Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 20

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 20
20 [titíj mJt, c ítUt)AU I1 vUlivi víKtA.IHA ItínUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Fiskiðjusamlag Húsavíkur: A fjórða tug sagt upp o g endurskipulaguing hafin Hluti starfsfólksins verður endurráðinn síðar í mánuðinum Húsavík. STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur hefur ákveðið að segja upp 36 manns af um 130 sem vinna hjá fyrirtækinu. Jafnframt hefur verið ákveðið að ráða hluta þessa hóps aftur til starfa og er að vænta ákvörð- unar þar um þegar kemur fram í miðjan þennan mánuð. Þessar upp- sagnir eru hluti af víðtækri endurskipulagningu á rekstri Fiskiðjusam- iagsins, sem fela meðal annars í sér að dregið verði úr kostnaði við yfirstjórn og að eignir verði seldar, ennfremur að leitað verði eftir nýju hlutafé með sölu hlutabréfa á frjálsum markaði. Eins og fram hefur komið hefur hægt verði að styrkja stöðu þess og hráefni til Fiskiðjusamlagsins ‘farið minnkandi á seinni árum, auk þess sem afkoma rækjuvinnslu var mjög slæm á síðasta ári. Þótt nokkur af- gangur yrði af rekstri frystingarinn- ar á því ári, dugði hann ekki til að standa undir skuldbindingum félags- ins og því var ljóst að rekstur félags- ins stefndi í greiðsluþrot innan tíðar, ef ekkert yrði að gert. Rekstrarráðgjafi hefur nú gert úttekt á félaginu í þeim tilgangi að bæta rekstur. Einnig var í þessu sambandi horft til útgerðarfélaganna Höfða og íshafs, sem eru að meiri- hluta í eigu Fiskiðjusamlagsins. Stjórn félagsins hefur í framhaldi af þessari úttekt ákveðið að endur- skipuleggja fjárhaginn, meðal annars með skuldbreytingum og sölu eigna og með það að markmiði að fá til félagsins nýtt hlutafé með sölu hluta- bréfa á fijálsum markaði. Farið verður yfir hvern rekstrar- þátt og leitað aukinnar hagkvæmni og sparnaðar á hveijum stað. Veiðar og vinnsla verða samræmdar enn frekar en gert hefur verið, þannig að sem hagkvæmast verði fyrir heild- ina. Leitað verður fleiri leiða til auk- innar hráefnisöflunar handa fyrir- tækinu. Ennfremur hvefur verið ákveðið að draga verulega úr kostnaði við yfirstjórn, fækkað verður starfs- mönnum í viðhaldi og vélgæslu og síldarniðurlagning verður seld heimaaðilum. Stjórn Fiskiðjusamlagsins segist leggja ríka áherslu á að þessar að- gerðir komist í framkvæmd og skili nauðsynlegum árangri, þannig verði þær grunnur að nýrri uppbyggingu atvinnulífs á Húsavík. Fréttaritari. Verðkönnun á drykkjarföngum veitingahúsa: Áfengi hækkar mun meira en sem nemur hækkun ÁTVR Allt að 388% álagning á einstaka léttvínstegundum VERÐLAGSSTOFNUN kannaði verð á ailmörgum tegunduni af áfengi, gosdrykkjum og kaffi á 