Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 38

Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Minning: * Arni Þ. Krisljáns- son - forsijóri Fæddur 24. júlí 1924 Dáinn 29. maí 1991 Alla jafna er maí með sólríkustu og þurrustu mánuðum ársins. Ekki er það þó sjálfgefið frekar en annað er varðar veðurfar. Nýliðins maímánaðar mun vænt- anlega lengi minnst sem einhvers hins blautasta er um getur. Ég mun þó vafalaust muna betur eftir þessum tíma fyrir þær sakir að með aðeins tveggja vikna milli- bili urðum við hjónin að sjá á bak tveim okkar bestu vinum. Fyrir aðeins tveim vikum stóðum við yfir moldum Gerðu vinkonu okkar sem andaðist 13. maí eftir langt og strangt sjúkdómsstríð og í dag kveðjum við einn besta vin okkar, Árna Þorgrím Kristjánsson, fyrrverandi forstjóra Austurbæjar- bíós, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Bjarmalandi 1 hinn 29. maí sl. Það er erfitt að sætta sig við að þessir tryggu og góðu vinir liafi verið burtu kallaðir nú í miðjum vorgróandanum, þegar allt í kring má sjá lífið vera að vakna. Maður heyrir næstum grasið spretta, páskaliljur og ýmiss konar vorblóm blasa hvarvetna við. Fyrstu hunángsflugurnar suða fyrir utan gluggann þessa dagana og skógar- þrestirnir eru á þönum að klekja út og mata nýfædda ungana. Ung- ir sem aldnir fyllast bjartsýni og horfa með tilhlökkun til komandi vikna og trúa því að fram undan sé sólríkt og hlýtt sumar. Þá er sem allt í einu dragi fyrir sólu er góður vinur er burtkvaddur á svipstundu. Þrátt fyrir þá stað- reynd að ég hafí vitað að Ámi gengi ekki heill til skógar átti ég ekki von á svo snöggum umskiptum og reyndar lifðum við vinir hans í þeirri von að hann næði aftur fullri heilsu. Árna var ekki tamt að kvarta og það hefir kannski blekkt mig og ýmsa aðra þannig að við gleymdum því gjarnan hve alvarlega sjúkur hann var. Það er óneitanlega sárt að sjá á eftir bestu vinum sínum ofan í gröf- ina, en það er þó huggun harmi gegn að eiga allar þessar björtu minningar, sem við eigum um þenn- an góða dreng. Ekki man ég gjörla hvenær fund- um okkar Áma bar fyrst saman enda skiptir það ekki máli. Hitt er meira um vert að aldrei hefir borið skugga á þá vináttu, sem strax tókst með okkur. Gott er að minnast ótal margra veiðiferða með sameiginlegum vin- um og kunningjum, einkum fyrr á árum á meðan þrek og heilsa voru upp á sitt besta. Ógleymanlegar verða ferðir okk- ar með Árna og Siggu, Steina og Gerðu að Flúðum, þar sem gist var yfir helgi og ekkert til sparað í mat og drykk. Oftast var mánudeginum bætt við helgina og þá búið að panta veiðileyfi í Stóru Laxá eða annars staðar í grenndinni. Satt að segja var gleðin yfir því að hittast og vera saman svo mikil að það var nánast aukaatriði, hvort lítið eða mikið veiddist. Þetta var árleg venja í mörg ár og það eru engar ýkjur að við hlökk- uðum öll til Flúðadvalarinnar allt árið. Á síðasta sumri féll þessi helgar- ferð niður vegna alvarlegra veik- inda Gerðu. Þar sem afmælisdagar okkar Árna voru með 2ja daga millibili var oft reynt að fella þá inn í ferða- lög okkar sexmenninganna, t.d. héldum við upp á 60 ára afmæli mitt í veiðihúsi við Urriðaá á Mýr- unum og tveim dögum síðar upp á 60 ára afmæli Árna norður á Akur- eyri. Þá var gleðin allsráðandi, allir eins og einn maður og aldrei féll nokkur skuggi á þessar samveru- stundir. Við Baddý munum geyma þessar samverustundir sem perlur í sjóði minninganna. Þótt stórt skarð hafi nú verið höggvið í þennan vinahóp, skarð sem aldrei verður fyllt, er það von mín að við höldum áfram að hittast af og til í anda hinna látnu vina. Árum saman höfðum við fasta miða á leiksýningar Þjóðleikhúss- ins. Eftir sýningar var síðan hist til skiptis heima hjá félögunum og notið veitinga. Hver leikhúsferð varð að stórveislu og óneitanlega dró þessi venja úr mikilvægi þess að sjálf leiksýningin væri eitthvað sérstök. Það verður að segjast eins og er að þetta bjargaði margri lé- legri sýningunni. Árni var gæfumaður í einkalífi sínu, giftist ungurglæsilegri stúlku, Sigríði Sveinbjarnardóttur, sem alla tíð reyndist honum frábær lífsföru- nautur og stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu og Kristján, sem hafa erft bestu kosti foreldra sinna. Ég hygg að fáir foreldrar hafi getað státað af jafn