Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 33

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR* 5. JÚNÍ 1991 33 Náungakærleikur og mannúð eftir Eddu Jónasdóttur Eg hef lengi ætlað að leggja orð í belg vegna Sæbrautarmálsins á Seltjarnarnesi. Það sem einkum knýr mig til þess núna er grein sem birtist í Morgunblaðinu 3. maí sl. Mikið hefur verið skrifað um þetta mál og því miður hafa birst margar ljótar greinar sem bera vott um mannvonsku. Mér er þetta mál hugleikið þar sem góður vinur minn er einhverfur. Ekki man ég gjörla innihald einstakra greina sem birtust dag eftir dag í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum mánuðum en eitt er víst að þar var ekki skrif- að um náungakærleik og að leggja rækt við manneskjuna sem ein- stakling. Hvernig uppeldi skyldi það barn hafa fengið sem- styður móður sína í neikvæðum skrifum um íbúana á Sæbraut 2? Á hvaða hátt ætli foreldrar sem eiga heil- brigð börn segi börnum sínum frá þroskaheftum- börnum: Getur verið að það sé útskýrt með fordóma í fararbroddi? Uppeldi sem miðar að náungakærleik og sýnir þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu sérstaka umhyggjusemi er nauð- synlegt fyrir öll börn. Mitt uppeldi fólst allavega í því að bera um- hyggju fyrir náunganum. Sú grein sem birtist í Morgun- blaðinu 3. maí sl. ber ekki vott um fegurð eða góðvild í garð íbúanna á Sæbraut 2. Greinin er virkilega ljót. Greinarhöfundur segir að ómanneskjuleg umræða um ná- granna heimilisins hafi gengið fram af henni. Hvað fínnst henni þá um hina ómanneskjulegu um- ræðu um hina einhverfu íbúa heim- ilisins á Sæbraut 2? Hefur það ekki gengið fram af greinarhöf- undi? Sjálfsagt hefur heimilið ekki verið kynnt nægilega fyrir öðrum íbúum götunnar í upphafí. Ná- grannar heimilisins fóru fram á að íbúum yrði fækkað og ýmsar lagfæringar gerðar á húsinu. Þó þetta sé framkvæmt eru nágrannar enn óánægðir. Er ekki í landslög- um að „leyfa“ þroskaheftum að búa í eðlilegu umhverfí innan um okkur hin heilbrigðu. Umrædd grein sem ég vitna í hér á undan virðist varla skrifuð um einstakl- inga, miklu fremur að skrifað sé um hluti en persónur. Gæti verið að umræddur greinarhöfundur myndi sætta sig við nafnbreytingu á heimilinu? Þeir einhverfu einstaklingar sem voru svo lánsamir að fá heimili ásamt sérfræðingum til að búa á mega jafnvel búast við því að missa heimili sitt þrátt fyrir hjálp góðra aðila sem vinna við það að aðstoða þá. Hver skyldi annars vera vilji íbúa Seltjamamess í þessu máli? Hefur þeirra sjónarmið komið fram, þ.e.a.s annarra en nágranna einhverfu íbúa á Sæbraut. Hvers vegna geta ófatlaðir íbúar á Selt- jarnamesi ekki haft þroskahefta í sinni návist rétt eins og önnur bæjarfélög gera? Hver er munurinn á íbúum þessara bæjarfélaga hvað þetta varðar? Hver skyldi vera vilji íbúanna sem ekki hafa tjáð sig? Hvar skyldu þeir þroskaheftu ein- staklingar, sem fæðst hafa á Selt- jarnamesi, búa. Ætli einhver sé á sambýli eða meðferðarheimili í ein- hveiju íbúðarhverfí á Stór-Reykja- víkursvæðinu? Hvers eiga þessir einstaklingar að gjalda sem ekki geta varið sig sjálfír? Hvar eru nú öll mannréttindin sem við þykj- umst búa við hér á landi? Og hvað skyldi hinum einhverfu íbúum Sæbrautarinnar, ef þeir gætu tjáð slíkt, finnast um ófatlaða nágranna sína sem vilja þá burt úr bæjarfé- laginu? í niðurlagi áðurnefndrar greinar segist greinarhöfundur vilja „frek- ar bita af sínum skattpeningum fara í aðstoð við foreldra barna sem beijast við illkynja sjúkdóm heldur en að skattpeningar hennar fari í rándýrar innréttingar og breyting- ar á Sæbrautarheimilinu“. Að sjálfsögðu þarf að sjá til þess að foreldrar barna með illkynja sjúk- dóm geti stutt börnin sín á meðan á veikindum þeirra stendur. En þar skilur á milli foreldra þroskaheftra barna og foreldra barna með ill- kynja sjúkdóm. Mikið þroskaheftur einstaklingur á enga von um að verða heilbrigður þjóðfélagsþegn. Læknavísindunum hefur fleygt ört fram þannig að mjög oft er hægt að hjálpa einstaklingum með ill- kynja sjúkdóma. Aðstandendur þessara einstaklinga vita að oft er þetta tímabundið ástand sem getur varað í nokkra mánuði upp í nokk- ur ár á meðan aðstandendur þroskaheftra eiga enga von. Það birtir aldrei upp hjá þeim. Hvers vegna má ekki nota skattpeninga okkar í það að gera heimili þeirra þannig úr garði að þau geti búið í íbúðarhverfi rétt eins og ég og þú? Það er rétt eins og umræðan snúist ekki um