Morgunblaðið - 20.12.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 20.12.1988, Qupperneq 62
, .MPRGViff^fljÐ,, ÞRJfiWPAGW -20, ,QegBMBEig,1988 F§2. Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SparihliÖ Vogarinnar Lundemi hinnar dæmigerðu Vogar (23. sept.—23. okt.) er opið og jákvætt. Hún er að öllu jöftiu róleg og þægileg í umgengni en býr samt sem áður yfir ákveðni sem gerir henni kleift að taka frum- kvæði á félagslegum sviðum. Vogin er mjúk, en getur ver- ið ákveðin þegar hún hefur metið allar hliðar hvers máls og tekið ákvörðun. Félagslyndi Vogin er merki samvinnu og hin dæmigerða Vog er því félagslynd. Segja má að hún verði að hafa fólk í kringum sig. Af öllum merkjum á hún sennilega erfíðast með að þoia einveru. Hjá sumum Vogum verður samvinnu- hæfíleikinn að listgrein. Hún er því oft sáttasemjari eða hæfileikaríkur stjómmála- maður sem getur sett sig í spor annarra og miðlað mál- um. Jafmœgisleit Skapgerð hinnar dæmigerðu Vogar er best lýst með orðum eins og ljúf, þægileg, fáguð og mild. Þrátt fyrir það geta Vogir verið herskáar ef því er að skipta. Það er sérstak- lega þegar hún verður vör við óréttlæti í umhverfínu sem hún snýst til vamar. Hún getur einnig sveiflast töluvert til. Það á sérstaklega við ef hún getur ekki vegna að- stæðna skapað það jafnvægi sem hún sækist eftir. Skynsemi Vogin er hugarorkumerki. Hún reynir að láta hugsun stjóma gerðum sínum og er illa við að missa stjóm á skapi sínu eða sýna of mikla tilfínn- ingasemi. Hún er því oft yfír- veguð í fasi og framkomu og hefur hæfíleika til að vera hlutlaus og óhlutdræg. Réttlœti Einkennandi fyrir Vog er sterk réttlætiskennd. Ef hún sér aðra beitta órétti eða sér að hallað er á einhvem getur hún fyllst reiði og fundið sig knúna til andsvara. Hún berst því oft gegn óréttlæti. Þrátt fyrir friðelskandi eðli má því oft sjá Vogina í farar- broddi baráttu fyrir betra lífí. Þörf hennar fyrir jafnvægi kallar á andsvar ef hún sér ójafnvægi í umhverfi sinu. Listir og menning Öðram merkjum fremur má segja að Vogin sé listræn. Hún hefur gott auga fyrir litum, formi, hlutföllum og fegurð. Vog líður illa í ljótu og grófu umhverfi. Hún fæst því oft við listir eða málefni sem tengjast fegurð. Hún er fagurkeri og kann vel að njóta þess góða og jákvæða sem lífið býður upp á. Vogin er því menningarlega sinnað merki og ef hún er ekki sjálf listamaður þá nýtur hún þess að sækja listsýningar og safna að sér fögram munum. Forystumaöur Að lokum er rétt að undir- strika að þrátt fyrir þægilegt 1 viðmót býr Vogin yfir for- ystuhæfíleikuim. Hún er t.d. oft í forystu í margs konar félögum og fyrirtækjum. Það má segja að hin mjúka ákveðni sigri oft stálið. Það sem átt er við er að Vogin er útsjónarsamur diplómat. Hún stjómar með vinsemd og rökum, með þvi að tala aðra til. Vogin brosir, kemur auga á sjónarmið annarra á hveiju máli, en bendir jafn- framt á aðra möguleika. Oft- ar en ekki hrífst fólk af sann- gimi hennar og sér að henn- ar skoðanir eru í raun þeirra eigin. DYRAGLENS U/*- ©1968 Trlbune M GRETTIR S(?ETTI«., PRÓFAÐU þETTA NVJA HEJLSUKATTAFOÐU1?. þ«AE> ER l' PVC Jf/Vi I7AVfS> ll-5 TOMMI OG JENNI i T ..SZZ'. 1 UÓSKA HINA WLLKOMl v JÓLAGJÖF |Á ? Dl FERDINAND OOE'S ÖAR Bakdyr, opnist! Kvöldmat- ur, komdu út! Ég skipa þér!! . BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandaríska landsliðskonan Gail Greenberg gaf sagnhafa enga möguleika á að skrapa saman tólf slögum í sex spöðun- um hér að neðan. Spilið kom upp í keppni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Austur gefur, NS á hættu. Norður ♦ K8764 ♦ÁD8 ♦ Á982 ♦ 8 Vestur ♦ 105 ♦ K107653 ♦ DG10 ♦ 54 Austur ♦ 9 TG942 ♦ K4 ♦ KD9762 Suður ♦ ÁDG32 ♦ - ♦ 9653 ♦ ÁG103 Eftir opnun suðurs á einum er erfitt að sneiða hjá slemmu. Spil beggja eru góð, en koma þó illa saman. Þar sem Greenberg var með spil austurs gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 spaði Pass 2 grönd 3 lauf 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 6 tíglar Pass 6 lauf Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: lauffimma. Nóg er af fyrirstöðunum, en veikleikinn í tígli kemur aldrei fram í sögnum. Stökk norðurs í tvö grönd gaf til kynna slemmuáhuga í spaða og með þremur hjörtum sagði suður frá einspili eða eyðu. Síðan er fetuð braut fyrirstöðusagna upp í slemmuna og suður var jafnvel að gæla við alslemmu þegar hann sagði sex lauf. En sagnhafi gerði sitt besta. Hann drap laufdrottningu aust- urs með ás, trompaði lauf og lagði niður tígulás. Gamalkunn- ugt lymskubragð, sem Green- berg sá við með því að láta kóng- inn í slaginn! Geri hún það ekki, getur sagnhafi trompað öll lauf- in, tekið einu sinni tromp og spilað svo Greenberg inn á tígul- kóng. Hún yrði þá að spila laufi út í tvöfalda eyðu eða hjarta upp í gaffalinn. En eftir þessa vöm var sagnhafi bjargarlaus. Það kemur einnig til álita að dúkka strax tígul og reyna síðan að byggja upp kastþröng á vest- ur í rauðu litunum. Það gengur upp ef vömin spilar ekki tígli um hæl og brýtur með því sam- ganginn. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á stóra opna mótinu í Belgrad fyrr í þessum mánuði kom þessi staða upp í skák sovézku stór- meistaranna Palatnik, sem hafði hvítt og átti leik, og Chernin. 30. Rxc5-i-! (Þetta er mun sterk- ara en 30. Hbl - Ka8, 31. Hxb6!, sem hefði þó einnig dugað til vinn- ings.) 30. - bxc5, 31. Dd7+ og svartur gafst upp, því 31. - Hc7 er auðvitað svarað með 32. Hbl+.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.