Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 25- , SKOÐUIM aði og húsum hvar sem litast er um í landinu, jafnvel miðað við þann afla úr sjó, sem einu sinni var, hvað þá nú. Af sjálfu sér leiðir að afkoma fyrirtækja í þessum greinum er mjög slæm, nema þeirra sem stjórn- að hefur verið af fyrirhyggju, út- sjónarsemi og raunsæi, þannig að þeim hefur nýst fyrirgreiðsla hins opinbera við greinina. Stjórnmála- áhrif þessarar greinar, ekki síður en landbúnaðar, hafa verið og eru þjóðinni dýr. * Staða útvegsins og stjómmála- áhrif hans og svo harðdrægni sjó- manna lýsa sér meðal annars í því, að laun verkamanna til sjós eru margföld á við lægstu laun verka- manna í iðjurekstri í landi, þ. á m. í fiskvinnslu. Laun til sjós, þar á meðal við fískvinnslu á hafí úti, em þar á ofan niðurgreidd úr ríkissjóði með skattaívilnunum. * Samskipti aðila á vinnumark- aði hafa undanfama áratugi og allt fram á síðustu ár ráðist án þess að umtalsvert tillit væri tekið til greiðslugetu eða afkomu atvinnu- rekstrar eða opinberra aðila. Kjörin vom jafnan bætt einhveijum árum áður en efnahagslífið í rauninni fékk risið undir þeim og samstaða var ekki um að hygla þeim sem minnst bám úr býtum. Þessi aðferð kom launþegum ekki að sök meðan þenslan sá þeim fyrir störfum sem misstu vinnuna þegar atvinnurekst- ur leið undir lok. Núna em lengri tíma áhrif þessarar aðferðar komin í ljós í atvinnuleysinu. * Áhrifavaldar í samfélaginu, sem fínna sig í aðstöðu til, taka einstök mikilvæg fyrirtæki, at- vinnugreinar og opinbera þjónustu í gíslingu til að knýjá fram vilja sinn um kjaramál, án tillits til nokk- urs annars. * Halli ríkissjóðs er mikill og hefur verið viðvarandi lengst af röska tvo áratugi, þannig að skuld- ir ríkissjóðs og ríkisstofnana hafa hækkað nánast linnulaust og meir en tífaldast á þeim tíma sem liðinn er frá 1971. Hin mikla og vaxandi iánsfjárþörf ríkissjóðs, sem í aukn- um mæli var hin síðustu ár beint að innlendum lánamarkaði, hefur gefíð fjárfestum - ekki síst lífeyris- sjóðum - færi á að stórhækka ávöxtun fjármuna sinna. Vegna ónógs peningalegs spamaðar hefur afleiðingin verið stórhækkuð vaxta- byrði allra skuldara í landinu. * Ríkið hefur undanfarna ára- tugi fjárfest tugi milljarða króna í langskólagöngu þúsunda ungra ís- iendinga. Þessi árin á þessi fjárfest- ing í vaxandi mæli að vera að skila arði í þjóðlífinu. Þá ber svo við að kyrrstaðan í atvinnulífínu og aðhald að opinberri starfsemi valda því að vaxandi fjöldi þessa fólks finnur sér ekki störf við hæfi og sest að erlend- is eftir langt og dýrt nám. Oft er þar um að ræða þá sem eru snjall- astir og best menntaðir. Upptalning af þessu tagi gæti verið lengri, en hér verður staðar numið. Ástæður þeirrar stöðu mála í ýmsum greinum, sem hér hefur verið drepið á, eru það sem áhrifa- valdamir í þjóðfélaginu hafa af góðum hug eða glópsku gert eða ekki gert eftir atvikum. Minnst af því er háð nokkmm tilviljunum eins og veðurfari eða sjávarafla. Þessi atriði em þess vegna einfaldlega viðfangsefni eða vandamál til að greina og leysa með hliðsjón af þeim meginmarkmiðum sem geta orðið almennt viðurkennd í samfé- laginu sem eftirsóknarverður hluti af