Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 35

Morgunblaðið - 05.06.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 35 Framleiðsla á 700.000 tonnum af áli á ári TWh/ári 10,4 Framleiðsla á vetni til annarra eldsneytisþarfa íslendinga en á bíla og flugvélar 9,2 Framleiðsla á öðrum raforkufrekum afurðum 3,5 23.1 Samtals manna og útflutningi á raforku. Við eigum nógar orkulindir til að gera þetta allt í senn. Hér er ekki þörf á að velja og hafna. Við eigum margra kosta völ og getum gripið þá eftir því sem tækifærin bjóðast án þess að þeir rekist á. Þessi raforka verður unnin bæði úr vatnsorku og jarðhita. Ég hef gert ráð fyrir að öll helstu virkjunar- svæði vatnsorku hafí þegar hér er komið verið tekin til nýtingar, og helstu háhitasvæði landsins einnig. Skipting raforkuvinnslunnar á vatnsokru og jarðhita gæti verið sem hér segir: TWh % Vatnsorka 31,8 74,0 Jarðhiti 11,1 26,0 Samtals 42,9 100,0 Uppsett afl í raforkukerfínu yrði samtals 5.810 MW, þar af í vatns- afli 3.980 og í jarðhita 1.830 MW. Hér má aftur nefna til saman- burðar að hlutdeild jarðhitans í ra- forkuvinnslu landsmanna er nú 5%. Sú hlutdeild hefði þannig fimmfald- ast 2030. Til þess að flytja alla þessa raf- orku um landið yrði að sjálfsögðu að efla stórlega flutningskerfið. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig það gæti litið út 2030. Til viðbótar núverandi 132 og 220 kV línum hafa komið fleiri 220 kV línur og einnig nýtt spennustig, 400 kV. Myndinni er einungis ætlað að gefa hugmynd um megindrættina; að baki hennar liggur ekki nein eigin- leg hönnun. Eg hef reiknað út hvernig aflstreymið um slíkt flutn- ingskerfi gæti verið. Niðurstöðum- ar eru sýndar á myndinni. Tölurnar tákna MW. Eins og sjá má er afl- streymið mest í austurhluta flutn- ingskerfísins, næst Berufirði, en þaðan er gert ráð fyrir að 2000 MW leggi upp til útlanda. Ekki er ráðrúm til þess hér að ræða í einstökum atriðum hvaða virkjanir kæmu til með að sjá fyrir þessum tæplega 43 TWh á ári. Á myndinni er, auk aflstreymisins og flutningskerfísins, gefið til kynna hvar þessi orka kemur inn á flutn- ingskerfið. í stuttu máli sagt er hér gert ráð fyrir að allir helstu virkjun- arstaðir vatnsorku sem við þekkjum í dag hafí verið virkjaðir þegar hér er komið sögu. Efri og neðri hluti Þjórsár, efri hluti Hvítár, Jökulsám- ar í Skagafírði, Skjálfandafljót við íshólsvatn og Fljótshnjúk, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú (sem hér er gert ráð fyrir að hafí verið virkjaðar hvor í sínu lagi), vötn af Hraununum austan Vatnajökuls, Síðuvötn, þ.e. Skaftá, Hverfísfljót og nálæg vötn, og Markarfljót. Auk þess ýmsar smærri virkjanir í Borg- arfirði, á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og sunnanverðu Austurlandi. Jarðgufuorkuver er gert ráð fyrir að hafí verið reist í Krísuvík-Trölla- dyngju, Henglinum, við Torfajökul, í Öxarfírði og á Þeistareykjum, auk Kröflu og Nesjavalla. Hér eru ekki taldar þær vatnsaflsstöðvar sem nú er um það bil verið að bytja á. Ætla má að sölutekjur af raforku í heildsölu og til stórnotenda yrðu nálægt 45 milljarðar króna á ári á núverandi verðlagi. í því sambandi er vert að minna á að vatnsaflsvirkj- anir eru venjulega afskrifaðar á 40 árum en endast með hæfilegu við- haldi upp undir 100 ár eða lengur. Þegar kemur fram á síðari hluta 21. aldar og stöðvarnar sem reistar voru á fyrri hluta hennar hafa ver- ið afskrifaðar, gætu hreinar tekjur þjóðarbúsins af þessari nýtingu vatnsorkunnar verið um eða yfir 30 milljarðar króna á ári. Afskrifuð vatnsaflsvirkjun er gullnáma sem á sér fáar hliðstæður. Jarðgufustöðv- ar er venja að afskrifa á 30 árum, en ekki er komin reynsla á hve lengi þær endast umfram þann tíma. Þó má ætla að þær geti enst í nokkurn tíma umfram 30 ár. Bætist þá við áðurnefnda töiu samsvarandi ávinn- ingur af jarðhitanum þannig að nettó-ávinningurinn á síðari hluta 21. aldar gæti vel numið milli 30 og 40 milljörðum króna á ári á núverandi verðlagi. Það er að vísu langt að bíða eftir þessum ávinn- ingi. En hugsum okkur að forfeður okkar og formæður snemma á þess- ari öld hefðu skilið okkur eftir þvílíka tekjulind! í efnum er varða nýtingu orku- linda okkar verðum við að temja okkur að „hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum" eins og Stephan G. komst að orði. Og ekki sakar að minnast þess í þessu sambandi