Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 18

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI1991 Námsmenn - stjórnvöld eftir Magneu Marinósdóttur Mig langar að leggja nokkur orð í belg um fynrhugaða skerð- ingu námslána. Ýmsar reikniað- gerðir eru í gangi annars vegar hjá stjórnvöldum til að réttlæta fyrmefnda skerðingu með ein- hveijum hætti og hins vegar hjá framvarðarsveit íslenskra náms- manna til að sýna stjórnvöldum og öðrum þegnum landsins fram á það, að skerðingin sé óréttlætan- leg með öllu, atlaga að íslenskum námsmönnum og óhæfuverk í alla staði. Ég ætla ekki að gera þessa „styijöld“ að umtalsefni mínu heldur snúa mér að kjama máls- ins. Kjarni málsins er ekki sá hversu miklir fjármunir em til ráðstöfun- ar til handa námsmönnum þó það sé óneitanlega mikilvægt atriði. Kjami málsins er „kerfið“. Hlutverk lánasjóðsins er að tryggja það að allir, sem hafa getu til og vilja, geti stundað það nám er stendur huga þeirra næst óháð efnalegri stöðu í þjóðfélag- inu. Á sama hátt er hugsjónin á bak við velferðarkerfið að bæta hag þeirra er minna mega sín í þjóðfélaginu. Það sem á sér stað í báðum til- vikunum er að allir sjá sér hag í því að fara í kringum „kerfið" og reyna með þeim hætti að fá sem mest í sinn hlut. Slíkt atferli fólks leiðir það af sér að hver og einn fær minna í sinn hlut (eftir því sem fleiri reyna að næla sér í bita af „kökunni") og þeir sem mest þurfa fá jafnmikið í sinn hlut og þeir sem minnst eða jafnvel ekkert þurfa. á aðstoð „kerfisins" að halda. Skammtímasjónarmið ráða gerðum fólks því það áttar sig ekki á því að um leið og það reyn- ir að notfæra sér „kerfið“ veikir það undirstöður þess og grefur undan því. Þetta skýrist nánar í dæmunum hér á eftir. Lánasjóður íslenskra náms- manna og velferðarkerfíð hafa, þrátt fyrir einlægan ásetning í öfuga átt, grafíð undan siðferðis- kennd fólks og fólk (margir hveij- ir, auðvitað ekki allir) fer að svindla á „kerfinu". En hvað veldur? Fyrst og fremst það að „kerfið" býður upp á að fólk noti Iöglegar leiðir til að stunda ólöglegt athæfí. Tökum dæmi sem snúa að lánasjóðnum. 30. maí síðastliðinn birtist í Morg- unblaðinu ályktun frá fram- kvæmdastjóm_ BHM þar sem nið- urskurð hjá LÍN er mótmælt. Þar segir m.a.: „Þann fjárhagsvanda sem sjóðurinn stendur nú frammi fyrir og stafar af of miklum lán- tökum og of lágu ríkisframlagi undanfarin ár verður að leysa án þess að dregið verði úr fyrir- greiðslum við námsmenn." Á öðr- um stað segir jafnframt að „ ... Lánasjóður íslenskra námsmanna verði skipulagður með þeim hætti að hann gegni jöfnunarhlutverki sínu.“ Námsmenn í foreldrahúsum.fá námslán er nemur ákveðinni upp- hæð, sem á að duga fyrir fram- færslu og gert er ráð fyrir því að viðkomandi þurfí ekki að greiða fyrir það húsnæði, sem hann dvel- ur í. Ef námsmaður leigir sér hús- næði þá hækkar námslánið. Er slíkt fyrirkomulag fyrst og fremst hugsað fyrir námsmenn sem eru af landsbyggðinni og koma til Reykjavíkur til að stunda nám. Þetta er eitt af jöfnunarhlutverk- um lánasjóðsins. Viðkomandi námsmaður þarf þá að gera leigu- samning við leigusala sinn og framvísa honum til lánasjóðsins til að sýna það svart á hvítu að viðkomandi sé leigutaki. Fyrir einstakling sem stundar nám og þarf einungis að fram- fleyta sjálfum sér, þ.e. á ekki barn/börn, þá þýðir leigusamning- ur hærra námslán. Það er bæði leynt og ljóst að margir námsmenn sem búa frítt í foreldrahúsum falsa leigusamninga