Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn UMSVIF, UTAN KVOTA msKsmmotmiF ÁSUNNUDEGI ► JÓN SIGURÐARSON framkvæmdastjóri Fisk- afurða hf. er fæddur í Reykjavík 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1972, prófi í efnaverkfræði við Danmarks Ingeniör Akademi 1977 og námskeiði í stjórnun við International Management Institute í Genf 1984. Hann varð framkvæmdastjóri Plastein- angrunarhf. 1977-79, aðstoðarframkvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, sútunar, 1979-80 og fram- kvæmdastjóri sömu deildar 1980-85. Framkvæmda- stjóri Álafoss hf. 1987-89 og Fiskafurða hf. frá 1989. eftir Guðna Einarsson Jón Sigurðarson hefur haslað sér völl í fiskviðskiptum utan kvótakerfisins og náð þar eftirtektarverðum árangri. Hann er brautryðjandi í verslun með sjófrystan fisk af rússneskum togurum. Þeir eru fáir, að minnsta kosti hér á landi, sem hafa viðlíka reynslu og Jón í viðskiptum við Rússa. í viðskiptum við Rússa skipta persónuleg tengsl miklu máli, að sögn Jóns. Hann á margar viðskiptaferðir til Rússlands að baki og næsta ferð hans þangað verður sú sextugasta á fjórtán árum. Jón fór fyrst í austurveg í verslunarer- indum á vegum SÍS og átti þá við- skipti við ríkisverslunina, seldi málningu, ullarvörur og mokka- skinn. Nú eru þessi tvö stórveldi, Sambandið og rússneska ríkisversl- unin, liðin undir lok. Hin síðari ár hefur Jón farið til Rússlands á veg- um Fiskafurða hf. í þeim erindum að kaupa fisk og semja um þjón- ustu og viðgerðir á rússneskum skipum á íslandi. „Lítið-stórt“ fyrirtæki Fyrirtækið Fiskafurðir hf. var stofnað 1981 af Pétri Péturssyni forstjóra og tengdaföður Jóns Sig- urðarsonar. Jón segir að Fiskafurð- ir hf. sé eitt margra „lítilla-stórra" fyrirtækja sem versla með sjávaraf- urðir við hliðina á stóru sölusamtök- unum. „Ég held að þessi minni fyrir- tæki séu nauðsynleg við hliðina á stóru fyrirtækjunum, sem við erum ákaflega hreykin af, og veiti þeim bæði nauðsynlegt aðhald og sam- keppni,“ segir Jón. Skipta má viðfangsefnum Fiskaf- urða hf. í þijú meginsvið. Fyrst er að nefna útflutning á fiskimjöli og lýsi úr loðnu og síld. Lifrarlýsis- vinnsla og útflutningur er annar stór þáttur í rekstrinum. Fyrirtækið á lýsisverksmiðju í Þorlákshöfn og framleiðir meðalalýsi undir vöru- merkinu Eyjalýsi, einnig er lýsi keypt af öðrum framleiðendum. Lýsið er bæði selt úr landi í tönkum og í neytendaumbúðum innanlands og til útlanda. Þriðja rekstrarsviðið snýr að fiskviðskiptum við Rússa. Hjá Fiskafurðum hf. eru unnin sex ársverk og að auki fjögur ársverk í lýsisvinnslunni í Þorlákshöfn. í fyrra var útflutningsvelta Fiskaf- urða hf. tæplega 1,6 milljarðar króna, til viðbótar voru töluverð umsvif vegna rússafísks sem var umskipað hér til annarra landa. Fiskafurðir hf. urðu fyrstar til að kaupa sjófrystan fisk af Rússum hingað til lands árið 1992. Rússar hafa haft þann háttinn á að hausa, slægja og heilfrysta bolfísk um borð í frystitogurunum. Þessi vinnsluað- ferð hentar prýðilega fyrir frekari vinnslu í landi. Innflutningur á físki sem unninn er með þessum hætti hefur vaxið og skapar vinnu fyrir Qölda fólks hér á landi. „Við vissum að Norðmenn voru farnir að stunda þetta í stórum stíl og á sama tíma var verið að skerða kvótann," segir Jón. „Mér fannst augljóst að íslend- ingar ættu að kaupa fisk af Rússum til að nýta framleiðslutækin sem hafa verið vannýtt hér á landi.