framtíðarsýn þess. Hlutverk stjórnmálamanna Stjómmálamenn, sem bjóða sig fram og em kosnir til að hafa for- ystu um að móta og setja samfélag- inu markmið, eiga að sannfæra al- menning um ágæti þeirra markmiða og leiða hann í áttina að þeim. Þeim ber einnig að hafa forystu um að greina vandamál samfélagsins og leysa þau með þeim hætti sem meiri hluti borgaranna sættir sig við. Þetta er flókið og vandasamt „En hvuó þorf þó til oð ollor oðror greinor atvinnulífsins geti samhliðo úiveginum voxið til oð toko við því fólki, sem nú leitor ón órongurs oð störfum og þó ekki síður þeim þúsundum sem innlendir og erlendir skólor munu skilo í voxondi mæli inn ó vinnumorkoðinn ú komondi órum?" starf, ekki síst hina síðari áratugi, þegar áhrifavöldunum í þjóðfélag- inu hefur fjölgað og þeim vaxið fisk- ur um hrygg, jafnvel svo að sumum þeirra líðst að beita samfélagið yfír- gangi í krafti aðstöðu sinnar eða einfaldlega ofbeldis. Forystumenn í stjórnmálum sem vilja rísa undir því nafni verða að sinna þessum verkum. Þeir verða að beita sér og þeirri aðstoð og meðulum sem þeim eru tiltæk til að móta sýn til framtíðar og nýta aðgang sinn að fjölmiðlum til að fara fyrir almenningi til að sameina hann um slíka framtíðarsýn. Þetta er mikilvægt ekki síður en hin sí- felldu og sjálfgefnu átök við hvers- dagsmálin smá og stór. Onóg framtíðarsýn fyrir samfé- lagið og ómarkviss og ósamstæð aðkoma hinna stjómmálalegu áhrifavalda að ýmsum þeim vanda- málum sem stuttlega voru rakin hér að framan eru á góðum vegi með að tæra undirstöðuna undan viðunandi og mannsæmandi mann- lífí í þessu landi. Undanhaldið er fyrir löngu hafið og það er mikil skammsýni ásamt með oftrú á þorskinn ef menn halda að hann einn sé sú undirstaða sem vantar um þessar mundir. í hnotskum emm við að fást hér við markmiðið sem svo oft og viða hefur verið sett fram um að allir borgarar samfélagsins, sem til þess eru færir, geti haft atvinnu við hæfí til að framfleyta sér og sínum. Því markmiði hefur undanfarna áratugi ekki tekist að ná nema við sífellda þenslu- og verðbólguþróun, stórskaðlega fyrir allt atvinnulíf og af því súpum við seyðið núna. Við höfum í raun allan þennan tíma keypt okkur stundarfrið frá at- vinnuleysinu með sífelldri skulda- söfnun og fjárfestingu í miklu af óarðbærum eignum. Að því kom að nægilega margir af áhrifavöldunum i samfélaginu sáu að lengra varð ekki haldið á þessari braut. Þeim var ljóst að undirstaðan undir talsverðum hluta efnahagsstarfseminnar var fölsk og stóðst ekki til lengdar. Verðbólg- unni var eytt, þenslan hvarf og í kjölfarið fór samdráttur sem að hluta átti rætur sínar til sjávarins en ekki síður í atvinnugreinum í landi. Þar með var víðtækt atvinnu- leysi komið til sögunnar. En hver er sú sýn til framtíðar, sem líkleg er til að snúa samfélag- inu af þessari hættulegu braut og hver er sá lærdómur sem við neyð- umst til að draga af þeirri leið sem við höfum gengið undanfarna ára- tugi? Marksetning Upptalningin og greiningin hér að framan gefur.til kynna að tvö markmið séu mikilvægust fyrir stjórnmálamenn að móta og ein- henda sér í að ná: - að hrekja vexti í landinu niður í neðstu möguleg mörk og - að mynda