Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 34

Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 34
2Z._____________MORGUNBltAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991_ Framtíðarmynd af nýt- ingu íslensku orkulindanna eftir Jakob Björnsson 1. Inngangur Oft er hér á íslandi rætt um orku- lindir okkar íslendinga, vatnsorku og jarðhita, sem eina af okkar helstu náttúruauðlindum, hliðstæða fiskimiðunum kringum landið sem nú eru víða fullnýtt að því er tekur til margra helstu nytjastofna, og sums staðar jafnvel ofnýtt, og svo gróðurþekju landsins, sem einnig er víða ofnýtt. Orkulindirnar eru aftur á móti ekki nýttar ennþá nema að litlum hluta. En þótt svo sé er ávinningur okkar af þessari nýtingu samt mjög mikill nú þegar. Vatnsorkan sér okkur fyrir um það bil 95% þeirrar raforku sem við notum og jarðhitinn um 5%. Raforkuvinnsla með olíu er orðin hverfandi eftir að landið varð allt samtengt með einu raf- orkukerfi og er nú að mestu tak- mörkuð við eyjar eins og Grímsey og Flatey á Breiðafírði; nokkra toppvinnslu á mesta álagstíma og vinnslu þegar línur bila í óveðrum. Jarðhiti sér fyrir um 85% af orku- þörf okkar til hitunar húsa, en auk þess fyrir margvíslegum öðrum þörfum, svo sem hitun sundlauga, gróðurhúsa, hitun í iðnaði ogjafn- vel fyrir því að bræða ís og snjó af gangstéttum, heimreiðum og bílastæðum. Það myndum við ekki leyfa okkur að gera nema af því að við höfum ódýran jarðhita. Af þeim 15% húshitunarþarfanna sem jarðhitinn ekki sér fyrir koma 13% hlut raforku, en um 2% í hlut olíu; helst á einangruðum stöðum, eins og eyjum, þar sem jarðhiti í'innst ekki og of dýrt er að leiða til raf- magn frá samveitukerfinu. Þrátt fyrir þetta á innflutt elds- neyti, einkum olía, enn verulegan þátt í orkubúskap okkar. Nálægt 32,1% af frumorkuþörfum íslensks þjóðarbúskapar á árinu 1990 fékkst úr innfluttu eldsneyti. Um 85% af þessu eldsneyti var notað í fiskveið- um og samgöngum, þ.e. til nota þar sem hvorki vatnsorku eða jarðhita verður við komið með núverandi tækni. Þetta hlutfall eldsneytis í heildar- notkun orku, um 32%, er lægra hjá ^okkur en í flestum vestrænum lönd- um öðrum, nema helst Kanada og Noregi. Það má því segja að við höfum nýtt innlenda orkugjafa til aI- mennra orkunota nokkurnveginn að því marki sem gerlegt er með núverandi tækni. Það má ætla að vatnsorkan og jarðhitinn hafí á árinu 1990 sparað þjóðinni innflutning á 1,25 milljón- um tonna af olíuvörum að verð- mæti um 1,08 milljarðar króna á meðalverðlagi ársins 1990. Hér er ekki meðtalin sú vatnsorka sem fór til að framleiða raforku til stóriðju sem að sjálfsögðu væri hér engin ef innlendu orkulindanna nyti ekki ^ið. 2. Nýting orkulindanna til orkufreks iðnaðar 2.1 Stutt sögulegt yfirlit Hugmyndir manna hér á landi um að nýta orkulindir landsins — einkum vantsorkuna — til orkufreks iðnaðar eru orðnar nokkuð gamlar. Vel þekkt er viðleitni Einars Bene- diktssonar, skálds, í því efni á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Úr þeim hugmyndum varð ekkert sem kunnugt er. Vert væri að sagnfræð- _ingar könnuðu þá sögu meira en gert hefur verið. Margir áratugir liðu þar til aftur var farið að ræða í alvöru um nýtingu orkulindanna íslensku til orkufreks iðnaðar, eða „stóriðju“ sem svo er oft nefnd hér á landi, í samvinnu við útlendinga. Sú umræða hófst að nýju um miðja öldina. