Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 23
22 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Neytendasamtökin komu á fót starfshópi í lok síðasta árs til þess að fjalla um fjölmiðla og auglýsingar og hefur þessi starfs- hópur nýlega sent frá sér greinar- gerð um nauðsyn þess, að skörp skil séu á milli auglýsinga og ann- ars efnis fjölmiðla. Telur starfs- hópur Neytendasamtakanna, að í þessu sé fólgin mikilvæg neyt- endavernd og að notendur fjöl- miðla eigi ekki að þurfa að vera í vafa um, hvort að þeim beinist boðskapur auglýsenda eða efni frá fjölmiðlum. Þetta er bæði ánægjulegt og mikilvægt framtak hjá Neytenda- samtökunum. Fjölmiðlar eru orðn- ir ríkur þáttur í daglegu lífi fóiks og eiga mikinn þátt í að skapa andrúmið í þjóðfélaginu. Það er löngu tímabært að fjölmiðlum og starfsfólki þeirra verði veitt að- hald. Slíks er þörf á fleiri sviðum en þeim, sem fjallað er um í grein- argerð starfshóps Neytendasam- takanna um fjölmiðla og auglýs- ingar. í greinargerð þessari er vísað til ákvæða í útvarpslögum og sam- keppnislögum svo og í siðareglum um auglýsingar og siðareglum Blaðamannafélags íslands og síð- an segir: „Af ofangreindu má sjá, að ætlast er til þess af fjölmiðlun- um að notendur þeirra, neytendur, geti alltaf vitað að hverju þeir ganga, efni frá ijölmiðlunum sjálf- um eða boðskap auglýsenda. Ekki er ætlast til þess að þessu tvennu sé blandað saman [...] Þrátt fyrir þessi ákvæði hafa fjölmiðlar not- fært sér að minnsta kosti þijár Árvakur hf., Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. leiðir til að koma boðskap auglýs- enda á framfæri við notendur utan sérstakra almennra auglýsinga- tíma á milli dagskrárliða. Hér er í fyrsta lagi um að ræða rof ein- stakra dagskrárliða vegna auglýs- inga, í öðru lagi kostun og í þriðja lagi eru talsverð brögð að því að bann við duldum auglýsingum sé brotið." Starfshópur Neytendasamtak- anna færir sterk rök að því, að báðar sjónvarpsstöðvarnar „fari á svig við“ ákvæði 4. gr. útvarps- laga þar sem segir m.a., „óheimilt er að skjóta auglýsingum inn í útsendingu á guðsþjónustu eða trúarlegri dagskrá, fréttum eða fréttatengdum dagskrárliðum eða dagskrá fyrir börn“. Um þetta segir í greinargerð starfshópsins: „Þannig rýfur Stöð 2 útsendingu þáttarins 19:19 til að koma að auglýsingum. Stöðin hefur einnig haft þann sið að sýna auglýsingar milli atriða í barnaefni, þrátt fyrir ákvæði útvarpslaga um bann við því. Sjónvarpið rýfur útsendingu þáttarins Dagsljóss til þess að koma að auglýsingum. Þátturinn samanstendur iðulega af fréttum og fréttatengdu efni og verður því að teljast falla undir ákvæði 4. málsgreinar. Sjónvarpið rýfur jafnframt útsendingu barnaefnis til þess að koma að auglýsingum. Starfshópurinn telur að eðlilegra væri í þeim tilvikum, sem hér hafa verið nefnd að auglýsingum yrði aðeins útvarpað áður en útsending hefst og eftir að henni lýkur." Þá er ítarlega fjallað um svo- nefnda kostun í greinargerð starfshópsins og þar segir m.a.: „Glöggt dæmi um kostunarsamn- ing af þessu tagi er samningur KSÍ við eignarhaldsfélag Sólar hf. um fjárstuðning þess síðarnefnda gegn því, að keppni i 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu 1994 verði kennd við afurð fyrir- tækisins og nefnd Trópídeildin. Samningur þessi er gerður án að- ildar fjölmiðla en þeir sjá þó ástæðu til að minna notendur sína sífellt á þetta heiti deildarinnar. Svo virðist, sem aðeins einn fjöl- miðill víki frá þessari reglu; Morg- unblaðið. í umijöllun blaðsins um 1. deildina er hún aðeins nefnd sínu rétta nafni.