Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 37

Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 37
() [/ 37 unni um liðnar hamingjustundir. Megi minningin um Huldu lina sorg Sæunnar, Birgis og Hrannar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Guðbjörg og Benjamín Hve sæl og hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag, fyrir sólarlags stund. (Ingemann. M. Joch.) Hulda frænka, svo glöð og ung og ástfangin var burt kölluð að morgni 28. maí. Ljóðlínurnar segja meira en nokkur orð, enda stöndum við orðvana. Það eina sem við getum er að drúpa höfði í bæn fyrir henni og ástvinum sem eftir standa. Guð styrki ykkur. Guðlaug Karlsdóttir Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonimar mínar sem vom fleygar sumar dánar, en sumar feigar. (Jóhann G. Sigurðsson) Til eru blóm sem blómstra allan ársins hring. Þó að frost blási í vindi geislar fegurð þess enn meir. Og eini ilmurinn í grennd þess kemur af því. Tilvera þess eina blóms heldur hita á hjörtum okkar og bros þess er fast í okkar minnum. En skyndi- lega þegar fegurð þess og orka geislar sem mest er það rifið frá rótum. Tilvera hennar blómstrar nú ann- ars staðar. Hjálmar og Harpa Rut Með sorg í sinni og fátæklegum orðum langar mig að minnast h'tils sólargeisla í lífi mínu. A kveðju- stundu streyma minningarnar fram í hugann. Hulda Birgisdóttir, eða Huldu- barn eins og ég oftast kallaði hana, verður til moldar borin í dag. Hún fæddist 3. mars 1970, dótt- ir Sæunnar Grendal hjúkrunarfræð- ings og Birgis Traustasonar múrara. Mér er ofarlega í huga að þann dag geystist ungur maður inn til mín með orðunum: „Eg er orðinn pabbi, ég meina við höfum eignast dóttur.“ Þegar ég svo spurði um Iengd og þyngd barnsins var svarið það, að hún væri bara alveg mátu- leg og óskaplega falleg. En það kom fljótt í ljós að Huldubarn var meira en það. Hún átti óvenju auðvelt með að læra og þurfti ekki að liggja yfir skólabókunum. Kom það sér mjög vel því að áhugamálin voru ótelj- andi og hver sólarhringur eiginlega allt of stuttur. Hún var líka mjög söngelsk og voru þær systur, Hulda og Hrönn, lengi í skólakór Garðabæjar. Kemur nú fram í huga mínum mynd af hoppandi stelpuanga sem horfði á mig björtum augum og spurði: „Hulda kona, ætlarðu ekki að horfa á okkur Hrönn í sjónvarp- inu á aðfangadagskvöld? Við ætlum að syngja." Hulda var félagsvera fram í fing- urgóma og voru þær systur alltaf potturinn og pannan í félagslífi skólanna sinna í Garðabæ. Það var því líka að sjálfsögðu Hulda sem fyrir hönd nýstúdenta kvaddi skóla sinn og kennara vorið 1990. En það sem einkenndi hana þó öðru fremur gegnum sitt allt of stutta jarðlíf var lífsgleðin sem geislaði af henni. Hulda fluttist til Lúxemborgar um síðustu áramót, en kom heim í stutta heimsókn þegar Hrönn systir hennar varð stúdent 17. maí sl. Grunaði engan þá að þessi unga stúlka, sem var ímynd alls þess sem er ungt, glatt og hamingjusamt, hyrfi svo fljótt úr lífi okkar. Elsku Sæja, Hrönn og Biggi. Á þessari sorgarstundu brestur mig MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1991 orð til að hugga og þess vegna vitna ég í Spámanninn eftir Kahlil Gibr- an, en þar segir m.a.: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn aftur og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Far þú í friði, friður Guðs þi£ blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Biiem.) Hulda kona Oft hefur reynst erfitt að taka penna I hönd en aldrei eins og nú er ég skrifa þessi orð. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að kveðja ástkæra frænku mína, Huldu Birgisdóttur. Einhvern veginn finnst mér „ástkær frænka" ekki lýsa tengslum okkar nógu sterkt því í hjarta mínu skipa þær systur Hulda og Hrönn heiðurs- sætið ásamt mínum eigin börnum. Þær systur eru einu börn systur minnar, Sæunnar Grendal Magnús- dóttur, og Birgis Traustasonar. Fjölskyldur okkar systranna eru mjög tengdar og tölum við oft um bömin okkar sem „sameignina" enda varla sú ákvörðun tekin að hún sé ekki rædd sameiginlega fyrst. Sem ég sit hér og hugsa til Huldu minnar fljúga brothættar myndir endurminninganna hjá eins og eld- ingar á skýi. Ég gríp eina og eina mynd og reyni að halda henni eins lengi og ég get. Ég sé litla stúlku með búttuð læri og tannlaust bros. Hun situr á eldhúsgólfínu heima hjá sér og hámar í sig smjör úr smjörboxinu hennar mömmu sinnar. Henni tekst næstum að klára úr heilu boxi. Hun lítur upp skælbrosandi og alsæl með smjör um allt andlitið. Búttuð lærin héldust áfram búttuð enn um stund. Ég sé Huldubarnið 2ja ára. HÚn er hárlaus ennþá en altalandi að manni finnst. Fólk snýr sér við á götu úti. Hvernig getur þetta litla kríli talað og það án afláts? Ég sé Huldubarnið aftur og nú er hún fímm ára. Hun skundar ákveðnum skrefum út úr húsinu heima hjá sér. Á þessari stundu er hún ekki skælbrosandi. Hun hafði kynnst óréttlæti heimsins. Hun gengur rösklega eftir gangstéttinni með rauðu spítalatöskuna sína út- troðna. Hún er að fara að heiman. Að fá ekki leyfi til að sigla til Koreu með fullorðnum vini sínum fannst henni alveg óskiljanlegt. — Þar var aldrei spurning hvort Hulda yrði fræg söngkona heldur hvenær. Hinir ýmsu hlutir og stofu- djásn fengu að reyna sig sem hátal- arar því frægar söngkonur þurfa mikla æfingu. — Ég sé Huldubarnið við stofu- borðið heima hjá sér. Á borðinu liggja þrír vettlingar sem hún hafði pijónað í handavinnu í skólanum. En það er sama hvað hún teygir og togar, það er ómögulegt að fá einhverja tvo þeirra til að mynda par. Nu langar mig helst að ramma þá inn og eiga upp á vegg. — Ég sé þessa elsku skömmu seinna sitja við að festa tölu á flík. Verkið gengur ekki neitt vegna þess að hnúturinn á þræðinum fer alltaf í gegnum gatið á tölunni. Hvað hún hafði lært í handavinnu um veturinnn veit ég ekki. Það var a.m.k. ekki að festa tölu. JÚ ann- ars, hún gat pijónað staka vettlinga þó stærðin yrði kannski ekki alveg eins og til var ætlast. — Ég er í óðaönn að ganga frá heima hjá mér þegar dyrabjallan hringir. Úti stendur Huldubarnið ábúðarmikil á svip. „Hun mamma sagði að ég ætti að koma og vera innan handar af því strákarnir þín- ir eru veikir," segir hún. Hun geng- ur rakleiðis upp á loft til frænda sinna, fleygir sér þar upp í sófa með bók í hendi. Þar finn ég hana nokkrum tímum síðar. Alsæl skellir hún aftur bókinni sem hún var að ljúka við að lesa. Það að ég á með- an hafði lokið við húsverkin, hugg- að og svæft börnin hafði Huldubar- nið algjörlega látið fara fram hjá sér. „Að vera innan handar" þýðir núna hjá okkur „að liggja uppi í sófa og lesa bók“. Ég vildi svo sannarlega óska þess að elsku Hulda mín ætti eftir að koma og „vera innan handar“. Að ég ætti eftir að horfa á nýju kápuna alla krumpaða á gólfinu ásamt öðrum flíkum af því enn hefur ekki verið fundinn upp sjálf- virkur fatahengibúnaður. Og síðast en ekki síst að við ættum eftir að hlæja saman. „Manstu," sagði Hrönn um dag- inn, „hvað þar var alltaf gaman?