94 veitingahúsum í apríl síðastliðnum og bar niðurstöðurnar saman við sambærilega könnun sem gerð var í mars í fyrra, og kom þá í ljós að meðalhækkun á áfengum drykkjum og bjór er í sumum tilfellum mun hærri en sem nemur hækkun ATVR á sama tímabili. Einnig var athuguð álagning veitingahúsa á léttvín, og reynd- ist meðalálagning á hvít- og rauðvín úr verðskrá ATVR vera 133%, en álagning veitingahúsanna á einstakar léttvínstegundir var mjög breytileg, eða frá 52% upp í 388%. Meðalverðhækkun veitingahús- anna á tvöföldum vodka í gosdrykk var 17,8% á tímabilinu mars 1990 til apríl 1991, en á sama tímabili nam hækkun ÁTVR á vodka 6,3%. Tvö- faldur gin í gosdrykk hækkaði um 15,7%, en hækkun ÁTVR nam 9,0%. Verð á Löwenbrau bjór í flösku hækkaði að meðaltali um 22,9%, en um 8,2% hjá ÁTVR, og Egils Gull í flösku hækkaði um 23,5% á móti 5,8% hækkun hjá ÁTVR. Meðal- hækkun á Tuborg og Budweiser bjór er hins vegar svipuð hækkunum hjá ÁTVR. Meðalhækkun á gosdrykk er 9,5% hjá veitingahúsunum á um- ræddu tímabili, og er það svipuð verðhækkun og frá gosdrykkjafram- leiðendum. Samkvæmt könnun Verðlags- stofnunar reyndist vera mikill verð- munur á milli veitingahúsa, og til dæmis kostaði kaffí með ábót 50 kr. þar sem það var ódýrast, en 160 kr. þar sem það var dýrast, og er það 220% hærra verð. Sem dæmi um verðmun á áfengum drykkjum má nefna að lægsta verð á Dry Martini var 310 kr., en hæsta verð var 650 kr.; og er það 110% mismunur. I frétt frá Verðlagsstofnun kemur fram að einn megintilgangur verð- könnunarinnar, sem gerð var í mars 1990, hafi verið að athuga verðbreyt- ingu veitingahúsanna frá því álagn- ing á áfengi var gefín fijáls þann 1. október 1989. Fram kemur að vissir erfiðleikar séu fólgnir í því að gera verðsamanburð á veitingahús- um þar sem þjónusta þeirra sé mís- góð, svo og innréttingar og um- hverfí. Þessi atriði geti haft áhrif á verðið, en í könnuninni sé ekki lagt mat á slíkt, heldur sé eingöngu um að ræða kynningu og samanburð á verðlagi veitingahúsanna. Nýfæddur hreindýrskálfur í Húsdýragarðinum Hreindýrskálfur fæddist í Húsdýragarðinum í Laugardal sl. föstu- dag. Kálfurinn var nokkuð óburðugur í fyrstu en dafnar nú vel, að sögn starfsmanna, og er farinn að hlaupa um. Um helgina bættist svo annar kálfur í hópinn. Sá hafði verið flæmdur undan móður sinni á öræfum og var munaðarlaus. Sex hreindýr eru nú í Húsdýragarðin- um, kálfarnir tveir, þijár kýr og einn tarfur. Á myndinni er Kristín Siguijónsdóttir starfsmaður Húsdýragarðsins að gefa nýfædda kálfin- um. Stækkun Búrfellsvirkjunar: Lægstatilboð 42,8% af kostnaðaráætlun „ÉG TEL menn hafa verið full svartsýna við gerð kostnaðar- áætlunar," segir Loftur Árnason, yfirverkfræðingur hjá