“ Fiskafurðir hf. keyptu í fyrra um 7.000 tonn af rússaþorski. Hann var að hluta seldur hér á Iandi og að hluta annarra landa, mest til Kanada. Það eru fleiri en Fiskafurðir hf. sem höndla með rússaþorsk, enda er hér um að ræða vöru sem er auðseljanleg á alþjóðlegum mark- aði. Fiskafurðir hf. eiga milliliðalaus viðskipti við rússnesku útgerðirnar og það heyrir til undantekninga ef keypt er í gegnum umboðsaðila í öðru landi. Fiskafurðir hf. hafa rússneskan túlk í hlutastarfi til að auðvelda samskiptin. „Ég tel að þegar til lengri tíma er litið hafí Islendingar afar mikið að sækja í þessi viðskipti við Rússa og álít að við eigum að efla okkar viðskipti við þá eftir mætti,“ segir Jón. „Okk- ar aðalkeppinautar verða Norð- menn en við eigum að vera ófeimn- ir við þá samkeppni. Þegar kemur að veiðum höfum við meira að kenna Rússum en nokkur önnur þjóð. Við erum afkastamiklir veiði- menn og kunnum að veiða á norð- lægum miðum.“ „Þegar ég skipti um starfsvett- vang og fór að vinna við sjávarút- veg vildi ég ólmur nýta mér þekk- ingu mína á Rússlandi og sambönd sem ég hafði þar. Það hittist svo vel á að einmitt á sama tíma urðu viðskipti frjáls þar í landi,“ segir Jón um tildrög þess að hann fór að kaupa rússafisk. Rússneskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum stórtækustu einkavæðingu sem sögur herma. Að sögn Jóns hefur meira verið einkavætt í Rússlandi undanfarin tvö ár en á liðnum ára- tug á Vesturlöndum. Viðskiptalífíð er að slíta barnsskónum og stendur að ýmsu leyti völtum fótum. Við- skiptalöggjöf á borð við þá sem veitir íslensku viðskiptalífi aðhald er ekki enn til í Rússlandi. Af þess- um sökum segir Jón að fyllstu að- gát verði að hafa í öllum viðskipt- um. Aðalviðskiptavinir hans eru í Murmansk og hafa reynst traustir og áreiðanlegir. í Murmansk ríkir meiri stöðugleiki en í stóru borgun- um sunnar í landinu þar sem að- skiljanlegar mafíur reyna að sölsa undir sig viðskiptalífið. Allt stendur þetta til bóta að sögn Jóns. Hann leggur áherslu á að Rússland muni láta til sín taka í vaxandi mæli á flestum sviðum viðskipta. Því sé mikilvægt fyrir íslendinga að byggja upp traust sambönd í Rússlandi og efla jákvæð samskipti. Jón sá að fiskviðskiptin mátti þróa enn frekar báðum aðilum til hagsbóta. „Rússnesku fiskiskipin voru á ýmsan hátt vanbúin miðað við vestrænar kröfur, veiðiafköst minni og meðferð hráefnisins í ýmsu ábótavant.“ Jón segir að Rússar hafí verið fljótir að átta sig á samhengi vörugæða og verðs á fijálsum fiskmörkuðum. Frá því 1992 hafí orðið mikil framför hjá þeim varðandi meðferð hráefnisins og hreinlæti um borð í skipunum. Hann samdi við viðskiptavin sinn í Murmansk um að greiða hluta físksins með endurbótum og við- gerðum á togurum útgerðarinnar hér á landi. I fyrra voru vinnslu- dekk endurnýjuð og færð til nútíma- tækni í fímm togurum, var Stál- smiðjan í Reykjavík fengin til að annast breytingarnar. Þetta verk kostaði alls tæpar 2,5 milljónir doll- ara (170 milljónir kr.). Barentshaf - f sland Jón segir að sífellt fleiri frystihús séu farin að vinna rússaþorsk og nokkur byggi alla vinnslu sína á honum. Markaðurinn fyrir tvífryst- an fisk ræður vaxtarmöguleikunum en hann þróast býsna ört. Þessi viðskipti hafa þróast á þann veg að hafnar eru