Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ichiroo Ozawa ritar bók um breytingar á stefnu japanska ríkisins JAPÖNSKU forsætisráðherrarnir Hosokawa og Hata ásamt Ozawa. Madurinn á bak viö t jöldin eftir Benedikt Stefánsson í Tókýó. EITT af sérkennum japansks brúðuleikhúss, bunraku, er að þrír svartklæddir menn stjórna hverri brúðu á sviðinu. Áhorfandinn horfir á brúðuna en getur ekki leitt hjá sér stílhreinar og agaðar hreyfíngar stjórnendanna. Japönsk stjórnmái virðast oft á tíðum lúta sömu lög- málum. Forsætisráðherra kemur fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en áhorfendur vita mætavel að hin- ir eiginlegu valdhafar leynast bak við tjöldin. Að mati flestra sem fylgjast með japönskum stjórnmál- um hefur Ichiroo Ozawa verið mað- urinn á bak við forsætisráðherra umbótaflokkanna, Morihiro Hosok- awa og Tsutomu Hata. í haust verður gefin út á Vestur- löndum í enskri þýðingu bók sem Ozawa gaf út í Japan fyrir þing- kosningarnar á síðasta ári undir heitinu „Áætlun um endurskipu- lagningu Japans“. Bókin er að mati margra ein metnaðarfyllsta áætlun sem starfandi þingmaður hefur lagt fram um breytingar á stjórnarháttum og stefnu japanska ríkisins síðari ár. Til þess að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd þarf Ozawa að ná lykilstöðu í stjórnmálum landsins. í því skyni hefur hann unnið sleitulaust aÁþví að sameina umbótaöfl á þingi í eitt bandalag. Aðspurður hefur Ozawa neitað því að hann ætli sér síðar embætti for- sætisráðherra. Þessi fullycðing hef- ur ekki verið vefengd, því þótt Ozawa vilji auka vöid embættisins hefur hann sjálfur kosið að leika hlutverk þess sem forsætisráðherra á allt að launa. VaWatafl í flokki frjálslyndra Japanskir fjölmiðlar gripu fyrst til enska orðsins „kingmaster" eða þess sem drottnar yfir konunginum til að lýsa veldi Kakuei Tanaka, eins vinsælasta stjórnmálamanns landsins eftir seinna stríð. Tanaka lét af embætti forsætisráðherra árið 1974 í kjölfar mútuhneykslis sem kennt er við Lockheed-flug- vélaverksmiðjurnar. Seinni hluta áttunda áratugarins vann hann hinsvegar hörðum höndum að því að endurheimta fyrri stöðu innan Ftjálslynda lýðræðisflokksins. Masayoshi Oohira, Zenku Susuki og Yasuhiro Nakasone sem fóru með embætti forsætisráðherra á árunum 1978-87 áttu allir Tanaka stólinn að launa. Þegar Nakasone neyddist til að láta af völdum afhenti hann höfð- ingja valdamestu fylkingarinnar innan flokksins, Noburo Takeshita, embætti forsætisráðherra. Takesh- ita var flæktur í Recruit-mútumál- ið, hrökklaðist því frá tveimur árum síðar en afhenti lærisveini sínum, Sosuke Uno, embættið. Sá sagði af sér tveimur mánuðum síðar eftir að flokkurinn beið afhroð í kosning- um til efri deildar þingsins. Takesh- ita, sem nú var orðinn „kóngsdrott- inn“ í flokknum færði Toshiki Kaifu embættið. Eftir kosningarnar 1992 raðaði Takeshita-fylkingin sér hins- vegar að baki Kiichi Miyazawa. Síðastliðið sumar kom til upp- reisnar í þingflokki Fijálslyndra lýðræðissinna. Stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu í þing- inu, hópur stjórnarþingmanna klauf sig úr flokknum og tryggði