til að fá meiri pen- inga á milli handanna á sem ódýr- astum kjörum. Fá frænku sína eða einhvern vin sinn til að skrifa und- ir sem ieigusala og skila samn- ingnum inn á lánasjóð. Lánasjóð- urinn getur ekki staðið í persónun- jósnum af ýmsum ástæðum og verður því að taka alla leigusamn- inga trúanlega hvort sem þeir eru falsaðir eður ei. Dæmi eru þess að námsmenn falsi leigusamning í apríl þegar námsárið er um það bil á enda runnið og skili honum inn á lána- sjóðinn. Af einhveijum ástæðum virkar „kerfíð“ á þann öfugsnúna hátt að viðkomandi námsmaður fær allt námslánið afturvirkt, þ.e. hækkun á öllu láninu fyrir allt námsárið en ekki einungis frá og með þeim degi sem leigusamning- ur liggur fyrir í lánasjóðnum. Þetta þýðir það að fyrrnefndur ótil- greindur námsmaður fær á bilinu 100-200 þúsund krónur á einu bretti í lok vetrarins og með ein- hveijum hætti verður lánasjóður- inn að fjármagna þessa óvæntu útgjaldaaukningu. Námsmaðurinn ákveður e.t.v. að fara í ferðalag til útlanda um sumarið því það borgar sig varla að vinna, a.m.k. ekki of mikið því þá skerðist námslánið! Hvað veldur? Staðreyndin er sú að leigumarkaðurinn á íslandi er mjög veikburða. Hver sem er get- ur fengið leigusamning. Það er enginn löggiltur aðili er sér um útgáfu þeirra. Samningsgerð á milli leigutaka og leigusala fer fram á þeirra eigin vegum og samningurinn sem gerður er er á engan hátt staðfestur á nein hátt sem tryggir að hlutaðeigandi aðil- ar séu í reynd þeir sem þeir segj- ast vera á pappírnum, þ.e. leigu- sali og leigutaki. Ein undirskrift sannar lítið í dag. Hvað er til ráða? Aðalatriðið er að koma á fót fyrirtæki eða stofn- un sem sæi um að gefa út löggilta leigusamninga, og þá ekki til hvers sem er heldur einungis til þeirra sem leigðu í reynd. Erfitt er að sjá fyrir leiðir sem kallað geta fram sönnun þess að um leigjend- ur sé að ræða. Ein leiðin væri að menn þyrftu að borga fyrir leigu- „Lánasjóður íslenskra námsmanna og velferð- arkerfið hafa, þrátt fyrir einlægan ásetning í öfuga átt, grafið und- an siðferðiskennd fólks og fólk (margir hverjir, auðvitað ekki allir) fer að svindla á „kerfinu“.“ samning (a.m.k. er námsmenn ættu í hlut) og þá yrði sjálfsagt færri sem myndu leggja það á sig að falsa þá. Það er samt sem áður ekki nein trygging í þeirri leið eftir sem áður. Það færi eftir hversu hátt gjaldið væri fyrir leig- usamning annars vegar og hver ávinninbgurinn að því að falsa leigusamning hins vegar. Önnur leið væri að leigutaki og leigusali yrðu að mæta saman til undirrit- unar samnings hjá því fyrirtæki eða stofnun sem sæi um útgáfu leigusamninganna og væri inni- hald samningsins skrásett hjá við- komandi fyrirtæki eða stofnun. Það gæti líka hamlað gegn því að leigusalar rifti samningum sínum við leigutaka án fyrirvara, þ.e. bijóti samninginn, eða öfugt. Sjálfsagt væru til fleiri leiðir að þessu marki, þ.e. að koma í veg fyrir fölsun leigusamninga og sjálfsagt er aldrei hægt að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir það að einhveijir tækju sig saman um að „leika á kerfíð". Nú í dag eru námslán tekju- tengd. Námsmenn sem búa í leigu- húsnæði fá allir sömu upphæðina (sé miðað við að þeir fái allir fullt námslán) óháð þeirri leigu sem þeir þurfa að greiða fyrir húsnæði sitt. Sumir borga 10 þúsund, aðrir 30 þúsund en allir fá rúmlega 55 þúsund. Með nýju fyrirkomulagi um leigusamninga væri hægt ,að tengja námslán leiguupphæð sem viðkomandi námsmaður