Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 36

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Hulda Birgis- dóttir - Kveðja Fædd 3. mars 1970 Dáin 28. maí 1991 Það var kátt í litla húsinu við Bergstaðastræti 17. maí sl. Hrönn var að útskrifast úr Kvennaskólan- um í Reykjavík og Hulda var kom- in heim frá Lúxemborg til að fagna með henni. Já, hún Hulda hafði farið til Lúx- emborgar eftir jólin, til þess að vinna og til þess að heimsækja pabba sinn, sem búsettur hefur verið þar um nokkurt skeið. Hún var svo kát, svo frísk, svo hamingju- söm. Hún var búin að finna mann eins og mamma hennar sagði, en það sagði hún vegna þess að hann var nokkru eldri en Hulda. Þau voru farin að búa og hamingjan blasti við þeim. En þá kom kallið, Hulda var að sópa stéttina fyrir framan hótelið sem hún vann á þegar stór flutningabíll kom og keyrði á hana. Við skiljum þetta ekki, hvað er Guð að gera, Guð sem öllu ræður? Við verðum að reyna að sætta okk- ur við þetta, við verðum að trúa því að hann ætli Huldu annað og meira hlutverk heldur en hún hafði hér á jörðinni, á æðri tilverustigum. Við vitum líka að Hulda amma hefur tekið vel á móti henni og nú ganga þær saman um grænar grundir þar sem allt er gott og bjart og við vitum að nú líður þeim vel. Það er ekki kátt í litla húsinu við Bergstaðastræti í dag, nú ríkir þar sorg. Elsku Sæunn, Hrönn og Biggi. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við þá þungu byrði sem á ykkur hefur verið lögð og sætta ykkur við það sem við fáum ekki breytt. Alla og Baldvin Er þetta. líf ekki undarlegt, stundum sanngjarnt og stundum ósanngjarnt. Maður veltir þessu oft fyrir sér þegar einhver náinn manni deyr fyrirvaralaust. Reiði og ólga brýst fram í bijósti manns og mað- ur spyr sjálfan sig af hveiju. Þessar vangaveltur eru mér ofarlega í huga núna, af hveiju vinkona okkar Hulda Birgisdóttir var tekin svona fljótt og fyrirvaralaust frá okkur. Þessi unga og fallega stúlka í blóma lífsins, nýbúin að ljúka stúdents- prófi og rétt að byrja að þreifa fyr- ir sér í átt til bjartrar framtíðar. Hún Hulda okkar hefur verið kölluð til að þjóna ákveðnu hlutverki Guðs. Ég hugsa að hún hafi verið allt of góð fyrir þetta líf. Nú bíður hennar annað starf að vinna, örugglega spennandi og skemmtilegt, því þannig var Hulda vön að lifa með fjölskyldu sinni. Hún skapaði ósjálfrátt mjög hlýtt og gott skaplyndi umhverfis sig vegna þess hve aðlaðandi og fjörleg hún var. Ég er viss um að það hef- ur verið einhver sem hefur þurft á Huldu að haida til þess að lífga upp á tilveruna í öðru lífi. En við enim bara ekki sátt við að hún skyldi þurfa að fara svona snemma, því það var með sanni mikil þörf á að hafa hana lengur hjá okkur. En við fáum víst engu breytt né ráðið með það, hvernig komið er og verðum því að sætta okkur við orðinn hlut. Við Hulda kynntumst í 6 ára bekk í Flataskóla í Garðabæ og fylgdumst að í gegnum gagnfræða- skóla og allt þar til við lukum stúd- entspróíl í Fjölbrautaskólanum í Gárðabæ. Okkur vinkonunum kom alltaf mjög vel saman frá því að við kynntumst urtgar að-aldri. Til að byija með stofnuðum við sauma- klúbb og þá var oftast kjaftágangur tekinn fram yfír handavinnuna. Kennarinn okkar í Flataskóla, Guð- ríður Sveinsdóttir, varð líka tíl þess að við mynduðum hálfgerðan Ieik- listarklúbb því að hún leyfði okkur að hafa