Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 45

Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ráðamenn sýni gott fordæmi Mig langar nokkrum orðum að þakka Leif Sveinssyni fyrir hans athyglisverðu orð í Morgunblaðinu 31. maí. Þetta eru orð sem ég af heilum hug tek undir og þá sérstak- lega: „Unglingarnir taka sér full- orðna fólkið ti! fyrirmyndar. LÁT- LAUS birting mynda af glasaglöðu fólki, oft á vegum Reykjavíkurborg- ar, hefir haft áhrif á unglingana að þeir telja þetta vera það fólk, sem þeir eigi að taka sér til fyrir- myndar, fólk með vínglas í hendi.“ Þetta er sannarlega rétt og við ráðum ekki við þetta ægilega áfeng- isböl, nema þeir sem eru í farar- broddi í þjóðmálum, á hvaða stigi sem er, hætti algerlega að gylla áfengisdrykkjuna og veislugleðina“ og ganga þannig á undan með góðu fordæmi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Og er sú vika til sem ekki heyrist um voðaverk af völdum áfengra drykkja? Ráðamenn þjóðar- innar verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Þetta er svo einfalt að allir hljóta að skilja það. Þökk fyrir greinina og hamingjan gefi að Reykvíkingar megi fá vín- lausan borgarstjója. Árni Helgason Þakkir til allra, sem heiÖruðu mig á átlrœöis afmœlisdegi mimim. Arinbjörn Kúld. HEILRÆÐI Njótið útiveru án áfengis. Bakkus býður hættunni heim! Ibúðarhúsnæði Umbjóðanda minn vantar til leigu góða 5-6 herbergja íbúð, einbýli eða raðhús, helst í vesturbæ, Hlíðum eða Háaleitishverfi. Lofað er skilvísum greiðslum, fyrirfram ef óskað er og góðri umgengni. Upplýsingar veitir undirritaður: Tryggvi Agnarsson hdl., Garðastræti 38, Reykjavík, sími 28505. UNDIRGEFNIVIÐ ÚTLENDINGA Nýlega heyrði ég útvarpsviðtal við íslenskan kvikmyndagerðar- mann þar sem hann lýsti því hvem- ig erlendir kvikmyndagerðarmenn geta vaðið hér um allt land og not- að íslenska náttúru sem leiktjöld endurgjaldslaust. Erlendis tíðkast það að kvikmyndagerðarmenn þurfa að greiða ákveðið gjald fyrir þá aðstöðu sem þeir fá í landinu, en hér er það ekki svo. Hér fá þeir allt ókeypis og útlendingarnir reka upp stór augu af undrun. I viðtalinu kom fram að við gerð kvikmynda gera framleiðendurnir að sjálfsögðu kostnaðaráætlun og gera þá ráð fyrir umræddu aðstöðu- gjaldi og kostnaði við leikmyndir. Þetta er svo sjálfsagður útgjaldalið- ur að engum dettur í hug að sleppa honum í áætlanagerðinni. T.d. var hér kvikmyndagerðarfólk fyrir í nokkrum árum að taka kvikmynd með íslenska náttúru í bakgrunni. Við verklok ætluðu forsvarsmenn- imir að gera upp við íslenska aðila og þar með að borga fyrir afnotin af leiktjöldunum. Þeir ráku heldur betur upp_ stór augu þegar þeim var sagt að íslendingamir tækju ekki fyrir slíkt smáræði. En útlending- arnir sögðust hafa gert ráð fyrir ákveðinni upphæð í þennan sjálf- sagða útgjaldalið og hættu ekki fyrr en þeir fengju að borg eitthvað til málamynda. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar ég hlustaði á þessa frásögn, en við nánari eftir- grennslan er mér sagt að þeir út- lendingar sem vinna hér á vegum erlendra aðila og fá greidd laun frá útlendingum þurfi engin gjöld að borga og þurfi heldur ekki nein atvinnuleyfi. Það sama er að gerast í ferðaþjónustunni núna. í grein sem birtist í Morgunblaðinu á sl. ári var einmitt dregin fram sú stað- reynd að útlend fyrirtæki sem senda hingað erlenda ferðamannahópa þurfa engin gjöld að borga og þurfa engin atvinnuleyfi fyrir sitt starfs- fólk. Þannig geta þeir undirboðið íslenskar ferðaskrifstofur. Það hljóta að vera alþingismenn sem ákveða þessar fáránlegu regl- Þ.ÞORGRlMSSON&CO mU RUTLAND UU ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 ASEA BROWN BOVERI RAFVERKTAKAR - RAFVIRKJAR Eigum fyrirliggjandi greinitöflur og töflu- efni frá ABB STOTZ-KONTAKT STOTZ • • I '1 t * * *‘f Vatnagardum 1B, 124 Reykjavík. SÍmar 685854/685855. ur. Ég hélt að okkur íslendingum veitti ekki af þeim tekjum sem hægt er að hafa af íslenskum nátt- úrugæðum. Heyrst hefur að ís- lenskir læknar ætli að fara að selja útlendingum hér hreint loft og lækningar í hæsta verðflokki. Er ekki tími til kominn að alþingis- menn taki á þessum málum af festu og skynsemi og tryggi það að ís- lendingar fái þær tekjur sem þeim bar af eigin náttúrugæðum. Lág- markskrafa er að erlendir kvik- myndahópar ráði íslenskt vinnuafl eins og framast er unnt við gerð kvikmynda sem teknar eru hér á landi. Á sama hátt þarf að tryggja að erlendar ferðaskrifstofur ráði íslenskt vinnuafl í þær ferðir sem farnar eru um ísland. Unnandi íslenskrar náttúru VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS • • OLDUN GADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 31. maí kl. 09.00-16.00 og 3.-6. júní kl. 090.00-18.00. í boði verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla: BÓK 204, BÓK 404, BÓK613 Bókmennta- og listasaga: SBL 214 Danska: DAN 204 Efna- og eðlisfræði: EFN 204 Enska: ENS 204, ENS 604 Farseðlaútgófa: FAR 114 Ferðaþjónusta: FER 214 Franska: FRA 204 Hagfræði: REK 203, REK 415 íslenska: ÍSL 102, ÍSL 202, ÍSL 604 Ritvinnsla: VÉL 403 Saga: SAG 203, SAG 402 Stjórnun: STJ 214 Stærðfræði: STÆ204, STÆ 604, STÆ814 Tölvubókhald: TÖB 214 Tölvufræði: TÖL113, TÖL 203, TÖL 403 Utanríkisviðskipti: UTV 214 Vélritun: VÉL 102, VÉL 201 Verslunarréttur: VER 203 Þýska: ÞÝS 204, ÞÝS 604, ÞÝS 814 Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbrauf Verslunarpróf Próf af ferðamólabraut Stúdentspróf Próf af skrifstofubraut Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.