fall stjórnar Miyazawa. Umbótasinnar taka völdin Áhrifamesti þingmaðurinn í hópi uppreisnarmanna var. Ozawa, sem hóf feril sinn í ftokknum undir hand- arjaðri Tanaka og gekk síðar Tak- eshita á hönd. Ozawa hafði látið af stuðningi við Takeshíta og fór fyrir hópi umbótasinnaðra þmg- manna. Þegar klofningur kom upp í flokknum síðastliðið sumar beið hann ekki boðanna og stofnaði ásamt Tsutomu Hata og 42 þing- mönnum Endurreisnarflokkinn. Að kosningunum loknum stóðu þrír flokkar undir forsæti fyrrum þingmanna Fijálslynda lýðræðis- flokksins uppi sem sigurvegarar, Endurreisnarflokkurinn, Nýflokkur Morihiro Hosokawa og Framheiji undir forystu Masayoshi Takemura. Þeir mynduðu stjórn ásamt Siðgæð- isflokknum og sósíalistaflokkunum þremur, undir forsæti Hosokawa. Endurreisnarflokkurinn var frá upphafi leiðandi afl í samsteypu- stjórninni. Fyrstu merki þess hversu háður Hosokawa var leiðsögn og völdum Ozawa voru vinslit hans og Takemura, en þeir höfðu verið nán- ir samheijar. Fljótlega fóru ráðherr- ar og þingmenn stjórnarflokkanna að kvarta opinberlega undan ofríki Ozawa. Ozawa leikur af sér Um áramót tók að halla undan fæti. Þingmenn Fijálslynda Iýðræð- isflokksins sóttu að forsætisráðherr- anum úr öllum áttum vegna vafa- samra lánaviðskipta. Hosokawa sagði af sér í apríl og Hata, formað- ur Endurreisnarflokksins, var kjör- inn forsætisráðherra í þinginu. En sama dag og Hata átti að taka við embætti lék Özawa slæman afleik. Ozawa hafði lengi stefnt að því að sameina umbótasinna í einum flokki. Eftir að Hata hafði tryggt sér stuðning sömu flokka og áður mynduðu samsteypustjórnina beið Ozawa ekki boðanna. Fjölmiðlum var tilkynnt að aðilar samsteypu- stjórnarinnar, að sósíalistum und- anskildum, hefðu myndað kosn- ingabandalag. Tomiichi Murayama formaður Sósíalistaflokksins brást ókvæða við og tilkynnti samdægurs að þiagmenn flokksins Iétu af etuðningi við stjórnina. Minnihlutastjórn Hata var ekki spáð langlífi, enda féll hún í lok júní þegar Sósíalistaflokkurinn hafði lýst stuðningi við vantrausts- tillögu Frjálslynda lýðræðisflokks- ins. Eina von umbótasinna var að laða sósíalista aftur til fylgis við stjórnina. Þegar það mistókst sneri Ozawa sér til Kaifu, sem var tilbú- inn að segja skilið við Fijálslynda lýðræðisflokkinn. Samsteypustjórn- in studdi Kaifu til embættis forsæt- isráðherra en Fijálslyndir hölluðu sér að Murayama og fóru með sig- ur af hólmi. Stjórn Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Framheija þykir slíkur óskapn- aður að einum þingmanni varð að orði að Ozawa hefði ekki getað gert betur til að stuðla að sundr- ungu. Sameining flokkanna markmiðið Þegar samsteypustjórnin var mynduð réð Ozawa meira en 120 þingmönnum. 