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi tók til starfa 1953. Þar voru íslendingar einir að verkj. Kísiliðjan við Mývatn, sem nýtir varma úr jarðgufu fyrst og fremst, en ekki rafmagn, til starfseminnar tók til starfa 1968. Og 1969 hóf álverið í Straumsvík rekstur. Um tvö síðar- nefndu fyrirtækin, þar sem um samstarf við útlendinga er að ræða, urðu miklar deilur. Hér verður ekki farið út í að rekja þessa sögu nánar. Það væri verðugt verkefni sagnfræðinga. Hinsvegar skal á það bent að þrátt fyrir deil- urnar hafa allir iðnaðarráðherrar sem hér hafa setið með því embætt- isheiti haft það á stefnuskrá sinni að efla orkufrekan iðnað — í sam- vinnu við útlendinga ef því var skipta —, en að vísu að uppfylltum nokkuð mismunandi skilyrðum. Hafa þessir ráðherrar komið frá Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga tók til starfa árið 1979. Hún er síðasta stóriðjufyrirtækið sem hér hefur risið. Á níunda ára- tugnum hefur ekkeit verið gert en hinsvegar mikið reynt að gera. Al- þingi samþykkti árið 1982 ályktun, með vissum fyrirvörum um fram- kvæmdaatriði, um að reist skyldi kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði. Miklar viðræður fóru fram um það mál sem lauk með þeirri niðurstöðu að ekki væri efnahagslegur grund- völlur fyrir slíkri verksmiðju, og var undirbúningsfélagi undir verk- smiðjubygginguna slitið 10. maí 1988. Síðan hefur það mál legið niðri. 2.2 Núverandi staða Sá orkufreki iðnaður, að lang- stærstum hluta raforkufrekur iðn- aður, sem nú er í landinu notaði samtals 2,229 terawattstundir (TWh) eða 2.229 gígawattstundir (GWh) af raforku árið 1990, að meðtöldum flutningstöpum. Þetta er réttur helmingur af allri raforku- notkun landsmanna það ár, sem var 4,447 TWH alls, eða sem svarar í kringum 10% þeirrar vatnsorku sem líklegt er að megi vinna hér á landi með minni tilkostnaði en í kolakynt- um rafstöðvum, en það er hin al- genga alþjóðlega viðmiðun þegar rætt er um hvaða vatnsorka er hagkvæm og hver ekki. Ekki er samt víst öll sú orka væri seljanleg. Um það er tilgangsiaust að spá nú; það fer eftir aðstæðum á orkumörk- uðum heims þegar á það reynir. Þessi núverandi stóriðja, sem svo er nefnd, leggur í kringum 7.000 milljónir króna fram í verga lands- framleiðslu á meðalverðlagi ársins 1990, eða um 2% af henni. Þáttur slíks iðnaðar í þjóðarbúskapnum er þannig ekki mjög stór ennþá, enda eru orkulindirnar enn sem komið er mjög lítið nytjaður. 2.3 Horft fram á veginn Það sem er efst á baugi í þessum efnum er, eins og öllum er kunnugt af mikilli umræðu nú að undan- förnu, nýtt álver á Keilisnesi með um 200.000 tonna afkastagetu á ári. Hefur verið gert ráð fyrir að það gæti tekið til starfa á árinu 1994. Iðnaðarráðherra hefur lýst bjartsýni á að gangsetning þess þurfi ekki að tefjast um nema svo sem hálft ár, eða innan við það, sem afleiðing af því umróti sem Persa- flóakreppan og síðar -stríðið hefur valdið. Þetta álver er talið mundu auka verga landsframleiðslu um nálega 4% eða í kringum 15.000 milljónir króna á ári þegar það er komið í reglubundinn rekstur. Iðn- aðarráðherra hefur lýst þeirri stefnu sinni að efla orkufrekan iðn- að hér á landi enn frekar en þetta, og að önnur áform