Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 26
r 26 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR MAACK + Gunnar Maack fæddist I Reykjavík þann 14. mars 1954. Hann lést á Landspítalan- um hinn 8. júlí síð- astliðinn. Gunnar var yngsti sonur hjónanna Karls Maack húsgagna- smiðs, f. 15.2. 1918, og Þóru Maack hús- móður, f. 31.10. 1919, d. 2. mars 1994. Gunnar kvæntist 16. sept- ember 1978 eftirlif- andi eiginkonu sinni Eygló Baldursdótur, f. 27.9. 1954, og eignuðust þau tvo syni, Baldur, f. 9.6. 1979, og Karl, f. 9.2. 1983. Eldri bræður Gunnars eru verkfærðingarnir Pétur, f. 1.1. 1946, og Runólfur, f. 15.11. 1949. Gunnar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla Is- lands 1978. Strax að loknu námi árið 1978 hóf hann störf hjá ráðgjafafyrir- tækinu Hagvangi og upp úr því félagi stofnaði hann ásamt þremur samstarfs- mönnum sínum nýj- an Hagvang hf. árið 1986. Gunnar varð framkvæmdasjóri þessa nýja félags og rak það ásamt fé- lögum sínum allt til dauðadags. Sér- grein hans var markaðsrannsóknir og kánnan- ir viðskiptalegs eðlis. Gunnar var mikill útivistarmaður og stundaði stangveiði, ferðalög til fjalla og íþróttir allt þar til hann kenndi sjúkdómsins fyrir fimm mánuðum síðan. Hann keppti og starfaði í skíðadeild KR eins og báðir synir hans gera. Utför Gunnars verður gerð frá Há- teigskirkju á morgun. VIÐ FRÁFALL Gunnars Maeek rifjast upp minningar um kraftmik- inn og spaugsaman vin. Leiðir okk- ar lágu saman í M.H. og í bekk *"Mneð Gunnar innbanborðs myndað- ist engin lognmolla. Stundvísi, dugnaður og lúmskt skop voru megineinkenni hans. Ógleymanleg- ir voru t.d. tímar í vélritun og stjömufræði. Þá var erfitt að segja fyrir um hvort við værum stödd í menntastofnun eða á æfíngu fyrir gamanleikrit. Gunnar var með afbrigðum fé- lagslyndur, léttur í lund og sinnti fjölmörgum áhugamálum. Hann var öflugur íþróttamaður og þá sérstak- ^Mega á skíðum og hafði einstakt lag við að ná upp ijöri á kvöldvökum. Gunnar var liðtækur bridsspilari rh — Krossar á leiði I viSarlit og m Mísmunandi mynsnjr, Sími 91-35929 □bðir. vönduo vinna. og 35735 og það var ekki ónýtt að hafa hann við hlið sér þegar leikið var gegn landsliðsköppum úr öðrum skólum. Á síðari árum sótti hugur hans æ meira í laxveiði og þá gjarnan með fjölskyldunni, en það var ein- kennandi hve vel hún hélt saman. í stúdentsprófunum gengum við í röð að græna borðinu og hvöttum hvor annan til dáða og var það ómetanlegur styrkur. Ég vil að lokum þakka ánægju- lega samfylgd um leið og ég sendi föður hans, Eygló, sonum og skyld- fólki mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Björn Árnason. Ég viðkvæmt man, hvað varstu mér í heimi, Og víst til dauðans aldrei því ég gleymi. (Steingrímur Thorsteinsson.) Það er sérkennilegt að setjast niður og rifja upp liðnar stundir með Gunnari, og minningin er ein- ungis samsetning gleði og þess sem er skemmtilegt. Unglings- og menntaskólaárin voru okkar sam- \ Seilugrandi 7 - Opið hús Falleg og björt 120 fm íb. á tveimur hæðum (3. og 4. hæð). Saml. borð- og setustofa, 3 svefnherb. (mögul. á 4). Suðaustursv. Stæði í bílskýli. Áhv. 5,9 millj. Skipti á minni eign mögul. íb. verður til sýnis í dag, sunnu- dag, frá kl. 14-17. Allar nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. Sumarbústaður, Grímsnesi Til sölu nýr sérlega glæsilegur bústaður sem staðsett- ur er á landi Miðengis, Grímsnesi. Bústaðurinn er 55 fm að grunnfleti auk millilofts 27 fm sem er mann- gengt. Bústaðurinn er fullfrágengin að öllu leyti m.a. er 100 fm verönd, allar innréttingar sérsmíðaðar o.fl. Lóðin er eignarlóð 8.000 fm. Allar nánari upplýsingar veitir: EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA, Hafnargötu 17, Keflavík, símar 92-11700 og 13868. MINNIIMGAR verutími. Lífið virtist vandamála- laust, það þurfti að taka stöðuna á náminu öðru hvoru til að