Istaki hf., en fyrirtækið átti lægsta tilboð í stækkun Búrfellsvirkjunar. Til- boðin voru opnuð hjá Landsvirkj- un á föstudag og nam lægsta til- boðið 42,8% af kostnaðaráætlun VERÐBREYTINGAR Vw*- Vtró- VmÍ IiM VtrA* U M- OmM hnjt. kjffi Wryl. MUÉr kmfi. <ofl« Wryt. Ga> taM. B«cks fM- mri mmi'li- rWbl mmn'n- tim- mtn'W- »d 13 Jd ánM ttu qpi’n /méjtá ^rn uum cptrn w> ^rn b>m* to. % kr. % ki. % ki. % b. % í kr HJÁ VEITINGAHÚSUM V«*- V**- Vtf*- Vtr* Irttk Vftft- ***• -Gtarf krryt. K.m brryl. TVibMn krcyL rafltc brryt. mm%n- mti mann rcákaí mmt'n- tm- mmtn- érjkk cpffiTl cprt-n pcbykk cpffill bUm .priNl > kr. % kr. % kr. % kr. % U* Gcfl 3)d Vcrfl- brryt. mmtn- Bccfc’i 13.5 d Bafcs Vcrfl- fcfcyt. ■m’W- A. Hansen, Vesturgötu 4, Hf. 130 -7,1 130 -13,3 550 600 20,0 450 j-f 450 21,6 L.A. Café, Laugavcgi 45, R. 150 150 590 500 450 American Style, Skipholti 70, R. 90 Bá 70 16,7 350 16,7 Lcikhúskjallarinn, Hvcrfisgötu 19, R. 120 0,0 130 0,0 500 6,4 450 Amma Lú, Kringlunni 4, R. 170 95 660 550 «70 ■ Lídó, Lxkjargötu. R. 150 50 590 Argentína, Barónsstíg lla, R. 150 3.4 150 3,4 570 20,0 550 Lxkjarbrekka, Bankastrxti 2, R. 155 10,7 155 10,7 555 11,0 595 Asía, Laugaveg 10, R. 120 0.0 120 0,0 560 490 -3,9 Madonna, Rauðarárstíg 27-29, R. 150 15,4 115 21,1 550 223 490 25,6 390 183 Askur, Suðurlandsbraut 4, R, 130 110 22,2 610 27,1 440 0,0 400 400 11.1 Mamma Rósa, Hamraborg 11, Kóp. 130 -133 130 -133 580 Askur, Suðurlandsbraut 14, R. 120 9.1 70 0,0 390 Mandaríninn, Tryggvagðtu 26, R. 150 30,4 150 20,0 590 18,0 560 4,7 450 36,4 Árberg, Ármúla 21, R. 100 11.1 90 12,5 390 343 390 Mongolian barbecue, Grensásvegi 7, R. 150 25,0 150 15,4 550 580 26,1 440 Berlín, Austurstræti 22, R. 150 120 590 450 460 Myllan. Kringlunni, R. 120 143 130 183 440 33 410 51.9 Bjórhðllin, Gerðubcrgi 1, R. 160 0,0 160 0,0 580 3.6 480 0.0 420 7,7 420 7.7 Naustið, Vesturgötu 6-8. R. 140 16,7 155 293 560 21,7 590 18,0 450 18,4 Blásteinn, Hraunbæ 102, R. 105 0.0 80 333 Pisa-Ristorante Italiano, Austurstr. 22, R. 150 120 590 450 460 Bónusbar, Skipholti 37, R. 100 70 400 Pizza Hut, Suðurlandsbraut 2, R. 140 0,0 80 0.0 390 Breiðvangur (Mjódd, R. 150 100 600 500 450 Pizzahúsið, Grcnsásvcgi 10, R. 130 83 115 15,0 535 490 63 410 36,7 460 Café Jensen, Mjóddinni, R. 120 90 520 600 400 Pizzasmiðjan, Smiðjuvcgi 14d, Kóp. 100 0,0 80 0,0 Catablanca, Skúlagötu 28, R. 120 0.0 120 590 22,9 Pítan, Skipholti 50, R. 90 0,0 70 0,0 290 330 3,1 City hótel, Ránargötu 4a, R. 130 0,0 150 0,0 320 14,3 Potturinn og pannan, Brautarholti 22, R. 120 20,0 120 71.4 390 400 33,3 Duushús, Aðalstrxti 4, R. 140 7,7 130 8,3 580 16,0 550 123 400 33J 450 28,6 Púlsinn, Vitastíg, R. 150 100 550 550 350 Fimman, Hafnarstrxti 5, R. 150 15,4 150 25,0 550 7.8 450 18,4 Rauða Ijónið, Eiðistorgi, Seltjarnarn. 