Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Reynum okkar besta en engar væntingar - segirBoJohansson, landsliðsþjálfari íslands, um Evrópuleikinn gegn Tékkum á Laugardalsvelli í kvöld ÍSLENDINAAR og Tékkar mæt- ast í undankeppni Evrópumóts- ins í knattspyrnu á Laugardals- velli klukkan 20 í kvöld. Tékk- ar, sem léku í átta liða úrslitum HM á Ítalíu ífyrra, unnu fyrri leikinn 1:0 í Kosic sl. haust. íslendingar leggja allt í sölurn- ar, en Bo Johansson, landsliðs- þjálfari, segir að róðurinn verði erfiður. „Það viija allir sigur, en knattspyrnumenn geta aldr- ei búist við neinu fyrirfram. Við göngum ekki út frá neinu sem vísu, en reynum okkar besta.“ Bo sagði að svo virtist, sem Frakkar væru með besta liðið í riðlinum, en Tékkar hefðu ekki enn gefið upp alla von og því kæmi ekkert nema sigur til greina hjá þeim. „Þeir verða undir meira álagi fyrir vikið og okkar er að reyna að nýta okkur möguleikana, en við hugsum fyrst og fremst um hag okkar, en ekki möguleika annarra. Til að ná hagstæðum úrslitum verða strákarnir að hafa trú á sjálfa sig. í fyrra gerðist það oft að þeir byij- uðu ekki að spila fyrr en þeir voru marki undir, en það er ekki eftir neinu að bíða. Þeir eiga ekki að hafa neitt að óttast og sem fyrr verðum við að vinna boltann, halda honum og reyna að spila á næsta mann.“ Atli á Skuhravy Ef ekkert óvænt kemur uppá verður byrjunarliðið eins og Morg- unblaðið greindi frá í gær. Atli Eðvaldsson, fyrirliði, fær það hlut- verk að gæta hættulegasta sóknar- manns Tékka, Tomas Skuhravy, sem leikur með ítalska liðinu Genoa. Skuhravy var í strangri gæslu- Atla í fyrri leiknum og sagði Bo að Atli ætti að hafa góðar gætur á honum inni í teig, en ekki elta hann út um allan völl. „Við leikum ekki maður á mann og það er ekki síður mikilvægt að stöðva sendingar ætlaðar Skuhravy. Því skiptir miklu máli að allir verði vel með á nótunum og gefi mótheijunum ekki frið.“ Bo sagði að fjögurra manna vörnin hefði gefist vel í undanförnum leikj- um, einkum gegn B-liði Englands og Wales, en hún þyrfti að vera samstíga til að dæmið gengi upp. Heimavöllurinn mikilvægur Landsliðsþjálfarinn sagði að und- irbúningurinn hefði verið góður. Aukaspyrnur hefðu sérstaklega verið æfðar, bæði í vörn og sókn. „Við höfum reynt að skipuleggja þessa hluti, en vandamálið hefur fyrst og fremst verið í vörninni — við höfum fengið mark á okkur eftir aukaspyrnur gegn Tékkum, Frökkum og Spánveijum. Við reynum að spila eins vel og við getum og það er mikilvægt að nýta heimavöllinn eins vel og hægt er.“ Morgunblaðið/KGA Þeir koma aftur inn í liðið. Atli Eðvaldsson tekur á ný við fyrirliðastöðunni og setur jafnframt landsleikjamet. Hann var í leikbanni í síðasta leik, en Ar- nór Guðjohnsen var meiddur. Tékkar með eitt sterk asta landslið í heimi - segirAtli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins ÍÞR&mR FOLK ■ BJARNI Sigurðsson, mark- vörður, hefur náð sér af ökkla- meiðslunum og segir að ekkert eigi að há sér í leiknum gegn Tékkum. ■ GUNNAR Gíslason segir að hægri bakvarðarstaðan eigi betur við sig en sú vinstri. Hann á von á hörkuleik. „Fyrstu 20 mínúturnar ver’ða sérstaklega erfiðar og þá er mikilvægt að láta þá strax finna fyrir sér.