Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 12

Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Tónlist Ragnar Björnsson Þau láta ekki deigan síga í Tríói Reykjavíkur, með hverja nýja efnis- mp +OlaM 62 55 30 MOSFBÆR - MIÐBÆR Til sölu nýl. steinst. einbhús, 155 fm ásamt 38 fm bilskúr. Forstofuh., 4 svefnh., stofa, glæsil. innr. Flísar og teppi á gólfum. Gróið hverfi. Ákv. sala. Verð 12,5 millj. HVERAFOLD Til sölu nýtt 151 fm sérhæð m/33 fm bílsk. Stofa, 4 svefn- herb. Eign á góðum stað. Áhv. 5,0 millj. þar af veðd. 3,8 millj. Verð 12,5 millj. MOSFELLSBÆR - MIÐBÆR - 2JA Falleg, nýl. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Parket. Suðursv. Áhv. 1,8 millj. veðd. Verð 5,9 millj. BUÐARGERÐI - 2JA Björt og rúmg. 2ja herb. íb. é 1. hæð. Góð stofa, svefnherb. Suðursv. Ákv. sala. Ekkert áhv. GAUTLAND - 4RA Falleg björt 103 fm Ib. á 2. hæð. Stofa, 3 herb. Suðursv. Nýtt tvöf. litað gler. Eign í góðu ástandi. Ekkert áhv. Ákv. sala. KÓNGSBAKKI - 4RA Góð 4ra herb. íb. á 3. hæð. Rúmg. stofa, 3 svefnherb. Áhv. 2,5 millj. veð- deild. Verð 6,5 millj. VESTURBERG - 4RA Góð 4ra herb. íb. 100 fm á 3. hæð. Stofa og 3 svefnherb. Suðursv. Áhv. 1,5 millj. Verð 6,5 millj. HEF KAUPANDA að ca 200 fm einb- húsi í Garðabæ. HEF KAUPANDA að 3ja-4ra herb. íb. í Hafnarfirði. HEF KAUPANDA að íb. eða raðhúsi í Mosfellsbæ. Verð ca 6,0- 8,0 millj. ___ Sæberg Þórðarson, Æmm lögg. fasteigna- og skipasali, Skúlatúni 6, hs. 666157 skrána á fætur annarri. Á næsta starfsári boða þau ferna tónleika með nýja efnisskrá hverju sinni. Aðdáunarvert, og nær því öfund- svert framtak, að safna þannig „re- pertúai" fyrir framtíðina til að vinna úr, því seint verður víst síðasta orð- ið sagt á þeim vettfangi. Tríó K-502 eftir Mozart var fyrst á efnis- skránni. Alit var hér á sínum stað, en einhvern veginn fannst mér vanta kveikjuna, eða það óvænta, í flutn- inginn. Hljómburðurinn Hafnarborg hjálpar ekki Mozart í hljómburðurinn er einfaldlega of mikill, og jafnvæg- ið milli hljóðfæranna ekki alltaf fylli- lega yfirvegað. Ég hef áður stungið upp á að setja upp pall fyrir hljóðfær- aleikarana, það held ég að mundi bæta allra aðstöðu, þ.e. bæði hljóð- færaleikara og áheyrenda. Útsetn- ingar Beethovens á skoskum söng- lögum fyrir píanó, fiðlu, selló og sópran hrifu ekki undirritaðan þrátt fyrir ágæta meðferð Margrétar Bóasdóttur (sóprans) á lögunum tveim. Skemmtilegar voru útsetn- ingar Herberts H. Ágústssonar á „Fimm íslenskum þjóðlögum" fyrir fiðlu og selló, og var þar um einskon- ar frumflutning að ræða þar eð þau voru í fyrsta skipti nú flutt öll sam- an. Útsetningar þessar eru alls ekki allar auðveldar í flutningi, en þau Guðný og Gunnar skiiuðu þeim með miklum ágætum. Veigamestu atriðin komu eftir hlé, en þar kom fyrst Vögguljóð eftir Sjostakovitsj fyrir píanó og söngrödd, sem forvitnilegt var að kynnast í flutningi þeirra Margrétar og Halldórs og síðast en Þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson. Lög og réttur á 19. öld Bókmenntir Erlendur Jónsson Gísli Ágúst Gunnlaugsson: ÞVÍ DÆMIST RÉTT VERA. 100 bls. Sagnfræðistofnun H.