reglulegar siglingar með sjófrystan fisk af miðunum norður í Barentshafi og til íslands. Fiskafurðir hf. hafa tekið á leigu rússneskt flutningaskip, Alexandr- itovíj, í þessum tilgangi og er það nú á leið til landsins í sinni þriðju ferð með yfír 300 tonn af fiski. Með þessu vinnst að veiðiskipin sleppa við langa siglingu og geta keypt ódýrari olíu í Noregi eða heimahöfn en fæst hér. Þessar sigl- ingar skapa einnig meiri festu og tryggja jafnt framboð hér á landi af rússaþorski að sögn Jóns. íslendingar hafa ekki nýtt þenn- an físk til salfískvinnslu í neinum mæli en Jón segir að Norðmenn hafi saltað óhemju mikið af rússa- þorski og notað hann til að taka af okkur saltfískmarkaði. Þarna verðum við að spyrna við fótum. Hann vonar að íslenskir saltfisk- verkendur geti tekið verulegt magn af rússafíski í verkun og selt á sín- um mörkuðum. Stórveldi í sjávarútvegi Rússar eiga stóra landhelgi í Barentshafi og mikil fiskveiðirétt- indi. í ár mega þeir veiða þar 330 þúsund tonn af þorski, 60 þúsund tonn af ýsu og ótakmarkað af rækju. Miklir möguleikar eru van- nýttir á grunnslóð því Rússar eiga lítinn bátaflota. Togaraflotinn er kominn til ára sinna og saman- stendur að mestu af stórum skipum sem hugsuð eru til úthafsveiða. Þannig eru aðeins fá skip undir 55 metra lengd. „Rússland á eftir að verða stórveldi á bolfískmörkuðun- um. Nokkur ár til viðbótar verða þeir hráefnisútflytjendur og við eig- um að notfæra okkur það á meðan það varir, en líkt og við ætla þeir að þróa veiðar sínar og vinnslu, bæði á sjó og landi,“ segir Jón. „Þeir verða samkeppnis- eða sam- starfsaðili okkar. Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að hafa mikið samstarf við Rússa. Við eigum að reyna að taka þátt í upp- byggingu þeirra með því að flytja út þekkingu okkar á veiðum og vinnslu, vélar og tæki. Við eigum einnig að hjálpa þeim að komast inn á markaðina eftir því sem þetta þróast hjá þeim.“ Jón segir að það þýði ekkert að hugsa á þeim nótum að ekki eigi að hjálpa mögulegum samkeppnisaðilum. „Þeir munu komast þetta á endanum, þótt leið- in verði grýtt, það er farsælla að að styðja þá en standa hjá.“ Rússar hafa haldið togurum sín- um til veiða um öll heimsins höf. Meðan ráðstjórn var við lýði fór aflinn til neyslu innanlands en nú er orðin breyting á. „Þeir eru tölu- vert miklar fiskætur," segir Jón. „Staðreyndin er hinsvegar sú að þeir hafa ekki lengur efni á að borða allan þennan dýra físk. Nú vilja þeir selja dýrari tegundirnar og kaupa í staðinn ódýrara sjávarfang. Neysluvenjur þeirra eru líka tiilu- vert aðrar en okkar. Mörgum Russ- um finnst merkilegra að borða síld en þorsk og ef þeir geta í ofanálag aflað sér gjaldeyris með því að skipta þorski fyrir síld þá er þetta kjörið fyrirkomulag. Þetta er eigin- lega kjaminn á bakvið viðskiptin með rússaþorskinn." Jón segir Rússa vilja fá að kaupa físktegundir á borð við loðnu og síld „yfir borðstokkinn" við ísland. Þá er afli veiðiskipa færður beint um borð í vinnsluskip og unninn þar. Fyrir þetta vilja Rússar greiða með bolfiski sem yrði unninn frekar hér. Jón segir Rússa eiga töluverð viðskipti af_ þessu tagi bæði við Norðmenn, Ira og Skota. „Eflaust eru þeir til sem mótmæla þessu á þeirri forsendu að verið sé að taka f ) i I i r ! ! [ í í I I í i í t i ! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.