Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DR. TOSTESTON SEGIR SIÐFRÆÐILEG VANDAMÁL LÆKNISFRÆÐINNAR FARA VAXANDI, JAFNHLIDA ÞVÍ SEM ÞEKKING Á GENUM OG ERFÐAVÍSUM EYKST. MEÐAL ANNARS EIGISÚ SPURNING EFTIR AÐ VERÐA ÁLEITIN í ÁKVEDNUM TILVIKUM, HVORT EYÐA BERIFÓSTRIEÐA EKKI. „EN VERDI NIÐURSTAÐAN SÚ AÐ FÓSTUREYÐING SÉ ÁKVEÐIN, ÞÁVERÐUMVIÐ UM LEIÐ AÐ HORFAST í AUGU VIÐ ÞAÐ AÐ VIÐ GETUM VERIÐ AÐ EYDA MOZART FRAMTÍÐARINNAR." AKRILESARHÆLL LYÐRÆÐISINS Dr, Daniel Tosteson, forseti Læknadeildar Harvard háskóla, ræðir við Agnesi Braga- dóttur um siðfræðileg vandamál læknis- fræðinnar í framtíðinni, nauðsyn breyttra kennsluhátta innan læknisfræðinnar og nauðsyn þess að fjárveitingar til rannsókna- o g þróunarstarfs verði auknar til muna. Forsetí Læknadeildar Harvard háskóla, dr. Daniel Tosteson, . kom hingað til lands fyrir skömmu í boði Læknafélags íslands og flutti íslenskum læknum fyrirlestur undir heit- inu „Learning the Seience and the Art of Medicine“ sem mætti þýða „Að læra vísindi og listir læknis- fræðinnar". Dr. Tosteson útskrifað- ist frá læknadeild Harvard árið 1949 og eftir það stundaði hann fram- haldsnám í læknis- og lífeðlisfræði við virtar stofnanir víða um heim. Þetta er fyrsta íslandsheimsókn dr. Tosteson og kom hann hingað til lands ásamt fjöiskyldu sinni. Dr. Tosteson er jafnframt forseti Harv- ard Medical Center. Hann er mjög þekktur vísindamaður innan læknis- fræðinnar og hefur fyrir löngu hlot- ið alþjóðlega viðurkenningu fyrir fræðistörf sín. Hann hefur hlotið heiðursdoktorsnafnbót frá Kaup- mannahafnarháskóla, Liege háskól- anum í Belgíu, Læknaskólanum í Wisconcin, New York Háskóla og John’s Hopkins í Baltimore. Sérsvið hans liggur á sviði mólikúia og frumulíffræði, þar sem hann hefur rannsakað jónaflutning í gégnum frumuhimnur. Hann hefur einnig varið mikiu af tíma sínum til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að mennta og fræða lækna framtíðar- innar, þannig að þeir verði betur hæfir til þess að starfa og aðlaga sig að breyttu umhverfi 21. aldar- innar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti dr. Tosteson að máli að aflokn- um fyrirlestri hans og fræddist um kenningar hans og hugmyndir. - Dr. Tosteson er fyrst beðinn að lýsa megininntaki fyrirlestrar síns fyrir leikmanninum. „Ég talaði urn það hversu atvinnu- greinin læknisfræði er örum breyt- ingum undirorpin og hveijar eru helstu breytingarnar og hvernig þær kalla á breyttar áherslur og breytta aðferðafræði Iæknadeilda háskóla um heim allan. Það eiga á næstu 10-15 árum eftir að verða geysilegar breytingar á því á hvaða hátt lækn- ar munu nálgast og veita þjónustu þeim sem sjúkdómar ógna. Til þess að við getum nýtt nútímaþekkingu læknavísindanna í þágu mannkyns, þurfum við að endurskipuleggja heil- brigðisþjónustuna og til þess þurfum við að mennta lækna framtíðarinnar á annan hátt. Grundvallarhugsunin í kennslu- aðferðum læknisfræðinnar verður sú, að undirbúa læknanema fyrir það að verða lífstíðarnemar. Að þessu leyti, held ég að læknisfræðin geti verið viðmið fyrir alla nútíma menn- ingu. Þar á ég við, að stöðugt flókn- ari upplýsingar á öllum fræðisviðum hrannast upp á ótrúlegum hraða. Við vitum meira en ég get nokkuni tíma vitað og bilið á milli okkar og mín fer stöðugt vaxandi. Þessi þróun leiðir til stöðugt meiri sérhæfingar á öllum fræðasviðum, þar sem fræðimenn vinna á stöðugt þrengra sérfræðisviði. Vandamálið er hvernig koma eigi í veg fyrir að sérfræðingar á stöðugt þrengri sér- fræðisviðum, einangrist hver frá öðrum.