Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ1994 35 I DAG STJÖllNUSPÁ ORÐABÓKIIM Kominn til aö vera Steingeit (22. des. - lít.janúar) Þú ert í einhverri óvissu varð- andi fyrirhugað ferðalag. Þér stendur til boða ánægjuleg kvöldskemmtun með góðum vinum. Jón 0. Edwald hefur vakið máls á því, að ofangreint orðalag virð- ist um þessar mundir flæða yfir í ræðu og riti. Þó finnst honum skörin heldur færast upp í bekkinn, þegar Háskól- inn á Akureyri auglýsir í Mbl. 14. f.m. og notar þessa fyrirsögn: „Gæða- stjórnun er komin til að vera!“ Sama dag mátti lesa þetta í DV: „Síldin er komin til að vera.“ Hér er áreiðanlega enskt orðalag að smeygja sér inn í mál okkar. I ensku Oxford-orðabókinni er dæmi um be here to stay og have come to stay í sömu merkingu og fram kemur í ofangreindum tveimur dæmum, þ.e. að e-ð sé til frambúðar eða hafi hlotið traustan sess. Þarflaust er að taka þessa tökuþýðingu upp, þar sem fyrir er sýnu betra íslenzkt orðalag. Segja má, að fokið sé í flest skjól, þegar há- skólamenn taka sér í munn þetta orðalag, því að þeir eiga að öðru jöfnu að ganga á undan með góðu fordæmi. Hvers vegna ekki að segja sem svo: „Gæðastjórnun til frambúðar.“ Um síldina hefði farið betur að segja aðeins sem svo: „Síldin er komin,“ því að alls óvíst er um stöðugleika hennar í íslenzkri lög- sögu, enda reyndist svo að þessu sinni. Ég hygg, að orðalagið, að e-ð sé komið til að vera sé ungt í málinu, enda er dæmi um ensku fyririnyndina ekki eldra en frá 1863 samkv. Oxford-útgáf- unni. J.A.J. Vatnsberi * (20. janúar - 18. febrúar) Þú færð góða hugmynd í dag sem getur leitt til aukins frama í starfi. Mörg verkefni bíða lausnar heima fyrir í dag.______________________ Fiskar (19. febrúar-20. mars) !££ Vinir sem búa í öðru sveitar- félagi bjóða þér í heimsókn. í kvöld býðst þér óvænt tæki- færi til skemmtunar með vin- um. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalcgra staðreynda. KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott peningavit og þér farast stjórnunarstörf vei úr hendi. Hrútur (21. mars - 19/apríl) Þú gefur þér tíma til að sinna bókhaldinu og bréfaskiftum dag. Athugaðu gaumgæfi- lega tilboð sem þér kann að berast. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur samband við gamlan vin í dag. Félagi hefur góða hugmynd sem vert er að hlusta á. Kvöldið verður ró- legt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að þú uppskerir laun erfiðis þíns. Láttu ekki aðra misnota sér örlæti þitt. Umbætur heima eru á dag- skrá. Meyja' (23. ágúst - 22. september) Þú kemst að því í dag að þú varst með óþarfa áhyggjur. Nýttu þér daginn til tóm- stundaiðkunar og skemmt- unar. Vog (23. sept. - 22. október) l$& Láttu ekki vanhugsuð um- mæli vinar ergja þig í dag. Þú þarft að ljúka verki sem þú tókst að þér áður en þú slappar af í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Smávegis misskilningur get- ur komið upp milli vina i dag, en þú átt góðar stundir með ástvini á veitingastað í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) m Tilboð sem þér berst þarfnast nánari umhugsunar. Þér býðst að kaupa góðan grip á kostakjörum á útsölumárk- aði. Q /\ ÁRA afmæli. I dag Ovf 17. júlí er áttræð Dagmar S. Karlsdóttir, hjúkrunarheimilinu Eir