150 7,1 150 25,0 550 123 550 31,0 420 16,7 420 Fjaran, Strandgötu 55, Hf. 150 7,1 150 7,1 570 11,8 550 10,0 450 123 Rauði sófinn, Laugavcgi 126, R. 130 30,0 130 8.3 550 223 550 37,5 440 25,7 Fjðrðurinn, Strandgötu 30, Hf. 140 0,0 100 -16,7 540 17,4 550 25,0 400 400 14,3 Staupastcinn, Skemmuvegi 14d, Kóp. 120 20,0 80 0,0 520 23,8 550 71,9 Fógetinn, Aðalstrxti 10, R. 150 15.4 70 0,0 550 17,0 500 0,0 450 18,4 Torfan, Amtmannsstíg 1, R. 160 160 560 620 420 Furstinn. Skipholti 37, R. 150 100 550 400 380 Tveir vinir og annar í fríi, Laugavegi 45. R. 150 7,1 140 40,0 590 22,9 500 Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22, R. 150 15,4 140 16,7 550 17,0 550 17,0 400 450 18,4 Veitingahúsið 22, Laugavcgi 22, R. 125 0,0 170 0,0 585 34,5 500 19,0 420 Geirsbúð, Vesturgötu6-8, R. 140 16,7 155 29,2 560 21,7 590 18,0 450 18,4 Vcitingahúsið Lauga-Ás, Hótel Esju. R. 120 100 520 550 Gikkurinn, Ármúla 7, R. 150 130 550 400 430 430 Við tjörnina, Templarasundi 3, R. 120 20,0 120 0,0 580 38,1 550 17,0 400 17,6 Gullið, v/Austurvöll, R. 150 0.0 120 0,0 570 16f3 420 13.5 Yfir Strikið, Ármúla, R. 150 90 590 440 Gullni Haninn, Laugavegi 178, R. 150 0,0 160 0,0 630 10J 630 18,9 460 17,9 Prír frakkar hjá Úlfari, Baldursg. 14, R. 130 83 140 0,0 530 203 550 5,8 350 Hallargarðurinn, Húsi verslunarínnar, R. 140 0.0 140 16,7 540 123 550 400 29,0 400 21.2 ölkjallarinn, Pósthússtrxti 17, R. 150 7,1 140 16,7 550 10,0 530 83 400 2.6 Hard rock cafe, Kringlunni, R. 140 12,0 85 7,6 580 22,1 550 22,2 410 28,1 450 25,0 ölver, Álfheimum 74, R. 100 0,0 100 0,0 500 8,7 450 18,4 450 Hjá Kim.Ármúla 34, R. 90 0,0 120 0,0 400 Hótel Isafjörður, Silfurtorgi 2, ísaf. 130 8,3 135 8.0 500 6,4 490 8,9 390 Holiday Inn, Sigtúni 38, R. 150 15,4 130 0,0 610 29,8 630 29,9 450 28,6 450 Vertshúsið,Norðurbraut I, Hvammst. 130 120 550 550 400 Homið, Hafnarstrxti 15, R. 140 12,0 140 12,0 540 113 570 390 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6, Blönduósi 130 0.0 130 4.0 550 22,2 550 10,0 430 Hótel Holt, Bergstaðastrxti 37, R. 150 11.1 150 20,0 610 14,0 565 29,9 420 5,0 470 Hótel Dagsbrún, Túnbraut 3. Skagaströnd 130 130 550 450 Hótel ísland, Ármúla 9, R. 150 7,1 150 7,1 650 25,0 600 20,0 480 Hótel Höfn, Lxkjargötu 10, Siglufirði 110 100 530 320 390 " Hótcl Lind, Rauðarárstíg 18, R. 140 0,0 130 83 480 0,0 490 48,5 350 16,7 Fiðlarinn, Skipagötu 14, Akureyri 120 0,0 120 0,0 500 11.1 500 19,0 450 25,0 Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli, R. 150 25.0 120 26,3 650 41,3 580 28,9 420 40,0 420 20,0 Greifinn, Glcrárgötu 20, Akureyri 100 90 480 400 400 Hótel Óðinsvé, Þórsgötu 1, R. 130 18,2 110 22,2 590 20,4 590 19,2 390 14,7 450 18,4 Hótcl KEA, Ijndarbcrg, Hafnarstr. 