í. Reykjavík, 1991. »Tilgangur þessa kvers er m.a. að benda á heppilegar leiðir til að rannsaka það hvað afbrot og refs- ingar geta sagt okkur um íslenskt samfélag á 19. öid,« segir Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Hér er því ekki um tæmandi grunnrannsókn að ræða heldur hugleiðing um gildi viðkomandi rannsókna og ábend- ing um ieiðir. Höfundur hefur áður ritað um stéttir og samfélag á 19. öld og má þvi líta á ritgerð þessa sem viðauka við fyrri rit og rann- sóknir. Kveðst höfundur einkum byggja á prentuðum dómum frá æðri dómstigum og óprentuðum dagbókum frá lægri dómstigum. Leitast hann við að skyggna við- fangsefnið út frá tveim sjónar- homum: Annars vegar laganna bókstaf, hins vegar aðhaldi því sem almenningsálitið veitti þegn- unum. Gísli Ágúst ber saman rétt- arfar hér og erlendis á sama tíma- bili, og tekur þá einkum Norður- Svíþjóð til samanburðar. Ennfrem- ur rekur hann sig eftir samþætt- ingu réttarfars annars vegar og þjóðfélagsgerðar hins vegar, bend- ir á að hér hafi verið svo til hrein- ræktað bændaþjóðfélag og getur sér til að hvaða leyti réttarfarið EIGNAMIÐLUNIN Sínii 67-90-90 - Síðumúla 21 Hávallagata »•" ; 4 t; U‘ v ; Á ,y , æu'Sijf ... ,/■ S‘2k.... Til sölu vandað parhús sem er tvær hæðir og kjallari. Húsið er um 150 fm. í húsinu eru m.a. 4-5 herb., saml. stofur og fleira. í kjallara er rúmg. herb. með eldhúsað- stöðu. Góð lóð. Verð 13,0 millj. Eftirsóttur staður. 1267. -Ábyrg þjónusta í áratugi. ^ Sirvil 67-90 90 SIÐUMÚLA 21 Sverrir Kristinsson, sölustjóri ■ Þorleifur Cuðmundsson, siiluni. Þórólfur Halldórsson, lögfr. • Cuðniundur Sifíurjónsson, löfrfr. kunni að_ hafa lagað sig eftir því. Gísli Ágúst minnir á að þegar á 18. öld hafi verið tekið að milda refsingar og enn frekar er á 19. öldina leið. Vaxandi lýðhyggja færði þá með sér nokkurn jöfnuð en jafnframt kröfur um víðtækara frelsi. Kosningaréttur, sem var þó hvergi nærri almennur, hlýtur þá að hafa haft sín áhrif á almenna réttarvitund og hefði höfundur gjarnan mátt hyggja betur að þeim þætti málanna. Hins vegar bendir hann réttilega á félagsleg áhrif þéttbýlismyndunar á síðustu ára- tugum aldarinnar. En í þéttbýlinu voru teknir upp nýir lifnaðarhætt- ir og með þeim fylgdu nýjar teg- undir brota sem löggjafar- og dómsvaldið þurfti þá að fást við. Gagngerðust var að sjálfsögðu sú réttarfarsbótin er líkamlegar refsingar lögðust af, þar með talin dauðarefsing. Erfitt er að kanna nú að hve miklu leyti almennings- álitið studdi þær breytingar. Að rannsaka slíkt löngu eftir á er hægara sagt en gert. Gísli Ágúst telur með réttu að bændur og Gísli Ágúst Gunnlaugsson búalið hafi ýfst við lausamennsku þeirri sem þéttbýlismyndunin hafði í för með sér, og kunni við- horf þeirra til refsinga að hafa mótast að einhveiju leyti af því. En það var ekki almenningsálitið heldur löggjafinn sem tók af ska- rið og dró úr refsingum, og þá eftir fordæmi frá öðrum þjóðum. Ekki leikur vafi á að lífshættir breyttust mjög frá upphafi til loka 19. aldar, og þar með hugsunar- hátturinn. Kom þar æðimargt til. »Á síðari hluta 19. aldar varð olíu- lampinn algengur á heimilum í norðanverðri álfunni og olli meiri byltingu en flesta grunar nú á tím- um,« segir Gísli Agúst. Ef til vill kann einhverjum að sýnast sem slíkt komi réttarfari og réttarvit- und lítið við. Víst er þó að breyt- ing á einu sviði samfélagsins leið- ir oft til breytinga á öðrum. Með stórbættri lýsingu og mörgum smáherbergjum í stað einnar bað- stofu tók hver og einn að velja sér lesefni í samræmi við eiginn smekk og löngun. Húsbóndinn réð ekki lengur hvað lesið var og gat