fijálsan tíma einu sinni í gllífSfffS mánuði og þá gáfum við ímyndun- araflinu lausan tauminn. Við hitt- umst allar til skiptis heima hjá hver annarri og bjuggum til leikrit og ýmis skemmtiatriði. Við áttum það líka allar sameig- inlegt að vera saman í skólakór Garðabæjar, hjá Guðfínnu Dóru, og er mér minnisstætt, hversu breitt raddsvið Hulda hafði. Hún var ávallt talin mjög hæfíleikarík og sýndi það sig vel í söngnum því hún gat sungið allar raddir og kom það sér mjög vel fyrir kórinn. Við stelp- urnar vorum líka í jassballett hjá Dísu í Garðaskóla. Þessi félags- skapur varð til þess að við hittumst mikið utan skólatíma. Við lögðum mikið kapp á að leggja okkur fram í dansinum því að við fengum oft tækifæri til að koma fram á dans- sýningum á skemmtistöðum og á almennum mannamótum. Huldu fannst gaman að dansa enda þótti hún ákveðin og fín í hreyfingum. Hulda var einnig mjög virk innan félagslífsins og skipaði þar stóran sess í gegnum alla skólagönguna í Garðabænum. Sama má segja um systur hennar Hrönn, þær voru mjög líkar og samrýndar og höfðu sama skapið, hlýleikann og léttleik- ann og alltaf með bros á vör. Hulda kom stöku sinnum með okkur fjölskyldunni upp í sumarbú- stað á Þingvöllum og í eitt sinn fór pabbi með okkur Huldu og Svövu systur mína út á bát. Skyndilega bilaði mótorinn og pabbi varð svolít- ið stúrinn. Við þögnuðum allar og þorðum ekki að hreyfa okkur. Ekki leið á löngu þar til Hulda tók til orða og fékk okkur til að skelli- hlæja. Þetta var henni einni lagið, hún átti svo auðvelt með að koma fyrir sig orði, þannig skipti hún þungu andrúmslofti yfir í létt þar sem frá var horfið. Hulda var alltaf fljót að ná öllum hlutum, það þurfti aldrei að tvítaka neitt. Það kom því fljótt í ljós hversu góðum tökum hún náði á lærdómnum. Satt best að segja þurfti hún aldrei að hafa mikið fyrir honum og var henni oft hrósað fyrir frammistöðu. Hún var alltaf með svör á reiðum höndum og ef henni varð á tunguskortur þá sló hún bara á létta strengi og sneri jafnvel út úr þannig að hún gat framkvæmt nokkrar hlátur- hrukkur á grafalvarlegum kennur- um svo að allur bekkurinn sprakk úr hlátri. Hún var ávallt í miklu uppáhaldi hjá kennurum sínum og ég tala ekki um nemendur. Hulda átti stóran og góðan félagshóp og var vinsæl í sínum vinahóp enda mikil félagsvera. Henni leið vel inn- ar. um mikið af fólki og var ræðin og glaðlynd á gleðistundum. Loks leið að því að samverustundum okk- ar Huldu í gegnum skólagönguna væri lokið. Hinn sólríka og bjarta laugardag 19. maí 1990 rann upp hinn langþráði útskriftardagur. Við stúdentar héldum æfingafund með Þorsteini Þorsteinssyni skólameist- ara, en það eina sem vantaði var að finna ræðismann fyrir hönd stúd- enta. Það voru nokkrir sem gátu ekki mætt á þennan fund og Hulda var ein af þeim. En það er alltaf auðvelt að velja einhvern, sem get- ur ekki svarað fyrir sjálfan sig svo að Hulda varð fyrir valinu. Hulda tók þessu eins og henni var von og vísa og vildi með ánægju halda ræðu fyrir okkar hönd. Énda var ræðan hjá henni snilldarlega sett upp og mjög skemmtilega flutt svo að fólk hló oft dátt og við stúdent- arnir vorum hreyknir af Huldu okk- ar. En nú, skyldu leiðir skiljast og hver að lfta augum til komandi framtíðar. Hulda kaus að taka sér stutt frí frá námi og hélt utan til Lúxembórgar, til föður síns, að vinna við