Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 05.06.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 Hamingjudagar heilsuhælisins? Kristínn Snæland Fái leigubílstjórar lækkun að- flutningsgjalda ætti taxti leigubíla því ekkert að breytast, nema sú lækkun næmi meira en þeim 14% sem taxtinn er nú of 'lágur. eftir Huldu Jensdóttur Sú óverðskuldaða árás, sem gerð hefur verið síðustu daga á Heilsu- hælið í Hveragerði og starfsfólk þess hefur varla farið fram hjá mörgum enda með ólíkindum. Og tæplega hefur dulist hversu frétta- flutningur allur er hlutdrægur, órökstuddur í æsifréttastíl og upp- lýsingar allar villandi. Birtar eru myndir af leiguhúsnæði sumra, með dylgjum um óeðlileg hlunnindi á sama tíma og ekki er sagt orð um bústaði, laun eða hlunnindi sumra annarra, sem koma þó sterklega við sögu þessa leiðinda máls. Allir íslendingar sem komnir eru til ára sinna og hafa fylgst með þróun náttúrulækningastefnunnar á íslandi vita hvílíku Grettistaki hún hefur lyft til bættara mannlífs og betri heilsu. Engin hreyfing, engir einstaklingar hafa komið slíkri byltingu til vegar sem náttúr- ulækningastefnan, hún er undan- fari þeirrar heilsubylgju sem nú gengur yfir. Þrautalaust hefur það ekki gengið þótt stefnan sé nú við- urkennd af öllum þorra fólks nema ef vera skyldi af litlum hluta þess fólks, sem ’setti að standa öllum öðrum framar í baráttunni gegn heilsuleysi og sjúkdómum og sem hafa til þess löggilda pappíra. Það stendur ekki til að rekja þróun náttúrulækningastefnunnar á Íslandi í þessum pistli né sögu heilsuhælisins, það vona ég að aðrir geri á verðugan hátt í fyll- ingu tímans. Hinsvegar get ég ekki neitað mér um að nefna upp- hafsins alvöru, sem hófst í brjósti manns, sem þorði að flytja samtíð sinni þekkingu sína og sannfær- ingu, þótt það væri í andstöðu við ríkjandi hefðir og suma starfs- bræður. En „svartur almúginn“ eins og það hét þá, gerði sér fljótt grein fyrir á hvaða leið hann var. Til þess að skilja mál þessa mæta manns þurfti auðmýkt og fordóma- leysi. Það sama þarf í dag, þótt margt hafi breyst í rétta átt. Ef auðmýkt og fordómaleysi er ekki fyrir hendi, ná þessi sannindi í dýpt sinni ekki fram.; Sömu sann- indi af sama meiði sem þau, að sjúklingur sem ekki vill verða heill verður áfram sjúkur hvað sem fyr- ir hann er gert, Heilsuhælið í Hveragerði er minnisvarði um hugsjóna mannvin- inn Jónas Kristjánsson og alla þá fjölmörgu aðra, sem nótt og dag unnu launalaust og án hlunninda til að að koma þeirri lífsvisku til fjöldans, sem Jónas barðist fyrir. Nú hafa þær furður veraldar gerst að skammsýni og trúlega þekking- arleysi sumra sem í háum embætt- um sitja og annarra er sitja örlítið neðar, hefur komið því til vegar að hælið riðar nú til falls eða renn- ur inn í aðrar risa samstæður kerfisins, samkv. ábendingum sumra, og hverfur þannig með öllu ef af verður og þar með glæstur minnisvarði og göfugt starf stór- huga fólks. Vert er að minna á í þessu samhengi það sem allir vita, að ísl. ríkið fjárfestir ekki í neinu sem gefur slíkan arð sem góð heilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir í þá veru. Því skýtur skökku við þegar forráðamenn ríkisins virðast ekki hafa vilja né innsæi til að skilja sauðina frá höfrunum í þessu máli né sjá hvar kreppir að í raun. Væri ekki ráð að þessir ágætu