Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 FRÉTTIR Sophia fór erind- isleysu UMGENGISRÉTTUR Sophiu Han- sen við dætur sínar var brotinn í 27. skiptið í gær. Sophia fór ásamt lögreglu og fulltrúa fógeta að heim- ili Halims Al, föður barnanna, til að freista þess að finna bömin. Enginn vildi opna fyrir þeim, þann- ig að þau komust ekki inn í húsið. Samkvæmt dómsúrskurði á Sop- hia rétt á að hitta dætur sínar í Istanbul um hveija helgi frá því kl. 17 á föstudögum til kl. 17 á sunnu- dögum. Halim A1 hefur algerlega hunsað þennan úrskurð. Að sögn Sigurðar Péturs, stuðn- ingsmanns Sophiu, fylgdist fólk í götunni sem hús Halims A1 stendur við vel með þegar Sophia kom til að hitta dætur sínar í gær. Hefði það látið falia hvatningarorð í garð Sophiu, og börn og unglingar hefðu- hvatt hana til að gefast ekki upp. Sigmund í frí SIGMUND Jóhannsson teiknari er farinn í sumarfrí og því munu skopteikningar hans ekki birtast hér í blaðinu næstu vikurnar. Hagsmumim best borgið innan ESB Bonn. Morgunbiaðið. „ÍSLENDINGAR hafa ýmislegt fram að færa, sem gæti komið að miklu gagni við mótun framtíðar Evrópu. Eg get til dæmis ekki neitað því að mér finnst slæmt til þess að hugsa að framtíðarmótun sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins fari fram án framlags okkar,“ sagði Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra á fyrir- lestri, sem hann flutti hjá skrif- stofu Evrópusambandsins í Bonn á fimmtudagskvöld. Hann sagði einnig að langtímahagsmunir Is- lendinga væru best tryggðir innan ESB, en ekki væri tímabært að sækja um aðild ennþá. Hann sagði að nýlegar umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins væru til bóta, en þyrftu að ganga lengra. Umræða um físk- veiðar innan ESB yrði stöðugt meira spennandi eftir því sem tímamörk á umbótatillögum á fisk- veiðistefnu þess nálgaðist. „Það væri mjög við hæfí að ís- lendingar tækju þátt í þeirri stefnumótun, með hliðsjón af reynslu okkar í þessum mála- flokki. En þetta getur auðvitað ekki orðið nema íslendingar hafi þá fengið aðild að ESB,“ sagði Jón Baldvin ennfremur. Utanríkisráðherra lýsti í fyrir- lestrinum, sem var vel sóttur, stöpu umræðna um Evrópumálefni á ís- landi og vakti athygli á hinum mikla stuðningi almennings við umsókn um inngöngu í Evrópu- sambandið, sem fram hefur komið í skoðanakönnunum. Hann rakti síðan stöðu mála hjá ESB, og sagði vissulega margt benda til að sam- bandið verði ekki stækkað aftur fyrr en að lokinni millirikjaráð- stefnunni, sem hefst 1996. „Þá viljum við vita, hvenær þeirri ráð- stefnu lýkur. Þó hún hefjist 1996 er ekki þar með sagt að henni ljúki þá,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði ýmis rök mæla með því að umsókn Islendinga yrði tekin til umfjöllun- ar þegar fyrir 1996. Aðild tryggir hagsmuni Það_ sem helst stæði í vegi fyrir aðild íslendinga væri sameiginleg fískveiðistefna bandalagsins sem gerði ráð fyrir að fiskveiðiauðlindir væru sameign aðildarríkja Evróþu- sambandsins. Frjáls aðgangur að- í fyrirlestri sem Jón Baldvin Hannibalsson hélt í Bonn í Þýskalandi nýlega sagði hann m.a. að ekki væri tímabært fyrir íslendinga að sækja um ESB-aðild. ildarríkja að fiskveiðimiðum og skortur á fullvissun um að auðug fiskimið íslendinga lytu áfram óskoraðri stjóm Islendinga hafi valdið því að erfitt væri að beijast fyrir aðild. Jón Baldvin sagði að önnur ástæða sé óttinn um að glata fullveldinu. Um líkurnar á aðild Islendinga sagði utanríkisráðherra m.a.: „Eg tel sjálfur að íslendingar geti gegnt uppbyggilegu hlutverki í Evrópu- samrunanum og að langtímahags- munir okkar séu best tryggðir með fullri þátttöku. Þar með er ekki sagt að aðild sé óhjákvæmileg en ég held að hægt sé að finna lausn á þeim vandkvæðum sem ég hef nefnt. En málið er enn umdeilt og ekki er tímabært að sækja um aðild að svo stöddu." Jón Baldvin sagði í samtaii við Morgunblaðið að fyrirlestrinum loknum að ráðherraráð