v/Gagnveg. Hún tekur á móti vinum og vandamönn- um milli kl. 15.30-18 á hjúkrunarheimilinu á af- mælisdaginn. Q /\ ÁRA afmæli. í dag öU 17. júlí er áttræður Ingvi Samúelsson vél- virki, Álfheimum 42, Reykjavík. Kona hans er Anna Kristín Friðbjarn- ardóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. n /\ ÁRA afmæli. í dag I U 17._ júlí er sjötug Jóhanna Árnadóttir. Hún bjó lengst af á Brávallagötu 16A en sl. ár hefur hún búið í sambýlinu Blesugróf 29, Reykjavík. Jóhanna tekur á móti gestum í Bjarkarási v/Stjörnugróf milli kl. 15-18 í dag, afmæl- isdaginn. Tvíburar (21. maí - 20. júní) «1 Þú einbeitir þér að lausn á gömlu viðfangsefni fyrrihluta dags. Seinna finnur þú leið til að bæta stöðu þína í fram- tíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H8 Ef eitthvað bjátar á í sam- skiptum ástvina má leysa vandann með því að ræða -saman í einlægni. Njótið kvöldsins saman. n /\ ÁRA afmæli. Á f U morgun 18. júlí verður sjötug Margaret Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur, Efstaleiti 12, Iteykjavík. Eiginmaður hennar er Bent Scheving Thorsteinsson. Hún tekur á móti gestum í Ásbyrgi, Hótel Islandi, milli kl. 16-18 í dag, sunnudag. n /\ ÁRA afmæli. I vl Þriðjudaginn 19. júlí nk. verður sjötugur Carl Stefánsson. Hann og kona hans Ásta Tómas- dóttir taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu milli kl. 17-19 á afmælisdaginn. Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 4. júní _sl. í Háteigskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Harpa Hilmarsdóttir og Vignir Björnsson. Heimili þeirra er í Danmörku. Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 25. maí sl. í Laugarneskirkju af séra Ólafi Jóhannessyni Linda Björk Hávarðardóttir og Ásgeir Einarsson. Heimili þeirra er á Kleppsvegi 18, Reykjavík. Barna- og Qölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 30. apríl sl. í Langholtskirkju af séra Pálma Matthíassyni Linda Hilmarsdóttir og Gunnar G. Ólafsson. Ileimili þeirra er í Jörfabakka 20. Reykjavík. Ijósmyndarinn-JóhannesLong BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju þann 2. júlí af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Guðríður Linda Karlsdóttir og Jó- hannes Valdimar Gunn- arsson. Þau eru til heimilis í Flétturima 10, Reykjavik. Arnað heilla ÚTSALA Útsalan hefst á morgun. 40-70% afsláttur Ríta Eddufelli 2 PERÚ-kynningarfundur í Geysishúsinu, mánudaqinn 18. iúlí kl. 20.00. k SLÓBIRINKA TIL ANDESFJALLA í PERÚ 29. ágúst-14. september '94. Fararstjórinn Coco, kynnir land sitt og útlistar ferðatilhögun og áfangastaði. Farið verður m.a. inn í regrtskóginn, siglt eftir Amazonfljótinu til Iquitos, ferðast með lest til Andesfjallanna þar sem fornar minjar Inkanna eru staðsettar. í lok ferðar, áður en höfuðborgin Lima er kvödd, verður flogið yfir hinar óútskýranlegu jarð-teikningar í Nazca og markaður hinnar konunglegu borgar heimsóttur. Verð á mann í tvíbýli er kr. 199.90Q Innifalið í verði: Allt flug, gistingar, á góðum hótelum, lestarterðir, rútuferðir, aðgangseyrir á söfn, 2 hádegisverðir, 1 kvöldmatur, morgun-matur allan tímann í Perú og tararstjórn. l RAÐGREIÐSLUR feréáxr Aöalstrætl '2'simi 623O2OÍ0 Reykja UTSALAN - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.