“ í niðurstöðum starfshópsins er rætt um nauðsyn á auknu aðhaldi að fjölmiðlum. Þeim sé að sjálf- sögðu skylt að laga starfshætti að þeim lögum og reglum, sem í gildi eru og hvatt er til þess að meira verði fjallað um fjölmiðla og auglýsingar í skólum. Það er full ástæða til að fagna þessu framtaki Neytendasamtak- anna. Auðvitað eiga fjölmiðlar að fara að lögum og í þeim tilvikum, sem það er ekki gert eiga viðkom- andi yfirvöld að sjálfsögðu að fylgja því eftir að svo sé. En for- ráðamenn fjölmiðla eiga einnig sjálfir að leggja metnað sinn í að gera skýran mun á ritstjórnar- eða dagskrárefni og auglýsingum. Það hefur orðið sífellt erfiðara á und- anförnum árum. Þrýstingur á að blanda þessu saman er í sumum tilvikum gífurlegur. Morgunblaðið hefur hafnað því, að uppnefna íslandsmót í knatt- spyrnu svo að dæmi sé nefnt. Hins vegar eru dæmi um íþróttamót, sem frá upphafi hafa verið kennd við ákveðin fyrirtæki og aldrei borið önnur heiti. Þetta á ekki sízt við um golfmót. Framtak Neyt- endasamtakanna auðveldar fjöl- miðlum að standastþann þrýsting, sem þeir verða fyrir í þessum efn- um. \ Fjölmiðlar eru sí og æ í því hlut- verki að gagnrýna aðra aðila í samfélaginu. Það er hins vegar minna um, að þeim sjálfum sé veitt aðhald. Umú'öllun um fjöl- miðla og auglýsingar er mikilvæg. En það er ekki síður þýðingarmik- ið að fjallað sé um vinnubrögð fjöl- miðla almennt, ekki sízt gagnvart einstaklingum, sem oft verða illa fyrir barðinu á óvönduðum vinnu- brögðum. Morgunblaðið er ekki hafið yfir gagnrýni í þessum efn- um en blaðið leggur áherzlu á, að bæta fyrir það, sem gert kann að vera á hlut fólks, fyrirtækja eða annarra aðila. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri-691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. SKIL AUGLÝSINGA OG ANNARS EFNIS í FJÖLMIÐLUM BRODSKY •hefur sagt að tungan geti auðveld- lega tekið stökkbreyt- ingum, þess vegna m. a. sé hún endingar- betri en tækið sjálft, maðurinn. Þegar ég hugsa um Árna sögu byskups kemur mér í hug þessi athugasemd skáldsins rússn- eska. Það er margt í henni sem við teldum nú málvillur. Samt er hún merkilegt, sígilt rit og framhald af Sturlungu. Það er enginn aukvisi sem skrifar Áma sögu. En hann þarf að nota ný eða nýleg hugtök og orð sem hafa tekið breytingum á þeim öldum sem liðin eru frá því hann sat og samdi þessa athyglis- verðu heimild frá síðara hluta 13. aldar. Líklega hefur íslendingum ekki verið tamt að tala um kosningu á fyrstu öldum landnáms og búfestu. Umhverfíð var annað en nú, einnig orðfærið. Samt er þetta sama tungan og auðvelt viðfangsefni okk- ur sem nú lifum, þótt margt hafi breytzt. I Áma sögu byskups er kosning ávallt í karlkyni, þ.e. kosningur; kosningurinn. Þessi orðmynd hefur þótt eðlilegri í karlkyni en kvenkyni eða hvorugkyni, þótt breytingin hafi orðið tii auðveldunar og við segjum nú kosning, kosningin; þ. e. notum orðið í kvenkyni. Það er mýkra en