“ Breytt hlutverk háskóla - Með þetta í huga, hver er þá framtíð háskóla eins og Harvard háskóla? „Það er alveg sama hvers konar atvinnurekstur um ræðir, eða hvers konar stjórnarform þú býrð við - þú verður að íjárfesta í rannsóknar-, þróunar- og menntastarfi, því fyrir liggur að framtíðin verður ekki hin sama og nútíðin og fyrir það verðum við að undirbúa okkur. Háskólar verða þar af leiðandi ekki lengur einir um það í framtíðinni, að standa undir og sjá um fræði-, þróun- ar- og rannsóknarstarf. Sérstakt hlut- verk háskóla, rétt eins og Iæknadeilda háskólanna, verður að herða kröfum- ar til þess að sameina sérfræðinga af öllum sviðum. Markmiðið er að fínna leiðir sem u-yggja að sérfræði- þekkingin og þjónustan sem maður þarf að kunna á að halda, til þess að tiltekið vandamál verði leyst, verði fyrir hendi á réttum tíma, á réttum stað, þegar hennar verður þörf. Þetta er skipulagsvandi sem læknisfræðin stendur frammi fyrir og á mjög áþreif- anlegan hátt einnig læknisfræðin sem námsgrein. Við læknadeild Harvard er þetta svið, sem ég hef mikinn áhuga á og við leggjum mikið á okkur, til þess að finna leiðir, sem taka á þessu vandamáli." - Þú segir að þið þurfið að und- irbúa læknanema fyrir það, að verða lífstíðarnemendur. Hvort er erfiðara að breyta hugarfari þeirra sem kenna læknisfræði og læknavísindin í þessa veru, eða læknanemanna? „Það þarf að vinna að þessu á báðum vígstöðvum, en líklega er erfíðara að sannfæra prófessorana en nemana. Ákveðinn ruglingur varðandi eðli menntunar er til staðar strax mjög snemma á lífsleiðinni. Þegar frá því að skólaganga hefst í bernsku, myndast sá skilningur, að kennarinn sé upplýsingalind fyrir nemandann og báðir aðilar eru sam- mála um þennan skilning. Þetta er einfaldlega rangt, en þegar þetta hefur verið mynstrið alla skólagöng- una, þar til nemar koma til háskóla- náms, þá eru þeir orðnir ærið fastir í þessu fari. Þeir vilja áfram láta kennara og prófessora segja sér fyr- ir verkum og þeir vilja áfram að upplýsingamiðlunin sé aðeins í eina átt, frá kennara til nema. Því reynum við markvisst að stuðla að því, að okkar nemar taki námið í eigin hendur og til þess beitum við ákveðnu kennsluskipu- lagi, sem nefnist „Problem Oriented Learning", sem felur það í sér að kennarinn í tilteknu námskeiði, er ekki sérfræðingur á því sviði sem fjallað er um, og verður þannig að nema við hlið háskólastúdentsins og vinna með honum úr tilteknu vanda- máli. Háskólastúdentinn gerir sér grein fyrir því, að þar sem hann getur ekki gert kröfu til þess að kennarinn miðli öllum upplýsingum sem þörf er á, verður hann að treysta meira á eigin mátt og megin í nám- inu og hafa frumkvæði sjálfur. Það má kannski lýsa þessu á þann veg, að háskólanemanum sé fljótlega hent út í djúpu laugina, án þess að vera orðinn vel syndur. Hann fær ákveðið klínískt vandamál til úr- lausnar, snemma á námsferli sínum og hann verður að lesa sér til um grunnatriði líffræðinnar, einkenni sjúkdómsins og hvernig á að bregð- ast við honum, með lyfjum eða öðr- um aðgerðum." Vitum svo lítið - Telur þú að læknavísindin sem fræðigrein muni í framtíðinni þurfa að leggja æ meiri áherslu á umhverf- isþáttinn í rannsóknum og kennslu? „An nokkurs vafa, vegna þess að umhverfi okkar hefur á margan hátt spillst, vegna okkar eigin hátt- ernis, og það hefur áhrif á heilsu manna. En það eru aðrir umhverfís- þættir, sem við enn vitum harla lítið um og þurfum því að vetja miklum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.