Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1991 17 Að loknum kosningum eftir Karl Ormsson Nú þegar kosningar eru um garð gengnar og ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur tekið við er ekki úr vegi að láta hugann reika um liðna daga. I fyrsta lagi um það stjórn- leysi, sem ríkt hefur undanfarin ár og síðan þá breytingu sem nú þeg- ar hefur orðið síðan þessi stjórn tók við og um þann einfalda og trúverð- uga stjórnarsáttmála, sem saminn var að mestu af tveimur mönnum á mettíma. Ráðherrar vinstri stjórnar Stein- gríms Hermannssonar, sem létu af völdum, sjá nú andskotann í hveiju homi hjá þeim er nú fara með völd. Nú á að nota ijölmiðlana til að æsa upp og búa til ágreining ef ekki vill betur til að skapa vantrú á stjórninni. Ekki efa ég að Eiður Guðnason og Halldór Blöndal leysi sín mál án aðstoðar annarra ef nokkur ágreiningur er þá fyrir hendi. Fólk skyldi varast að trúa þeim fréttum, sem spunnar eru um ágreining þeirra. Nú þegar hefur þessi stjórn sýnt að hún hefur unn- ið sér traust, sem ég man ekki eft- ir að aðrar stjórnir hafi gert á lýð- veldistímanum, en það er að halda ríkisstjórnarfundi að kvöldi, um helgi og á sumardaginn fyrsta. Þetta sýnir manni að þarna virðast vera menn, sem hafa áhuga á að stjórna, kom sér sem fyrst inn í öll mál, taka til hendinni og sýna í verki að ríkisstjórnir eru kosnar til að stjórna, en ekki láta reka á reið- anum og draga lappirnar í öllum málum, þannig að hvert mál, sem upp kann að koma verði ekki að stríðsástandi eins og svo oft ein- kenndi síðustu stjórn. Það er skilj- anlegt að fráfarandi ráðherrar viti ekki hvað er traust og stjórnviska, enda sýna merkin verkin. Ég hefi stundum orðið fyrir því síðan stjóm Davíðs Oddssonar tók við völdum að sagt hefur verið við mig að ríkisstjórnin hafi svikist um að lækka skatta. Sjálfstæðismenn sögðu aldrei að skattar yrðu lækk- aðir á fyrstu dögum. Ég vitna beint í ályktun 29. landsfundar Sjálfstæð- isflokksins, þar sem stendur: „Ályktun um skattamál. Sjálfstæð- isflokkurinn vill lækka skatta með markvissum samdrætti í útgjöldiim hins opinbera, hallalausum ríkisbú- skap á kjörtímabilinu, einkavæð- ingu og einfaldara skattakerfi. Nú þegar verði að hverfa frá skatta- hækkun núverandi stjórnar og stöðva þenslu í umsvifum ríkiskerf- isins. Þetta er nauðsynlegt ef fram- tak okkar og atvinnulíf á að dafna í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Minni ríkisumsvif eru forsenda auk- innar verðmætasköpunar og þar „Leyfum ríkisstjórninni að fá eðlilegan starfs- frið og sanna með verk- um sínum að kjör batni og að samningar gangi friðsamlega fram í haust. Sjáum hvað sum- arið og haustið ber í skauti sínu. Hjá mér er enginn vafi að kjör munu batna.“ með tryggasta leiðin til að létta skattbyrði og bæta almenn lífskjör. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tekjuöflun og útgjöld haldist nokkurn veginn í hendur þegar gengið verður til þess verks að vinda ofan af ríkisumsvifum og létta skattbyrði." Síðan segir: Leita þarf leiða til að lækka núverandi skatthlutfall niður í 35% meðal ann- ars með fækkun frádráttarliða. Jafnframt skal stefna að hækkun skattleysismarka. Leyfum ríkis- stjórninni að fá eðlilegan starfsfrið og sanna með verkum sínum að kjör batni og að samningar gangi friðsamlega fram í haust. Sjáum Karl Ormsson hvað sumarið og haustið ber í skauti sínu. Hjá mér er enginn vafi að kjör munu batna. Stjórnin á heimt- ingu á lágmarks starfsfriði fyrir fjölmiðlafári, sem alltaf er inni á gafli hjá manni. Fjölmiðlar hafa skyldur, ekki síst ríkisfjölmiðlarnir. Þeim ber skylda til að skýra rétt og satt frá, en ekki að vera með getgátur um það sem gæti gerst. Auðvitað vill fólk fá kjarabætur eftir eymdarár vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar en væri ekki sanngjarnt að lofa ríkisstjórn- inni að koma sér fyrir og líta á þá pappíra, sem vinstri stjórnin lét eft- ir sig? Er það ekki sanngjarnt? Það eru hópar fólks sem þurfa kjarabæt- ur í einhveiju formi strax og það undanbragðalaust, enda er verið að leita allra ráða til þess en allt hefur sinn tíma. En því verður vart trúað að óreyndu að verkalýðsforystan fari með offari af stað með ósann- gjarnari kröfugerð en hún gerði til vinstri stjórnarinnar þann tíma, sem hún sat þótt það sé vel skiljanlegt að meira sé vænst af stjórn Davíðs Odssonar. En óneitanlega hefur breyst talsmátinn hjá Ásmundi Stefánssyni og Ögmundi Jónassyni, en ég vil vekja athugli þeirra á því að þjóðin man hvernig þeir þögðu sem dauðar mýs, þegar flokksbræð- ur þeirra voru við stjórnvölinn eftir svokallaða þjóðarsáttarsamninga. Það sjá allir hræsni þeirra, einnig þeir er þurfa bráðnauðsynlegar kjarabætur strax. Ég hefi stundum orðað það þannig að þessu fólki hafi verið haldið sem næst hungur- mörkum þó misjafnt sé það eftir landshlutum, og þetta skeður hjá stjórninni sem kenndi sig við félags- hyggju. Þvílík hræsni. En það eru til fleiri aðferðir til að bæta kjör en hinar illræmdu prósentuhækkan- ir, sem núna er krafist af verkalýðs- forkólfunum, prósentur sem skilja alltaf eftir þá launþega, er mest þurfa þeirra með. Höfundur er raftækja vörður á Borgarspítalanum. MALAOII IBUÐINA MEU ÞESSUM LIT! Sýndu lit og þú fœrð hann í múlningardós. Sért þú með á hreinu hvaða litur fellur þér vel í geð er það orðið minnsta mál í heimi að útvega slíka málningu, sterka og endingargóða. - HYGÆA málningarkerfið frá Danmörku sér til þess. Þú kemur einfaldlega til okkar með einvem handhæg- an hlut sem ber litinn góða: Bók, umbúðir, skyrtu, ljósmynd, varalit - hvað sem er - og næmt litgrein- ingarauga málningarkerfisins greinir samsetning- una. Eftir augnablik er málningin þín tilbúin! Og HYGÆA málningarkerfið sér við þeim allra kröfuhörðustu -það eml2.7 milljónir litbrigða í boði! Oskir þú þess gerir tækið tillögu að litum sem falla við þann upphaflega. Þetta fullkomna málningar- kerfi varðveitir síðan litauppskrift þína svo þú getur gengið að henni vísri á morgun eða eftir 10 ár - hvenær sem er! Einfalt, ótrúlegt og satt. (&tÍirinn - Rétti liturinn! Síðumúla15, sími 33070 HVÍTA HÚSID / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.