áður; líkara kveneðlinu, mjúkt og fallegt; það er hring- laga orð en ekki fer- hymt og karlmann- legt,eða klunnalegt einsog í upphafi. Ég þekki útlending sem hefur verið hér á landi ámm saman og talar alltaf um kosninginn; honum fínnst kvenkynsmyndin óeðlileg og talar aldrei um kosninguna. Kosn- ingurinn verður á morgun.segir hann. Þetta eiga þeir sameiginlegt, höfundur Ama sögu og útlendur vinur minn sem hefur þurft að læra og tileinka sér ný orð og nýja tungu. Ég veit aðvísu ekki hvort kosningur sem breytist í kosning er þróun eða stökkbreyting en orðið er lítið dæmi um hvemig tungan breytist. Hún lýtur þeim kröfum sem leiða til auðveldunar. Við megum ekki gleyma því, nú þegar við hlustum á allar nýju ambögumar sem eru að verða eitt helzta einkenni ís- lenzkrar fjölmiðlunar, því miður. Sumar þessar ambögur eiga eftir að vinna sér þegnrétt með þjóðinni. Við skulum semsagt ekki ör- vænta! ÁSAMATÍMA OGNAUÐ- •synlegt er að halda vöku sinni og standa vörð um dýrasta fíársjóðinn, tunguna, skulum við ekki gleyma því að ég gæti skrifað dálitla klausu hér á eftir uppúr sí- gildum ritum, sem allir höfuðsnill- ingar landsins teldu til hortittasmíð- ar og ömgglega einhveija verstu amböguveizlu sem nokkur maður hefði boðið til. Þá er ekki annað eftir en ljúka þessum pistli með óguðlegum texta sem saminn er úr sígildu íslenzku ritmáli: Hann bar alla önn fyrir fólk. Samt fékk hann annsemd af mörg- um. Oft veitti hann aðrar hjálpir. Þótt hann flytti margvíslegar skyn- semdir mátti hann ekki fé útgreiða. Þó mátti hann fá fagrar presentur þótt ekki væri það algengt. Þegar hann lagðist í sjúknað á jólaföstu, hafði sameign þeirra verið hörð og hættuleg. í sjúknaði sínum var hann fákátur og hugðist vægja til við Árna. En kosningurinn var honum þó efst í huga. Hann var ekki niður- brotari sinna skynsemda en hélt fast við sínar samvizkur. Þegar þetta var skoðað hélt hann eigi teknum hætti en kallaði Jón að sín. Kom Jón að eins og sagði að þeir hefðu bansett þann sem til ann- svara hefði verið. Framferðir hans höfðu spurzt víða, einnig viðganga hans. Lá hann um stund í sjúknaði sínum en lézt svo. Var útferð hans gerð eftir landsvana sem um ríka menn. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall + SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 23 JÓN BALDVIN HANNIBALS- son, utanríkisráðherra, virð- ist vera að taka afgerandi forystu fyrirjþeim þjóðfélags- öflum hér á Islandi, sem vilja að við íslendingar gerumst aðilar að Evrópusambandinu. í ræðu, sem utanríkisráð- herra flutti í Bonn sl. fímmtudag, sagði hann m.a. (í lauslegri þýðingu Morgun- blaðsins): „Sjálfur hallast ég að þeirri skoð- un, að Island geti tekið jákvæðan þátt í sameiningu Evrópu og að það þjóni lang- tímahagsmunum okkar að gerast aðilar. Með þessu er ekki sagt, að ganga mætti út frá aðild [að loknum viðræðum] en ég tel, að þá erfiðleika, sem ég hef nefnt, megi yfírvinna. Þetta er hins vegar enn umdeilt mál og ekki forsendur fyrir að- ildarumsókn enn sem komið er. Úrslit þjóð- aratkvæðagreiðslna í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi geta haft útslitaáhrif í þeim efnum.