Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 23

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1991 23 Thatcher kveðst von- svikin yfir John Major London. Daily Telegraph. ÁFRAMHALDANDI nærvera Margarethar Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta, á vett- Suður-Líbanon: Israelar gera árásir á búð- ir skæruliða Majdalyoun. Reuter. ÍSRAELAR gerðu loftárásir á skæruliðabúðir í suðurhluta Lí- banons í gær. 13 skæruliðar biðu bana og 38 manns særðust, þar á meðal tólf börn. Loftárásirnar voru gerðar er þess var minnst að níu ár eru liðin frá því ísraelar réðust inn í Líbanon. Israelskar herþotur fóru í 18 árás- arferðir og vörpuðu sprengjum á æfingastöðvar, vopnabúr, stór- skota- og loftvarnabyssur í þremur þorpum um fimm km austur af Sid- on. „Herþoturnar birtust skyndilega og allar rúðurnar brotnuðu í spreng- ingunum," sagði nunna í kaþólskum skóla í bænum Majdalyoun. Um 1.300 skelfingu lostin börn höfðu leitað skjóls í kjallara skólans og nunnan sagði að tíu þeirra hefðu orðið fyrir glerbrotum. Tvö börn til viðbótar særðust í öðrum skóla. Að minnsta kosti 14 af þeim 38 sem særðust voru óbreyttir borgar- ar. Flestir hinna voru palestínskir skæruliðar. vangi stjórnmálanna, veldur sí- vaxandi áhyggjum í herbúðum bresku ríkisstjórnarinnar, þar sem vitnast hefur, að hún hefur látið í ljós vonbrigði með frammistöðu eftirmanns síns, Johns Majors. Thatcher hefur tjáð vinum sín- um að hún hafi metið hann rangt og það hafi verið mistök að velja hann í embætti forsætisráðherra. „Hann er stefnulaus — hann er ekki néitt neitt,“ sagði hún við náinn samheija í stjórnmálunum nýlega. „Hann er sviplaus og hug- sjónalaus. Eg lét blekkjast illi- lega.“ Major er kunnugt um þessar skoðanir Thatcher og heldur áfram að undirstrika muninn á stefnu sinni og fyrirrennara síns í þeirri trú að kjósendum þyki stefna hans fýsilegri kostur. Forysta Verkamannaflokksins í skoðanakönnunum hefur þegar valdið taugatitringi í aðalstöðvum íhaldsflokksins. „Aðalatriðið er að koma kjósendum í skilning um að við séum á réttri leið í efnahags- málunum,“ segir einn af talsmönn- um flokksins. „Kjósendur hafa ekki áttað sig á því enn sem kom- ið er, en við erum alveg vissir um að niðurstöður skoðanakannan- anna breytast þegar það hefur orðið.“ Margir af forystumönnum íhaldsflokksins eru mjög uggandi um að Major hafi of nauman tíma til að koma efnahagsmálunum á réttan kjöl. Þeir benda einnig á fagmannlega stórnmálabaráttu Verkamannaflokksins og reynslu talsmanna hans. Nú gæti einni hindruninni hafa verið rutt úr vegi fýrir því að That- cher dragi sig í hlé. Tilkynnt hefur verið að fyrir dyrum standi að stofna sérstakan Thatcher-sjóð í því skyni að kynna stefnumál hennar um heim allan, og verður hafist handa um stofnunina sam- tímis í Bretlandi og Bandaríkjun- um í þessum mánuði. Bandaríkin: Breskir hundavinir mótmæla Taffy, hundur ■ af skosku Ijárhundakyni, stendur hér fyrir framan breska þing- húsið í gær er breska stjórnin kynnti frum- varp til laga um hætt- alega hunda, sem vak- ið hefur miklar deilur á meðal Breta. Á kápu hundsins stendur: „Hví á að drepa vini mína?“ og er þar vísað til fyrri áforma stjórn- arinnar um að láta aflífa um 10.000 hunda, sem þykja hættulegir. Reuter Nýr samningxir um vopna- sölu til Mið-Austurlanda Shannon, írlandi. Reutcr. DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust selja tuttugu árásarþotur af gerð- inni Apache til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þetta er í ann- að sinn sem Bandaríkjastjórn tilkynnir samning um vopnaútflutning til Mið-Austurlanda frá því George Bush Bandaríkjaforseti kynnti tillögu sína um takmörkun vígbúnaðar í þessum heimshluta. ekkert ósamræmi í því að vilja annars vegar takmörkun vígbún- aðar og hins vegar tryggja að vin- ir okkar geti varið sig,“ sagði hann. Einnig er i ráði að Bandaríkja- menn selji sex Apache-þyrlur til Bahrains, þótt ekki hafi verið gengið frá samningi um slíkt. Á fimmtudag, daginn eftir að Bush bað helstu vopnaútflutningsríki heims um að takmarka sölu á vopnum til Mið-Austurlanda, skýrði Cheney frá því að Banda- ríkjamenn myndu gefa ísraelum tíu F-15 árásarþotur. Cheney sagði í gær að slíkur vopnaútflutningur bryti ekki í bága við tillögu Bush. „Það er Þ.ÞDRORlMSSON&CO E30EÍQDHQ. gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Yið stóðum með þeim Þið stóðuð með okkur PoLU Tékkareikningur 545 Búnaðarbanki íslands. Aðalbanki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.