Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréysteinn Jóhannsson, Magnús Finnssón,' Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Lífsvon lýðræðis í Austur-Evrópu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Undirbúningi að við- urkenningu á sjálf- stæði Litháens lokið JÓN Baldin Iiannibalsson utanríkisráðherra lítur svo á að undirbún- ingi af hálfu utanríkisráðherra, til þess að standa við ákvörðun Alþingis um að ganga formlega frá viðurkenningu á sjálfstæði Lithá- ens eins fljótt og unnt er, sé lokið. Þetta kom fram á fundi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði utanríkisráðherra að væntanlega myndi ríkisstjórnin taka ákvörðun um framhald málsins á næsta ríkisstjórnarfundi, sem hann kæmi við að sækja. TVjóðfélög lýðræðis, þingræð- æt is og samkeppni, sem njóta ftjálsræðis í atvinnu- og efnahagslífi, hafa búið þegnum sínum mun betra líf en lönd hins miðstýrða marxisma/sós- íalisma. Þetta er veruleiki, sem reynslan sjálf hefur skráð á spjöld samtímasögu okkar, næstliðna áratugi. Sá veruleiki spannar bæði mannréttindi, hvers konar, og efnahagslegt umhverfi fólks. Samkeppnisríkin hafa skilað verulega hærri þjóðartekjum á hvern vinnandi mann en ríki sósíalismans, en sá mælikvarði er gjarnan notaður við lífskjara- samanburð. Verðmætasköpun- in í þjóðarbúskap hvers ríkis, hvort heldur það er stórt eða lítið, sníður almennum kjörum fólks stakk, sem og efnahags- legri getu viðkomandi lands til að standa kostnaðarlega undir hvers konar samfélagslegri þjónustu. Fyrir skömmu var haldin í Lundúnum ráðstefna ungs fólks víðs vegar að úr Evrópu, sem hefur afskipti af stjórnmálum, um framtíð álfunnar. Meðaí umfjöllunarefna ráðstefnunnar var ákall Austur-Evrópu til Vesturlanda um hjálp og sam- vinnu - við uppbyggingu eðia- hagskerfis í A-Evrópuríkjum. Efnahagskerfið í eystri hluta álfunnar er meira og minna í molum, eftir áratuga sósíal- isma, eins og fram kemur í grein Margrétar Haraldsdóttur menntaskólakennara í Morgun- blaðinu í gær, en hún sat ráð- stefnuna í Lundúnum. Höfundur segir í grein sinni að þróunin í A-Evrópu verði trúlega mesta breytingaskeiðið, sem hennar kynslóð upplifi. Á ráðstefnunni kom fram að vandi A-Evrópuríkja, sem eru að stíga fyrstu skrefin frá alræði sósíal- ismans til lýðræðislegra þjóðfé- lagshátta, væri m.a. þessi: í fyrsta lagi taki ný stjórn- völd „við stjórnkerfi, sem hrein- lega virki ekki. Embættisstofn- anir eru staðnaðar ... Stjórn- sýslan er tóm skel, samanber Sovétríkin og Rúmeníu“. í annan stað þurfi að breyta hagkerfi þessara ríkja; taka upp einkavæðingu í stað ríkisbú- skapar. „Við fall kommúnism- ans hefur komið í Ijós að A-Evr- ópa á langt í land með að ná Vesturlöndum í iðnþróun, hag- vexti og viðskiptum.“ Á hinn bóginn er ljóst að sú þróun, sem stefnt er að, tekur lengri tíma en í fyrstu var haldið. „Það tek- ur tíma að ná jafnvægi á mark- aði. Það þarf að skapa viðun- andi skilyrði fyrir fyrirtækin, svo menn fáist til að ijárfesta og flytja inn fjármagn." í þriðja lagi þurfi að byggja upp menningarsamfélagið, sem var í fjötrum, og festa í sessi frelsi fólks til skoðana, trúar, tjáningar [fjölmiðlafrelsi] og stofnunar hvers konar hefð- bundinna samtaka í lýðræð- isríkjum. Þegar V-Evrópa var í rúst eftir seinni heimsstyijöldina fékk hún hjálp til sjálfshjálpar [Marshall-áætlun eftirstríðsár- anna]. A-Evrópuríkin þurfa, að dómi höfundar, á hliðstæðri hjálp að halda, til að ná sömu efnahagslegu festunni og Vest- urlönd. Þetta er trúlega rétt mat, að því tilskyldu, að þau sníði hagkerfi sitt og þjóðfé- lagsgerð að þörfum hefðbund- ins lýðræðis og markaðsbú- skapar. Lífsvon lýðræðis í A-Evrópu kann að