“ í ræðu þessari sagði utanríkisráðherra ennfremur, að þar til nýlega hafi enginn stjórnmálaflokkur lýst sig fylgjandi aðild að ESB og að það hafí verið almenn skoð- un, að slík aðild væri ekki á dagskrá. Nýlega hafí hans eigin flokkur, Alþýðu- flokkurinn, hins vegar samþykkt ályktun, þar sem fram komi, að hagsmunum ís- lands verði líklega bezt borgið með því að sækja um aðild að ESB. Síðan sagði utan- ríkisráðherra: „Þetta er enn hin opinbera stefna íslenzku ríkisstjórnarinnar. Ólíkt sumum aðildarríkjum EFTA, þ.e. Austur- ríki, Finnlandi, Svíþjóð og Sviss, er ástæð- an ekki ótti við pólitískt samstarf. Sameig- inleg stefna í utanríkis- og öryggismálum eykur aðdráttarafl ESB í augum íslend- inga [...] Meginástæðan er sjávarútvegs- stefna ESB, sem kveður á um, að fiskimið séu sameiginleg eign aðildarríkja ESB. í raun hafa einstök aðildarríki forgang að helztu fískistofnum í eigin fiskveiðilög- sögu, sem byggir á sögulegum rétti, en grundvallarákvæði um jafnan aðgang og sú staðreynd, að ekki er fyrir hendi alger- lega örugg trygging fyrir því, að auðug fiskimið Islendinga yrðu áfram í höndum landsmanna, hafa valdið því að erfítt hefur verið að mæla með aðild.“ í samtali við Morgunblaðið í gær, föstu- dag, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, að loknum fundum með Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, að íslendingar ættu tvo mögu- leika varðandi aðild að ESB: annars vegar að sækja um aðild innan mjög skamms tíma eða þá að bíða fram undir aldamót og verða þá samferða ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. í viðræðum við sérfræð- inga hefði hins vegar komið fram, að ís- lendingar gætu nýtt sér sérstöðu sína sem EES-þjóð og sá möguleiki gæti verið fyr- ir hendi, að íslendingar yrðu studdir til að verða samferða öðrum Norðurlöndum inn í Evrópusambandið, en samtímis yrði komið til móts við Suður-Evrópuríki og aðildarumsókn Möltu tekin til greina. Þessar yfírlýsingar utanríkisráðherra hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og á Alþingi. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, að ekkert nýtt hafí komið fram í ummælum utanríkisráðherra. í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi, föstudagskvöldi, ítrekaði forsætisráðherra að engin breyt- ing hefði orðið á þeirri stefnu ríkisstjórnar og Alþingis, að umsókn um aðild að EES væri ekki á dagskrá. Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir í Morgunblaðinu í dag, laugardag: „Sem kunnugt er stefna hin Norðurlöndin að aðild 1. janúar 1995, eftir fáeina mán- uði. Yfírlýsingar um slíkar tímasetningar fá alls ekki staðizt." Jafnframt minnir for- maður utanríkismálanefndar á samþykkt Alþingis frá 5. maí 1993, sem utanríkisráð- herra starfí eftir, þess efnis, að fari fjögur EFTA-ríki inn í Evrópusambandið skuli ríkisstjórnin taka upp viðræður við ESB um tvíhliða samskipti á grundvelli samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið. Síðan segir Björn Bjarnason: „Utanrík- isráðherra hefur ekkert umboð Alþingis til aðildarviðræðna við ESB. Vilji ráðherr- ann fá umboð til að ræða um aðild íslands að ESB á hann að leita eftir því með form- lega réttum hætti heima fyrir. Ég hef ekki orðið var við neina slíka viðleitni af hans hálfu gagnvart Alþingi. Mér er held- ur ekki kunnugt um slíkar umræður á vettvangi ríkisstjómarinnar. Mig minnir, að utanríkisráðherra hafi ætlað að fá að- ildarumboð á flokksþingi Alþýðuflokksins fyrir skömmu en ályktanir þess þings hnigu ekki í þá átt. Samskipti íslands og ESB eru flókin og nauðsynlegt, að stíga hvert skref þannig, að heimavinnan sé vel unnin og umboð samningamanna íslands skýrt og ótvírætt. Það liggur fyrir í álykt- un Alþingis frá 5. maí 1993.