þyrfti að inna af hendi. Það hefði ýmislegt jákvætt í för með sér. í fljótu bragði virðist það vera augljósast að leigusalar kæmust ekki upp með það hindrunarlaust, í flestum tilvikum, að láta námsmann borga 35 þúsund í leigu en skrifa á leigu- samninginn að umsamin leiga sé 10 þúsund svo leigusalinn komist undan skatti. (Það er reyndar búið að samþykkja á Alþingi, eftir því sem ég best veit, að fólk í leiguhús- næði eigi rétt á einhveijum húsa- leigubótum sem spornar gegn því að samningsaðilar skrifí einhveija aðra upphæð en þá réttu á leigu- samning.) Ef námslán væri tengt leigu- upphæðinni sem hann þyrfti að greiða myndi hinn almenni náms- maður að síðustu vilja að rétt væri rétt, þar sem hærri leiga þýddi hærra námslán til að standa straum af auknum framfærslu- kostnaði. Augljóslega hefði við- komandi námsmaður ekki hag af því að ganga í Iið með leigusalan- um til að sá síðarnefndi gæti kom- ist undan skattinnheimtu. Því hærri leiga, því hærra lán. Því hærri leiga, því meiri skatt- greiðslur. Þetta myndi leiða til þéss að hagur leigusalans yrði ekki að láta húsnæði sitt af hendi til leigu fyrir sem mesta Ijárupp- hæð, á hæstu hugsanlegum kjör- um. Verðmyndunin á markaðinum á leiguhúsnæði hefur verið leigu- sölum í hag í Reykjavík þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er mjög mikil. Húsnæði er oft á tíðum leigt dýru verði því næst óháð ástandi því sem húsnæðið er í. Einungis er miðað við stærð. Þessu væri hægt að sporna gegn með nýju fyrirkomulagi. Leigusalinn og leigutakinn myndu því mætast á miðri leið. Betri innheimta skatts af leigufé leigusala gæti því á þennan hátt fjármagnað m.a. lána- sjóðinn í auknum mæli. Þau ráð og leiðir, sem reyndar eru ekki mikið útfærð af minni hálfu, gætu í hugum margra virk- að sem lítt hugsaðar „patentlausn- ir“. Að mörgu leyti væri sú gagn- rýni rétt en svona er málið einfalt í hnotskum þó það sé sjálfsagt flóknara í veruleikanum. En hins vegar eru þessi skrif mín hugsuð sem skref í rétta átt við að beina hugum námsmanna, stjórnvalda og annarra landsmanna að kjarna málsins. „Kerfið“ er meingallað. Það er ekki ráðist að meinsemdinni með því að skerða fjármagn til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Slíkt hefur frekar þær afleiðingar í för með sér að sífellt fleiri (í örvænt- ingu sinni!) færast í aukana við að finna nýrri og betri leiðir við að reyna að fá sem mest í sinn hlut. Að bæta sjálft „kerfíð" er því meginstarf stjórnvalda að mínu mati en ekki að setja námsmenn út á gaddinn og „biðja“ þá vinsam- legast að éta það sem úti frýs og „herða sultarólina, allir saman nú einn, tveir og þrír!“ Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Neyðarathvarf Rauða krossins: Yfir 60 unglingar leit- uðu gistingar í fyrra Rúmlega þriðjungur þeirra var á götunni voru samskiptaörðugleikar við for- eldra eða forráðamenn, vímuefna- neyzla eða húsnæðisleysi. Af gest- unum neyttu tæplega 40% vímuefna í mjög miklum mæli. Flestir þeirra notuðu nær öll efni sem þeir kom- ust yfír. Um 38% unglinganna höfðu flosnað upp úr grunnskóla. Rauðakrosshúsið rekur einnig símaþjónustu fyrir unglinga. Árið 1990 voru símtölin 3146, nærri níu á dag. Þá eru ótalim 1036 símtöl, þar sem skellt var á. Þetta er mik- il aukning frá árinu á undan, en þá fékk símaþjónustan 1491 upp- hringingu. Nánast engin takmörk eru fyrir því hvað unglingarnir vilja ræða, en ýmsir þeirra voru i sjálfs- vígshugleiðingum. Mikill