tengjast því að þessar þjóðir fái ámóta efnahagslegan stuðning og fólst í Marshall- áætlun eftirstríðsáranna. Það skiptir hins vegar meginmáli, hvern veg að verki er staðið. Stuðningurinn má ekki festa það valdakerfi marxismans í sessi, sem er meginorsök ógæf- unnar. Hann þarf að vera efni- viðúr i eins konar brú fyrir þess- ar þjóðir yfir í hagkerfi og þjóð- félagsgerð lýðræðis, þingræðis og mannréttinda. Þjóðfélög Vesturlanda, íslenzkt samfélag sem önnur, hafa vissulega sína annmarka. En við þekkjum enga betri sam- félagsgerð. Sá kostur vegur þungt að slíkt þjóðfélag getur þróast frá annmörkum sínum, til hins betra, á friðsaman og lýðræðislegan hátt, fyrir tilstilli meirihlutans, í fijálsum og leynilegum kosningum. Enginn sér fyrir hver fram- vindan verður í A-Evrópu - og máski sízt í Sovétríkjunum. En reynslunni af sósíalismanum ríkari horfir almenningur aust- ur þar til breyttrar þjóðfélags- gerðar. Honum er ljóst að vel- ferðarsamfélög Vesturlanda sækja kostnaðarlega undir- stöðu sína til hins fijálsa hag- kerfis og markaðsbúskapar - og bindur von sína við þróun til þeirrar áttar. Vesturlönd eiga að leggja sín hjálparlóð á vogarskál þeirrar vonar. “Ég lagði á ríkisstjórnarfundin- um fram þijú skjöl varðandi Lithá- en. Hið fyrsta var bréf frá Lands- bergis forseta Litháens frá 24. mai, sem fyrst og fremst er heilla- óskir í tilefni af áframhaldandi starfi utanríkisráðherra, jafnframt því sem hann spyrst fyrir um hvort tillögur Eystrasaltsráðsins um milligönguhlutverk íslands varð- andi .samninga milli Sovétríkjanna og Eystrasaltsríkjanna sé að mínu mati til trafala því að við fullnustum ákvörðun Alþigis um að ganga formlega frá viðurkenningu á sjálf- stæði Litháens,“ sagði utanríkis- ráðherra. Jón Baldvin sagði að annað skjal- ið sem hann hefði lagt fram hefði verið^ drög að viðskiptasamningi milli íslands og Litháens, sem unn- ið hefði verið að undanfarinn mán- uð. “Við höfum skipst á drögum, þannig að efnislega liggur slíkur samningu fyrir, samþykktur af báð- RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að verja 25 milljónum króna í sérstakt kynn- ingarátak vegna eittþúsund ára afmælis Vínlandsfundar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Aðalfundur Sambands- ins hefst á morgun AÐALFUNDUR Sambands ís- lenskra samvinnufélaga verður haldinn á morgun og föstudag, 6. og 7. júní í Sambandshúsinu að Kirkjusandi. Að fundarsetningu lokinni mun Sigurður Markússon formaður stjórnar Sambandsins flytja skýrslu stjórnar og síðan mun Sigurður Gils Björgvinsson hagfræðingur flytja skýrslu um reksturinn á sl. ári. Áuk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða umræður um skipulagsmál og nýjar samþykktir fyrir Sambandið. Að sögn Ólafs S. Valdimarssonar, skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytinu, var staðfest í gær að Land- leiðir myndu halda áfram akstri milli um aðilum. í þriðja lagi kynnti ég núverandi ríkisstjórn þjóðréttar- skjal frá tíð fyrri ríkisstjórnar, sem er greinargerð okkar til sovésku stjórnarinnar um mat okkar á hinni þjðréttarlegu stöðu og rök okkar fyrir rétti Litháens til sjálfstæðis af þjóðarrétti,“ sagði utanríkisráð- herra. Hann sagði að málið hefði ekki verið til ákvörðunar á ríkis- stjórnarfundinum í gær, heldur kynningar. “Hins vegar sagði ég á fundinum að ég liti svo á að undirbúningi af hálfu utanríkisráðherra, sem um var rætt í utanríkismálanefnd á sín- um tíma, til þess að standa við ákvörðun Alþingis um að ganga formlega frá viðurkenningu á sjálf- stæði Litháens eins fljótt og unnt er, væri lokið. Nú væri komið að því á næstunni að núverandi ríkis- stjórn tæki ákvörðun um framhald