hótelstörf en hún hafði farið þangað nokkrum sinnum áð- ur. Hulda kom þó heim núna í vor til móður sinnar og systur í nokkra daga til þess að samgleðjast systur sinni, Hrönn, en hún var að útskrif- ast frá Kvennaskólanum. Hun kom auðvitað með góða skapið með sér og var frísk og kát. Nokkru eftir að hún kom út aftur varð einn morgunn að drungalegum og dimmum degi hjá fjölskyldu þessar- ar yndislegu stúlku vegna hræði- legs slyss sem hún lenti í. Eins og hjá öllum hlaut sá örlagaríki dagur að koma fyrr eða síðar, að hin ást- kæra Hulda okkar færi í hið langa ferðalag og bið ég góðan Guð að varðveita hana og vefja breiðum og hlýjum örmum utan um hana og gefa henni frið. Foreldrum henn- ar Sæunni og Birgi, systur hennar Hrönn og öðrum ættingjum og vin- um votta ég, systir mín Svava og fjölskyldan okkar dýpstu samúð og biðjum við Guð um að styrkja ykk- ur öll og varðveita í þessari miklu sorg._ Ásgerður Guðmundsdóttir í dag kveðjum við gamlan skóla- félaga okkar úr Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ, Huldu Birgisdóttur. Hún var tekin frá okkur í blóma lífsins, það er staðreynd sem erfítt er að sætta sig við. Hlýjar og góðar minningar leita þó á hugann og veita okkur styrk á sorgarstundu. Á svona stundu finnst manni orð vera vanmáttug. En þrátt fyrir það langar mig að minnast Huldu, fyrir hönd nemenda í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ, með örfáum fátæk- legum orðum. Hulda var einstaklega félagslynd og fékk Nemendafélag FG að njóta krafta hennar allt frá því hún byij- aði í skólanum og þar til hún út- skrifaðist vorið 1990. Það er erfitt að hugsa sér betri vin og félaga en Hulda var, hún kom hrein og bein fram við alla og var jákvæð sama á hvetju gekk. Hún geislaði af krafti, sjálfsöryggi og lífsgleði og hún var alltaf fremst í flokki þegar eitthvað þurfti að gera í fé- lagsstörfunum. Áhugamál hennar voru fjölbreytt, hún var söngelsk og var í skólakórnum öll sín ár í skólanum. Hulda var laus við alla feimni og henni tókst alltaf að eyða þvinguðu andrúmsloftí sem auðvel- daði allt starf í stórum hópi. Hún hafði mikinn áhuga á leiklist og tók þátt í uppsetningu á leikriti síðasta vetur sinn í skólanum. Við sem vorum með henni í leiklist eigum margar ógleymanlegar stundir frá þessum tíma. Þegar fólk umgengst hveit annað heilu og hálfu sólar- hringana tengist fólk furðulega sterkum tryggðaböndum. Það fínn- ur maður best nú, þegar Hulda, sem kenndi okkur að takast á við vanda- málin með opnum og jákvæðum huga, er fallin frá. Og þegar sorgin sækir á mann verður manni hugsað til þess sem Hulda kenndi okkur, að hugsa um hið jákvæða. Og víst er að þær óteljandi hlýju og fallegu minningar, sem við eigum um Huldú, eiga- éftir að hjálpa okkur gegnum erfiða tíma. Foreldrum, systur, öðrum að- standendum og vinum Huldu færi ég, fyrir hönd nemenda FG, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Nemendafélags FG, Almar Guðmundsson Vegir guðs eru órannsakanlegir. