegger sem fær alla bestu brandarana, sem ger- ir hann óvenju dauflegan, heldur Belushi, sem gerir símalandi hlut- verki sínu ágæt skil. Meginefni myndarinnar er þeirra samband og samvinna og hraðinn, hasarinn og spennan dettur mikið til niður í karp- inu á milli þeirra. Það er vitað mál að þegar Hill hefur Rambó-framleiðenduma Mario Kassar og Andrew Vajna, Amold Schwarzenegger og skemmtilegan löggufélaga í liði með sér, má alltaf búast við spennandi hasar af og til og léttum húmor. Og slíkt er hér að fínna en í þetta skiptið er minni has- ar en oft áður, slappari spenna og húmorinn, sem snýst auðvitað mest um Rússa í Ameríku, er svosem nógu rnikill en ekkert endilega bráðsniðug- ur. Það má vissulega hafa gaman af mörgu í myndinni en stundum er atburðarásin svo hæg að maður miss- ir niður þráðinn. Allt ber það að sama brunni. Walter Hill verður að hressa eitthvað uppá sig ef hann ætlar ekki að láta nýju, ungu hasarleikstjórana vaða yfir sig. Hluti myndarinnar var tekinn í Moskvu, sem er í sjálfu sér mæli- kvarði á þeim breytta hugsunargangi sem myndin er sprottin úr. Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi fyrir hvem sem er að kvikmynda ameríska hasarmynd f kringum Kreml; sérstaklega Kassar og Vajna, sem mjög eru bendlaðir við svokall- aðan Rambófasisma. En vegir glasn- ost eru órannsakanlegir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.