málsins,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Morgunblaðið í gær að þessi ákvörðun væri staðfesting á ákvörðun fyrrverandi ríkis- sljórnar. Utanríkisráðherra sagði að málið ætti sér langan aðdraganda. Hér væri um samstarf ríkisstjórna ís- lands og Noregs að ræða, svo og einkaaðila og útflutningssamtaka í þessum löndum, til þess að minnast landafunda íslendinga í Vestur- heimi, í tilefni af árinu 1992, þegar suður-evrópskar þjóðir, Spánveijar og Portúgalar og þjóðir Suður- Ameríku minnast landnáms Spán- veija í Nýja heiminum. Norðmenn og íslendingar hafa alla tíð lagt á það áherzlu að norrænir menn hafi fyrstir fundið meginland Ameríku, þótt þjóðirnar hafi greint á um þjóð- erni Leifs heppna. „Þetta tengist ákveðnu kynning- arátaki, m.a. í Bandaríkjunum, ekki aðeins varðandi sögu norrænna þjóða og landafundi, heldur einnig almennt, varðandi samskipti Norð- urlandaþjóða og Bandaríkjanna. Þetta tengist meðal annars heim- sókn forseta íslands til Bandaríkj- anna á komandi hausti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þar til sérleyfið rennur út, en forsvars- menn fyrirtækisins höfðu átt í við- ræðum við ráðuneytið um þetta mál. Kynning vegna afmælis Vínlandsfundar: Ríkisstjórnin veitir 25 milljónir til verksins Landleiðir hætta ekki akstri til Hafnarfjarðar LANDLEIÐIR hf. munu ekki hætta akstri almenningsvagna milli Ilafn- arfjarðar og Reykjavíkur fyrr en sérleyfi þeirra rennur út 1. mars næstkomandi, en fyrirtækið bafði hafði látið að því liggja að það hyggð- ist segja sérleyfinu upp frá og með næstu mánaðamótum. Frá þingi Kennarasambands íslan Þing Kennarasamt Ahersla og verði KENNARASAMBAND íslands telu tryggja að laun haldi verðgildi s megináhersla á hærri taxtalaun m< ið verði upp herör gegn launamisré í ályktun sem samþykkt var á þir Svanhildar Kaaber, formanns K.I., ir af hálfu kennara ef ekki næst á „Meginniðurstaða þingsins var sú að leggja áherslu á samstarf launa- fólks um hækkun taxtalauna og verðtryggingu launa auk þess sem við viljum að skólamál verði sett fram sem almenn málefni þjóðfélagsins, líkt og skattamál, lánamál og hús- næðismál," sagði Svanhildur í sam- tali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að rík áhersla hefði verið lögð á það að í launum kennara verði komið til móts við þær breytingar sem gerðar hafa verið á grunnskólalögunum. „Það verður að koma til móts við þessar sífellt auknu kröfur sem búið er að ákveða með lögum og reglu- gerðum en ekkert hefur verið komið til móts við í launum. Þúsundir verk- efna hafa verið sett inn í skólana án þess að koma nokkurs staðar til móts við það í tíma til skólanna, eða gera kennurum kleift að vinna þessi verk. Það er t.d. búið að taka ákvarð- anir um einsetinn skóla, lengdan skóladag og heilsdagsskóla en það er ekkert af þessu hægt að fram- Vorleiðangur Hafr Betrisk landið e SJOR við ísland er töluvert hlýrri tíma, einkum úti fyrir Norðurlam í ljós í árlegum vorleiðangri Hafra inu Bjarna Sæmundssyni, þar sem gróðurs og átu á íslenska hafsvæð stjóri Hafrannsóknastofnunar segi anfarin ár, en áhrif þess komi ekl leiðangur í ágústmánuði næstkor Aage Malmberg. Athuganir leiðangursins voru gerðar á 93 stöðum allt í kring um landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Auk hefðbundinna rannsókna í vorleiðangri voru taldir hvalir á miðunum umhverfis landið og safnað kræklingi til mengunar- rannsókna. Helstu niðurstöður eru að fyrir Vesturlandi er hlýsjórinn vel í með- allagi heitur, 5-7 gráður. Hlýsjávar gætti fyrir Norðurlandi austur fyrir Siglunes, 3-5 gráða heitur, og kaldi sjórinn var langt undan landi. Gróður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.