meirihluti þeirra, sem hringdu, voru stúlkur. Hins vegar var nánast jöfn kynja- skipting hjá næturgestum athvarfs- SEXTÍU og tveir unglingar leit- uðu skjóls _ í neyðarathvarfi Rauða kross ísiands við Tjarnar- götu á síðasta ári. Sumir komu oftar en einu sinni og urðu gesta- komur því alls 86 á árinu. Að meðaltali dvöldust unglingarnir um tólf nætur í athvarfinu hveiju sinni. Neyðarathvarf Rauða krossins er ætlað 18 ára unglingum ogyngri, sem eiga við vandamál að stríða. Þar er boðið upp á svefnaðstöðu, mat, aðhlynningu, stuðning og ráð- gjöf, að því er segir í ársskýrslu Rauðakrosshússins. í fyrra var meðalaldur þeirra, sem leituðu at- hvarfs, rétt rúm 17 ár. Rúmlega einn af hveijum þremur gestum var á götunni þegar hann leitaði húsa- skjóls. Algengustu orsakir þess að ungl- ingamir leituðu í Rauðakrosshúsið Heilsuhlaup - bætt heilsa - betra líf eftir Vilhjálm Bjarnason Þrátt fyrir að við íslendingar eyðum mjög miklum fjármunum til heilbrigðismála eru alls staðar verk að vinna. En það er til einföld og ódýr leið og hún er sú að einbeita sér að forvarnarstarfí. Nærtækasta vömin er að hreyfa sig. Við sem búum við þau forrétt- indi að njóta almenningssundstaða gegn v'ægu gjaldi, getum synt. Og við getum bætt lítllega við sundið með því að hlaupa dálítið og svitna áður en við syndum. Það er nefni- lega meinholt og gott að svitna. Ég vinn kyrrsetuvinnu. Fyrir nokkrum árum fann ég fyrir miklu sleni í og eftir vinnu. Vinur minn taldi að mér væri hollt að hreyfa mig meira. Nú hleyp ég 3-5 sinnum í viku. Á vetrum reyni ég að kom- ast á skíði. Og mér líður vel. Það er mikið átak að koma sér úr kyrr- setu á hreyfíngu. Mörgum fínnst það leiðinlegt. En þetta er eins og önnur þrifnaðarverk sem þarf að vinna. Það þarf að byija og þá verð- ur fólk óstöðvandi. Þegar við byijum að hlaupa verð- um við að búa okkur vel. Það er grundvallaratriði að vera á góðum skóm, því þegar við byijum erum við of þung og þá verða skórnir að taka höggið þegar við lendum. Og við verðum að klæða af okkur hita og kulda. Við vitum, að hér á okk- ar ísa kalda landi er breytilegt veð- urfar og þá er bara að nota fatnað til að bregðast við því. í íþróttum og útivist skiptir fé- lagsskapurinn miklu máli. Við erum ekki ein á báti. Það eru margir vin- ir okkar, sem hreyfa sig og þeir þurfa á félagsskap okkar að halda. Og hvað vinnst með þessum gauragangi? „Ungir o g gamlir, börn, konur og karlar komast í gott skap og hefja hlaup frá sama stað. Og allir koma í mark. Allir eru sigurvegar- ar.“ Líkamsrækt og hreyfíng getur komið í veg fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma, meltingarsjúkdóma og krabbamein. Þeir sem hreyfa sig fá ógeð á tóbaksreyk. Þeir fá ókeyp- is „kikk“, því líkaminn framleiðir vímuefnið endorfín við átak. Þaðan kemur sælan og vellíðanin. Krabbameinsfélag íslands stend- ur fyrir „heilsuhlaupi" í fjórða sinn á laugardaginn. Hlaupið verður í Reykjavík, á Akureyri og á Egils- stöðum. Heilbrigðisráðherra ræsir hlaupið í gegnum rás 2. Vilþjálmur Bjarnason Götuhlaup eru skemmmtileg til- breyting í bæjarlífínu. Ungir og gamlir, börn, konur og karlar kom- ast í gott skap og hefja hlaup frá sama stað. Og allir koma í mark. Allir eru sigurvegarar. Allir sem ljúka hlaupi taka þátt í happdrætti þar sem dregið er um vinninga, sem nýtast við heilsuræktina. Höfundur er iðnskólakennari og viðskiptafræðingur lyá Fjárfestingarfélagi Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.