Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 9 FRÉTTIR Sameiginleg kynning bankastofnana á notkun debetkorta Ekkí minnst á annmarka HVERGI í sameiginlegu kynningar- efni banka og greiðslukortafyrir- tækja um debetkort er getið um að í ýmsum þjóðlöndum er notkun de- betkorta lítt eða ekki möguleg, eins og komið hefur fram seinustu daga. Þannig segir í bæklingnum Deb- etkort — íjögur kort í einu, að „bankar og sparisjóðir gefa út Deb- etkort í samvinnu við greiðslukorta- fyrirtækin Eurocard og Visa og tengist korthafi þannig alþjóðlegu þjónustuneti þeirra“. Korthafi geti „notað Debetkort sem hraðbanka- kort og tekið út reiðufé bæði hér á landi og erlendis" og erlendis geti hann „tekið út reiðufé upp að ákveðnu marki í bönkum sem eru með viðskipti við Eurocard eða Visa og taka við Debetkortum merktum Maestro/Cirrus eða Electron“. Á forsíðu kynningarbæklings um Maestro-debetkort, er það sagður „snjall leikur að hafa kreditkort frá öðru fyrirtæki — en debetkort frá öðru“. Með því móti tryggi korthafi sér aðgang að fleiri en einu greiðsluneti um allan heim. Einnig að „debetkort eru nýjung á íslandi en hafa rutt sér mjög hratt til rúms undanfarin ár erlendis.“ I bæklingnum segir m.a. að kort- ið sé „lykillinn að tékkareikningi þínum hvar sem þú ert í heimin- um“, og: „Hjá söluaðilum erlendis er víða lögð áhersla á korthafar noti leyninúmer í stað undirskrift- ar“ og undir millifyrirsö^ninni „engin gengisáhætta“ segir að reikningur korthafa sé „skuldfærð- ur sama dag og þú greiðir eða tek- ur út fé með debetkortinu — einnig ef þú ert erlendis. Þú tekur enga gengisáhættu því sérhver úttekt er umreiknuð í íslenskar krónur á al- mennu gengi dagsins." Önnur milli- fyrirsögn segir að kortið sé „þægi- legt sé dvalið langdvölum erlendis" og sá boðskapur endurtekinn í texta. í kynningarbæklingnum segir ennfremur að með „Maestro debet- kortinu þínu getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu á íslandi og um Dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð- inum í Reykjavík um þessa helgi er sérstaklega lögð áhersla á fróð- leik um dýr og vinnslu á ull. Furðufjölskyldan verður með sýningu í dag kl. 14.30. Fjölskyld- an túlkar söguna „Njálu“. Þetta er kveðjuhelgi Furðuljölskyldunn- ar. Kl. 16.00 heldur Logi Jónsson lífeðlisfræðingur fyrirlestur við selalaugina. Ætlar hann að segja gestum frá köfun manna og sela um leið og selunum Snorra, Kobbu og Sæfinni er gefið að éta. Fyrir- lesturinn er ætlaður allri ijölskyld- unni. Á mánudaginn kl. 20.00 verður haldið mót í axlatökum á vegum Glímusambands íslands í fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Oll- um er boðin þátttaka í þessu móti og er keppt í 3-4 þyngdarflokkum. Opið er frá kl. 10.00-21.00. allan heim. Yfir 240.000 fyrirtæki þú getur tekið út reiðufé í öllum taka við Maestro og þeim íjölgar hraðbönkum í heiminum sem bera óðum“. Loks segir að „Cirrus merk- sama merki. Næsti Cirrus hrað- ið á debekortinu þínu tryggir að banki er ávallt skammt undan“. Saab 9000 Turbo árg. '88 Til sölu vegna brottflutnings á mjög góðu verði bíll hlaðinn aukahlutum. A sama stað er til leigu hársnyrtistofa. Leigist með tækjum. _____________________________________________Upplýsingar í síma 650271. VOLVQ 440/460 Mest seldi bíll í sínum stœrharflokki 1994 Öruggur metsölubíll á frábæru júlítilboði! 24 bílar með 83.285 kr. kaupauka Volvo 440/460 var kynntur með 2.0 lítra vél í janúar 1993 og hefur hann átt vaxandi vinsældum að fagna síðan þá. Árið 1993 var Volvo 440/460 þriðji mest seldi bíllinn hér á landi en það sem af er þessu ári hefur hann skotið keppinautunum ref fyrir rass og er nú sá mest seldi í sínum stærðar- og vélarflokki. Samtals hafa selst 176 bílar af þessari gerð á þessu tímabili og markmiðið er að ná 200 bíla markinu fyrir næstu mánaðarmót. 3-1- »ult NioTT^Ap OG V^OS^&UT Kaupauki að verðmæti 83.285 kr. Volvo 440 kostar frá 1.519.000 kr. stgr. Volvo 460 kostarfrá 1.569.000 kr.stgr. Á BETRA VERÐI FYRIR Þ I GI FAXAFENI 8 * SÍMI 91- 685870 dídé Kringlunni 8—12, sími 689260. Utsalan hefst á morgun dídó Kringlunni 8—12, sími 689260. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.