ESB hefði fengið umboð til að ganga til við- ræðna við öll EES-ríkin um inn- göngu. „Við spyijum hvort að þetta umboð standi ekki enn eða hvort að það hafi kannski verið tímatak- markað. Ég tel ekki útilokað að við gætum fengið sérstöðu okkar sem EES-ríkis metna, ef við mynd- um sækja um, sérstaklega ef við gætum reitt okkur á stuðning Þjóð- verja, sem skiptir jú sköpum fyrir hin Norðurlöndin. Kúvending? Að fyrirlestrinum loknum sat utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal spyijenda var þýskur Evr- ópuþingmaður, sem hafði farið til íslands í febrúar sl. ásamt þeirri nefnd þingsins, sem fjallar um málefni íslands. Hann sagði bjart- sýni Jóns Baldvins koma sér á óvart þegar hann segði að ísland myndi jafnvel sækja um á næstu misserum. Þingmaðurinn sagði, að á ferð sinni um ísland hefði nefnd- in meðal annars talað við fulltrúa allra stjórnmálaflokka og hefði andrúmsloftið síður en svo virst vera aðild í hag. Hann spurði utan- ríkisráðherra hvort að þessi af- staða íslendinga hefði kúvenst síð- an í febrúar. Jón Baldvin svaraði því til að það hefði helst breyst að þijú Norðurlönd hefðu náð mun hag- stæðara samkomulagi við ESB um inngöngu en menn hefðu þorað að vona og í kjölfar þessa hefði stuðn- ingur almennings aukist. Það væri nú farið að hafa áhrif á stjórnmála- flokkanna. „Það sem þyrfti til að ýta málinu af fullum þunga úr vör væri einhvers konar merki frá Evrópusambandinu um að vel yrði tekið í umsókn okkar þegar fyrir 1996.“ Innganga gegn einangrun Þá var utanríkisráðherra spurð- ur hveijir væru kostir og gallar inngöngu í ESB í augum íslend- inga. Hann svaraði því til að ko- stirnir væru í það minnsta ekki faldir í styrkveitingum sambands- ins. „íslendingar myndu líklega greiða meira í sjóði sambandsins en við fengjum úr þeim. Hins veg- ar er stóri kosturinn sá, að með með inngöngu myndum við komast hjá einangrun." Hann benti á að þrír mikilvægustu homsteinar ís- lenskrar utanríkisstefnu frá stríðs- lokum væru að taka miklum breyt- ingum eða hverfa, þ.e. NATO, Norðurlandasamstarfið og EFTA. „Þetta er ástæðan fyrir því að við teljum ákveðna hættu á að hin nánu tengsl, sem við höfum ætíð haft við vinaþjóðir okkar gætu gliðnað. Það viljum við forðast, því Island vill ekki standa hjá, heldur taka virkan þátt í þróun mála.“ Sendiskrifstofa Evrópusam- bandsins í Bonn stóð fyrir fyrir- Iestri utanríkisráðherra, en þýskir stjórnmálamenn og erlendir gestir halda þar reglulega fyrirlestra. Þeir eru einkum sóttir af stjóm- málamönnum embættismönnum, erlendum sendiherrum, starfs- mönnum sendiráða og öðrum áhugamönnum um evrópsk stjórn- mál. Fylgist með áhrifum manna á umhverfið Alþjóðlegir skatt- ar á orkumengun fyrirsjáanlegir Baldur Elíasson Gróðurhúsaáhrif, súrt regn og ósonlagið eru allt hugtök, sem ber oft á góma. Baldur El- íasson fylgist með þessum þáttum í umhverfinu fyrir stórfyrirtækið ABB, sem hefur aðsetur í Sviss auk þess sem hann spáir fyrir um orkunotkun í framtíð- inni. - Hvernig verður orku- málum framtíðarinnar hátt- að? „Það er enginn vafi á því að sú orka, sem verður not- uð í framtíðinni, verður að uppfylla miklu strangari kröfur vegna umhverfisins en hingað til hefur verið. Þannig verður sólarorka og t.d. orka eins og ísland hef- ur, vatnsorka og hitaorka, mun mikilvægari í þessum skilningi í framtíðinni en sólarork- an er ekki mikið nýtt í dag. Nú er búið að koma upp sjóði, sem heitir Global Environment Faci- lity, GEF. Þetta er sjóður, sem ríku þjóðirnar borga í og þær fá- tæku fá úr m.a. til þess að koma sér t.d. upp orkustöðvum, sem valda litlum umhverfisáhrifum. Þetta er ennþá bara tilraunasjóður en það er ekki ólíklegt í framtíð- inni að umhverfisspjöll verði tekin með í reikninginn þegar orkuver er byggt. Það verði tekið með í reikninginn að ef orkuver veldur umhverfísspjöllum, þannig að það streymi t.d. út frá því gas sem veldur gróðurhúsaáhrifum, að þá