“ „Ja,“ sagði ég, „ég man það svo vel.“ „Þeir hljóta að hafa þurft á henni að halda einhvers staðar annars staðar," sagði Harpa vinkona Huldu. „Já,“ sagði ég, „það hlýtur að vera.“ Við söknum hennar svo mikið. Hun var gullmolinn í lfi okkar allra. Við munum aldrei gleyma henni. Sía frænka, með ástarkveðju frá Gumma, Styrmi, Stefni og Agnesi Með þessum fátæklegu orðum ætla ég að minnast Huldu, ástkærr- ar vinkonu minnar. Þegar mamma sagði mér að Hulda væri dáin þá fann ég strax fyrir tómleika í hjart- anu. Ég trúði því ekki að þessi lífs- glaða, bjartsýna og hressa stelpa væri dáin. Ég trúi því varla enn og sakna hennar innilega. Ég gæfi allt til þess að hitta hana aftur. í fyrsta skipti sem hún sagði hæ við mig líkaði mér mjög vel við hana og ég vissi að okkur ætti eftir að koma mjög vel saman þó hún væri tvítug og ég ellefu. Ég kynntist henni fyr- ir rúmum tveimur árum. Hún var að byija að vinna hjá okkur um sumarið. Það líkaði öllum vel við hana og lítill frændi minn dýrkaði hana gjörsamlega. Og ég man eftir því að alltaf þegar böll og skemmt- anir voru haldin þá sungu hún og pabbi hennar og skemmtu sér manna mest. Hún Hulda var lifandi eftirmynd pabba síns og var stund- um eins og hann. Hún fór aldrei f fýlu og ef maður var í fýlu, þá þurfti maður bara að hugsa um Huldu og þá var maður hlæjandi áður en maður vissi af. Ég vildi að þessi atburður hefði aldrei gerst, þá væri hún Hulda mín á lífi í dag. Ég spyr mig af hveiju Hulda? En fæ ekkert svar. Hún var svo ung og skemmtileg. Nú er barnið sofnað og brosir í draumi. Kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðin vaki hjá vðggu um nóttu. Hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn ef gull sitt barnið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fingur um líf mitt og dey. (Jón úr Vör) Elsku Biggi, megi guð styrkja þig í gegnum þetta. Guð blessi þig og varðveiti. Tinna Kristjánsdóttir Hún Hulda lians Bigga er dáin! Orðin bergmála aftur og aftur uns þau staðnæmast, óafturkallanleg. Bjartur og fallegur maídagurinn er ekki lengur hlýr. Svipmyndir koma upp í hugann. Annar maídagur fyr- ir nokkrum árum, sólríkur og hlýr. Ung snaggaraleg stúlka með pínu- lítið tagl skýst hjá geislandi af lífs- gleði, það er ekki hægt annað en að brosa við henni. Hver var þetta? Þetta var hún Hulda hans Bigga, nýkomin til pabba síns. Við sjáum hana oft eftir þetta, því hún er dugleg að mæta á mannamót með pabba sínum þegar hún er hér. Þau eru alls ekki svo ólík. Uppbrett nef, glettnisglampi í auga og kan- kvíst bros sem fær alla til að brosa á móti. Söngfuglar miklir. Og pabb- inn er stoltur af stúlkunni sinni og má sannarlega vera það, því hún sómir sér vel í þeim glæsilega hópi ungmenna sem við eigum hér. Við fylgjumst með því hvernig unga stúlkan breytist. Pínulitla taglið