Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 124. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýtt sovétsamband: Ekki sósíalísk, held- ur fullvalda lýðveldi Líklega samþykkt í níu af 15 lýðveldum Moskvu. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og leiðtogar flestra sovétlýðveldanna hafa náð samkomulagi í aðalatriðum um nýjan sambandssáttmála. Er enn ágreiningur um fyrirkomulag skatt- heimtunnar en ákveðið hefur verið að fella orðið „sósíalískur" út úr nafni ríkisins. Samkomulagsdrögin taka til níu sovétlýðvelda af 15 en sex þeirra, Eystrasaltsríkin þijú, Georgía, Armenía og Moldova, berjast fyrir fullu sjálfstæði og úrsögn úr sov- éska ríkjasambandinu. Sagði Aná- tolíj Lúkjanov, forseti sovéska þingsins, að samkvæmt nýju sam- bandslögunum yrðu lýðveldin óháðari stjóminni í Kreml en verið hefur e,n skýrði það þó ekki nán- ar. Hann sagði hins vegar, að enn væri deilt um hvort sovétstjórnin eða lýðveldin skuli leggja á og innheimta tekjuskattinn, sem renna á til alríkisins. Horst Köhler, ráðuneytisstjóri í þýska íjármálaráðuneytinu, sagði í Moskvu í gær, að það væri fagn- aðarefni ef ný sambandslög yrðu samþykkt enda legði þýska stjórn- in áherslu á, að einhver skikkan kæmist á stjórnarfarsleg málefni í Sovétríkjunum. Væri það for- sendan fyrir fjárhagslegri aðstoð. Fundur Gorbatsjovs og leiðtoga lýðveldanna var haldinn á mánu- dag og þá var meirihluti fyrir því að breyta nafni ríkisins. í stað „Sambands sósíalskra sovétlýð- velda“ skal koma „Samband full- valda sovétlýðvelda". Finnar tengja Reuter Mikið mannfall í sprengingu OTTAST var í gær að hundrað manns hið minnsta hefðu farist þegar vopnabúr sprakk í loft upp í út- hverfi Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Kenna talsmenn nýju valdhafanna í landinu hermönnum fyrri stjórnvalda um en sprengingin var svo gífurleg, að sprengjubrotum og braki rigndi yfir alla borgina og fljótlega sprakk einnig í loft upp nálægur olíutankur. Attu þessir atburðir sér stað í einu fátækrahverfa borgarinnar og er þar nú varla nokkurt hús uppistandandi. Á myndinni sjást logarnir í vopnabúrinu en hún var tekin áður en olíutankurinn sprakk. markíð við ECU Iielsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. FINNSKA ríkisstjórnin og bankastjórn Finnlandsbanka, seðlabanka Finna, ákváðu í gær að tengja gengi finnska marksins gengi gjald- miðils EB-ríkja, ECU. Samtímis var ákveðið að gengið yrði ekki fellt en útflutningsiðnaðurinn hefur krafist gengisfellingar nijög harkalega. Tenging marksins við ECU er einkum ætluð til þess að sannfæra umheiminn um að Finnar hafi ekki í huga að reyna komast út úr erfiðu efnahagsástandi því að fella gengi marksins. Litháen: Spenna og ótti við nýj- ar aðgerðir sovéthersins Helsta breytingin á gengis- stefnu Finna er sú, að Bandaríkja- dalur, svissneski frankinn og jap- anska jenið verða ekki lengur með- al þeirra gjaldmiðla sem eru notað- ir til viðmiðunar þegar gengi marksins er skráð. Til þess að þetta verði unnt þarf hins vegar að breyta myntlögunum en ríkis- stjórnin hyggst koma málinu í gegnum þingið á þrem dögum þannig að ECU-tengingin öðlist gildi þegar næstkomandi föstudag. Talsmenn Evrópubandalagsins hafa þegar tjáð sig um ákvörðun Finna og eru viðbrögð jákvæð. Samtök finnskra iðnrekenda eru hins vegar þeirrar skoðunar að fastgengisstefna hafi þau áhrif að samkeppnisstaða Finna verði mjög erfið, að minnsta kosti um ein- hvern tíma. Norðmenn og Svíar hafa þegar lýst yfir tengingu krón- unnar við ECU. Moskvu, París. Reuter. MIKIL spenna var í Litháen í gær eftir að sovéskar hersveitir höfðu verið sendar á götur Viln- ius, höfuðborgarinnar, og var óttast, að herinn léti aftur til skarar skríða. Hafa þessir at- burðir vakið nokkurn