“ ■ SÆVAR Jónsson er á sama máli og Gunnar og segist finna sig mun betur vinstra megin. ■ GUÐNI Bergsson segir að menn verði að vera bjartsýnir, þó við ramman reip verði að draga. „Dagsskipunin er að beijast fyrir tveimur stigum, vera ákveðnir og spila af skynsemi." ■ EYJÓLFUR Sverrisson leikur þriðja landsleik sinn og þann fyrsta á íslandi. „Þetta leggst vel í mig og ég veit að hveiju ég geng. Ég þekki Kocian fyrirliða frá leikjum St. Pauli í Þýskalandi og það er maður, sem gefur ekkert eftir.“ ■ ATLI Eðvaldsson segist eiga von á mikilli baráttu við Skuhravi. „Hann er 10 kílóum þyngri en ég og nokkrum sentimetrum hærri, þannig að ég má hafa mig allan við — þetta verður eins og að hlaupa -á vegg.“ . ■ ARNÓR Guðjohnsen eða Sig- urður Grétarsson eru vítaskyttur liðsins. ■ RÚNAR Kristinsson, Arnór eða Sigurður sjá um að taka auka- spyrnur nálægt vítateig. Sævar Jónsson tekur þær, sem verða lengra frá marki mótheijanna. ■ JAN Kocian verður fyrirliði Tékka í dag. Hann leikur með St. Pauli í Þýskalandi. ■ VACLAV Danek, sem leikið hefur með austurríska liðinu FC Tirol, er næst markahæsti leikmað- ur Evrópu. Hann gerði 28 mörk fyrir Tirol. Frönsk lið hafa verið á eftir honum og hefur La Harve verið þar fremst í flokki. ■ LUBOS Kuhik, sem lék með Fiorentina á Itaiiu síðasta keppn- istímabil, er á förum frá liðinu. Líklegt er talið að hann leiki á Spáni næsta tímabil. Morgunblaðið/KGA Olafur Þórdarson á æfingu í gær. Gefum ekkert eftir - segirÓlafurÞórðarson ÓLAFUR Þórðarson æfði loks með liðinu í gær eftir að hafa verið í sjúkrameðferð undan- farna daga og sagðist geta spilað. „Eg ertilbúinn. Þeir gefa okkur engan frið, en við gef um ekkert eftir. Olafur sagði að hugsanlega væri meira álag á liðinu eftir tapið í Albaníu, „en tapið segir ekki allt, þvf við áttum alla möguleika á að sigra. Dæmið gekk bara ekki upp, en við verðum að læra af mis- tökunum.“ Guðni Bergsson tók í sama streng. „Það eru allir sammála um það að við vorum slakir í Albaníu, en það hefur verið gert of mikið úr áfallinu. Lið hafa átt í erfiðleik- um í Albaníu, en það þýðir ekki að fást við orðinn hlut. Við erum á réttri leið, spilið er mun meira en fyrir nokkrum árum og það er ekki þessi nauðvörn eins og áður, en gamla herslumuninn vantar." ATLI Eðvaldsson var í banni gegn Albaníu, en kemur nú inn á ný og leikur 68. landsleikinn, sem er íslenskt met. „Það get- ur enginn verið að hugsa um met, þegar leikið er gegn einu sterkasta landsliði, sem hingað hefur komið, gegn besta liði Tékka, sem þeir hafa átt. Þeir eru með eitt sterkasta landslið í heimi og koma hingað til að sigra, en það sem skiptir nú máli er að reyna að stöðva sig- urgöngu þeirra." Atli sagði að menn mættu ekki eyða kröftum í það, sem búið væri, heldur einbeita sér að næsta verkefni. „Okkur gekk illa í AI- baníu, en sá leikur er búinn og nú eru það Tékkar. Hver einasti leikur ARNÓR Guðjohnsen segir að aðalatriðið verði að íslenska liðið komist strax inn í leikinn. „Tékkarnir koma til með að sækja stíft á miklum hraða frá byrjun og við verðum að vera óragir að stöðva þá og byggja síðan upp sjálfir. Það