herrar (því karlmenn eru það) drifu sig á hælið í föstu til að hreinsa dulítið til í líkamstetrinu eða fara á grasafæði „fisklaust“ til þess að skerpa hugsunina og fá blóðþrýst- inginn örlítið niður, engin aðferð er betri, og nota tímann að auki til þess að kynnast stofnuninni og starfseminni í heild. Þá kæmust þeir að því með hraði að uppkomið mál er hrein skemmdarstarfsemi, sem og mundu þeir sjá að útilokað er að reka stofnun sem gerir kröf- ur á þeim daggjöldum sem hælinu er úthlutað. Óneitanlega hlýtur sú spuming að gerast áleitin við slíkar uppá- komur, hvort viðskilnaður við ríkis- kassann og kerfið væri e.t.v. af hinu góða fyrir hælið og framtíð þess, þótt svo virðist e.t.v. ekki í fljótu bragði. I annan stað gæti það hugsast að tíminn nú sé ein- mitt sá rétti til þess að forráða- menn hælisins geri sér grein fyrr að þrátt fyrir að margt gott hafí óumdeilanlega gerst og áunnist á liðnum árum, hefur hælið eigi að síður verið á fleygiferð út úr þeim ramma sem því var ætlað af stofn- endum þess. Hælinu var ætlað að vera menntastofnun fyrir þá sem vildu taka upp nýja og heilsusam- lega lífshætti, nýjan lífsstíl með breyttu mataræði m.m. Hælinu var ætlað að vera athvarf þeirra sem töldu að breytt mataræði, nudd, böð, gönguferðir og sitt hvað fleira gæti hjálpað þeim í heilsufarsleg- um erfiðleikum þeirra. Hælið átti aldrei að verða sjúkrahús sem stát- aði af því eins og nú er gert að 177 sjúklingar, ekki dvalargestir, heldur sjúklingar, séu á hælinu og því óforsvaranlegt að reka það nema með mörgum læknum, þar af 2 yfírlæknum. Dagurinn í dag er að sjálfsögðu framhald gærdagsins. Svo virðist sem forráðamenn hælisins hafi í það minnsta um tíma misst sjónar á tilgangi hælisins og forsendu. í stjórn hælis og félags hefur alltof oft verið fólk, því miður sem engan áhuga hefur haft fyrir náttúru- lækningastefnunni og að auki for- svarsfólk ráðið verið til hælisins, sem þaðan af síður hefur haft áhuga. í kjölfar þessara þversagna hafa einnig verið ráðnir læknar til hælisins sem ekki hafa haft minnsta áhuga fyrir náttúrulækn- ingastefnunni sem slíkri og sumir jafnvel fordæmt hana sem kukl ... í framhaldi er eðlilega spurt. Hvers vegna sækja læknar um störf við hælið, sem ekki hafa áhuga fyrir stefnu þess. Svarið er augljóst. í annan stað, hvers vegna leyfa for- svarsmenn hælisins að því sé að hluta til breytt í sjúkrahús þvert gegn stefnu þess og tilgangi. Slíkt gat að sjálfsögðu ekki stýrt góðri lukku til lengdar. Nú er gullið tækifæri að hrista rykið af rugl- inu, svo það sjáist og færa hælið til upphafsins með eða án ríkis- styrks, svo sem verða viss. Hætta að stækka hælið útum tún, mela og móa en hlúa þess í stað að því serti er og opna upp á gátt fyrir það fólk sem hefur áhuga fyrir því sem á að gerast samkvæmt uphaf- legri stefnumörkun í mataræði í lífrænni ræktun, í fræðslu _og í meðhöndlun, í stað þess að setja inn fólk, sem ekki óskar eftir að vera á slíkum stað og á því heima annarstaðar þar sem það getur fengið hamborgarana sína og grillsteikurnar. Fjöldi fólks tæki því fegins hendi að koma á hælið, fá að gista þar lengri eða skemmri tíma til að njóta frábærs fæðis hælisins og sundlaugar og/eða til hvíldar og uppbyggingar á góðum stað. Annar stór hópur fólks tæki því einnig fegins hendi að fá að koma þar samkv. eigin ósk til þess