halda þar sjó. Þess á milli var bjástrað við eitthvað ánægjulegt. Og lífið geisl- aði af gleði í kringum Gunnar Maack. Hann var afskaplega mikill hu- moristi, laðaði fram það fyndna og jákvæða í lífinu og deildi því með öðrum. Hann var hraustur, snjall skíðamaður, spilaði vel á gítar og samdi sín eigin lög. Æskuheimili hans var myndarlegt, síðkvöldin í eldhúsinu hjá frú Þóru gleymast ekki, við vorum sísvangir og hlæj- andi. Eins og gengur skildust leiðir á háskólaárum, frekara nám og barnauppeldi tók við. Alltaf var jafn gaman að hittast og rifja upp gömlu góðu árin. í seinni tíð hafði endur- fundum fjölgað þó ekki yrðu þeir nógu margir. Sem fyrr var Gunnar hrókur alls fagnaðar, nú með fal- lega fjölskyldu sér við hlið, Eygló og strákana sína tvo, Baldur og Karl. Það er því napurt að fá ekki leng- ur að njóta Gunnars. Barátta hans við krabbamein var snörp. Kjarkur hans var óbilandi, lífsþráin algjör. Brosið og kímnin á sínum stað, sí- gefandi öðrum af styrk sínum. Gunnar Maack var ímynd heilbrigði og hins góða í þessu lífi. Lao-Tse segir um vöxt dyggðarinnar: „Það sem gróðursett er á réttan hátt verður ekki rifið upp; það verður aldrei á braut borið, það sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðjanna." Við Guðleif þökkum samfylgdina. Okkar hlýjustu hugsanir leita til Eyglóar og strákanna, einnig Kalla og bræðranna í Skipholtinu sem fyrir stuttu misstu Þóru. Góður Guð gefi þeim og okkur styrk. Haraldur Sigurðsson. Komin er kveðjustund, fyrr en nokkurn grunaði. í dag kveðjum við hinstu kveðju kæran vin og samstarfsfélaga til margra ára, Gunnar Maack, aðeins fertugan að aldri. Fram í hugann streyma hlýj- ar minningar, þakklæti fyrir sam- fylgdina og góð kynni sem aldrei bar nokkurn skugga á. Það er erf- itt að horfa á eftir ungum manni í blóma lífsins, sem bæði var góður starfsmaður, vinhollur félagi sem alltaf var hægt að leita ráða hjá og var í senn hugmyndaríkur og drífandi persónuleiki, sem hreif fólk með sér til góðra verka. Kynni okkar hófust fyrir mörg- um árum er við réðumst til starfa hjá Hagvangi hf á mismunandi tímamótum en þar hafði hann starfað frá því að námi lauk í Há- skóla íslands, vorið 1978, þá nýút- skrifaður viðskiptafræðingur. Hjá fyrirtækinu hafði hann því starfað alls í 16 ár er hann lést, lengur en nokkur annar. í byijun vann hann að verkefnum á sviði áætlanagerða og uppgjöra fyrir fyrirtæki, enda mikill áhugamaður um fjármála- stjórnun. En áhugasvið hans var víðtækara og um 1980 tók hann þátt í þróun og gerð viðhorfs-og markaðskannana sem var nýjung hér á landi á þeim tíma og tók dijúgan þátt í erlendu samstarfí við Gallup. Á þessum tíma stýrði hann m.a. einni umfangsmestu könnun sem gerð hefur verið á við- horfum íslendinga til margháttaðra mála, m.a. trúmála. Á þessum árum kynntumst við Gunnari vel í starfí og sáum hversu ábyrgur og traustur starfsmaður hann var. Því var það sjálfgefið, þegar við yfirtókum rekstur Hag- vangs hf um vorið 1986, að hann yrði framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Stjórnunarstíll hans var um margt sérstakur. Hann kom öllum sínum skilaboðum á framfæri skýrt og greinilega, þannig að aldrei lék hinn minnsti vafi á hver hans vilji væri, en tókst um leið að ávinna sér traust og virðingu samstarfs- manna sinna vegna sinnar eigin framkomu í starfi. Við minnumst þannig góðs samstarfsmanns sém var framúrskarandi ósérhlífinn, heiðarlegur og mikill drengskapar- maður. Hann var með afbrigðum talnaglöggur og mikill nákvæmnis- maður í öllum sínum verkum. Fyrst og síðast gerði hann miklar kröfur til sjálfs sín og var öðrum góð fyrir- mynd. Að eðlisfari var Gunnar dul- ur um sínar eigin tilfinningar, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en þó duldist engum að þar fór maður með sterkar tiifinn- ingar. Fáir voru hlýrri og skilnings- ríkari en einmitt hann ef eitthvað bjátaði