er kom- inn tími til að við töku frum- kvæðið og berjumst af ákveðni og hörku frá fyrstu mínútu." Arnór meiddist í leik með Borde- aux tveimur dögum fyrir AI- baníuleikinn og var því ekki með. „Læknir liðsins sagði mér að hvíla í fimm daga og taldi að ef ég léki ætti ég á hættu að versna og gæti þess vegna verið frá í sex vikur. skiptir máli og því er mikilvægt að fara með réttu hugarfari í hvern leik. Menn geta sagt að við eigum ekki möguleika í riðlinum og því hafi þessi leikur ekkert að segja, en ef ég færi í leik með svona hugar- fari væri ég löngu hættur. Það skiptir máli fyrir okkur að ná hag- stæðum úrslitum og það skiptir alla þjóðina máli, því það er fylgst með leiknum úti um alla Evrópu." Baráttan aðalsmerkið Fyrirliðinn sagði að að gestirnir væru stjörnur, en íslendingar í hlut- verki litla mannsins. „En við höfum sýnt að við getum spilað góða knatt- spyrnu. Frumskilyrðið er að allir gefi allt í leikinn, sem þeir eiga og þá kemur annað að sjálfu sér. Það er ekki sjálfgefið hjá neinu liði að hlutirnir gangi upp, allra síst hjá Það var of mikil áhætta með Tékkaleikinn í huga, en nú er ég góður.“ Arnór byijar í fremstu víglínu með Eyjólfí Sverrissyni, en færir sig síðan sennilega aðeins aftar, ef þörf krefur. „Ég hef talið mig vera miðjumann síðustu árin, en undan- farið hef ég verið einn frammi hjá Bordeaux og það hefur komið vel út. En það er allt annar fótbolti en við spilum, því hér er það baráttan sem gildir. Við verðum að láta þá vita af okkur, láta þá vita að við viljum sigra. Ef það tekst, eykst sjálfstraustið og eftirleikurinn verð- ur auðveldari. Við verðum að vinna boltann og vera óhræddir við að spila án æsings." okkur, en við höfum alla burði til að vera á fullri ferð allan tímann og ef við gerum það verðum við erfíðir. Baráttan er okkar aðals- merki og henni megum við ekki gleyma.“ Loka svæðum Atli sagði að Skuhravy væri ekk- ert lamb að leika sér við, en Tékk- arnir væru allir öflugir og því yrði liðið að vera vel á varðbergi. „Við verðum að vinna saman sem einn maður og sérstaklega er mikilvægt að ná upp góðri baráttu á miðj- unni, því ef það tekst þá erum við með léttleikandi menn, sem geta gert góða hluti. En umfram allt verðum við að loka svæðum og koma í veg fyrir að Tékkarnir nái að spila að vild.“ Studnings- mannaklúbbur KSÍ kemur saman tuðningsmannaklúbbur KSÍ - Klúbbur 120, kemur saman í ráðstefnusal ÍSÍ fyrir landsleikinn í kvöld, kl. 18. Ýmislegt verður á dagskrá, en í byijun verða valdir kaflar úr leik Albaníu og Íslands sýndir. Bo Johansson, landsliðsþjálfari, getur klúbbfélögum línuna fyrir leikinn og Ivan Sochor, aðstoð- arþjálfari KR, fjallar um tékk- neska liðið. Þá verða umræður um landsleikinn, liðið og fl. Þátt- takendur verða Guðmundur Þor- björnsson, fyrrum landsliðsmað- ur, Magnús Jónatansson, þjálf- ari og Sigmundur Ó. Steinars- son, íþróttafréttamaður. Eftir leikinn koma klúbb- félagar saman á sama stað. Þangað koma einnig forráða- menn KSÍ, landsliðsmenn og þjálfari. Rætt verður um leikinn. : 1 Tími er kominn til að hafa frum- kvæðið frá byrjun - segirArnórGuðjohnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.