Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1991 25 Askorun Hjálparstofnunar kirkjunnar: Landsmenn sleppi máltíð til hjálpar hungruðum í Afríku ds, sem lauk í gær Morgunblaðið/Þorkell tands Islands: á hækkun taxta tryggingu launa Einar Guðmundsson t.v., fulltrúi starfsmanna hjá steypustöðinni Ósi, afliendir Jónasi Þórissyni framlag starfsmanna til hjálpar hungruðum í Afríku. ir brýnt að fundnar verði leiðir sem ínu á samningstíma, að lögð verði ;ð kaupmáttartryggingu og að skor- •tti í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram igi K.I. en því lauk í gær. Að sögn eru fyrirsjáanlegar harðar aðgerð- rangur í þessum efnum á næstunni. jónsdóttir, Hólmfríður Guðmunds- dóttir, Jarþrúður Ólafsdðttir, Ragna Ólafsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Sigurður Ingi Andrésson, Sigurveig Sæmundsdóttir, Helga Björnsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir, Vignir Ein- arsson, Guðríður Óskarsdóttir og Þorvaldur Pálmason. HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar leitar nú eftir aðstoð landsmanna vegna hungursneyðarinnar sem nú hrjáir uni 25 milljónir manna í fimm ríkjum Afríku; Angóla, Eþíópíu, Mósambik, Súdan og Sómalíu. Skorar stofnunin á landsmenn að sameinast á vinnu- stöðum, heimihim eða annars staðar um að sleppa einni máltíð og láta andvirði hennar renna til hjálpar hungruðum. Fréttir um þessa hungursneyð tóku að berast í kringum síðustu áramót og hafa hjálparstofnanir siðan undirbúið víðtæka hjálparstarf. Hungursneyðin féll að nokkru leyti í skuggann fyrir fréttum af átökunum við Persaflóa en ljóst er að milljónir manna í þessum Afríku- ríkjum munu verða hungri að bráð verði þeim ekki komið til hjálpar. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur þegar sent nokkra fjármuni til hung- ursvæðanna en æskilegt væri að landsmenn gætu látið nokkurt fé af hendi rakna til hjálpar. Framkvæmd þessa mætti hugsa sér á ýmsa vegu. Á vinnustöðum sem hafa mötuneyti gætu menn e.t.v. orðið sammála um að neyta minni háttar máltíðar eða sleppa henni al- veg. Þeir sem taka þátt í þessu gætu safnað andvirði máltíðarinnar saman og hugsanlega væri jafnframt hægt að fá viðkomandi fyrirtæki til að leggja eitthvað af mörkum. Þetta er vitanlega einnig hægt að gera heima við, á fundum og ráðstefnum og annars staðar þar sem menn koma saman en með þessu gæti margt smátt gert eitt stórt átak í aðstoð við þá sem líða skort. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur kynnt hugmyndina á nokkrum vinn- ustöðum og hjá ýmsum launþega- samtökum. Segja má að starfsmenn steypustöðvarinnar Óss hafi hér átt nokkurt frumkvæði. Þar lögðu 33 starfsmenn fram 17 þúsund krónur eftir að hafa sleppt hádegisverði einn föstudag nýverið og var ósk þeirra sú að þetta mætti verða öðrum til eftirbreytni. (Fréttatilkynning) Vextir verðtryggðra út- lána aldrei áðnr jafn háir VEXTIR af verðtryggðum útlánum banka og sparisjóða hafa ekki áður orðið jafn háir og þeir eru nú að meðaltali. Raunvextirnir eru nú 9,8% en urðu hæstir áður 9,7% í september 1984. Á þenslutímanum á árinu 1987 urðu vextir af verðtryggðum útlánum hæstir 9,5% að meðaltali í október og fóru ekki að lækka aftur fyrr en í júlí árið eftir þejgar þeir lækkuðu í 