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér, og næstum ógerlegt er að sætta sig við hann er ungt fólk í blóma lífsins er hrifið burt snögglega. Já, drotiinn gefur og drottinn tekur. Ég var svo heppin að kynnast Huldu og fjölskyldu hennar þegar ég fluttist í Garðabæinn, níu ára gömul. Við urðum strax vinkonur, vorum saman í bekk jafnframt því sem við vorum saman í kór og dansi. Einnig stofnuðum við ásamt fleiri stelpum stóran saumaklúbb þar sem var mikið hlegið. Hulda var ákaflega lífsglöð stelpa sem geislaði af og alltaf var hún í góðu skapi og brosandi. Hún var mjög félagslynd og var alla sína skólagöngu með annan fótinn í fé- lagsmálum. Ótal minningar koma upp í huga mér er ég minnist henn- ar. Engin orð fá lýst hversu sárt er að missa hana Huldu og ég veit að hennar verður sárt saknað af öllum sem henni kynntust. Ég mun alltaf varðveita minninguna um hana í bijósti mér, tíminn sem við áttum saman var bara alltof stutt- ur. Við gerðum svo margt skemmti- legt saman sem ég mun aldrei gleyma, ferðuðumst saman til Þýskalands með kómum sem við vorum í, unnum saman, sömdum lög saman og höfðum það bara virk- ilega gott saman. Rétt áður en leið Huldu lá til Lúxemborgar kom hún í afmælið mitt. Við fórum þá að rilja upp gamlar minningar og þá var mikið hlegið. Hugsunin um að hún komi aldrei aftur fær mig til að tárast, en ég veit að í löndum guðs er ljúft að vakna, og að henni líður vel. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Huldu samfylgdina þennan alltof stutta tíma. Bros hennar mun ávallt verða mér minn- isstætt, því það var alltaf gleðiauki í lífí okkar sem þekktu hana. Elsku Sæja, Biggi og Hrönn. Ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð, megi guð almáttugur styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem þið gangið nú í gegnum. Birna Björnsdóttir 1 fáum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar, hennar Huldu, sem við kynntumst í Lúxem- borg. Það sem okkur er efst í huga á þessari stundu var glaðværð henriar og lífsgleði. Hver var ekki hrókur alls fagnaðar, hver kunni ekki al]a söngtextana, hver söng ekki manna hæst, hver kunni ekki öll dansspor- in, nema hvað ... hún Hulda okkar? Hér í Lúxemborg kynntist Hulda ástinni sinni, Marcel Kraayestein. Hann var henni mjög hugleikinn og hennar helsta umræðuefni í saumaklúbbnum okkar. Á fímmtu- dagskvöldum var oft glatt á hjalla hjá okkur og Huldu mun verða sárt saknað af okkur vinkonúnum. Við biðjum Drottin að styrkja foreldra hennar, systur, unnusta, ættingja og vini í þessari miklu sorg. Ó hve létt er þitt skóhijóð ó hve lengi ég beið þín. Það er vorhret á glugga napur vindur sem hvín. En ég veit eina stjörnu eina stjörnu sem skín og nú loks ertu komin þú ert komin til mín. (Halldór K. Laxness.) Kveðja, saumaklúbburinn í Lúx. Bryndís, Linda, Vala, Rósa, Kristjana og Kristín. Það var komið sumar, sólin skein svo bjart og Hulda var ástfangin upp fyrir haus, litli sólargeislinn okkar. Hún, sem var eins og sólin, það birti þegar hún kom og nær- vera hennar yljaði öllum senr ná- lægt henni voru. En nú er eins og sðlin hafí skyndilega horfið af himn- um, Þetta hræðilega slys, sem hreif Huldu frá okkur á einu andartaki, skilur okkur eftir í skugga og kulda. Hulda kpm til okkar í Lúxemborg svo full af lífskrafti sem hreif alla með sér. Hún hikaði ekki og setti hvorki langar vegalengdir né hindr- anir fyrir sig. Hulda taldi ekki eftir sér snúningana, það var sama hvers hún var beðin, hún gekk að öllu með sömu orkunni, sama fallega, glaða brosinu, hvort sem það var byggingarvinna, fískvinna, þrif eða bamapössun. En stundum fór hug- urinn hraðar en hendurnar og þá gat skort á vandvirknina, ryksugan náði kannski ekki alveg út í öll