Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 160. TBL. 82.ARG. SUNNUDAGUR 17. JULI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Golli Hugað að leiði í Búðakirkjugarði MIKLAR lagfæringar hafa verið gerðar á kirkjunni og kirkju- garðinum á Búðum á síðasta áratug. Kirkjuna reisti upphaflega sænskur kaupmaður, Bent Lárusson að nafni, um 1702. Hún var rifin þremur áratugum síðar en endurbyggð að minnsta kosti einu sinni. Árið 1984 hófust framkvæmdir við endurbyggingu Búðakirkju en þá höfðu fundist Ijósmyndir og byggingarleifar af kirkjunni eins og hún var eftir endurbyggingu 1851 en árið 1909 fóru fram gagngerar endurbætur á kirkjunni og henni breytt mikið. Lauk framkvæmdum við hana 1986 en við kirkju- garðinn nokkrum árum síðar. Kirkjugarður hefur verið á Búðum frá því í byrjun 18. aldar og eru munnmæli um að orðið hafi að flytja sand til þess að fylla upp hraunkvosina þar sem hann er. Líklegt þykir þó að það sé orðum aukið, þó að vel megi vera að nokkuð hafi orðið að flytja að til að jafna og slétta legstaðina. Norður-Kóreumenn fresta útför Kim Il-sungs fram á þriðjudag Litla stúlk- an fundin Nottingham. Reuter. BRESKA lögreglan skýrði frá því snemma í gærmorgun, að hún hefði fundið hvítvoðunginn, sem kona, sem þóttist vera hjúkrunarkona, rændi af fæðingardeild sjúkrahúss í Notting- ham fyrir hálfum mánuði. Þrennt var í yfirheyrslu í gær vegna ránsins á litlu stúlkunni, Abbie Hump- hries, en hún fannst í Nottingham- skíri. Virtist ekkert ama að henni en farið var með hana á sjúkrahús þar sem foreldrar hennar endurheimtu hana. Barnsránið vakti gífurlega athygli í Bretlandi og lögreglan sparaði ekk- ert til i leitinni að konunni, sem rændi Abbie aðeins fjögurra stunda gamalli. Er hollustan heilsusamleg? NÝLEGAR rannsóknir á áhrifum mik- ils kólesteróls í blóði leiddu ótvírætt í ljós, að það eykur likur á hjartasjúk- dómum en það, sem kom á óvart, er, að of lítið kólesteról eykur líkur á að fólk deyi voveiflegum dauðdaga. Bandarískir fræðimenn bentu á þetta samhengi fyrir fjórum árum en þeir komust að því, að þeir, sem fengu lyf við kólesterólmagni í blóði eða voru á heilsufæði svokölluðu, voru líklegri en aðrir til að verða fyrir slysum, of- beldi, áföllum ýmiss konar og að stytta sér aldur. Nú hefur bandarískur vís- indamaður sýnt fram á þetta sama með tilraunum á öpum. Er kenning hans sú, að lítið fitumagn í blóði séu skilaboð um, að hart sé í ári og lífsbar- áttan því harðari. Viðbrögðin séu auk- in árásargirni og hjá mönnum getur það birst í aðgæsluleysi, til dæmis í akstri, og í ögrandi framkomu, sem aftur leiðir til ofbeldis. í alklæðnaði af hundinum EKKI er óalgengt, að fólk láti mála mynd af gæludýrinu sínu og stundum er það jafnvel stoppað upp að loknum hérvistardögunum en nú geta þeir, sem vilja, einnig klæðst sama feldinum og kötturinn þeirra, hundurinn eða kanínan. Það gera þeir með því að klippa til dæmis köttinn reglulega, safna saman hárunum og koma þeim síðan til breskrar konu að nafni Pam Gardner. Hún sér þá um að gera úr þeim peysu, jakka eða aðra flík. Segir hún, að á þessu sé vaxandi áhugi enda er ekki ólíklegt, að böndin milli hunds og manns verði enn nánari en áður þegar báðir eru i sama búningi. Hugsanlegt að óútkljáð valdabarátta sé ástæðan Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu tilkynntu í gær, að útför „Leiðtogans mikla", Kim II- sungs, hefði verið frestað í tvo daga og færi fram á þriðjudag. Var það sagt nauðsyn- legt vegna mikils fjölda syrgjenda en emb- ættismenn í Suður-Kóreu telja líklegra, að ástæðan sé óútkljáð valdabarátta í landinu. í yfirlýsingu frá norður-kóresku útfarar- nefndinni sagði, að syrgjendunum, sem vildu líta hinn látna leiðtoga hinsta sinni, fjölgaði stöðugt og því væri óhjákvæmilegt að fresta útförinni um tvo daga. Kom tilkynningin mjög flatt upp á Suður-Kóreumenn og var boðað til skyndifundar í ríkisstjórninni til að ræða það, sem hugsanlega byggi að baki. „Það er mjög óvanalegt, að útför leiðtoga í kommúnistariki sé frestað," sagði suður- kóreskur embættismaður í stjórnarstofnun, sem hefur með samskiptin við Norður-Kóreu að gera. „Þótt borið sé við miklum fjölda syrgjenda grunar okkur, að ástæðan sé bar- átta um völdin í landinu." Sumir sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu telja, að frestun útfararinnar sé runn- in undan rifjum Kim Jong-ils, sonar Kim Il-sungs, sem vilji nota það andrúmsloft sorg- ar og saknaðar, sem nú ríki í landinu, til að treysta sig betur í sessi sem arftaka föð- ur síns. Norður-kóreska sjónvarpið hefur sýnt myndir af fólki, sem er svo yfirkomið af sorg að það ræður sér varla. Rífur það í hár sitt og ídæði og ber höfðinu við jörðina. Kim Jong-il heilsuveill? Leyniþjónusta Suður-Kóreu telur sig geta ráðið af ýmsu, að Kim Jong-il sé ekki heill heilsu en flestir telja samt víst, að hann muni taka við sem leiðtogi. Sl. þriðjudag sagði útvarpið í Pyongyang, að hann hefði „forystu fyrir flokknum, ríkinu og hernum" en engin opinber tilkynning hefur verið gef- in út um að hann muni verða leiðtogi. AKKILESARHÆLL LÝÐRÆÐISINS UMSVIF 0 UTANKVÓTA lö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.