Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 39

Morgunblaðið - 05.06.1991, Side 39
var hann fljótur að ná sér aftur eftir þau veikindi. Ekki verður hér rakinn æviferill og ættir Árna, það verða margir aðrir til þess. Margar góðar minningar um samveruna með Árna koma upp í hugann og þær mörgu ánægju- stundir er við áttum í veiðiferðum okkar og þá. er Miðíjörðurinn efst í huga. Árni var mjög slunginn veiðimaður og veiddi oft vel, en þó var honum ávallt efst í huga að veiðifélagar hans veiddu líka. Oft kom það fyrir að hann hætti veiðum á stað sem gaf vel til að láta aðra, sem minna eða ekkert höfðu veitt, taka við og eyddi hann oft dijúgum tíma að liðsinna öðrum og gafst ekki upp fyrr en úr hafði ræzt hjá þeim. Árni og Sigríður hafa alltaf átt fallegt heimili og hefur verið mikill gestagangur hjá þeim. Sú mikla gestrisni og hlýja sem streymdi frá þeim gagntók alla. Lífið heldur áfram hjá öðrum, en mikill söknuður situr eftir, ekki síst hjá börnunum okkar, sem þótti svo mikið til Árna frænda koma og Erna litla, sem alltaf kallaði hann Árna afa. Elsku Sigga, Sigrún og Kristján, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð og megi Guð veita ykkur styrk til að mæta sorginni. Erna og Halldór Friðriksson Á miðvikudagskvöld 29. maí 1991 hringir síminn og mér er tjáð að hann Árni sé fallinn frá. Mig setti hljóðan. Þrátt fyrir áfall fyrir um einu og hálfu ári hafði Árni náð sér furðu- vel og hafði í mörgu að snúast og átti_ svo margt eftir ógert. Árni var giftur móðursystur minni og milli heimilanna voru alla tíð mikil samskipti. Árni var allra manna hugljúfi og voru börn honum hugleikin. Alltaf hafði Árni gaman af því að veltast og hnoðast með lítinn snáða og endalaust var hægt að biðja hann að gera einu sinni í viðbót. Fyrir ærslafullan ungan dreng var fátt eins skemmtilegt og að heimsækja Siggu og Árna. Vináttan við þau skipar stóran sess í æskuminning- unni og skiptir þá ekki máli hvort hugsað er til heimsókna á heimili þeirra, þar sem alltaf var tekið vel á móti gestum, eða bíóferða í bíóið þeirra, þar sem leyndardómar sýn- ingarsalarins voru forvitnum aug- um opnir. Seint gleymast þeir tímar sem við Árni eyddum saman marga aðfangadaga, en það var venja að Árni keyrði út mikið _af pökkum fyrir Austurbæjarbíó. Ég var svo heppinn að fá að fara með Árna í þessar ferðir og fátt var skemmti- legra en að keyra um í Bronco í snjókomu og byl og sendast með jólapakka eins og alvöru jólasveinn. Heimili þeirra hjóna var alltaf gott að heimsækja, gestrisni mikil, glað- værð og hlýja. Bílar og veiðiskapur voru Árna mikið yndi og var gaman að hlusta og taka þátt í þeim við- ræðum því fáir vissu meira um þau mál en hann. Á hinum síðari árum var oft mikið spáð og spekúlerað yfir myndum og bæklingum að hin- um rétta bíl, en Árni kynnti sér vel allt sem hægt var að grafa upp. Mig langar með þessum orðum að þakka fyrir þá miklu hlýju sem ég varð aðnjótandi á heimili þeirra hjóna. Elsku Sigga, Kristján, Sigrún og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Friðrik St. Halldórsson Árið sem hann Árni fæddist var ég yngsta barnið í Laugarnesi og naut óskiptrar athygli eldri systkina minna og þeirra fullorðnu. Það var árið 1924. Árið áður hafði Kristján, elsti bróðir minn, flutt inn í litlu kvist- íbúðina með ungu, fallegu konuna sína, hana Díu, og nú 24. júlí var sú stund upp runnin að frumburður- inn skyldi í heiminn borinn. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 39 Það var mikill erill í húsinu. Eim- ur af soðnu vatni, angan af sótt- varnarefnum, líni og sápu. Síðan var karlmönnunum úthýst, þar á meðal mér. Þannig urðu fyrstu kynni mín af þessum nýja frænda, ijarlæg til- finning fyrir því að eitthvað stór- kostlegt væri að gerast. Nú var ég ekki lengur sá sem athyglin beind- ist óskipt að, og ef til vill var ekki laust við að mér fyndist framhjá mér gengið, þegar mamma fór að -hampa þessum litla hnoðra og kjá framan í hann, með hálf kjánaleg- um tilburðum að mér fannst. En þrátt fyrir að mér yrði augljóslega gert að deila kjörum með þessum nýborna einstaklingi um langa framtíð, fékk ég staðfestan þann grun minn að kraftaverk hefði gerst. Þegar ég fór að skoða þessa mannveru, með hrafnsvart hár við föla kinn og undurfögur augu, klædda í drifhvítt lín með ísaumi og blúndum, varð fyrsta breytingin á samskiptum okkar. Mér fannst þarna vera nýtt leikfang við mitt hæfí, og nú varð ég ekki aðeins afskiptur, heldur einnig óvinsæll um hríð. Þegar stundir líða verða fjögur ár ekki mikill aldursmunur, og fljót- lega varð með okkur góður félags- skapur og jafnræði sem entist fram á þennan dag, þótt leiðir okkar hafi legið til ólíkra átta. Árni Þor- grímur fór ungur í Verzlunarskól- ann og lauk þaðan prófi 1942. Faðir Árna, Kristján Þorgríms- son frá Laugarnesi, hafði þá ásamt fleirum stofnsett Austurbæjarbíó í Reykjavík og gerst þar forstjóri. Árni kom fljótt til starfa hjá fyrir- tækinu, fyrst sem sýningarmaður og hægri hönd föður síns. Árið 1950 kvongaðist Árni Sig- ríði Sveinbjarnardóttur og eign- uðust þau tvö börn, Sigrúnu Elín- borgu og Kristján. Sigrún Elínborg giftist Eggert Atlasyni og eiga þau eina dóttur, Elínu Sigríði, en áður átti Sigrún Árna Heimi, Ingólfsson Guðbrandssonar. Kristján kvongað- ist Sigríði Þórhallsdóttur, og eiga þau þijú börn, Þórhall Árna, Árna Þorgrím og Söru Katrínu. Samband þeirra feðga, Kristjáns og Árna, var mjög náið. Þeir nutu samvista bæði í starfi og leik. Sam- an höfðu þeir róið til fiskjar, ásamt Ragnari Þorgrímssyni og fjórða manni, þegar óhamingjan dundi yfir. Það var sumarið 1952 að þeir sátu og dorguðu á lítilli kænu á Rauðaráivík. Skip braut bát þeirra og Kristjáni varð ekki borgið. Árni hélt honum lífvana í fangi sér af ótrúlegu þreki og karlmennsku, allt þar til þeir voru dregnir upp í ann- an bát, og þá fyrst var ljóst að Kristján var látinn. Þessi heljar- byrði var svo þung, að Árni bar hennar aldrei bætur að fullu. Tvítuga konan hans, hún Sigga, annaðist mann sinn í veikindunum sem á eftir fóru á þann hátt sem aðeins ástin blíð og mannkærleikur- inn fá áorkað, og eftir ótrúlega skamman tíma varð hann þess megnugur að taka við starfi föður síns sem forstjóri Austurbæjarbíós og því starfi gegndi hann þar til bíóið var selt, árið 1987. Allir þeir fjölmörgu sem átt hafa viðskipti við Árna í Austurbæjarbíói munu bera honum þá sögu að hann hafi verið traustur maður, nákvæm- ur í viðskiptum og umfram allt heiðarlegur. Konan mín starfaði árum saman við þýðingar og samn- ingu myndtexta hjá Austurbæj- arbíói. Þegar hún heyrði lát Árna varð henni að orði: „Árni var besti vinnuveitandi sem ég hefi haft, — að undanskildum föður hans“. Móðir Árna, Arnbjörg Árnadótt- ir, lifir son sinn í fagurri elli, umvaf- in ástúð systkina hans og fjöl- skyldu. Nú verður skilnaðurinn ekki umflúinn. Fari vel, frændi og vinur. Gestur Þorgrímsson frá Laugarnesi. Fleiri greiimr um Árna Þ. Kristjánsson bíða birtingar — þærmunu birtast næstu daga. Móðir okkar, t GUÐMUNDA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hjálmholti, Hraungerðishreppi, sem lést 30. maí, verður jarðsungin frá Hraungerðiskirkju föstu- daginn 7. júní kl. 14.00. Börn hinnar látnu. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR ERLENDSSON, Hringbraut 78, Reykjavík, er látinn. Jarðarfqrin hefur farið fram. Ragnar Erlendsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR ÓLAFSSON, Stóru-Tungu, Dalasýslu, andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 27. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Staðarfellskirkju laugardaginn 8. júni kl. 14.00. , , Ólafur Pétursson, Erla Ásgeirsdóttir, Agnes Pétursdóttir, Jóhann Pétursson, Einar Pétursson, Kristrún Ólafsdóttir og barnabörn. Lokað Fyrirtæki okkar verður lokað frá kl. 12.00 á hádegi í dag vegna jarðarfarar ÁRNA ÞORGRÍMS KRISTJÁNSSONAR. Marco hf., Langholtsvegi 111. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RANNVEIG HANSÍNA GUNNARSDÓTTIR, Sogaveg116, sem andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 28. maí, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. júní kl. 13.30. Bjarni Hermannsson, Kristín Bjarnadóttir, Sigurður Hafsteinsson, Áslaug Bjarnadóttir, Þórir Steingrímsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Ólafur Jensson og barnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður og afa, STEFÁNS JÓNSSONAR, Kleppsvegi 58. Ragna Jóhannsdóttir, Stefanía Björg Stefánsdóttir, Guðni Stefán Pétursson. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför GEIRS ARNESEN efnaverkfræðings. Ása Valdís Jónasdóttir, Jón K. F. Geirsson, Sigrún Hjartardóttir, Margrét Geirsdóttir, Gísli Guðmundsson, Jónas Halldór Geirsson, Nína Sigríður Geirsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, DANÍELS FRIÐRIKSSONAR bifvélavirkjameistara, Akranesi. Benóný Daníelsson, AinaDam, Haraldur Daníelsson, Ingigerður S. Höskuldsdóttir, Margeir Danfelsson, Unnur G. Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför STEFÁNS Þ. SIGURJÓNSSONAR, Brautarlandi 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A-6 Borgar- spítalanum. Aðalbjörg Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, ÁSMUNDAR JÓSEPSSONAR frá Stóru-Reykjum í Fljótum, Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki. Eiríkur Ásmundsson, Hulda Magnúsdóttir, Hreiðar Ásmundsson, Gyða Svavarsdóttir, Guðmundur Ásmundsson, Thora Ásmundsson, Lúðvfk Ásmundsson, Gréta Jóhannsdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföö- ur, afa og langafa, KRISTJÁNS HALLDÓRSSONAR húsasmíðameistara, Einilundi 6c, Akureyri. Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, SigríðurSigurðardóttir, Halldór Kristjánsson, Kristfn Magnússon, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Sigurjón N. Ólafsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Sigurður Valdimarsson, Sigurveig Kristjánsdóttir, Pétur Jóhannsson, Helena Kristjánsdóttir, Rögnvald Erlingsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hinrik Kristjánsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Unnar Þór Lárusson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.