“ Raunar vék Björn Bjarnason að sama máli í umsögn hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag um erindasafn, sem nefnist Tilraunin Island og út er komið á vegum Listahátíðar í samvinnu við Háskólann á Akureyri en þar segir Björn: „Leyfíst mér að minna á þá afstöðu mína, að auðvitað eigi að ræða fyrir opnum tjöldum og sem mest, hvort aðild að ESB sé okkur hag- kvæm. Á hinn bóginn hef ég ekki fundið þau rök, sem duga mér til að hefja mark- vissa baráttu fyrir ESB-aðild íslands." Eins og af þessum tilvitnunum í ræðu og ummæli utanríkisráðherra og viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins má sjá, eru stjórnarflokkamir langt frá því að vera samstíga í afstöðu til ESB eins og nú er komið. Raunar verður ekki annað séð en stefni í harða árekstra á milli Al- þýðuflokksins undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar og Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar um afstöð- una til ESB. Þótt Jón Baldvin hafí alla fyrirvara á er nánast fyrirsjáanlegt, að Álþýðuflokkurinn hyggst gera umsókn um aðild að ESB að helzta baráttumáli sínu í næstu þingkosningum, hvort sem þær fara fram nú í haust eða næsta vor og eru það út af fyrir sig töluverð pólitísk tíðindi. Spurningar, sem Jón Baldvin verður að svara FORMAÐUR Alþýðuflokksins hefur gefið almenn- ar yfirlýsingar um þetta mál. í ályktun flokksþings Al- þýðuflokksins, sem hann vitnaði til í ræðu sinni í Bonn er ekki gerð sérstök grein fyrir því, hvern- ig flokkurinn hyggst komast fram hjá grundvallarþáttum í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Raunar hefur enginn þeirra, sem tekið hafa til máls á opinberum vettvangi að undanförnu og hvatt til ESB-aðildar, gert grein fyrir því, hvernig við Islendingar gætum gengist undir sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambandsins. Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræð- ingur og starfsmaður EFTA í Brussel, sagði m.a. í grein hér í blaðinu laugardag- inn 2. júlí sl.: „Ég er þeirrar skoðunar, að við getum náð viðunandi samningum við ESB um sjávarútvegsmál. Það yrðu auðvitað íslenzkir en ekki norskir samning- ar. Hagsmundir íslendinga og Norðmanna í sjávarútvegsmálum eru einfaldlega ekki sambærilegir: Sjávarútvegur nemur 17% af þjóðarframleiðslu okkar en ekki nema 2-3% af þjóðarframleiðslu Norðmanna, sala sjávarafurða vegur 80% í vöruútflutn- ingi okkar en sambærileg norsk tala er 7% og er þá fiskeldi innifalið eða sem nemur um 140.000 tonnum af laxi, sem er nærri þriðjungi heildarverðmætisins. Ég treysti því, að enginn íslendingur mundi semja auðlindina af þjóðinni. í mín- um augum er þetta svo sjálfsagður hlut- ur, að óþarft er að ræða það frekar." Fyrir þjóð, sem lifir á fiskveiðum og útflutningi sjávarafurða eru þetta ekki fullnægjandi svör. Þetta eru heldur ekki viðunandi skýringar á því, með hvaða rök- REYKJAVIKURBREF