þann jarðveg sem þarf til þess að atvinnurekstur í landinu, til lands ekki síður en til sjávar, geti verið blómlegur og vax- andi. Fyrra markmiðið hefur þann tví- þætta tilgang að létta undir með skuldugum borgurum samfélagsins og þá ekki síður með atvinnu- rekstri og hvetja hann til arðsamrar fjárfestingar. Síðara markmiðið þarf að fela í sér framtíðarsýn sem fólk getur trúað á um batnandi tíma, eftir- spum eftir starfskröftum fólks og þar með viðunandi atvinnustig. Þessi tvö mikilvægu markmið og leiðirnar að þeim verða nú rædd nánar. Lágmarksvextir Við núverandi aðstæður verður þessu markmiði ekki náð nema hallarekstrinum á ríkissjóði sé eytt og niðurgreiðsla á skuldum hans hafín hægt, en örugglega. Að því marki sem stjómmálaforystumenn á Alþingi treystast ekki til að draga úr ríkisútgjöldum ber þeim að hækka skatta til að ná ofangreindu marki. Höfundur þessa skjals telur flatan skatt á allar tekjur án per- sónuafsláttar á undan álagningu venjulegs tekjuskatts, vera sann- gjarnastan í þessu sambandi. Sára- fá prósent af slíkum skatti mundu skila þeim tekjum sem kynni að vera þörf fyrir. Lækkun vaxta að undanförnu er markverð, en hún á sér stað þrátt fyrir ríkissjóðshallann og er í raun afrakstur stöðnunarinnar og kreppu í atvinnulífi og tilbúinnar aukningar peningamagns. Ávöxturinn af eyðingu halla á rík- issjóði er að sparendur og fjár- magnseigendur, ekki síst lífeyris- sjóðir, stæðu andspænis því, að framboð fjármagns væri orðið miklu meira en eftirspurn og vextir myndu þar með lækka niður í mögulegt lágmark, væntanlega eitthvað neðan við fáanlega ávöxtun erlendis. Þann- ig fengju skuldugir skattgreiðendur að einhveiju marki til baka þá auknu skattbyrði sem á þá væri lögð, kæmi til skattahækkunar, og jafnvel meira til. í leiðinni mundi allur atvinnu- rekstur, sem nú er fjármagnaður með innlendum lánum, bæta hag sinn sem vaxtalækkuninni nemur og þá eftir atvikum geta minnkað tap, aukið hagnað, hækkað kaup og/eða lækkað verðlag. Hliðaráhrif af þessu væru einnig að tekjuskatt- lagning fjármagnstekna yrði ekki eins brýnt verkefni og verið hefur og fjárfesting í hlutafé yrði að til- tölu mjög fýsileg og gæfi færi á að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækja með þeim hætti. Það er vert að árétta að til að ná þessu marki er Iækkun ríkisút- gjalda mun ákjósanlegri en skatt- lagning, en markinu verður skilyrð- islaust að ná. Það hjálpar i þessu sambandi að vaxtalækkunin veldur sjálfkrafa lækkun á vaxtagjöldum ríkisins og minnkar þar með þörfina fyrir skattlagningu. Vöxtur í atvinnulíf Atvinnustig hér á landi verður ekki viðunandi til frambúðar, nema allir áhrifavaldar samfélagsins og þá jafnframt allur almenningur sættist á að atvinnurekstur sé a.m.k. lengst af blómlegur og í vexti. Til þess þurfa fyrirtækin að jafnaði að hagnast hæfílega og fá færi á að byggja upp fjárhagslega burði sína til að geta mætt venjuleg- um sveiflum í viðskiptum án vand- ræða. Umhverfí atvinnufyrirtækj- anna þarf að vera stöðugt og fyrir- sjáanlegt, svo að stjórnendur þeirra geti skipulagt gerðir sínar til lengri tíma. Það séreinkenni íslensks atvinnu- lífs sem truflar þessa mynd eru sveiflur til