að fá læknismeðferð, leiðbeiningar og þjónustu til samræmis við las- leika þess og vanlíðan. Þannig yrði starfsemi hælisins margþætt og færð til upphafs síns og skilaði þeim árangri sem því var ætlað og bjargaði um leið þessari ágætu stofnun frá því að verða bákn sem drukknaði í sjálfu sér. Sá ljóti leikur sem fram fer þessa daga er með ólíkindum, sér í lagi þegar haft er í huga að allt á þetta að byggjast á náungakær- leik, ást og umhyggju fyrir skjól- stæðingunum. Slíkt hlýtur að telj- ast meira en lítið fjarstæðukennt þegar litið er til þeirrar staðreynd- ar að stéttarfélag þeirra aðila sem hafa komið þessum leiðindum af stað telur sig hafa vald til að gera fólk brottrækt og réttindalaust ef og þegar það er að gera skyldu sína gagnvart skjólstæðingum sín- um og eigin samvisku. Svo virðist þessa stundina sem viðkomandi stéttarfélag hiki ekki við að not- færa sér það vald ef kostur er, með þeim afleiðingum að virt stofnun og mjög þörf verður óstarfhæf, fjöldi fjólks tapar vinnu með hörmulegum afleiðingum fyrir fjölskyldur þeirra og venslafólk svo og til óbætanlegs tjóns fyrir heilt byggðarlag. Við skulum vona að þarna sé á ferð blinda sem tekst að lækna hið bráðasta svo ekki hljótist verra af, ella taki stjórn- völd í taumana. Við skulum vona eftirKristin Snæland I frétt Morgunblaðsins þann 18. maí sl. um nýja stjórn í Frama, félagi leigubílstjóra á höfuðborgar- svæðinu, sagði Sigfús Bjarnason, nýkjörinn formaður félagsins, að fengist lækkun á aðflutningsgjöld- um leigubifreiða, þá kæmi lækkun á taxta leigubifreiða til greina. Þetta er reginfírra eða misskiln- ingur enda sagði Sigfús Bjamason á framhaldsaðalfundi Frama þann 23. maí sl. að blaðamaðurinn sem viðtalið tók hefði snúið máli sínu algerlega við. Núverandi gjaldskrá er um 14% lægri en vera ætti. Astæðan er sú að inni í taxtanum er niðurfelling aðflutningsgjalda sem leigubílar nutu fram til ársins 1986. Þessa niðurfellingu fengu leigu- bílstjórar í stað hækkunar á taxta á sínum tíma. (Þá var tími verð- stöðvunar.) Þessi niðurfelling sem nam um 14% af taxta féll niður 1986 eins og áður sagði. Til þess að leiðrétta taxta sinn, sem er nú um 14% of lágur, þurfa því leigubílstjórar ann- aðhvort 14% hækkun taxtans eða lækkun aðflutningsgjalda sem því nemur. Hulda Jensdóttir „Sá ljóti leikur sem fram fer þessa daga er með ólíkindum, sér í lagi þegar haft er í huga að allt á þetta að byggjast á náungakær- leik, ást og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum.“ að málið leysist farsællega öllum til hagsbóta. Við skulum einnig vona að Alþingi íslendinga láti rannsaka hið bráðasta hvort vald- svið stéttarfélaga sé með eðlilegum hætti og hvort íslendingar njóti í raun þeirra mannréttinda að vera þeir sjálfir. Höfundur er fyrrverandi forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. GARÐASTÁL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Höfundur er leigubílsljóri. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? FóAu aftur þitt eigið hór, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum bando- riskra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjó EURO CLINIC Ltd. Raðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi -Sími 91-641923 ó kvöldin - Sími 91-642319. Gjaldskrá leigubíla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.