á hjá þeim sem honum stóðu nærri. Sjálfan sig tók hann mátu- lega hátíðlega og tókst ævinlega að skapa létt andrúmsloft í kring- um sig á vinnustað. Gunnar bar hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd við- horfs- og markaðskannana sem Hagvangur hf. hefur gert og var hann einn reyndasti aðilinn á þessu sviði hér á landi og naut mikillar virðingar fyrir. Á þessum tíma hef- ur hann þróað margar nýjungar á sviði kannana hér á landi og hafði hann einmitt nýlokið einu slíku verkefni fjórum dögum áður en hann lést. Áuk þessa tók hann virk- an þátt í öðrum ráðgjafarverkefn- um sem unnið hefur verið að á vegum fyrirtækisins. Gunnar tók einnig þátt í marg- víslegri starfsemi utan fyrirtækis- ins og má þar m.a. nefna nám- skeiðahald fyrir Stjórnunarfélagið og þátttöku í Spástefnu þeirra, auk fyrirlestra um markaðsrannsóknir í Háskóla íslands og Tækniskóla fslands. Hann sat einnig í stjórn Félags íslenskra rekstrarráðgjafa og undirbúningshópum Verslunar- ráðs fyrir ársfundi þeirra. í vinahópi var hann jafnan hrók- ur alls fagnaðar, greip þá gjarnan í gítarinn og flutti okkur þá lög t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ALFONSSON fyrrv. flugumferðarstjóri, lést föstudaginn 15. júlí. Eyrún Eyjólfsdóttir, Alfons Jónsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Aldís Jónsdóttir, Eyjólfur Kristinn Jónsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útfarir, EIRÍKS MARELSSONAR og SOFFÍU MARELSDÓTTUR, Sigurbjörg Marelsdóttir, Sigurður Marelsson, Már Marelsson, Sigurður Már Hilmarsson, Dóra Þyri Arnardóttir. og ljóð eftir sjálfan sig en hann átti einkar auðvelt með að setja saman texta, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þessar samveru- stundir fyrir utan vinnu átti hann ekki hvað síst þátt í að gera eftir- minnilegar með glaðværð sinni. í einkalífi sínu var Gunnar gæfu- maður. Hann var rnikill íjölskyldu- maður og átti yndislega fjölskyldu sem hann mat mikils og gerði sér far um að vera jafnframt góður og traustur vinur sem og faðir og eig- inmaður. Einstaklega fallegt sam- band hans við foreldra sýndi, að hann hafði notið góðrar æsku og var honum gott veganesti í eigin lífi. Hann var alla tíð mikill íþrótta- maður, skíðaíþróttin skipaði stóran sess hjá ijölskyldunni, og ófáar ferðir fór fjölskyldan í KR-skálann í Skálafelli, enda Gunnar KR-ingur af lífi og sál. Ekki má gleyma lax- veiðiáhuga hans og eru ófáar sög- urnar úr veiðiferðunum sem honum tókst svo vel að lýsa. Hann var alla tíð heilsuhraustur og var varla nokkurn dag frá vinnu sökum veik- inda. Því kom það eins og reiðar- slag er hann greindist með krabba- mein í febrúar sl. Örlögum sínum mætti hann af æðruleysi og sýndi slíkan kjark og viljastyrk í baráttu sinni við sjúkdóminn að aðdáun vakti og var hann fullur bjartsýnj um góðan bata til síðasta dags. í þeirri baráttu naut hann einstakrar umhyggju og ástúðar Eyglóar, sem hann kallaði hetjuna sína. Og nú er komið að kveðjustund. Við félagar Gunnars, fyrrverandi og núverandi samstarfsfólk, þökk- um góðum vini samfylgdina og óskum honum góðrar heimkomu. Elsku Eygló, Baldur, Kalli og aðrir ástvinir. Söknuðurinn er sár, en við eigum öll dýrmætar minningar sem enginn getur frá okkur tekið og aðeins tíminn einn getur náð að sefa sorgina. Þið eigið alla okkar samúð. Guð blessi minningu góðs vinar. Katrín, Þórir, Reynir, starfsfólk Hagvangs og fjölskyldur. Fleirí minningargreinar um Gunnnr Mnack bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Dagbók Háskóla Islands Mánudagur 18. júlí: Dr. Rob- ert L. Selman, sálfræðingur og prófessor við Harvardhá- skóla í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist The Risky Business of Grow- ing Up Social og er hann öllum opinn. Blömastofa Fnófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Opið öil kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.