muni fylgja í kjölfar álversins á Keilisnesi. Raun- ar hefur verið um það rætt að tvö- falda afköst þess síðar. Ráðherrann hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni að slíkan iðnað beri að byggja upp í fleiri en einum landshluta í fram- tíðinni. Fyrir því sjónarmiði að efla beri nýtingu orkulindanna íslensku til eflingar þjóðarbúskapnum er og hefur lengi verið mikill meirihluti á Alþingi. Þar hafa menn hinsvegar deilt um ýmis útfærslu- og fram- kvæmdaatriði á slíkri stefnu, svo sem um hverskonar iðnaður skuli efldur, um tilhögun á og skilmála fyrir samvinnu við útlendinga á þessu sviði og síðast en ekki síst um hvaða staðir á landinu skuli koma fyrst og hveijir síðar í upp- byggingu á slíkum iðnaði. Sumir vilja að framleitt sé vetni fremur en ál. Þá er að sjálfsögðu deilt um hvað telja megi viðunandi orkuverð til slíks iðnaðar. Þótt ekki skuli gert lítið úr þess- um skoðanaágreiningi og þótt hann geti jafnvel á stundum hugsanlega orðið til þess að slæva áhuga er- lendra samstarfsaðila á samvinnu við okkur, þá er það samt mikil- vægt að gera sér ljóst að hér er fremur deilt um útfærslu á stefnu en um hana sjálfa. Sú grundvallar- hugmynd að efla skuli nýtingu íslenskra orkulinda til styrkingar íslenskum þjóðarbúskap í fram- tíðinni nýtur yfirgnæfandi stuðn- ings á Alþingi og hefur gert um langa hríð. Um þá hugmynd að framleiða vetni með rafgreiningu úr raforku sem unnin er úr vatnsorku eða jarð- hita er það að segja að tæknin til slíkrar vetnisframleiðslu er þegar fyrir hendi og hefur verið það ára- tugum saman. Hún er m.a. notuð í áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Sem stendur stenst rafgreint vetni frá nýjum rafgreiniverksmiðjum ekki kostnaðarsamanburð við vetni sem framleitt er úr olíu eða jarð- gasi. Þess vegna hefur Áburðai- verksmiðjan um árabil flutt inn vetni í formi ammóníaks fremur en að stækka rafgreiniverksmiðjuna, enda þótt rafmagnsverðið sem hún greiðir sé 60% af rafmagnsverðinu til ISALs. Fyrr en sú samkeppnis- staða breytist, t.d. vegna þess að ekki þykir lengur fært að nota olíu og gas vegna gróðurhúsaáhrifanna, er tómt mál að tala um vetnisfram- leiðslu með rafgreiningu á íslandi. En þegar/ef slík breyting verður er framleiðsiuaðferðin tiltæk. Verk- smiðjur má reisa með stuttum fyrir- vara og'virkjanir einnig — ef við vanrækjum ekki virkjunarrann- sóknir. Meginhluti þess vetnis sem fram- leitt er í heiminum í dag er notaður í iðnaði en ekki sem orkuberi. Sem stendur er engin markaðshæf tækni tiltæk til að nýta vetni sem orku- bera. Allmikla tækniþróun og tals- verðan tíma mun þurfa til að skapa slíka tækni og gera hana markaðs- hæfa. Fyrr en það hefur tekist verð- ur enginn markaður til fyrir vetni sem orkubera, hvorki hér á landi né annars staðar. Vetnisframleiðsla á íslandi er því ekki raunhæfur kostur sem stend- ur. Margt bendir til að það breytist er tímar líða. Það verður þó varla fyrr en eftir nokkra áratugi að vetni nái öruggri fótfestu sem orkuberi. Rafgreint vetni til iðnaðar kann hinsvegar að verða samkeppnisfært við vetni úr olíu og jarðgasi eitt- hvað fyrr ef gróðurhúsaáhrifin reynast eins alvarlegt vandamál og margir óttast og pólitískur þrýst- ingur eykst á að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti. En ef við van- rækjum ekki virkjanaundirbúning getum við auðveldlega verið viðbúin slíkri stöðu. Eins og síðar verður að vikið þurfum við ekki að „geyma“ orkulindir okkar þar til slík staða kemur upp. Við eigum næga orku til að nýta samtímis alla kosti sem bjóðast. 