þá ekki með sama hætti og áður ráðið skoðunum síns fólks. Skert- ist þá áhrifavald hans yfír hjúum sínum og börnum, og þar með hliðsjón réttarfarsins af hinu forna húsbóndavaldi. Einu varð þó lítt hnikað þótt annað breyttist á landi hér. ís- lenskt samfélag hélt áfram að vera fámennt og byggðin stijál. Og í fámenninu fylgdist fólk grannt hvað með öðru. Menn höfðu auga með ferðum nágrann- ans, vissu hvað hann átti í fórum Jaðarmeiming er meginmenning Bókmenntir Irigi Bogi Bogason Þorvarður Hjáimarsson: Útjaðr- ar og meginlönd (168 bls.). MM 1990. Þetta er þriðja bók Þorvarðar Hjálmarssonar. Áður hafa komið út Hellirinn (1986) og Háski og skuld (1989). Allar geyma bæk- urnar blöndu af lausu máli og bundnu, á skiptast Ijóð (sum prósaísk) og ljóðrænn prósi. Þessi bók er að mestu bundin reynslu höfundar af Rússlandsför 1989. Pétursborg og Kiijálaeiðið eru landfræðilegur vettvangur, í forgrunni standa skáld sem áttu heima á þessum undarlegu menn- ingarmærum. Bókin skiptist í 5 hluta: Sumar- dagur á Kiijálaeiði, Landið sem ekki er til, Brú yfir Nevu, Brýrnar í Leníngrad. Seinasti hlutinn, Margir menn og einn, stendur dálítið á ská við annað efni bókar- innar. Þar eru ljóð um og eftir portúgalska skáldið Femando Pessoa. Stéttarsamband bænda: Ekki verði hvikað frá fyrir- vörum í samningum EES STÉTTARSAMBAND bænda hefur sent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra bréf, þar sem af- staða Stéttarsambandsins varð- andi þá fyrirvara sem setja þurfi af hálfu íslands í samningavið- ræðum um fyrirhugað Evrópskt efnahagssvæði er ítrekuð. Legg- ur Stéttarsambandið áhersiu á að ekki verði hvikað frá þessum fyrirvörum á lokastigi samninga- viðræðnanna. Stéttarsamband bænda ieggur í fyrsta lagi áherslu á að tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki eignar- haldi á auðlindum landsins, fiski- miðum, landi (bújörðum) og orku- lindum. I öðru lagi að strangt eftir- lit verði haft með þekkingu og hæfni þeirra sjálfstæðu aðila sem kunna að fá heimild til starfa hér á landi, og í þriðja lagi að hvergi verði slakað á banni við innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þá verði ekki gerðar minni kröfur til matvara sem fluttar eru til landsins en innlendra vara varðandi aðbúnað á framleiðslustigi, sem og notkun lyfja og eiturefna, og jafnframt að tryggt verði með töku jöfnunar- gjalda að samkeppni við innflutning verði fyrst og fremst á grundvelli gæða. Þorvarður Hjálmarsson í bókinni eru nokkrar þýðingar á ljóðum eins merkasta módernista norrænnar ljóðagerðar, Edith Söd- ergran. Hún tilheyrði hópi svo- nefndra finnsk-sænskra- skálda. (Aðrir voru t.d. Elmar Diktonius og Gunnar Björling.) Eitt frægasta og magnaðasta Ijóð hennar er Landið sem ekki er til. Fyrsta er- indið hljóðar svo í þýðingu Þor- varðar: Ég þrái landið sera ekki er til, veröldin sem er, heillar mig ekki. Ofið silfurlitum segir mánaskinið mér frá landinu sem ekki er til. Landinu þar sem óskir okkar rætast á undursamlegan hátt, landinu þar sem fjötrar manneskjunnar bresta; landinu þar sem við laugum sár enni okkar uppúr mánadögg. Villuráf var líf mitt. En eitt hef ég fundið og til einnar umbunar hefur önn rnín sannariega unnið, leiðarinnar til landsins sem^ekki er til. Greinar bókarinnar eru flestar um undirokuð skáld. Meðal þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.