að öll þessi orkuvinnsla eykur ekki gróðurhúsa- áhrifin á jörð okkar hið allra minnsta! Það er nærtækt að ræða á þess- um vettvangi þær undirbúnings- rannsóknir sem fram þurfa að fara áður en öll sú orka verður virkjuð, bæði vatnsorka og jarðhiti, sem ég hefi hér talað um. Þess er ekki kostur að fara mikið út í þá sálma, en það gefur auga leið að þar er um mikið verk að ræða sem vinna þarf mörgum árum á undan sjálfum framkvæmdunum, eins og kunnugt er. Fjörutíu ár eru ekki svo langur tími, eða finnst okkur svo mjög langt síðan 1950? Það er því fylli- lega tímabært að fara í fullri alvöru að undirbúa þær framkvæmdir sem til þarf. Þessi undirbúningur er mikið verk. Ætla verður því góðan tíma en draga það ekki fram á síðustu stundu. í samræmi við það er Orkustofnun nú með í smíðum áætlun um sérstakt átak í vatns- orkurannsóknum næstu fimm árin. Haft hefur verið samráð við Lands- virkjun um þann undirbúning. Verkefnið er hugsað sem upphafíð að markvissum undirbúningi undir stórfellda nýtingu vatnsorkunnar í stíl við það sem ég hef hér lýst. Stofnunin hefur einnig í undirbún- ingi hliðstæða áætlun um rannsókn- ir á helstu háhitasvæðunum til und- irbúnings undir nýtingu þeirra til vinnslu á raforku í stórum stíl. Höfundur er orkumálastjóri. Héraðsskólinn á Laugarvatni; Skólastj órahj ón- in láta af störfum VIÐ skólaslit Héraðsskólans á Laugarvatni kom fram að skóla- stjórahjónin, Benedikt Sigvalda- son og Adda Geirsdóttir, láta af störfum við skólann í sumar. Þau hjónin hafa lengi starfað við skólann en láta nú af störfum og flytjast burt af staðnum. Benedikt sleit skólanum, en þetta var 63. árið sem hann er starfræktur. Nem- endur voru 38 í tveimur bekkjar- deildum og luku 19 grunnskóla- prófi. Guðrún Sigríður Sigurðar- dóttir frá Bjarnastöðum í Grímsnesi náði jafnbestum árangri á prófun- um. í Héraðsskólanum á Laugarvatni hafa skipst á skin og skúrir hin síðari ár eins og í flestum örðum héraðsskólum og nemendum fækk- að stöðugt. Síðastliðin vetur var hafinn undirbúningur að öflugra samstarfi Menntaskólans að Laug- arvatni og Héraðsskólans með auk- inni samnýtingu húsnæðis og kennslukrafta, en hugsanlegt er að skólarnir verði sameinaðir síðar meir. Fjölsóttir minningfartónleikar Syðra-Langholti. AÐ KVÖLDI hins 29. maí voru haldnir tónleikar á Fjúðum til minningar um Sigurð Ágústsson tónskáld frá Birtingaholti. Fimm kórar ásamt einsöngvurum fluttu tónlist eftir Sigurð. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum flutti ávarp og minnt- ist listamannsins.. Kiwaniskórinn svo og sameinaðir kirkjukórar Hruna- og Hrepphólasókna sungu undir stjórn Heiðmars Jónssonar. M-hátíðarsamkór. uppsveita Árnes- sýslu vestan Hvítár söng undir stjórn Jónínu Kristinsdóttur, undir- leikari Guðríður Steinunn Sigurðar- dóttir. Þá söng Signý Sæmunds- dóttir tvö lög eftir tónskáldið við undirleik Guðrúnar Steinunnar Sig- urðardóttur. Þá flutti Kór Lang- holtskirkju Þjóðhátíðarkantötu sem Sigurður samdi í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar við texta Guðmundar Daníelssonar og var frumflutt á Þjóðhátíð Árnesinga árið 1974, stjórnandi Jón Stefáns- son. Einsöngvarar voru Signý Sæ- mundsdóttir og Þorgeir Andrésson, Morgunbladið/Siguróur Sigmundsson Kiwaniskórinn á Flúðum syngur undir stjórn Heiðmars Jónssonar. undirleikari var Guðríður Steinunn Sigurðardóttir. Að lokum sungu allir kórarnir saman hið hrífandi lag Árnesþing sem Sigurður samdi við« Vísur gamals Árnesings eftir Eirík Einarss'on frá Hæli og er nú prðinn einskonar þjóðsöngur okkar Árnes- inga. Sigurfinnur Sigurðsson, einn sjö barna þeirra Sigríðar Sigur- fínnsdóttur og Sigurðar Ágústsson- ar, flutti þakkir fyrir hönd fjölskyld- unnar. Mikið ijölmenni sótti þessa minn- ingartónleika og var mál manna að þeir hefðu tekist vel. Sigurður Ágústsson lést 12. maí á 85. aldursári. Hann var jarðsettur frá Hrepphólakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni þann 17. maí. - Sig. Sigm. enn meiri háttar 0STATILB0Ð Nú eru það siuurostarnir: Pakki meö 3 dosum af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum. Áður kostuðu 3 dósir um kr., IIÚ 372 kr.* Einnig iéttostur, 3 dósir í pakka, sem kostaði áður unou466"kr., nú 349 kr.* Um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilvalið í ferðalagið og siiiiiarbúslaöinn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.