Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hollywood Hvað eiga trésmiðir, stöðumælaverðir og fatafellur sameig'inlegt? Margir telja líf kvikmyndastjarn- anna í Hollywood draumi líkast. Þeir sjá fyrir sér fagurlimað fólk með kampavín í freyðibaði og geta ekki gert sér í hugarlund að líf þess hafi nokkurn tíma verið öðruvísi. Ef lagðir eru sam- an tveir og tveir er þó augljóst að stjörnurnar þurftu líka að sjá fyrir sér áður en þær voru upp- götvaðar og koma úr hinum ýmsu starfstéttum. Flestar þeirra sáu fyrir sér með afar venjulegum störfum, sem dæmi má nefna að Michelle Pfeiffer vann í stór- markaði, Kirk Douglas var stöðu- mælavörður, Sharon Stone seldi pylsur, Harrison Ford var tré- smiður, Clint Eastwood var skógarhöggsmaður, Gregory Peck ók' vörubíl og Julia Roberts vann í ísbúð. Margar þeirra höfðu þó öllu óvenjulegri starfa, má þar nefna að A1 Pacino var aðstoðarmaður útfararstjóra, Sylvester Stallone hreinsaði ljónabúr, William Dafoe var bókbindari fyrir tímaritið Penthouse, Bruce Willis var þjónn á hjólaskautum, Marilyn Monroe var fatafella og Geena Davis var lifandi útstillingargína. Ekki lesa þetta! HEFURÐU heyrt um hljómsveit- ina Offspring? Ef ekki, þá er það gott, þeim er nefnilega ekki um of mikla at- hygli. „Smash“, nýjasta plata pönkhljómsveit- arinnar frá Kali- fomíu, seldist í 90.000 eintökum fyrstu þijár vik- urnar eftir að hún kom út. Það olli hljómsveitar- meðlimum svo miklum áhyggj- um að þeir höfnuðu öllum þeim tilboðum sem þeir hlutu í kjölfar- ið. Þeir byijuðu á að hafna góðum tilboðum frá stóru útgáfufyrir- tækjunum og kusu að halda sig við gamla út- gáfufyrirtækið sitt, Epitaph. Síðan neituðu þeir að hita upp fyrir hljómsveit- ina Stone Temple Pilots. Þeir Senda ekki einu sinni út kynningar- myndir af sjálf- um sér. „Við vilj- um ekki að hlut- imir fari úr böndunum," var haft eftir einum hljómsveitarmeðlimi. Wayne og Garth um Björk þegar þeir völdu hana sem eina af TOP TEN MUCICAL BABES: „Strangely-monickered lcelandic babe in toyland. I'm sorry she's just not human. She's either an alien or an animatronic puppet created by Jim Henson's Creature Workshop. Garth says he'd like to Bjork her. I assume it was a suggestive reference to sexual intercourse." FÓLK í FRÉTTUM A1 Pacino aðstoðaði útfarar- stjóra áður en hann fór að leika hörkutól í kvikmynd- um. Marilyn Monroe sá fyrir sér sem fatafella áður en hún varð kvikmynda- stjarna. Maria eins túlipani íhelvíti ►MARIA de Medei- ros fékk góða dóma fyrir leik sinn í kvik- mynd Quentins Tarant- ino’s „Pulp Fiction", sem fékk gullpálmann í Cannes. „Ég býst við að Quentin hafi notfært sér - á góðan máta - að ég er smágerð i útliti, eins og dúkka og mjög lítil í höndum þessa stórskorna hnefaleikakappa (Bruce Willis),“ segir Medei- ros. Hún ljómar í framan þegar hún talar um handritshöfundinn og leikstjórann Quentin Tarant- ino. „Mér finnst sætt hvernig hann nálgast fólk,“ segir hún, „næst- um eins og hann sé hræddur um að hann brjóta eitthvað." Hún getur á hinn bóg- inn ekki neitað því að Willis, mót- leikari sinn, hafi farið í taugarnar á henni í fyrstu. Willis heill- aðist aftur á móti af leik- konunni og sagði um hana í nýlegu viðtali: „Hún er eins og lítill túlipani í hel- víti.“ Maria de Ma- deiros er af listafjöl- skyldu og talar fimm tungumál. Pierce Brosnan var sá fimmti I röðinni. Brosnan fimmtí á óskalista sem Bond ÞEGAR Pierc.e Brosnan var valinn af Cubby Broccoli sem James Bond fyrir væntanlega kvikmynd um ofurnjósnarann fylgdi ekki sög- unni að hann var sá fimmti í röð- inni sem leitað var til. Áður hafði Mel Gibson staðið til boða að leika Bond fyrir fimmtán milljónir doll- ara eða rúman milljarð ísl. króna. Hann hafnaði tilboðinu vegna þess að hann var orðinn þreyttur á hetjuhlutverkinu eftir Tveir á toppnum (Lethal Weapon) mynd- irnar. Næst var Liam Neeson boð- ið hlutverk 007 en hann sagðist sækjast eftir dramatískari hlut- verkum. Óskarsverðlaunahafinn Ralph Fiennes og Hugh Grant voru næstir á óskalistanum en þeir féllu Broccoli, framleiðanda Bond-myndanna, ekki í geð, svo leitað var til næsta manns á listan- um, Pierce Brosnan. Og lítill FOLK George Burns yngist með aldrinum ►LEIKARINN George Burns er orðinn 98 ára gamall og hef- ur sjaldan verið sprækari. Hann hefur þegar bókað 20. janúar árið 1996 á stóru hóteli í Las Vegas og hyggst þá halda upp á hundrað ára afmæli sitt með pompi og prakt. Þar verður boðið upp á vindla og kampavín og hann sjálfur mun troða upp. George Burns hefur yngst mik- ið með árunum, en hann þótti fremur gamall í anda þegar hann var ungur. Hann heldur mikið upp á félagsskap fallegs kvenfólks, nýtur þess að reykja stóra vindla og sýnir engin merki þess að hann hyggist draga sig í hlé á næstunni. George Burns í eftirlætisað- stæðum sínum. Með fallega konu undir arminum og vind- il á forsíðu tímaritsins Play- boy. George Burns hefur sjaldan eða aldrei verið hressari. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.