ugg og furðu og aðallega vegna þess, að þeir gerast á sama tíma og Sovétmenn eru að biðja um stór- kostlega fjárhagsaðstoð á Vest- urlöndum. Þar að auki kemur Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, til Oslóar í dag til að þakka fyrir friðarverðlaun Nóbels, sem hann fékk í des- ember. Ætla norska stjórnin að ræða þessi mál við sovétforset- ann og í gær kom tilkynning frá íslenskum sljórnvöldum þar sem atferli sovésku hermann- anna í Litháen er harðlega mótmælt. Sovéskir hermenn voru á mánu- dag sendir til mikilvægra staða í Vilnius, höfuðborg Litháens, svo sem flugvallarins, lestastöðvarinn- ar, innanríkisráðuneytisins og helstu gatna við þinghúsið. Þeir héldu sig hins vegar í búðum sínum í gær. „Spennan fer enn vaxandi í Litháen vegna aðgerða hersins á mánudag,“ sagði tals- maður upplýsingadeildar litháíska þingsins. Hann sagði að Vytautas Landsbergis, forseti þingsins, hefði hætt við fyrirhugaða ferð sína til Póllands í gær til að ræða við Jóhannes Pál páfa II vegna atburðanna á mánudag. „Lands- bergis forseti telur ekki óhugs- andi, að ráðist verði á þinghúsið á næstu dögum,“ sagði talsmaður- inn. Á sama tíma og spenna vex i Litháen reynir Gorbatsjov að sann- færa leiðtoga Vesturlanda um að hann sé staðráðinn í að koma á viðamiklum stjórnmála- og efna- hagsumbótum í Sovétríkjunum. Nokkrir fréttaskýrendur í Moskvu telja að harðlínukommúnistar hafi staðið fyrir aðgerðum sovéska hersins í Eystrasaltsríkjunum að undanförnu til að grafa undan trausti Gorbatsjovs á Vesturlönd- um. Aðrir draga hins vegar þá ályktun að Gorbatsjov vilji með þessum aðgerðum sýna fram á að hann geti ekki fallist á nein skil- yrði fyrir fjárhagsaðstoð vest- rænna ríkja. ' Edúard Shevardnadze, fyrrver- andi utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, fordæmdi í gær hernaðarað- gerðir Sovétmanna í Eystrasalts- lýðveldunum og sagði þær ónauð- synlegar með öllu. þlann sagði það uggvænlegt ef Gorbatsjov hefði ekki vitað af aðgerðum sovéska hersins í Litháen og Eistlandi í janúar, er meira en tuttugu manns biðu bana. Það þýddi að yfirmenn sovéska hersins gætu hvenær sem er gripið til slíkra aðgerða upp á eigin spýtur og hann sagði að al- menning í Sovétríkjunum hryllti við þeirri tilhugsun. Eins og fyrr segir hefur íslenska ríkisstjórnin mótmælt atburðunum í Vilnius og í Ósló hefur verið boðað til mótmæla við komu Gor- batsjovs. Þá sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, Margaret Tutweiler, að erfitt væri að skilja hvað vekti fyrir sov- étstjórninni með ofbeldisaðgérð- unum gagnvart Litháum. Sovésk gereyðingar- vopn í A-Þýskalandi Bonn. Reuter. LEYNILEGAR efna- og kjarnorkuvopnabirgðir er að finna í sovéskum herstöðvum í austurhluta Þýskalands. Að sögn heim- ildarmanna innan þýsku leyniþjónustunnar áræða sovésk stjórn- völd ekki að fjarlægja vopnin af ótta við að alvarlegt slys hljót- ist af. Sovétmenn hafa ávallt neitað því að gereyðingarvopn sé að finna á þýsku landsvæði. Þegar þýsku ríkin sameinuð- ust í oktober síðastliðnum var gert samkomulag um að Sovét- menn skyldu ljúka brottflutningi hersveita sinna frá austurhluta Þýskalands árið 1994. Upplýs- ingar um samsetningu herafla þeirra hafa ekki legið fyrir og geta þeir því auðveldlega falið efna- og kjarnorkuvopnabúnað innan um önnur hergögn. Talið er að sum þessara vopna séu komin til ára sinna og hafi jafnvel verið smíðuð í síðari heimsstyijöldinni. Flutningur á þeim getur því verið stórhættu- legur og Sovétmenn veigra sér við að taka slíka áhættu. Að sögn heimildarmanna Reuters- fréttastofunnar er vonast til að þeir leiti tæknilegra ráðlegginga hjá Bandaríkjamönnum sem hafa nýlega lokið við að flytja öll efnavopn sín frá Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.