sjávarins, bæði í afla og verðlagi afurða. Hvorugt verður við ráðið. Þessar sveiflur þarf efna- hagslífið að megna að deyfa, þegar þær ríða yfír. I reynd hafa gerðir, aðgerðajgysi og/eða tímasetningar á ákvörðunum ýmissa áhrifavalda á liðnum áratugum of oft magnað þessar sveiflur og því aukið á vand- ræðin sem þær óhjákvæmilega valda. En hvað sem því líður er ætíð grundvallarmunur á verðmætum þeirra afkasta sem útvegurinn get- ur skilað með nútímabúnaði og verðmætum þeirra afkasta sem at- vinnugreinar í landi geta skilað. Fyrir 1970 var þessi mismunur um áratugi jafnaður með mjög háum tollum á innflutta vöru, en eftir því sem þeir tollar hafa lækkað og að verulegu leyti fallið niður, hefur orðið sífellt ljósara, hvernig at- vinnureksturinn til landsins getur ekki verið blómlegur við aðstæður sem geta dugað útveginum til þokkalegrar afkomu. Aflagjald frá útveginum til þjóð- arinnar fyrir afnot af hinni sameig- inlegu auðlind hennar í hafínu, er þess vegna ekki fyrst og fremst það sanngimismál sem það er heldur forsenda fyrir því að búa megi næstum öllum öðrum atvinnugrein- um í landinu viðunandi jarðveg til blómlegs og þróttmikils vaxtar. Grunnþættir leiðarinnar til að búa til þessa aðstöðu fyrir vöxt atvinnugreinanna í landi eru: 1. Stórfelld gengisfelling krón- unnar, t.d. 20%. 2. Sá tekjuauki útgerðar og fisk- vinnslu sem af gengisfellingunni mundi leiða, umfram það sem hæfi- lega skuldsett og vel rekin fyrir- tæki þyrftu til að mæta hækkuðum vöxtum og afborgunum af erlend- um skuldum og erlendum aðföng- um, yrði tekinn í ríkissjóð sem afla- gjald af hveiju tonni sjávarafla, deilt út eftir verðmæti og afla- magni t.d. miðað við komandi fisk- veiðiár. Ákjósanlegast væri að afla- gjald yrði til á uppboðsmarkaði, þar sem þeir sem hagkvæmast gera út mundu þá sjálfkrafa ákveða verðið sem þeir sæju sér fært að greiða. Þannig mundi væntanlega hlutur þeirrar útgerðar og fiskvinnslu, sem setjandi er á, ekki rýrna og raunar batna hjá þeim sem fást við full- vinnslu sjávarafla, en sjómenn gætu haldið sínu í samanburði við land- verkafólk. 3. Tekjum ríkissjóðs af aflagjaldi væri varið til að lækka virðisauka- skatt og vega þannig á móti verð- lagsáhrifum innanlands af gengis- fellingunni, jafnframt því sem eins þreps virðisaukaskattur væri inn- leiddur að nýju. 4. Það rými sem hinar nýju geng- isforsendur myndu gefa öllum út- flutnings- og samkeppnisgreinum iðnaðar, ferðaþjónustu og öllum þeim greinum öðrum sem taldar eru upp hér að framan mundi nýtast með margvíslegum hætti. Atvinnu- greinar, sem hangið hafa á horri- minni, gætu blómstrað. Fjöldi at- vinnugreina mundi stórlega bæta samkeppnisstöðu sína, bæta nýt- ingu framleiðslutækja, geta lækkað verð og í fyllingu tímans hækkað þau lágu laun sem margar þeirra greiða af illri nauðsyn. Eftirspurn eftir vinnuafli ætti að aukast og það ætti sjálfkrafa að hafa áhrif á atvinnustig og siðar launastig í ýmsum greinum, en aðgerðimar mættu hins vegar ekki leiða til al- mennra kauphækkana. Þær mundu um sinn rýra kjör um fáein prósent hjá þeim sem hafa vinnu. Það væri framlag þeirra til að búa til atvinnu handa hinum. Áherslan ætti að liggja á því að lækka verðlag þar sem þess er kostur fremur en að hækka kaupgjald. 