87, Ak. 140 16,7 140 27,3. 500 13,6 450 7,1 400 Hótel Saga, Súlnasalur og Mímisbar, R. 150 25,0 140 16,7 610 22,0 580 26,1 430 34,4 430 34,4 Hótel Stcfanfa, Hafnarstrxti 83-85, Ak. 140 0,0 120 33,3 530 8,2 520 19,5 Hótel Saga, Grill og Skrúður, R. 150 25,0 140 16,7 610 22,0 580 31,8 430 483 430 48,3 Smiðjan, Kaupvangsstrxti 3, Akureyri 150 25,0 150 25,0 510 21,4 490 11,4 ÍS Kaffi. Austurstrcti 20, R. 140 130 450 410 Uppinn, Ráðhústorgi, Akureyri 150 15,4 120 20,0 550 17,0 550 14,6 450 Italía, Laugavegi 11, R. 140 12,0 140 12,0 640 32,0 560 143 400 Hótel Askja, Hólsvcgi 4, Eskifirði 150 36,4 150 66,7 580 550 0,0 450 Jónatan Uvingstone mávur, Tryggvag. 4, R. 160 10,3 160 3.2 590 12.4 600 7,1 400 53 400 5.3 Hótel Valaskjálf, Egilsstóðum 150 120 530 520 400 420 Kabarett, Austurstrxti 4, R. 120 20,0 120 20,0 400 14,3 Hótel Austurland, Fáskrúðsfirði 150 110 570 500 450 Kaffi ópera, Lxkjargötu 2, R. 150 7A 150 15,4 510 63 400 -27,3 400 Egilsbúð, Neskaupstað 150 120 550 Keisarinn, Laugavegi 116, R. 150 15,4 590 25J 430 Kínahofið, Nýbýlavegi 20, Kóp. 100 0,0 130 0,0 440 4,8 370 5,7 300 22.4 Lxpti verð 90 50 400 Kfnahúsið, Lxkjargötu 8, R. 125 4.2 110 10,0 565 495 12,5 Hxsta verð 180 16(1 660 630 470 480 Kringlukráin, Kringlunni, R. 140 0,0 120 0,0 540 123 460 9.5 410 5,1 Misraunur á hxsta og Ixgsta verði % 100,0 220,0 «,0 96,9 62,1 45,5 ráðgjafa Landsvirkjunar en hæsta tilboðið 67,1%. Um er að ræða tilboð í gröft fyrir stöðvarhúsi og hljóðaði kostn- aðaráætlun upp á 249.089.400 kr. Tilboð ístaks var 106.700.000 kr en það hæsta 167.090.000 kr. Loftur segir ístak áður hafa unn- ið samskonar verk við Búrfellsvirkj- un og Hrauneyjafossvirkjun. Fyrir- tækið eigi tæki og búnað til verks- ins og geti því boðið svo lágt í það. „Við teljum þetta eðlilegt verð sem við erum að bjóða, enda engan veg- inn í fyrsta skipti sem tilboð eru mun lægri en kostnaðaráætlanir." Félag um barnamáls- rannsóknir FÉLAG um barnamálsrannsókn- ir var stofnað hér á landi 13. maí. Félagið hefur það að markmiði að efla rannsóknir á barnamáli á íslandi, stuðla að samvinnu þeirra sem rannsaka mál barna á öllum aldri og fræða menn um mál barna og máltöku. Forráðamenn félagsins eru meðal annarra Baldur Sigurðsson og Sig- urður Konráðsson í Kennaraháskóía Islands og Dagný Björnsdóttir í Háskóla Islands ■ BERTIL Ekström heldur fyrir- lestur um fræði Martinusar í sal Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, 5. júní og 12. júní kl. 20.00. Fyrirlestrarnir fara fram á dönsku og verða ekki túlkaðir, en aðstoðar- fólk verður á staðnum fyrir þá sem þurfa. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.