ástúðlegu sam- bandi við uppkomin börn sín og Árni og Sigga. Barnabörnin hafa alltaf verið þeim einkar kær og má nærri geta að þau sakna sárt afa síns. Árni og Sigga komu sér snemma upp fallegu heimili og bjuggu síð- ustu árin í glæsilegu einbýlishúsi í Bjarmalandi 1. Þar var jafnan gott að koma og gestrisni og hlýja í fyrirrúmi. Við Baddý þökkum margar ánægjuleg- ar samverustundir þar og ekki síður í Hjálmholtinu, þar sem þau áttu fallega og einkar notalega íbúð um árabil. Við vottum vinkonu okkar, Siggu, einlæga samúð og biðjum Guð að styrkja hana í sorginni. Innilega hluttekningu vottum við einnig börnum þeirra, tengdabörn- um og öðrum aðstandendum. • Megp minningin um góðan dreng milda sorg ykkar. Ásbjörn Björnsson Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafð lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið i djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt i einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti - hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðmundsson) Elsku afi minn, Árni, er dáinn. Ein af styrkustu burðarstoðunum í lífinu er horfin, og eftir situr tómið og einmanaleikinn. Orð mega sín lítils þegar við stöndum svo skyndi- lega frammi fyrir dauðanum, en það er gott að líta til baka og minnast allra stundanna sem við áttum sam- an, sérstaklega þar sem þær urðu allar eins og best varð á kosið, sann- ir demantar í safni minninganna. Ég efast um að það sé hægt að óska sér betri afa heldur en afa míns. Hver einasta minning svo björt og falleg, full af ást, hlýju, þolinmæði og vináttu. Afi var ein- staklega barngóður, og var gæddur ýmsum eiginleikum sem við tengj- um — því miður — allt of oft ein- göngu við börn. Hann var afskap- lega einlægur í framkomu sinni og tali, og gat varðveitt barnið í sjálf- um sér, sem gerði það að verkum að hann gat tengst ungu fólki töfra- böndum sem aldrei brugðust. Við barnabörnin, sem gátum alltaf leit- að til hans þegar eitthvað þurfti að gera eða segja, og frændur og frænkur sem áttu einn „auka-afa“ geymdan í leyni undir regnbogan- um, munum alltaf búa vel að þess- um töfraböndum. Ég held að enginn hafi verið betri í að tala mig til heldur en afi. Hann vissi alltaf hvað hann átti að gera og segja til að fá mig til að gera eitthvað, sem ég vildi ekki, eða hætta einhvetju, sem ég mátti ekki. Þegar ég var lítill strák- ur í Hjálmholti fór ég einu sinni í mikla fýlu, og hljóp út í bílinn henn- ar mömmu. Þar ætlaði ég svo að vera um nóttina, var búinn að halla aftur framsætinu og hafði það ansi gott. Þá hringdi mamma í afa, og afi kom yfir götuna og talaði við mig á sinn einstaka hátt. Hann varð aldrei reiður, brýndi aldrei raustina, heldur talaði hann við mig eins og vin sinn. Það virkaði alltaf. En það voru ekki bara nánir ættingjar sem fengu að njóta góð- mennsku hans. Einu sinni tóku allir krakkarnir í Hjálmholti sig til og sópuðu götuna, þannig að hún leit næstum út eins og nýbónað stofu- gólf. Þá bauð afi öllum krökkunum á einka-bíósýningu í Austurbæj- arbíói, og okkur fannst auðvitað eins og við ættum allan heiminn. Þannig gat afi alltaf látið manni líða, af því að hann hafði alltaf tíma til að hlusta, gefa og elska. Á kveðjustund er margs að minn- ast. Allar stundirnar úr bíóinu, Hjálmholti og Bjarmalandi eiga eft- ir að lifa í huga mínum um ókomin ár. En aðeins eitt get ég gefíð elsku afa mínum í veganesti, og það er bænin um að góður guð blessi hann um alla eilífð. Ég mun sakna hans sárt. Árni Heimir Mig langar að minnast hans Árna mágs míns með nokkrum fátækleg- um orðum. Þegar hugurinn reikar yfir farinn veg þá er margs að minn- ast. Árni kom inn í fjölskyldu okkar ungur maður þegar ég var strák- polli. Ég vildi að ég myndi betur og skýrar þennan tíma, en úr því verðúr víst ekki bætt. Þegar Árni kemur inn í fjölskyld- una og þessi sterka eining mynd- ast, „Árni og Sigga“ og síðar Árni, Sigga og Austurbæjarbíó, var það eins og hvert annað ævintýri fyrir mig — ævintýri og upplifun sem er mér mjög dýrmæt. Það var alveg einstakt hvernig hann Árni kom fram við smáfólk eins og mig — bíltúrar um bæinn í gamla Fordson með viðeigandi ís eða kókosbollu og síðar þegar hagur vænkaðist og Chevrolett var farkosturinn og Árni orðinn forstjóri bíósins — það breytti engu — alltaf var hann boð- inn og búinn. Mesta ævintýrið fyrir mig á þess- um árum var auðvitað bíóið. Það var í vöku og draumi númer eitt. Hugsið ykkur, „hann frændi minn á Austurbæjarbíó“ eins og ég kall- aði það við hina strákana — þá var nú stoltið rnikið og ekki komið að tómum kofunum fyrir mig eða önn- ur börn í þessum fjölskyldum. Á tímum Roy-myndanna mátti segja að við hefðum fasta miða á allar 3-sýningar eða eins oft og við vild- t Sambýlismaöur minn, DONALDS. REAM, lést á heimili sínu, Hólavallagötu 9, 3. júní sl. Björg Hafsteins. t Eiginkona mín, ANDREA G. JÓNSDÓTTIR, Víðilundi 16, Akureyri, lést í Landspítalanum 4. júní. Sverrir Árnason. t Sambýlismaður minn og bróðir, SIGURHANS JÓHANNSSON frá Sandgerði, Garðbraut 15, Garði, lést 4. júní. Lilja Vilhjálmsdóttir, Stefén Jóhannsson. t Móðir okkar, GUÐLAUG ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, Lundi, Hellu, sem lést þann 30. maí, verður jarðsungin frá Hóla- og Fellakirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 13.30. Synir hinnar látnu. um og stundum fékk maður að bjóða með sér og það var nú toppur- inn á tilverunni. Á þessum tíma — tíma bíósins — naut Árni sín best og sýndi hvaða mann hann hafði að geyma því greiðasemi hans við vini, vanda- menn og einnig sína samkeppnisað- ila var einstök. Heimili þeirra Áma og Siggu fór ekki varhluta af þessu og oft og tíðum var þar eins og önnur miðasala fyrir bíóið þegar mikið lá við. Ég ætla ekki að fara lengra út í þessar hugrenningar mínar, en ég á ótal minningar frá þessum árum, sem eru mér ómetanlegar. Við sem þekktum Áma og Siggu, þekkjum svo framhaldið af þessari sögu. Ég held að ekki sé of sterkt til orða tekið að þau hafi verið sam- einingartákn fjölskyldna sinna og vina og haldið þeim meira og minna saman. Heimili þeirra var alltaf opið fyrir hvert okkar sem var og þar tekið á móti manni með opnum örmum. Þegar ég lít til baka er þetta eins og ævintýri — ævintýri sem nú er að ljúka — eins og þau gera víst flest. Ég kveð elsku Árna minn og við María og fjölskyldan öll þökkum honum samfylgdina. Minningin lifir um þennan elskulega mann sem öllum vildi vel. Guð blessi okkur öll sem eftir sitjum og syrgjum. Bjarni Vinátta okkar Árna hófst fyrir rúmum 40 árum þegar við gerð- umst aukameðlimir í saumaklúbb eiginkvenna okkar, en uppistaða hans voru vinkonur sem höfðu lært hárgreiðslu saman. Við eiginmennirnir fengum að koma í kaffi á klúbbkvöldum um ellefu leytið og voru þá rædd mál líðandi stundar, þó ekki tækist að greiða úr þeim öllum. Mikil vinátta þróaðist með öllum meðlimum klúbbsins og fór hann hér á árum áður í margar ferðir um óbyggðir landsins, leigðir voru fjallabílar með bílstjóra og stóðu þessi ferðalög allt upp í 10 daga. Frá þessum ferð- um eigum við hjónin margar af okkar yndislegustu minningum. Fyrsta sumarleyfisferðin okkar hjónanna til útlanda var fyrir 30 árum til Sorento á Ítalíu með Áma og Siggu, þá var ferðast til Dan- merkur með Gullfossi og með lest til Ítalíu. Ég var líka svo lánsamur að kom- ast með Árna í nokkrar veiðiferðir, betri ferðafélaga og leiðbeinanda en Árna í þeim fræðum var ekki hægt að fá, enda held ég að þótt Árni hafí haft fjölmörg áhugamál, hafí veiðimennskan veitt honum mesta ánægju. Ef hægt er að segja að nokkur maður sé höfðingi þá var Árni það, alltaf reiðubúinn að leysa hvers manns vanda og vildi alltaf vera veitandi. Á heimili hans og Siggu hvort sem það var á Bugðulæknum, Hjálmholtinu eða í þeirra fallega húsi í Bjarmalandinu var alltaf tek- ið á móti gestum með opnum örm- um og veitt af rausn. Nú er farið að fækka í sauma- klúbbnum, því Árni er þriðji með- limur klúbbsins sem hverfur á brott úr þessu jarðneska lífí á rúmu ári. Við hjónin vottum móður hans, Siggu og fjölskyldu innilega samúð okkar. Blessuð sé minning þessa trausta vinar. Björn Miðvikudaginn 29. maí sl. barst okkur sú harmafregn, að Árni Þor- grímur væri dáinn. Við vorum harmi lostin við þessa óvæntu fregn. Árni kom til mín deginum áður og við áttum notalega stund saman yfir kaffibolla og spjölluðum um ýmislegt eins og okkar var vandi. Þó að Árni hafi orðið fyrir áfalli síðla sumars 1989 hvarlaði ekki að neinum að hann yrði kvaddur á brott frá okkur svona fljótt, enda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.