5. Eftir því sem hagkvæmni - skipulagsbreytinga í sjávarútvegi færi að skila sér og afli að aukast yrði aflagjaldið honum léttbærara og hagnaður þar mundi vaxa. Með vaxandi veiðiheimildum myndu tekjur af veiðileyfagjaldi aukast. Uppboðsfyrirkomulag á veiðileyfum mundi sjálfkrafa eyða þeim mikla ókosti núverandi fískveiðistjórnun- ar að ungir dugnaðannenn komast ekki inn í útgerðina nema til að róa á smábátum. Sagan kennir okkur að útgerðin þarf á slíkri endumýjuri^ ~ að halda. Tekjuaukinn af aflagjald- inu mundi þar á ofan gefa færi á lækkun annarra skatta til ríkisins, bæði beinna og óbeinna, enda er grisjun í fjölskrúðugum skógi tekju- öflunar ríkisins orðin löngu tíma- bær. Lokaorð Að öllu samanlögðu verður að telja afar líklegt að sú nýja veröld viðskiptalífs og atvinnurekstrar á íslandi sem aðgerðir af þessu tagi myndu skapa gæfi þjóðinni færi á að snúa inn á braut vaxtar og vel- gengni S stað þess undanhalds sem sett hefur mark sitt á þjóðlífíð ekki síst atvinnulífíð nú um alllanga hríð. Eins og sakir standa er ekk- ert sem bendir til annars en áfram- haldandi undanhalds, sem rýra mun lífskjörin hægt en örugglega. Þær aðgerðir sem hér era viðraðar mundu líka rýra lifskjör lítillega til skemmri tíma, en jafnframt fela í sér góða von um betri tíð. En til þess að þetta geti gengið, þurfa allir áhrifavaldar samfélags- ins að snúa bökum saman og taka á i sameiningu. Hráskinnaleikur^ sérhagsmunamanna má ekki hafa yfírhöndina í aðkomu hinna ýmsu áhrifaaðila að málinu og vel má vera að einhveijar heilagar kýr verði að þola niðurskurð. Átök Sturlungaaldar fyrr á tíð leiddu til þess að við glötuðum á þeim tima sjálfstæði okkar til Nor- egskonunga. Átök hinnar nýju Sturlungaaldar sem við nú lifum mega ekki leiða til þess að við glöt- um efnahagslegu sjálfstæði okkar, sem við eram á góðum vegi með að gera undir sameiginlegri forsjá áhrifavalda samfélagsins eins og henni hefur verið háttað undan- farna áratugi. Stöðnunin og at- vinnuleysið era til vitnis um það. gg Hér er því þörf sameiginlegra og samhæfðra átaka sem eiga að geta borið ríkulegan ávöxt eftir því sem tímar líða. Hvað sem ágæti þessara hugleið- inga líður, hefur umræðan um at- vinnuleysið verið svo steingeld að það er nauðsynlegt að reyna að beina henni að grandvallaratriðum eins og þeim sem hér hafa verið rædd. Og hver era svo þau grund- vallaratriði í stuttu máli: * Að við höfum búið atvinnuleys- ið til sjálf með okkar eigin gerðum, * að upp úr því fari megi kom- ast með minni háttar fómum um stundarsakir, * að enn lækkaðir vextir séu lyk- ilatriði í þeirri aðgerð, * að liður í lausn vandans sé álagning aflagjalds, sem jafnframt skapar nýjan og fijóan jarðveg fyr- ir næstum allar atvinnugreinar til landsins og *r"að slíkt aflagjald breyti í engu stöðu útvegsins. Raunar mundi það bæta stöðu hans að því er varðar veiðar utan fiskveiðilögsögunnar, sem að sjálfsögðu væru lausar und- an slíku gjaldi. Lausn af þessu tagi hefur áður _ verið viðruð af ýmsum mönnum, en ekki verið vandlega skoðuð og metin eins og tilefni er til. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.