'Að þessu leyti stóð hann fyllilega jafnfætis Tanaka og Takeshita þegar þeir voru á hátindi frægðar sinnar. Staðan er í megin- atriðum sú sama og á valdatíma þeirra, þá fór baráttan fram milli fylkinga innan Fijálslynda lýðræð- isflokksins en nú hafa sumar fylk- inganna stofnað eigin flokka. Oddvitar stjórnarandstöðuflokk- anna hafa komið saman undanfarna daga til viðræðna um myndun kosn- ingabandalags á nýjum forsendum. Helsti ásteytingarsteinninn virðist enn vera hræðsla fyrrum samstarfs- flokka við metnað og áhrif Ozawa. Nýflokkur Hosokawa leitar nú hóf- anna um stofnun smærra bandalags án þátttöku Endurreisnarflokksins hjá Sameinuðum lýðræðissinnuðum sósíalistum og hópi þingmanna sem klufu sig úr Fijálslynda lýðræðis- flokknum fyrr í vor. Ozawa hefur hinsvegar lagt snörur sínar fyrir Kaifu, sem hann hefur boðið for- mennsku í bandalaginu og þá þing- menn Fijálslynda lýðræðisflokksins og Sósíalistaflokksins sem hafa ver- ið hallir undir stefnu umbótasinna. Japanskir kjósendur virðast tví- stígandi í afstöðu til Ozawa. Hug- myndir hans um umbætur í stjórn- og félagsmálum falla í góðan jarð- veg, en baktjaldamakk hans vekur gremju margra. Ozawa er í senn fulltrúi fortíðar og framtíðar, áhrifamaður sem forðast sviðsljósið en ætlar sér aðalhlutverk í mótun lands og þjóðar. Sú staða sem nú er komin upp í japönskum stjórn- málum á sér enga hliðstæðu síðast- liðin 40 ár. Þrátt fyrir að Ozawa hafi mótað nýjar leikreglur er ljóst að hann hefur ekki séð fyrir endann á þessari skák. Gluggad i bók Oiawfl Japanar þurfa aó axla meiri ábyrgd í BÓKINNI „Áætlun um endur- skipulagningu Japans", lýsir Ichiroo Ozawa þeirri skoðun sinni að löngu sé tímaþært að Japanar axli þá ábyrgð sem fylgir því að vera annað stærsta efnahagsveldi heims. Hann tel- ur tímabært að endurskoða 9. grein stjórnarskrárinnar sem bannar aðgerðir japanskra her- sveita á erlendri grund, þannig að þær geti tekið fullan þátt í starfsemi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Einnig vill Ozawa styrkja samstarf Japans og annarra Asíuríkja, til að tryggja velsæld og frið í álfunni. Hann leggur þunga áherslu á samvinnu Bandaríkj- anna og Japans á sviði örygg- is-_og efnahagsmála. I bókinni lýsir Ozawa þeirri skoðun að Japanar búi í senn við ofstjórn embættismanna og dugleysi stjórnmálamanna sem hafi í reynd firrt sig ábyrgð á stefnu ríkisvaldsins. Aukið sjálfstæði einstaklingsins og frelsi til athafna er að mati Ozawa ein af forsendum þess að Japan geti orðið „eðlileg þjóð“ eins og hann kemst að orði. Embættismenn við stjórnvölinn Ozawa telur að ráðherra í japönsku ríkisstjórninni sé ekki annað en leppur embættis- manna sem hann á að stjórna. Hann tekur því undir þá full- yrðingu margra erlendra sér- fræðinga um málefni Japans, að embættismenn fari í reynd með stjórn landsins. Ozawa vill auka Völd forsætisráðherra og jafnframt ábyrgð á stjórnar- stefnunni. Ákvarðanir verði að taka í fámennum hópi á æðstu stöðum, í stað þess að hvert ráðuneyti fylgi eigin stefnu án leiðsagnar ríkiastjómarínnar eða ferystu ráðherra. Ozawa ver lokakafla bókar- innar til að útskýra fimm stefnumál sem stjórnmálamenn verði að trygjga framgang á næstu árum. Efst á blaði er að draga úr áhrifum og að- dráttarafli Tókýóborgar, þar næst afnám hafta, lausn undan oki vinnuþrælkunar, og jafn- rétti óháð kyni og aldri. Að lokum vill Ozawa auka vægi einstaklingsins á kostnað stór- fyrirtækjanna sem setið hafa í öndvegi við mótun stefnu í efnahags- og félagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.