hverfur, hárgreiðslan dömulegri. Kvenleg mýkt og rómantískur blær umvefur hana, ástfangin upp fyrir haus. Kannski kemur hún til með að setjast hér að. Það verður gaman að fá að kynnast þessari geðþekku stúlku betur. Eitt andartak — skelf- ilegt slys gera þær vonir að engu. Enn einu sinni verður sú óumflýjan- lega staðreynd okkur ljós að menn- irnir ákvarða en guð ræður. Sorgin lamar okkar litla þjóðfélag en færir okkur jafnframt nær hvort öðru. Biggi minn, fyrir hönd íslend- ingafélagsins vil ég votta þér og öðrum aðstandendum, móður, syst- ur og vini, okkar innilegustu sam- úð. Minningin um stúlkuna ykkar mun lifá meðal okkar. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Jónsdóttir Á kveðjustundum er orða vant. Hugurinn leitar til hins liðna, en tregt er tungu að hræra. Þeir, sem mörgum kynnast, hljóta líka að kveðja marga. Sumir skilja lítið eft- ir í minningunni, aðrir mikið. Hulda var einn þeirra nemenda minna sem trauðla gleymast. Harmafregnin barst óvænt, óskiljanlegt slys í Lúx- emborg og treginn af þeim sökum djúpur og sár. Hulda Birgisdóttir var nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi fyrir réttu ári. Þessi geðþekka, glaðværa og gáskafulla stúlka var góður nem- andi. Raunar var það með ólíkind- um, hveiju hún kom í verk með náminu. Þar lék margt í höndum hennar. Hún tók þátt. í lista- og félagslífi skólans af lífi og sál, lék í leiksýningum og söng í kór skól- ans í mörg ár og við brautskráningu þótti öllum sjálfsagt, að hún mælti fyrir munn nýstúdenta. Oft áttum við tal saman um ýmis mál og þó einkum það,_ sem snerti félagslífið í skólanum. Ég man eftir brennandi áhuga hennar í undirbúningi sér- stakra starfsdaga skólans fyrir tveimur árum, svonefndra imbru- daga. Hulda var formaður imbru- daganefndar og sýndi vasklega framgöngu. Hún hafði ákveðnar skoðanir, talaði af einurð og festu, en sýndi ævinlega fyllstu kurteisi. Metnaðurinn var mikill. Dagskráin átti að vera fjölbreytt og fram- kvæmd varð að takast vel. Allt gekk eftir og voru dagskrárliðir öllum til sóma, er að stóðu, og veittu hinum, er fengu að njóta, fræðslu og skemmtun. Nú er glaðværa röddin hljóðnuð, söngröddin, er lifir einungis sem ómur úr fjarska eftir stutt en við- burðarík kynni. Eftir stendur minn- ing um kraftmikla og elskulega stúlku, sem nú hefur verið kölluð til annarra starfa. Að leiðarlokum votta ég foreldr- um Huldu, systur og öðrum ástvin- um hennar innilega samúð mína og ég flyt þær kveðjur frá kennurum og öðru starfsfólki Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ. Blessuð sé minning Huldu Birgisdóttur. Þorsteinn Þorsteinsson LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. t. VINALINAN Ert þú á aldrínum 18-30 ára? Hefur þú áhuga á að leggja jafnöldrum þínum lið? Við hjá Ungmennahreyfingu Rauða kross íslands ætlum að byrja í haust með símaþjónustu fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára undir heitinu Vinalínan. Vinalínan er hugsuð sem trúnaðarsími þar sem fólk getur talað við jafnaldra sína um allt sem því liggur á hjarta. Helgina 8.-9. júní verður haldið kynningarnámskeið. Þar verður Vinalínan kynnt og hæfir sjálfboðaliðar valdir. UNGMENNAHREYFING RAUÐA KROSS ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.