r? Laugardagur 16. júlí <7 um við eigum að setjast að samningaborði í Brussel og ræða um sjávarútvegsmál okkar á þeim grundvelli, að fiskimið okkar verði sameign okkar og annarra aðildar- þjóða ESB! í ræðu sinni í Brussel sagði utanríkisráð- herra, að Evrópusambandið hefði sýnt meiri sveigjanleika en við mátti búast í samningaviðræðunum við Norðmenn með tilliti til þess, hve sjávarútvegur væri lítill hluti af þjóðarbúskap Norðmanna. Trygg- ingar hafí verið veittar fyrir því, að norsk- ar reglur mundu áfram gilda um fiskveið- ar, þótt undir yfirstjórn ESB væri. Við íslendingar mundum fylgjast nákvæmlega með framkvæmd þeirra, þar sem það muni hafa mikil áhrif á framtíðarsam- skipti okkar við ESB. Mundu Jón Baldvin Hannibalsson og Valgerður Bjarnadóttir skrifa undir samn- inga um það, að íslenzkum reglum verði áfram framfylgt á fískimiðunum í kringum ísland en undir yfírstjórn ESB?! Því verður ekki trúað. En hvernig ætla þessir tveir helztu talsmenn þess, að við sækjum um aðild að ESB og látum reyna á það, hvers konar samninga við getum fengið, að kom- ast framhjá grundvallarþáttum í sjávarút- vegsstefnu ESB? Er hægt að nefna nokk- ur dæmi þess, að Evrópusambandið hafí hvikað frá þessum grundvallarreglum? Ef menn benda á norsku samningana er alveg ljóst, að þótt talsmenn þeirra haldi því fram, að yfírumsjón ESB sé bara að form- inu til duga slíkar yfírlýsingar okkur ís- lendingum ekki. Það er tímabært, að þeir sem hvetja til þess að íslendingar leggi nú eða á næst- unni fram umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu svari þessum einföldu spuming- um, vegna þess, að málið snýst um það, eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á. Að óbreyttri sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins er aðild okkar óhugsandi. Það má vel vera, að Norðmenn muni sætta sig við eitthvað sem þeir telja formlega yfir- umsjón ESB með fiskimiðum þeirra en slíkt getum við íslendingar aldrei sætt okkur við enda meira í húfi fyrir okkur en þá. Alþýðuflokkurinn svaraði þessum spurningum ekki á flokksþingi sínu. Jón Baldvin svaraði þeim heldur ekki í ræðu sinni í Bonn en vissulega gerði hann er- lendum áheyrendum sínum rækilega grein fyrir áhyggjum íslendinga í þessum efnum. Én sú niðurstaða ráðherrans, að persónu- lega telji hann langtímahagsmunum okkar bezt borgið innan ESB er illskiljanleg að óbreyttri sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Talsmenn aðildar að ESB hafa kvartað undan því, að hér á íslandi vilji menn ekki ræða kosti og galla aðildar að ESB. Sú staðhæfing er röng. Hið rétta er hins veg- ar, að talsmenn aðildar hafa verið ófáan- legir til þess að ræða það sem máli skipt- ir, þ.e. sjávarútvegshagsmuni okkar Is- lendinga, nema með almennum yfírlýsing- um. Nú er tími til kominn, að þeir og þ.