3. Sviðsmynd úr fjarlægri framtíð Eg ætla nú að leyfa mér að líta til nokkuð fjarlægrarframtíðar, eða nær fjóra áratugi fram í tímann, til ársins 2030. Það sem ég hér segi ber ekki að líta á sem spá heldur sem sviðsmynd af stöðunni á þessum tíma, eina af mörgum hugsanlegum. Ég ætla að gera ráð fyrir að stefna stjórnvalda um að vinna að nýtingu orkulindanna beri árangur og að fram til 2030 aukist þessi nýting nokkuð jafnt og þétt, bæði til almennra nota, raforku- Jakob Björnsson „Fyrir því sjónarmiði að efla beri nýtingu orkulindanna íslensku til eflingar þjóðarbú- skapnum er og hefur lengi verið mikill meiri- hluti á Alþingi.“ freks iðnaðar í landinu og útflutn- ings á raforku. Ég ætla að fjalla hér einvörðungu um raforku; læt nýtingu jarðhitans sem varmaorku liggja milli hluta. Hinsvegar reikna ég með að jarðhitinn verði þegar hér er komið sögu nýttur í stórum stíl til raforkuvinnslu. Ég geri ráð fyrir að raforkuþörf til almennra nota vaxi heldur hæg- ar á árunum 2015 til 2030 en á árunum 2000 til 2015. Út frá þeim forsendum og, að öðru leyti spá Orkuspárnefndar til 2015 má ætla að almenningsþörfin verði um 4,8 TWh/ári árið 2030. Ég geri enn- fremur ráð fyrir að raforkufrekur iðnaður hafi verið byggður upp í svipuðum mæli á fjórum landssvæð- um og að hann noti samtals 23,1 TWh/ári af raforku. Þessi svæði eru: Reykjanesskaginn, Vesturland •sunnanvert, Mið-Norðurland, Mið- Austurland. Ég vek athygli á því að þessi forsenda er í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að raforkufrekur iðnað- ur skuli byggður upp víðsvegar um landið. Hún, ásamt ráðgerðum út- flutningi á raforku, hefur afgerandi áhrif á þá mynd af raforkukerfinu íslenska árið 2030 sem ég kem að rétt strax. Um hverskonar raforkufrekan iðnað yrði hér að ræða? Við þeirri spurningu eru auðvitað ótalmörg svör; möguleikarnir eru svo margir. Eitt svarið gæti verið: SJÁ TÖFLU Þess má geta að sá hluti af elds- neytisþörfinni sem séð er fyrir með vetni í þessu dæmi er rúmlega 56% af heildarþörf landsmanna fyrir eldsneyti eins og vænta má að hún verði 2030. Þegar álverið á Keilis- nesi hefur verið reist nema afköst íslenska áliðnaðarins 290.000 tonn- um á ári. Afköst hans hefðu þá 2,4-faldast árið 2030 frá því. Loks ætla ég að gera ráð fyrir að útflutningur á raforku'sé kominn í 15 TWh/ári þegar hér er komið, sem samsvarar nokkurnveginn 2.000 MW flutningsafköstum. Mið- að við núverandi tækni mætti ná þessum flutningi með fjórum sæ- strengjum fyrir 400 kV spennu. Út frá þessum forsendum yrði raforkunotkun hér á landi sem hér segir árið 2030: TWli/ári % Almenn notkun 4,8 11,2 Raforkufrekur iðnaður 23,1 53,9 Útflutningur á raforku 15,0 34,9 Samtals 42,9 100,0 Til samanburðar er að raforku- notkun okkar 1990 var 4,4 TWh. Ég vek athygli á því að hér er gert ráð fyrir öllu í senn: Fram- leiðslu á áli í stórum stíl, fram- leiðslu á vetni sem sér fyrir veruleg- um hluta af eldsneytisþörf lands- rrrrj ssd3oojb Ll.ir.l 91.03.0148 Gyfla ■iHIs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.