Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.06.1991, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1991 oiiy> DÆLUR, VATNSHELDIR DÚKAR, STÚTAR CX3 FLEIRA SEM ÞARF Tll AÐ GERA FALLEGA TJÖRN MEÐ GOSBRUNNI REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFÉLAO GA ROYRKJUMA NNA SMIOJUVEGI 6. 200 KÓPAVOGUH, SÍMI 43211 Bíldudalur: Agnarsmár hvítur sels- kópur fannst móðurlaus Lifði ekki af volkið og verður stoppaður upp Bíldudal. AGNARSMÁR selskópur fannst á lífi við svokallaða Osbrú við Bíldudal. Kópurinn lá móðurlaus í sandinum og var ósjálfbjarga. Fjölskylda nokkur sem var i öku- ferð á miðvikudagskvöldið fann kópinn og var farið með hann í hús til að hlúa að honum. Hann hafði þó ekki þolað volkið og lifði ekki nema fram á föstudag. Kóp- urinn verður stoppaður upp og gefinn Grunnskólanum á Bildud- al. Kópurinn var hvítur á lit, 2-3 kíló að þyngd og 40-50 sentimetrar að lengd. Að sögn Sólmundar T. Einarssonar fiskifræðings hjá Haf- rannsókn, en Sólmundur hefur séð um merkingar á selkópum, er óvenj- ulegt að landselskópar séu hvítir. Þeir eru gráir, en útselskópar hvít- ir. Möguleiki er þó að þetta hafi verið útselskópur, en útselir kæpa ekki á þessum tíma. Þó gæti verið að selurinn hafi verið svokallaður albínói. Einnig er til í dæminu að móðirin hafi drepist eða fælst burtu frá afkvæmi sínu af einhveijum orsökum. Haft var samband við Húsdýragarðinn í Reykjavík og spurt hvort þeir gætu tekið við kópnum en svo reyndist ekki vera. Reynt var að gefa kópn- um mjólk en án árangurs. Um há- degisbilið á fimmtudaginn var hann hinn sprækasti, en hann lifði ekki fram á föstudag. ir voru að gantast með nafnið, Árni, en hér á Bíldudal er torfærumeist- arinn Árni Kóps til húsa. R. Schmidt Selurinn lá ósjálfbjarga í sandinum móðurlaus og hræddur. Fjöldi fólks lagði ieið sína niður * n • • í beitingaskúr til að skoða litla kóp- Alplllffi: inn, m.a. barnagæslan. Bömin hændust mjög að honum og var kópurinn orðinn ákaflega spakur. Honum var ekki gefið nafn, en sum- Karl Garðarsson sjómaður held- ur á kópnum. Folaldið nýkomið í heiminn. Andakílshreppur: Morgunbfaðið/Diðrik Vanskapað folald fæðist TVIFÆTT folald fæddist ný- Iega á bænum Grjóteyri í And- akíl. Það vantaði báða framfætur á folaldið og neðstu liðir á aftur- fótum voru snúnir og krepptir. Folaldið var heilbrigt að öðru leyti. Jón Gíslason á Miðfossum gefur ,*hrossunum á Gijóteyri daglega og sá hann að eitthvað var óeðlilegt með nýkastaða rauðstjörnótta hryssu. Gott veður var og amaði ekkert að hryssunni og folaldinu annað en að litla folaldið, jörp hryssa, var þyrst en ekki kalt. Þetta var fimmta folald hryssunnar en þau fyrri voru öll heilbrigð. Folald- inu var lógað og sent að tilrauna- stöðinni á Keldum til greiningar og skráningar. Sigurður Sigurðsson, dýralæknir, kvaðst ekki vita um slíka vansköpun hér á landi áður. D.J. Skipað í nefndir Eitt af síðustu verkum samein- aðs þings síðastliðinn föstudag var að kjósa í ráð, nefndir og stjórnir fyrirtækja þar sem ríkis- valdið á nokkra hlutdeild í. Kosn- ing í sum þessara embætta hafði farist fyrir á síðasta þingi, m.a. vegna ágreinings um skipan manna, sérstaklega í stjórn Landsvirkjunar. í stjórn Landsvirkjunar voru valdir, Árni Grétar Finnsson hæsta- réttarlögmaður, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, Páll Péturs- son alþingismaður, Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri. Varamenn eru Hafsteinn Kristinsson iðnrek- andi, Erling Garðar Jónasson tæknifræðingur, Vigdís Svein- björnsdóttir kennari og Kristín Ein- arsdóttir alþingismaður. Stjórn Byggðastofnunar skipa Matthías Bjarnason alþingismaður, Pálmi Jónsson alþingismaður, Karvel Pálmason fyrirverandi alþingismað- ur, Egil Jónsson alþingismaður, Stefán Guðmundsson alþingismað- ur, Ragnar Arnalds alþingismaður, Olafur Þ. Þórðarson alþingismaður. Varamenn eru: Eggert Haukdal alþingismaður, Sturla Böðvarsson alþingismaður; Magnús Guðmunds- son kennari, Árni Ragnar Árnason alþingismaður, Ingibjörg Pálma- dóttir alþingismaður, Skúli Alex- andersson fyrrverandi alþingismað- ur og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður. Stjórn Húsnæðis- stofnunar: Aðalmenn: Gunnar S. Björnsson byggingameistari, Þór- hallur Jósepsson blaðamaður, Ingvi Örn Kristinsson hagfræðingur, Jón- ína Óskarsdóttir bæjarfulltrúi, Þrá- inn Valdimarsson framkvæmda- stjóri, Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður, Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri. Varamenn: Gunn- laugur S. Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri, Kristín Guðmunds- dóttir forstöðumaður, Helga E. Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Petrína Baldursdóttir forstöðumaður, Há- kon Hákonarson vélvirki, Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður, Danfríður Skarphéðinsdóttir fyrr- verandi alþingismaður. í stjórn Kís- iliðjunnar hf. Aðalmenn: Björn Jósef Arnviðarson lögfræðingur, ráð, stjórnir o g á vegum ríkisins Pétur Torfason verkfræðingur, Jón Illugason framkvæmdastjóri. Vara- menn: Ingvar Þórarinsson bóksali, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir kenn- ari og Sigurður Rúnar Ragnarsson vélvirki. Orkuráð: Guðjón Guð- mundsson alþingismaður, Þóroddur Th. Sigurðsson verkfræðingur, Ing- ólfur Árnason fyrrverandi rafveitu- stjóri, Sverrir Sveinsson rafveitu- stjóri og Þorvarður Hjaltason kenn- ari. Til setu í nefnd um erlendar fjárfestingar völdust: Baldur Guð- laugsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Frosti Bergsson framkvæmdastjóri, Jón Sveinsson lögfræðingur, Már Guðmundsson hagfræðingur. Varamenn eru: Árni Árnason framkvæmdastjóri, Sigríð- ur Arinbjarnardóttir kennari, Vil- hjálmur Þorsteinsson kerfisfræð- ingur, Jón H. Ríkharðsson verk- fræðingur, Salvör Gissurardóttir lektor. Utvarpsráð: Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Magnús Erlendsson framkvæmda- stjóri, Guðni Guðmundsson rektor, Davíð Stefánsson nemi, Ásta R. Jóhannesdóttir fulltrúi, Valþór Hlöðversson blaðamaður, Magda- lena Schram framkvæmdastjóri. Varamenn: Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri, sr. Hjálmar Jónsson, Arnór Benónýsson leikari, Halldóra Rafnar, Gissur Pétursson, Bríet Héðinsdóttir leikari, Kristín A. Árnadóttir. Menntamálaráð: Bessí Jóhannsdóttir kennari, Sig- urður Björnsson söngvari, Helga Möller kennari, Áslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjóri, Helga Kress dósent. Varamenn: Lovísa Christ- iansen innanhússarkitekt, Drífa Hjartardóttir bóndi, Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður, Pétur Bjamason fræðslustjóri, Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri. í Áfengisvarnarráð völdust: Jó- hannes Bergsveinsson læknir, Hörður Zóphaníasson skólastjóri, Sigrún Sturludóttir húsfrú, Helgi Seljan fyrrverandi 'alþingismaður. Til vara voru valdir: Jóna Gróa Sig- urðardóttir borgarfulltrúi, Birgir Dýrfjörð rafvirki, Elín Jóhannsdótt- ir kennari og Drífa Kristjánsdóttir bóndi og skólastjóri. Trygginga- ráð: Sólveig Pétursdóttir alþingis- maður, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, Jón Sæmundur Siguijónsson fyrrverandi alþingis- maður, Bolli Héðinsson hagfræð- ingur, Sigríður Lillý Baldursdóttir eðlisfræðingur. Varamenn: Margrét S. Einarsdóttir forstöðumaður, Svala Árnadóttir skrifstofumaður, Valgerður Gunnarsdóttir sjúkra- þjálfari, Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður, Sigrún Jónsdóttir þjóðfélagsfræðingur. í stjórn Við- lagatryggingar sitja: Gísli Ólafs- son forstjóri, Úlfar Thoroddssen sveitarstjóri, Alexander Stefánsson fyrrverandi alþingismaður. Til vara: Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs, Svan- hildur Árnadóttir bæjarfulltrúi; Friðjón Guðröðarson sýslumaður. I stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs eru: Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, Jón H. Eggertsson fram- kvæmdastjóri, Kristín Hjálmars- dóttir formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, Akureyri. Varamenn: Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Eiríkur Stefánsson formaður Verk- alýðsfélags Fáskrúðsfjarðar, Þórð- ur Olafsson formaður verkalýðsfé- lagsins Boða, Sigurður T. Sigurðs- son formaður verkamannafélagsins Hlífar. Auk þess að velja í ofangreindar stjórnir, nefndir og ráð valdi Al- þingi einnig menn til setu í kjör- stjórnum kjördæma og einnig Landskjörstjórn en þar sitja sem aðalmenn: Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður, Þorvald- ur Lúðvíksson hæstaréttarlögmað- ur, Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður, Gestur Jónsson hæstarétt- arlögmaður og Ingibjörg Bjarna- dóttir héraðsdómslögmaður. Vara- menn eru: Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður, Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur, Guðríð- ur Þorsteinsdóttir hæstaréttarlög- maður, Sólveig Guðmundsdóttir lögfræðingur og Arnmundur Back- mann lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.