verði dýrara að byggja slíkt orku- ver en annað, sem mengaði minna. Þegar við keyrum bíl t.d. þá borg- um við fyrir bensínið en það, sem kemur úr púströrinu, er ekki tekið með. Sama gildir auðvitað um orkuver. Þetta yrði nokkurs konar alþjóðlegur skattur, sem yrði not- aður til að fylla þennan sjóð og hjálpa þróunarlöndum við að koma sínum orkumálum áfram. íslend- ingar eru mjög vel settir í þeim skilningi að þeir hafa hreina orku, þ.e. vatnsorkuna og hitaorkuna en vandamálið hér á landi er elds- neyti fyrir bíla og skip. - Ef við snúum okkur nú að gróðurhúsaáhrifunum. Eru þau merkjanleg í dag? „Það er þannig að ef hitastig jarðar er mælt, þá hefur það vax- ið um u.þ.b. hálfa gráðu síðustu hundrað ár, mest sl. tuttugu ár. Margir múndu segja að það væri ekki mikið en það er mikið þegar tekið er til- lit til þess að þetta er fyrir jörðina alla. Það er enn ekki hægt að segja hvort þetta sé náttúruleg sveifla á hitastiginu eða hvort þetta sé af manna völdum, þótt líkindin á því séu mjög sterk, vel yfir 90%.“ - Hvað með súra regnið? „Súra regnið myndast aðallega vegna útblásturs frá köfnunarefn- isoxíðum og brennisteinsoxíðum en það eru gös, sem koma frá neyslu á kolum, olíu og gasi og mikið t.d. frá útblæstri bíla. Þessi efni komast upp í andrúmsloftið og blandast vatninu þar, mynda sýrur í regnvatninu og falla til jarðar aftur, sýra jarðveginn og skógana. Til þess að draga úr þessu eru öll orkuver, sem byggð eru í dag, útbúin með tækjum, sem taka út þessi sambönd áður en þau fara út í andrúmsloftið. í Sviss má til að mynda ekki selja bfl, nema hann hafí tæki, svo- kallaðan katalýsator, sem gerir það að verkum að útblástur á þess- um samböndum frá bílnum er ► Baldur Elíasson er fæddur árið 1937 í Reykjavík ogtók stúdentspróf frá MR1957. Hann lærði rafmagnsverkfræði og stjörnufræði í Sviss og tók þar doktorspróf. Baldur vann sem stjörnufræðingur í Kaliforníu frá 1966 þangað til hann flutti aftur til Sviss 1969 og hefur unnið hjá fyrirtækinu ABB við ýmis vísindastörf. nánast enginn. Nákvæmlega vegna þessa var blýlausa bensínið sett á markaðinn því bflarnir með þessum tækjum þurfa á því að halda. Minnkun á þessum útblæstri í þróuðu löndunum hefur því verið mikil en vandamálið er að þróun- arlöndin, eru að auka notkun sína á orku mjög mikið. Það er fyrirséð að eftir tíu til tuttugu ár þá verð- ur mest af útblæstri, bæði á gasi, sem eykur gróðurhúsaáhrif og á þessum köfnunarefnis- og brenni- steinssamböndum frá þróunar- löndunum, sem auðvitað hafa full- an rétt á að vilja nota orku eins mikið og við erum að gera í dag. Þess vegna eykst útblásturinn mikið í heild yfír jörðina." - Heldur ósonlagið áfram að minnka? „Já og það er líka mjög alvar- legt mál. Það er eiginlega búið að sanna að allt ósonið í háloftun- um, sem er aðallega upp í heið- hvolfinu þ.e. í svona 20 til 30 km hæð, minnkar um 5% á hveijum tíu árum. Ósonið er framleitt þar uppi af sólargeislum og eyðist bæði á eðlilegan' hátt en líka vegna ýmissa klór-, flúor- og kolefnis- sambanda, sem við höf- um verið að blása upp í himingeyminn frá 1930. Það er búið að banna notkun á þessum tilteknu efnum algjörlega frá 1. janúar 1996. Eyðilegging á ósoni mun samt ná hámarki í kringum 2010 og það mun taka um 100 ár að koma þessum efnum út úr loft- hjújinum. Island er á afar mikilvægum stað hvað varðar hafstrauma. Þetta er einn af tveimur stöðum á jörðinni, þar sem koltvísýringur fer niður í djúphafslögin. ísland hefur jafnmikla þýðingu í um- hverfísmálabaráttunni og það hafði á stríðsárunum og íslending- ar ættu að reyna að nýta sér þá stöðu m.a. með því að reyna að koma upp alþjóða umhverfis- athugunarstöð. I framtíðinni verð- ur miklum peningum eytt í að rannsaka þessi mál betur og fylgj- ast betur með þeim og þetta svæði við ísland hefur mjög mikil áhrif á alheimsloftslag." Eyðing óson- lagsins nær hámarki 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.