Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 11 tíma og peningum í að kanna og rannsaka. Fyrir 20 árum síðan töld- um við til dæmis að læknavísindin hefðu loks haft betur í baráttunni við smitsjúkdóma. Engum dytti í hug að halda slíku fram í dag. Nægir í þeim efnum að nefna HIV veiruna. Við gerum okkur æ betur grein fyrir því hversu lítið við vitum í raun og veru. í Nesstofu í gær fræddist ég um fyrsta landlækni ykkar, dr. Bjarna Pálsson, sem bar ábyrgð á heilsufari 25 þúsund íslendinga. En þegar við hugleiðum hver staða læknisfræðinnar var á 17. öld og hversu lítið var í raun og veru vitað, hygg ég að réttmætt sé að segja, að hversu góður sem ásetningur dr. Bjarna Pálssonar var, hafi það jafn- vel verið skynsamlegri kostur fyrir hann að halda sig-f ákveðinni fjar- lægð frá sjúklingum sínum, því í raun og veru var það haria lítið sem hann gat gert á þessum tíma til þess að lækna sjúkt fólk! Þótt það hljómi ótrúlega, þá má segja, að al- mennt hafi þetta átt við um lækna og sjúklinga þeirra, allt fram á upp- haf þessarar aldar. í dag vitum við svo miklu meira en í upphafi 20. aidarinnar um uppruna sjúkdóma eins og svo ótal mörg dæmi sanna.“ Nýtt hlutverk læknisins - Hvert verður þá hlutverk lækn- isins, þegar kemur fram á næstu öld, með tilliti til þeirrar öru þróun- ar, sem á sér stað í læknavísindum og hveijar verða hans siðfræðilegu skyldur, í samanburði við það sem nú er? „Við þurfum á skipulagi að halda, þar sem allir eru sáttir við og viður- kenna, að þeir eru hiuti liðsheildar- innar og geta ekki sinnt læknisstörf- um sínum einir og einangraðir. Störf lækna verða í auknum mæli fram- kvæmd með þeim hætti, að hópar sérfræðinga starfa saman, þar sem sérhver sérfræðingur gerir sér grein fyrir því að það er ekki einungis hans sérfræðiþekking sem skiptir máli, heldur mengi þeirrar sérfræði- þekkingar sem fyrir hendi er í sér- fræðihópnum, og þannig verði hægt að veita hveijum einstaklingi árang- ursríkustu Iæknisþjónustuna. Þann- ig þarf hver sérfræðihópur á ákveðn- um framkvæmdastjóra að halda, sem lítur á það sem höfuðskyldu sína, að tryggja að hópurinn starfi náið og vel saman og tryggi þannig hámarksárangur. Þegar spurt er um siðfræðilegar skyldur lækna í framtíðinni, þá er ekki hægt um svör, því álitamál eru ótal mörg. í framtíðinni á heilbrigð- isgeirinn eftir að takast á við ýmis siðfræðileg vandamál. Þessu til skýr- ingar nefni ég, að nú erum við fær um að veita ýmsa læknisþjónustu í þágu sjúklinga, sem er svo kostnað- arsöm, að hún er ekki veitt öllum. Það er siðfræðilegt spursmál hvernig eigi að velja hvetjir eigi að njóta slíkrar þjónustu. Því er tjl dæmis þannig háttað í Bretlandi að velferð- arkerfið greiðir ekki fyrir „gerfi- nýra“ hjá sjúklingum sem eru eldri en 60 ára. Þessi úrskurður er byggð- ui' á siðfræðilegu mati. Siðfræðilega spurningin er sú, hversu mikinn þátt þú vilt taka í því að greiða fyr- ir læknisþjónustu sem ég þarf á að halda. Vissulega eru það ekki lækn- arnir sem ákveða reglu sem þessa, en þeir verða að koma við sögu, við ákvarðanatökuna, þó að hún sé fyrst og fremst af pólitískum toga.“ Siðfræðileg vandamál „Það eru alls konar siðfræðileg vandamál sem blasa við læknum í dag, ekki síst vegna þróunar þeirrar þekkingar sem við höfum aflað okk- ur á erfðavísum og litningum. Flest- ir líta þannig á, að mannshugurinn sé afsprengi mannsheilans, manns- heilinn afsprengi litninga og hugar- starfsemin þannig framleiðsla litn- inganna. Ef við snúum þessu við, getum við sagt: litningar eru hugar- framleiðsla, ekki bara orðið, heldur litningarnir sjálfir. Þeir eru efnasam- band, sem við getum framleitt og við framleiðum. Þessi framleiðsla okkar er enn á frumstigi, en í síauknum mæli getum við framleitt litninga og komið þeim fyrir þar sem við kærum okkur um. Það sem áður var aðeins til sem fræðilegur möguleiki, er nú mjög svo framkvæmanlegt, og slíkt vekur upp margar siðfræðilegar spurningar, svo sem þessa: Huntington sjúkdómurinn er erfðasjúkdómur - taugahrörnunar- sjúkdómur sem leiðir til dauða. Með- ganga hans er löng og hann brýst ekki fram fyrr en sjúklingurinn er kominn á fimmtugs- eða sextugsald- urinn. Nútímatækni og þekking á geninu sem sjúkdómnum veldur, gerir það hins