9,4°/o. Verðtryggðir útlánsvextir Búnaðar- banka Islands og Landsbanka Islands eru 9,757o, hjá sparisjóðunum 107o og hjá íslandsbanka 10,257o. kvæma ef ekki verður komið til móts við kennarana," sagði Svanhild- ur. Hún sagði að þessu tengdust um- ræður um vinnutíma og það hefði komið skýrt fram á þinging að kenn- arar séu tilbúnir að gera gagngera skoðun á því hvaða breytingar þurfi að gera á skilgreiningu vinnutíma, til þess að hægt verði að framkvæma þessi vefkefni. Skiptar skoðanir voru um það á þinginu hvort halda bæri áfram sam- starfi í Bandalagi kennarafélaga. „Sú skoðun varð ofan á að halda samstarfinu áfram en taka fyrir lok næsta skólaárs ákvörðun um það hvemig framtíðarskipun verði á sam- starfi félaganna. Það er mjög nauð- synlegt að kennarastéttin sé samhent stétt og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að byggja upp slíka samvinnu," sagði Svanhildur. Ný stjórn var kjörin á þinginu. Hana skipa Svanhildur Kaaber for- maður, Eiríkur Jónsson varaformað- ur, Arthúr Morthens, Birna Sigur- nú en undanfarin ár á þessum árs- li, og meiri áta í hafinu. Þetta kom nnsóknastofnunar á rannsóknaskip- athugað var almennt ástand sjávar, linu. Jakob Magnússon, aðstoðarfor- r skilyrðin betri en verið hefur und- ti í ljós fyrr en farið verður í seiða- nandi. Leiðangursstjóri var Svend- var þar mikill og átumagn yfir meðal- lagi. I kalda Austur-íslandsstraumn- um djúpt norðaustur af landinu var hiti og selta tiltölulega há og átu- magn að venju mikið. Fyrir Aust- fjörðum var hitastig tiltölulega hátt, 2-4 gráður, gróður var yfirleitt mik- ill og átumagn í meðallagi. í hlýja sjónum við suðurströndina var hita- stig_6-8 gráður. „í heild sýna niðurstöður vorleið- angurs 1991 gott ástand sjávar og lífríkis á íslandsmiðum. Útbreiðsla í hlýsjávar var mun meiri á norðurmið- Eiríkur Guðnason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að með vaxtahækkuninni væru bank- arnir að bregðast við mikilli eftir- um en verið hefur undanfarin þrjú vor (1988-1990),“ segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Jakob Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta séu betri skilyrði heldur en hafi verið undanfarið, en enn sé ekkert vitað hvaða áhrif það kunni að hafa. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna,“ sagði Jakob, „við höfum áður haft góð skilyrði og lítið komið út úr því. Það eru þó auðvitað meiri líkur á að eitthvað blessist þegar sjór er hlýrri þama fyrir norðan heldur en hefur verið mörg undanfarin ár. Eins virðist vera meiri átuvottur, það hefur oft verið átusnautt fyrir norðan hin seinni ár.“ Hann sagði að þegar farið verður í seiðaleiðangur í ágústmánuði næst- komandi sjáist kannski fyrsti vottur- inn um áhrif þessara skilyrða á því hvort mikið eða lítið verður þá af seiðum. spurn eftir lánsfé. Ef til vill væri markaðurinn að bregðast fyrr við en áður með því að stemma stigu við þenslunni og jafna framboð og eftirspurn með vaxtabreytingum. Spá Seðlabanka Islands um þriggja mánaða hækkun lánskjara- vísitölunnar í sumar umreiknað til eins árs hljóðar upp á 11,7% hækkun í júní, 10,5% í júlí, 11,4% í ágúst og 12,3% í september. Ekki er búið að ákveða hvernig 6.300 króna ein- greiðslan í júlí verður tekin inn