hornin. Þá tók hún umvöndunum með léttri lund, „ekkert mál“ sagði hún og vann verkið bara aftur með glöðu geði. Hulda hafði ekki valið sér ævi- starf, fyrir henni var framtíðin sjóð- ur óþijótandi möguleika. En hún hafði valið sér fömnaut, Marcel, hollenskan pilt. Kannski ætluðu þau til Ástralíu, kannski eitthvað annað, en saman ætluðu þau að vera. Nú er hann kominn til Islands að kveðja Huldu sína. Á þeim skamma tíma sem Hulda dvaldi í Lúxemborg hafði hún eign- ast ótrúlega marga vini. Það sást best á þeim stóra hópi sem kvaddi hana þar, harmi sleginn. Elsku Biggi. Missi þinn og allrar fjölskyldunnar er aldrei hægt að bæta. En tíminn er vinur þeirra sem syrgja og einhvem tíma mun birta aftur. Þú átt minningar sem enginn getur tekið frá þér, minningar um lífsglaða og yndislega dóttur sem þú getur alltaf verið stoltur af. Við sendum þér, Sæunni, Hrönn, Marc- el og öðmm ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Drífa, Inda og Tóta Aldrei kveður dauðinn dyra með jafn sámm hætti og þegar ungt fólk er frá okkur tekið á snöggu augabragði. Það er þungbært að verða að sætta sig við að ung stúlka sem staðist hafði með prýði hveija manndómsraun sem á hana var lögð skuli ekki lengur vera meðal okkar. Hulda Birgisdóttir fæddist 3. mars 1970. Hún var fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Sæunnar Grendal Magnúsdóttur, hjúkrunar- fræðings, og Birgis Traustasonar, múrara. Sem ungbarn var hún sér- lega hraustleg og alltaf brosandi. Þegar Hulda litla var tæpra tveggja ára fæddist foreldrum hennar önnur dóttir sem skírð var Hrönn. Lítill aldursmunur systranna gerði það að verkum að þær vom óvanalega samstiga. Framan af áruiri voru þær oft í eins fötum og í hugum okkar voru þær óaðskiljanlegar. Snemma kom í ljós að Hulda hafði erft tónlistargáfu úr föðurætt sinni, og hún var ekki gömul þegar hún fór að syngja með skólakór Garða- bæjar. Um fermingu mátti af fram- göngu og klæðaburði systranna Huldu og Hrannar ráða að nú væru að mótast tveir ólíkir einstaklingar þótt þær væru jafn samrýndar og áður. Þegar á unglingsámm hafði Hulda þroska til að taka þátt í erfið- leikum jafnaldra sinna og standa með þeim þegar þurfti. Sá þroski vitnar um ítppeldið sem hún hlaut í föðurgarði. Hulda var góðum gáf- um gædd og átti létt með nám. Hún varð stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ vorið 1990. Við útskriftina hafði hún orð fyrir samstúdentum sínum og fékk verð- laun fyrir ágætan námsárangur. Þá var gleðidagur á heimilinu við Bergstaðastræti. Hulda erfði gam- ansemi móðurfjölskyldu sinnar. Hún hafði einstakt lag á að koma öllum í gott skap með mátulega óskammfeilnum athugasemdum og var oft hrókur alls fagnaðar. Ári síðar, fyrir tæpum þremur vikum, vorum við aftur saman kom- in í húsinu við Bergstaðastræti. í þetta sinn til að halda upp á stúd- entspróf Hrannar. Hulda, sem seinni hluta vetrar hafði unnið í Lúxemborg, kom heiiri til að sam- gleðjast systur sinni. Báðar syst- urnar höfðu nú lokið ákveðnum áfanga í lífinu og stóðú í raun á tíftiamótum. Æskan var að baki og fullorðinsárin framundan. En lög himinsins þekkir enginn og tími dauðans er óviss. Nu þurfum við að horfast í augu við að þau skref sem Hulda steig sem ung kona urðu svo fá. Bugúð og sorgbit- in leitum við huggunar í minning-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.