á m. utanríkisráðherrann geri grein fyrir því, hvernig þeir ætla að komast fram hjá grundvallarþáttum í sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og þá dugar ekki að vísa til þess að formleg yfírráð Brussel skipti engu máli. Pólitísk áhrif ESB- umræðna ÞAÐ ER SVO annað mál, hver verða pólitísk áhrif þeirrar ákvörðunar Jóns Baldvins Hannibalssonar að taka svo afgerandi forystu í baráttu fyrir því, að ísland leggi fram umsókn um aðild að ESB. í ræðu sinni í Bonn vitnaði ráð- herrann til skoðanakannana um afstöðu íslendinga til ESB og benti á, að í þeim hafí komið fram stuðningur 60% þátttak- enda við aðildarumsókn, sú tala hækki í 70% ef Norðurlöndin gerist aðilar og í 80% ef viðunandi samningar náist um sjávarút- vegsmál. Hins vegar bætti utanríkisráð- herra því við, að taka yrði þessum niður- stöðum með fyrirvara, þar sem alvarlegar umræður hafi ekki hafízt um málið, þar sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þar til fyrir skömmu lýst áhuga á aðild. Ef rétt er skilið, að Alþýðuflokkurinn hyggist gera umsókn um aðild að ESB að helzta baráttumáli sínu í næstu þing- kosningum má ætla, að forystumenn flokksins telji sig geta hagnast verulega á þeirri afstöðu, sem fram kemur í ofan- greindum tölum. En eins og formaður Alþýðuflokksins segir sjálfur verður að taka þessum tölum með miklum fyrirvara. Þegar landsmenn gera sér ljóst, að í norsku samningunum felst, að yfírstjóm sjávarút- vegsmála Norðmanna flyzt til Brussel að nokkrum misserum liðnum má óhikað full- yrða, að þessi niðurstaða skoðanakannana á eftir að breytast. íslendingar munu und- ir engum kringumstæðum fallast á, að ákvarðanir verði teknar í Brussel um það hve mikið megi veiða á íslandsmiðum, hvernig sá afli skiptist á milli íslenzkra fískiskipa og erlendra og yfírleitt hvernig við nýtum þessa auðlind okkar. Þess vegna ættu forustmenn Alþýðuflokksins að treysta því varlega að þeir sæki fylgis- aukningu út á þetta baráttumál. Samstarf stjórnarflokkanna hefur ekki verið sem skyldi um skeið. Það fer ekkert á milli mála, þegar menn fylgjast með samskiptum forystumanna flokkanna á vettvangi fjölmiðla, hvort sem er síðustu daga í sambandi við ESB-mál eða önnur málefni, sem upp hafa komið að undan- fömu. Sigur R-listans í borgarstjórnar- kosningum hefur ýtt undir tilraunir til þess að skapa jarðveg og andrúmsloft fyr- ir nýja vinstri stjórn. Hugsanlegt sérfram- boð Jóhönnu Sigurðardóttur setur strik í þann reikning og styrkir stöðu Sjálfstæðis- flokksins við stjórnarmyndun að kosning- um loknum. Geri Alþýðuflokkurinn hins vegar aðild eða aðildarumsókn að ESB að helzta kosningamáli sínu getur vel farið svo, að stjómarmyndun að kosningum loknum byggist á afstöðu flokkanna til þessa máls. Þessa stundina eru allir aðrir flokkar en Alþýðuflokkur sammála um, að umsókn um aðild komi ekki til greina. Að vísu má gera ráð fyrir, að innan Sjálf- stæðisflokksins sé að fínna áhrifamikil öfl, sem hallast að afstöðu Alþýðuflokksins til þessa máls, en það er alveg ljóst, að þau ráða ekki ferðinni, hvorki í þingflokki né flokksforystu. Pólitísk áhrif þeirrar ákvörðun flokksforystu Alþýðuflokksins að taka ESB-málið á dagskrá með þeim hætti, sem flokkurinn er að gera, geta því augljóslega orðið víðtæk og ófyrirsjáanleg. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Geri Alþýðu- flokkurinn hins vegar aðild eða aðildarumsókn að ESB að helzta kosningamáli sínu getur vel farið svo, að stjórnar- myndun að kosn- ingum loknum byggist á afstöðu flokkannatil þessa máls. Þessa stundina eru allir aðrir flokkar en Alþýðuflokkur sammála um, að umsókn um aðild komi ekki til greina.“ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.