Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ferdinand Smáfólk I T0LP THE C0UN5ELOR THAT YOU HAVE A LOT OF UIRITING EXPERIENCE 50 THEV WANT YOU T0 EDIT THECAMP NEW5PAPER., Well,qanq,thi5 has been a great week at camp, right ? Personally,! would rather have qone to Af rica and been eaten by an elephant. i v~\ É w f : If § I Í • pJSW” \v.wsSS6Wb1 e 2 m cu U- ■S f 3 s 0> © Ég sagði leiðbeinandanum Jæja, krakkar, hefur Persónulega hefði ég heldur að þú hefðir mikla reynslu þetta ekki verið frábær viljað fara til Afríku og verið af skriftum svo þau vilja að vika í sumarbúðunum? étinn af fíl. þú ritstýrir fréttablaði sum- arbúðanna... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 691100 • Símbréf 691329 NORÐMENN tóku sér 200 mílna rétt í kringum Svalbarða 1977. Um Svalbarða Frá Árna Jónssyni: UNDIRRITAÐUR fékk birt bréf um deilu okkar íslendinga og Norð- manna á Svalbarðasvæðinu hér í blaðinu þann 24. júní sl. Hafði ég ekki hugsað mér að vera með fleiri skrif um þetta mál en fínnst rétt að svara með nokkrum orðum bréfi Guðmundar Bergssonar — Tann- lækni svarað — þ. 5. júlí. Guðmundur. Það er skoðun mín, að þegar við íslendingar eigum í alvarlegri deilu við nána grannþjóð eins og Norðmenn, þar sem manns- lífum er stefnt í hættu, að þá komi það öllum íslendingum við, jafnvel líka tannlæknum. Ég sé í svari þínu, að þú ert sam- mála þeirri skoðun minni að Norð- menn hafí yfirráð yfír Svalbarða skv. samningi frá 1920. Þetta hlýtur að vera grundvallaratriði í málinu. Svalbarði er hluti konungsríkisins Noregs líkt og Grímsey er hluti lýð- veldisins íslands. Um réttmæti þess að Norðmenn náðu yfírráðum á þessu svæði má eflaust deila. Þú talar um að eftir umrót fyrri heimsstyijaldarinnar hafí ýmsar breytingar orðið á ríkjaskipan. Illa líst mér á að láta þær breytingar ganga til baka. Ætti t.d. að afhenda Rússlandi aftur Finnland og Eystra- saltsríkin, sem þú minnist á? Þetta held ég að séu ekki góð rök í málinu. Vissulega væri mér ekki á móti skapi að við íslendingar ættum meiri rétt á þessu svæði og einnig á Jan Mayen-svæðinu. Því miður skorti okkur e.t.v. næga framsýni í þessum málum og hefðum við gjarnan mátt kaupa Jan Mayen af systur Norð- mannsins, sem þú minnist á í grein þinni. Einnig hefðum við getað gert okkar athugasemdir þegar Norð- menn tóku sér 200 mílna rétt í kring- um Svalbarða 1977. Þetta var ekki gert og því er staða okkar ekki nógu sterk á þessu svæði, því miður. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þó að síst vilji ég draga úr mikil- vægi fískveiða fyrir okkur íslend- inga, þá verður samt að fara rétt með staðreyndir. Þú segir að 80% af tekjum þjóðarbúsins komi frá sjávarafurðum. Þetta er misskilning- ur, sem oft heyrist. Skv. gögnum frá Þjóðhagsstofnun er hluti sjávar- útvegs í heildarútflutningi vöru og þjónustu um 55% og hluti fiskveiða og fiskvinnslu í þjóðartekjum um 15%. Þótt sjávarútvegurinn sé vissu- lega okkar mikilvægasta atvinnu- grein má heldur ekki ofmeta hann á kostnað annarra atvinnuvega. Þessi deila við Norðmenn er nefni- lega miklu alvarlegri en svo að hún snúist einungis um ákveðinn veiði- rétt. Hún snýst ekki síður um það hvernig við leysum deilur okkar við þær þjóðir, sem standa okkur næst. Við erum ekki stór þjóð, íslending- ar, og eina skynsamlega leiðin til að leysa deilumál okkar við önnur lönd er með samningum, en ekki offorsi. Það er heldur ekki nóg fyrir okk- ur að veiða fiskinn, það þarf að selja hann líka. Þessa dagana erum við íslendingar í þeirri stöðu gagnvart okkar aðalmarkaðssvæði, Evrópu- sambandinu, að við þurfum á öllum þeim velvilja að halda, sem við höf- um meðal nágranna okkar í Evrópu, ekki síst Norðmanna. Ég tel það mjög slæmt fyrir okk- ur ef þessi Svalbarðadeila verður til þess að Norðmenn samþykkja í þjóð- aratkvæðagreiðslu nú í haust að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það væri miklu hagstæðara fyrir okkur að þeir felldu þann samning svo við yrðum ekki ein eftir í EES. Aðrir og friðsamlegri kostir standa okkur líka til boða í þessum málum. ísland og Noregur eru eitt atvinnusvæði skv. EES og Norður- landasamningi. Hefur verið athugað um möguleika íslendinga til að fá störf tímabundið við fiskveiðar og vinnslu í Noregi meðan fiskleysi hijáir okkur á heimamiðum? Þá hef ég heyrt að hægt sé að kaupa veiðikvóta af Rússum til veiða í Barentshafi. Mætti ekki líka skoða þann möguleika? Ég vil svo endurtaka þá skoðun að við íslendingar eigum að fara mjög varlega í að stofna til illdeilna við grannþjóðir okkar í Skandinavíu. Við eigum að Ieitast við að styrkja vináttuböndin við þessa gömlu frændur okkar en ekki að slíta þau bönd. Ef það gerðist væri það verst fyrir okkur sjálfa. ÁRNIJÓNSSON, Álftamýri 27, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.