í launavísitöluna og gerir það spána óvissari en annars. væri. Spá Vinnu- veitendasmbands íslands er á svip- uðum nótum. Framfærsluvísitalan hækkaði um 1,2% í maímánuði, en það er mesta hækkun hennar frá því í janúar 1990 þegar þjóðarsáttasamningarnir voru gerðir. Mánaðarleg hækkun á tíma- bili þjóðarsáttar var þar til í maí á bilinu 0,2-0,7% og fyrstu fjóra mán- uði þessa árs var hækkun fram- færsluvísitölunnar undir þeim mörk- um sem spáð hafði verið. Framfærsluvístala júnímánaðar verður birt í næstu viku og er al- mennt reiknað með að hún hækki um rúmlega 1%, fyrst og fremst vegna hækkunar á vöxtum húsnæð- islána, en einnig vegna hækkunar á bensíni, landbúnaðarvörum, áfengi og tóbaki. Síðan ætti framfærsluvísi- talan næstu mánuði að fara lækk- andi og ef spá Þjóðhagsstofnunar um 7,8% hækkun hennar frá upp- hafi til loka ársins á að ganga eftir þurfa kjarasamningar í haust að fela í sér hófsamar launahækkanir, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Gert er ráð fyrir í spá Þjóðhagsstofnunar að hækkun framfærsluvísitölunnar - verði 0,7-0,8% á mánuði júlí-september og 0,5-0,6% síðustu þrjá mánuði ársins. Lausir kjarasamningar í haust á almennum vinnumarkaði og hjá rfkinu valda mestu um þá óvissu sem er um þróun framfærslu- og lánskjaravísitölunnar á haustmánuð- um að sögn Þórðar. Hann sagði hins vegar að verði kjarasamningarnir raunhæfir og taki mið af þjóðartekj- um sé ekki ástæða til annars en takist að hafa taumhald á verðbólg- unni þrátt fyrir þá aukningu sem verður fyrirsjáanlega á henni í sum- ar. Ef hins vegar gerðir verði óraun- hæfir kjarasamningar þá muni verð- bólga aukast í haust og nafnvextirn- ir í kjölfarið. „Þolanleg“ opnun í Kjarrá Tíðindamaður Morgunblaðsins við Kjarrá, efri hluta Þverár í Borgarfirði, sagði um miðjan dag í gær, að sex laxar væru veiddir sem menn vissu um, en veiði hófst í gærmorgun. Laxarnir veiddust víða um svæðið og töldu menn byrjunina þolanlega. Nokkuð væri af laxi og hann væri dreifður. Laxarnir sex, sem voru 8 til 14 punda, komu á fimm stangir af sjö, ekki var vitað um afla á hinar stangirnar tvær þar sem þær höfðu haldið inn á afrétt og voru ekki væntanlegar í hús fyrr en seint í gærkvöldi. Um 40 laxar voru og komnir úr Þverá, neðri hluta svæðisins, um miðjan dag í gær og voru menn mjög kátir með framvindu mála, því veiðiveður var lengst af heldur óhagstætt, en lax- ar samt sem áður að ganga í ána og taka agnið. Annars staðar Hálfur sjötti tugur laxa var kominn á land úr Norðurá í hléinu í gær og talsvert af laxi víða um svæðið. Mikil hörkutól eru nú í ánni. Veiði hefst ekki í Laxá í Kjós fyrr en á mánudaginn, en í gær- morgun, er menn litu eftir laxi, var greinilegt að væn ganga hafði komið í ána. í Kvíslarfossi og Lækjarbreiðu var krökkt af fiski. Talsverður lax hefur verið að ganga í gegn um svæðið og 10 til 15 Jaxa torfa sem var fyrir skömmu í Laxfossi virðist vera gengin fram ána, að sögn tíðinda- manna á Laxárbökkum. Það er sama hvar skoðað er, hitastig ánna er það hagstætt nú í vertíðarbyijun, að laxinn virðist ganga hraðar fram heldur en telja verður venjulegt á þessum tíma sumars. annsóknastofnunar: Qyrði í hafinu við n undanfarin ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.