lifandi verur þegar ljótar greinar á borð við þá sem ég vitna til birtast um íbúa um- rædds heimilis. Hvar er nú náunga- kærleikurinn? Einhverfír þurfa að búa þar sem fagfólk er til staðar allan sólar- hringinn. Það er mjög mikið álag á fjölskyldu þessara bama og lítil sem engin tilbreyting í lífí barn- anna. Sum þeirra eru mikið Edda Jónasdóttir „Eigum við ekki að kenna börnum okkar að umgangast alla jafnt og sýna mannkærleik og þannig gera börnin okkar að þroskuðum einstaklingum?" þroskaheft þannig að þau geta ekki notið bíóferða, leikhúsferða, tívolís eða neins slíks sem heilbrigð börn gera. Nú þegar sumarið fer í hönd og í boði eru ótal sumarbúð- ir þar sem möguleiki er á að senda ófatlað bam sitt, hvað stendur þá til boða fyrir þroskahefta einstakl- inga á Stór-Reykjavíkursvæðinu? Rekur ríkasta bæjarfélag á landinu einhveijar sumarbúðir fyrir þroskahefta? Eða ætli það heimili sem Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra rekur í Mosfellssveit rúmi alla sem eru þroskaheftir á Reykja- víkursvæðinu? Að eignast þroskaheft barn er ekki einkamái þeirra foreldra sem eignast þau. Það er skylda þjóðfé- lagsins að hjálpa þessum foreld- rum. Ég fæ ekki skilið hvernig allir þeir sem sitja fýrir hönd Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Selt- jarnarness geta samþykkt brott- rekstur þessa heimilis. Eða var ekki orðið mannúð eitt af þeim hvatningarorðum sem heyrðust fyrir kosningar hjá Sjálfstæðis- flokknum? Ég er alin upp á heim- ili þar sem stefna Sjálfstæðis- flokksins var í hávegum höfð og þar var mikið lagt upp úr því að aðstoða þá sem minna mega sín. Eigum við ekki að kenna börnum okkar að umgangast alla jafnt og sýna mannkærleik og þannig gera börnin okkar að þroskuðum ein- staklingum? Ég held að á þann hátt forðumst við að ala á fordóm- um í garð þeirra sem minna mega sín. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Fiskiðn. LP þakrennur Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfið frá okkur er samansett úr galvanhúðuðu stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 TÆKNIDEILD ÍW|« Honda ’91 Civic Sedan 16 ventla Tónlistarskóli Kópavogs: 30 tónleikar haldnir í vetur TONLISTARSKOLA Kópavogs var slitið 17. maí sl. að við- stöddu fjölmenni. Þar með lauk 28. starfsári hans. Aðsókn að skólanum hefur jafn- an verið mjög mikil og eykst með ári hveiju því Kópavogur er ört vaxándi bæjarfélag. Við innritun í haust varð enn að vísa fjölda nemenda frá en höfuðástæðan fyr- ir því eru húsnæðisþrengsli. í vet- ur stunduðu 469 nemendur nám við skólann en þar af voru 119 í forskólanum. Þetta er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Nokkrir framhaldsskólánem- endur stunduðu tónlistarnám sem valgrein og einn var á tónlistar- braut. Þijátíu tónleikar voru haldnir í skólanum í vetur, en tónleikahald er jafnan ríkur þáttur í skólastarf- inu. Á einum tónleikanna voru ein- göngu flutt íslensk verk. Nemend- ur komu einnig fram utan skólans við ýmis tækifæri. Miðsvetrarpróf fóru fram í jan- úar og um leið voru foreldradagar haldnir. Foreldradagarnir hafa mikla þýðingu, þeir efla tengsl skólans við heimilin og á sama hátt er mikilvægt hversu vel að- standendur nemenda sækja tón- leika skólans. Skólanum lauk með vorprófum og árlegu vornámskeiði fyrir börn. Vornámskeiðið var haldið til kynn- ingar á forskólanáminu og sóttu það 55 börn. Skólastjóri Tónlistar- skóla Kópavogs er Fjölnir Stefáns- son. (Frcttatilkynning) Verð frá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. 0) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Triumfili VORLINAN KAUPF. BORGFIRINGA BORGARNESI FMMIA mm ÉLANDSMEE'mRAMÓT 1993. FJMIAMHAKEPPM veróu r haldin laugardaginn 8. júnf 1991 og er hún sú fyrsta af Þremur sem gefa stig til fslandsmeistaratitils. fe4M« \dKi / félagsmióstöðinni Ársel, sími 671740. þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en kr. 200 fyrir 15 ára og yngri. tmmme-wto 3:1.12 ára og yngri, II. 13 til 15 ára, III. 16 ára og eldri. K0PT með leióarlýsingum fást vió greióslu Þátttökugjaldsins. KíPPfMF 16 ára og eldri eru skyldugir til aó keppa meó hjálma og Þeim tilmælum er beint til yngri keppenda aó gera slíkt hið sama. KFPPNtN hefst kl. 14.30 vió Veióihús SVFR í Ellióárósum. ■ sm/cTAmm - B® BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA FÁLKINN HVELLUR G.Á. PÉTURSSON MARKIÐ HREYSTI ÖRNINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.