vegar að verkum, að hægt er að greina sjúkdóminn þegar á fóstur- stigi. Hvað er þá til ráða? Þetta er auðvitað geysilega stór siðfræðileg spurning. Akveður þú fóstureyð- ingu? Við erum ekki enn komin á það stig, að við getum skipt á þess- um litningi og heilbrigðum. En verði niðurstaðan sú að fóstureyðing sé ákveðin, þá verðum við um leið að horfast í augu við það, að við getum verið að eyða Mozart framtíðarinnar. Annað dæmi er það, að við getum með greiningu fundið genið sem veldur bijóstkrabbameini hjá um 5% sjúklinga, þegar í bernsku. Líkur þess að þeir sem hafa þetta gen fái síðar á ævinni bijóstkrabbamein eru á milli 85% og 90%. Hvert er þá siðfræðilega vandamálið þarna, kannt þú að vilja vita. Jú, greiningin og meðferðin í bernsku er kostnaðar- söm. Á að leggja í þann kostnað, til þess að bjarga um 5% væntanlegra bijóstkrabbameinssjúklinga frá sjúkdómnum, eða alla vega, að draga úr líkum þess að sjúklingurinn fái bijóstkrabba, með forvarnaraðgerð- um?“ - Ertu þeirrar skoðunar að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hveiju sinni, geri sér ekki fulla grein fyrir þýðingu rannsóknar- og þró- unarstarfs almennt og því séu fram- lög til slíkra vísindastarfa ekki meiri en raun ber vitni? „Tvímælalaust. Það skortir stór- lega á að nægilega sé fjárfest í vís- indum. Stofnanir, ríkisstjórnir, og samtök, sem bregðast þeirri skyldu sinni að fjárfesta í þróunar- og rann- sóknarstarfi, eru á sjálfstortímingar- braut. Fyrir þróun vísinda, ekki síst læknavísindanna, er öflugt rann- sóknar- og þróunarstarf grundvall- aratriði. Þeir sem stýra því hvert fjármagnið rennur, verða að gera sér ljóst að „Lærdómur er nafn dags- ins í dag“. (Learning is the Name of the Day!) Ég held því fram, að það sé Akil- lesarhæll lýðræðisríkja í dag, að fólkið gerir ávallt kröfu til þess að njóta afraksturs fjárfestinga sinna þegar’í stað, en horfir ekki til fram- tíðar. Það verður að vera fyrir hendi framtíðarsýn, til þess að þeir sem stýra fjármagninu geri sér grein fyrir nauðsyn þeirra fjárfestinga sem þú spurðir um.“ - Dr. Tosteson. Mér skilst að þú hafir átt norskan langafa, svo þú átt ákveðnar rætur hér í norðaustri frá heimkynnum þínum. Ekki get ég skilið við þig, án þess að spytja hvernig þér hefur líkað hér í þessari fyrstu íslandsheimsókn þinni? Hér brosir dr. Tosteson breitt og svarar á dönsku, svo að norræn tengsl hans fari ekkert á milli mála. Hann segir það hafa verið einskonar hátind dönskunáms síns, þegar hann á árum áður var staddur í Kaup- mannahöfn og talaði það sem hann taldi vera hina ágætustu dönsku og Daninn svaraði á danskt'i dönsku: „Svo þér eruð frá íslandi"! Tosteson upplýsir að föðurætt hans sé af norsku bergi brotin og móðurættin frá Wales. „Mér hefur verið tekið hér af mikilli hlýju og einskærum höfðings- skap. í gær skoðaði ég Nesjavalla- virkjun og heimsótti Þingvelli. Mér finnst því sem ég hafi með heim- sókninni til Nesjavalla_ fengið að gægjast inn i framtíð íslands, þar sem hátækni ræður því hvernig þið nýtið orku ykkar á einstæðan hátt og jafnframt hafi ég fengið að kynn- ast pólitískum uppruna þjóðarinnar, með heimsókn minni til Þingvalla. Ég má til með að koma á fram- færi þakklæti fjölskyldu minnar sem ferðaðist hingað með mér, og er al- veg jafnhrifin óg ég eftit1 sín fyrstu kynni af landi ykkar og þjóð.“ Vænlegustu kostirnir tilaðl gera sumarfríið frábært! CMHP-LETTlALDVAGtW HOBBY hjólhýsi Yfir 20 ára reynsla á íslandi skipar Camp-let í öndvegi meðal tjaldvagna. Traustur, stór og ákaflega þægilegur í meðförum. Hobby eru óvenju íburðarmikil og glæsileg heilsárs-hjólhýsi en samt á góðu verði. Opið lau. 10-16 Og sun 13-16 Sýning um helgina! <7ÍSU JÓNSSON HF lsia I Bíldshöfða 14, 112 Reykavík, s. 876644. Umboðsmenn: BSA, Akure.vri: Bflasalan Fell, Egilstöðum og Bilakringlan, Keflavík Af hverju að kaupa notaðan bíl þegar þú getur fengið nýjan Fiat Uno Arctic á lægra verði en marga 2-3 ára gamla bíla af svipaðri stærð? Fiat Uno Avctic Bestu bílakaupin! . Verðkr. 779.000 UNO 45 3D A götuna - ryðvarinn og skráður. Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs ti' 36 mánaða. ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)887620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.